Morgunblaðið - 16.03.1969, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1969
5
Á FIMMTUDAGINN hófst uim-
ræða á Alþingi uim menntaakóla-
frumvarpið. Má búast við mikl-
um umræðum um það, enda tími
til kominn að Alþinigi ræði
mennta- og fræðsluimiálin á breið
um grumdvelli, en frumivarpið
gefur tilefni til þess, þótt það
fjalli einungis um þá hlið
menntamála sem snýr að menmta
skólunum.
Greinilega kom fram, að skoð-
anir þingmanna á frumvarpinu
eru skiptar, og þá sérstaiklaga á
fyrsíiu grein þess, er fjallar um
fjölda menntaskóla, Þrír þing-
menn Sjálfstæðisflokiksins, þeir
Sigurður Bjarnason, Matthías
Bjamason og Jónas Pétursson
hafa þegar flutt ræður um
málið og gaignrýnt frumvarpið.
Undir þá gagnrýni tóku þeir
þingmenn Framsóknarflokiksins
sem þátt tóku í umræðunum.
Að uindamfömu hefur oft
heyrzt um það talað að Alþingi
væri að verða afgreiðslustofnun
ríkisstjórnarinnar og að þing-
menn stjómartflokkanna hefðu
því veigaimestu hlutverki að
gegna á ALþingi að rétta upp
hendur sínar við atifcvæða-
greiðslu, ýmist til að sam-
þykkja mál ríkisstjómarinnar,
eða fella mál stjórnarandstöð-
umnar. Oftsinnis hefur verið
bent á hið rétfa í þessiu máli.
Meiriháttar mál em venjulega
þrautrædd í þiragflokikunum
áður en þau em lögð fram. Þar
koma þingmenn stjórnarflokik-
anna fram með gagnrýni sína
og beita áhrifum til breytinga,
ef þeir telja ástæðu til. Umræð-
ur þær sem fram hafa farið um
menntaskólafrum’varpið er auig-
ljós sönnun á þessu. Sigurður
Bjarnason upplýsti í ræðu sinni,
að frumvarpið hefði ek'ki verið
rætlt í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins, áður en það var lagt
fram. Ek'ki er vafi á því, að
hægt hefði verið að hafa sama
hátt á um þetta fmmvarp og
miörg önnur, — að ná samstöðu
um það áður en það var laigt
fram. En óllkt hefðu þá um-
ræðurnar verið litlausari en nú
verður, þar sem þingmennirnir
bera frarn gagnrýni sína fyrir
opnum tjöldum.
MenintaskólatfmmVarpið er
samið af netfn-d merkra og
kuinnra skólamanna og laigt fram
óbreytt frá því sem þeir skiluðu
þvi frá sér Kemur greinile-ga
fram í frumvarpinu að netfndar-
menn hatfa lagt mikla vinn-u í
störf sin og reyna að kynna sér
málið frá sem flestum sjónar-
hornum. Segja má, að flest öll
nýmæli frumvarpsins séu til
stórra bóta. Til dæmis má nefna,
auikið valfrelsi nemenda á náms-
greinuim, heimild til að taika upp
annað lokapróf en stúdentspróf,
auikna aðild nemenida að stjórn
skólanna og fl. Gerði mennta-
málaráðherra ítarlega grein
fyrir efnisatriðum frumvarpsins
i framsöguræðu sinni á Alþingi,
en megiin'kaflar þeirrar ræðu birt-
ust í Mbl. á föstudag.
Að mínu liti er þó einn stór
galli á gjöf Njarðar. Endurskoð-
un menntaSkólalöggjatfarinnar
hefði nauðsynilega þurft að vera
í nánium tenigslum við heildar-
endurskoðun fræðslulaganna frá
1946, sem flestir eru sammála
uim að þurfi endurskoðunar við.
Með þessu frumvarpi er því að-
eins tefcizt á við lítinn hluta
vandans, og fáar tilarunir gerð-
ar til að fá svar við þeirri veiga-
miklu spurningu, hvers vegna
svo lág hlutfallstala uragmenna
á íslandi lýkur stúdentsprófi,
eða hliðstæðum prófum, ef mið-
að er við nálægar menningar-
þjóðir.
Töluvert skortir á að umræddri
fræðslulöggjöf hafi verið komið
í framkvæmd á þeim 23 árum
sem hú'n hefur verið í gildi. Mjög
víða úti á landi, og það meira að
segja í þéttbýlum og samgöngu-
góðum héruðum, eru misbrestir
á því að bör nog unglingar fái
notið þeirrar menntunar sem lög
gera ráð fyrir.
Alþýðublaðið, málgagn mennta
málaráðherra, hefur ritað um
skólamál í leiðurum sínum í lið-
inni viku og var þar m.a. kom-
izt svo að orði um landsprófið:
„Þegar landspróf sem inntöku-
próf í menntaskóla var lögtekið
fyrir meira en tuttugu árum, var
það tvímælalaust mikið fram-
faraspor, með því var reynt að
tryggja jafnan rétt nemenda alls
staðar á landinu til inngöngu í
menntaskóla. Hér var um að
ræða ráðstöfun til tryggingar
lýðræði í skólamálum..........“
Dæmt eftir þessum orðum blaðs-
ins telur það vafalítið afar slæma
latínu, hversu miklir mis'brestir
eru á framkvæmd fræðslulag-
anna. Það skal viðurkennt, að
mörg ljón eru á veginum, en
þeim þarf að ryðja sem fyrst til
hliðar .með .öllum tiltækum ráð-
um.
í menntaskólafrumvarpinu
segir að landspróf miðskóla skuli
eftir sem áður vera greiðasta
leiðin til inngöngu í mepntaskól-
ana, en jafnframt er kveðið á
am að taka megi aðra nemendur
inn í skólana en þá sem hafa um
rætt próf. Landsprófið hefur
með réttu verið kallað „stíflan“
í íslenzka skólakerfinu. Vonandi
verða hin óljósu ákvæði frum-
varpsins til þess að losa nokkuð
um þá stíflu og veitá fleiri en
áður rétt til menntaskólanáms.
Má hér geta þess að einn skóli,
Kennaraskóli íslands, hefur nú
um nokkurt skeið tekið gagn-
fræðinga í skólann, sem uppfyllt
hafa ákveðin skilyrði. Eftir því
sem ég bezt veit, hefur reynzla
skólans af þessu verið sú, að
námsárangur gagnfræðinga og
landsprófsinemenda hefur verið
mjög áþekkur.
í menntaskólafrumvarpinu
kemur fram, að nefndin fjallaði
um erindi Kvennaskólans í
Reykjavík, sem æskir þess að
fá leyfi til að útskrifa stúdenta.
Mikill meirihluti nefndarmanna
var þessari málaleitan andvígur,
og færir rök að afstöðu sinni.
Telja má mjög vafasamt að veita
einum gagnfræðaskóla öðrum
fremur slík forréttindi, og á það
við um Kvennaskólann sem aðra
skóla, og þá ekki síður vegna
þess að hann tekur ekki á sig
allar þær skyldur sem aðrir
gagntfræðaskólar verða á sig að
taka. Um áraraðir hefur skólinn
fengið að velja beztu nemendurn
ar úr stórum hópi umsækjenda
og á það vitanlega sinn þátt í
því hve árangur skólans hefur
verið góður.
En ef gagnfræðaskólum væri
veittur réttur til að annast
menntaskólanám og útskrifa
stúdenta ætti Kvennaskólinn að
vera þar ofarlega á blaði. M-arg-
ir gagnfræðaskólar eiga sér
merka sögu sem menntastofnan-
ir, og ættu að fá aukin réttindi.
Ég minnist þess t.d. að á fundi
einum um skólamál benti Matt-
hías Johannessen á merka sögu
Flensborgarskólans í Hafnarfirði,
sem var í einn tíma ein merk-
asta skólastofnun á landinu.
Óskum eftir að ráða
3 starfsmenn í shnutsmiðju
1 skautsmiðjunni fer fram tenging forskauta (kolkubba og ál-
gaffla), en þau eru síðan notuð við framleiðslu áls.
Störfin eru margvísleg og krefjast lagtækra og samvizku-
samra manna.
Þeir umsækjeridur, sem til greina koma, verða boðaðir á fund
í Straumsvík, störfunum þar lýst og vinnustaður skoðaður.
Ráðning frá 12. maí 1969.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í Bókabúð Olivers Steins í
Hafnarfirði og Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík.
Skriflegar umsóknir sendist fyrir 6. apríl 1969.
ISLENZKA ALFÉLAGIÐ H.F.,
Straumsvík.
Færa mætti rök að því að þessi
skóli ætti að fá menntaskólarétt-
indi á sama hátt og Möðruvalla-
skólinn var stofn Menntaskólans
á Akureyri. Sama má segja um
nokkra aðra gagnfræðaskóla,
bæði í Reykjavík og úti á landL
Menntaskólar þurfa að komast
sem víðast. Auk þess sem það
mundi jafna mjög aðstöðu nem-
enda til skólanáms, hafa slíkir
skólar jafnan stórkostlega mikil
menningaráhrif, auk þess sem
viðurkennt er að æskilegast sé
að námið sé sem samfelldast fyr-
ir nemendur.
Ekki verðiur sagt skilið við
hugleiðingar um mennitaakóla-
skó 1 a fr umv a gr i ð, án þess að
geta um, að þegar það kom til
uimræðu á Aliþingi sendi meranta-
málaráðlherra þingfréttamömnufm
blaða og útvarps atfrit af fram-
söguræðiu sinni. Ber slíkt vitni
um hu'gulsemi ráðherra, og ber
það að þakka.
Á fimmtuda'ginn lagði ríkis-
stjórnin fram tillögu til þings-
ályktuinar, sem líklaga verða
eigi minni umræður um en
menntaskólafrumvarpið. Er það
vegaáætilunin fyrir árin 1969—
1972. Er áætlunin mjög ítarleg
og gerir grein fyrir fyrir'huguð-
um framkvæmdum á tímabilinu,
svo og tekjuöflun. Mesta hlut-
fallslega breytingin frá fyrri
vegaáætlun er sú að fyrirhugað
er að leggja stóraukna áherzlu
á lagningu hraðbrauta með var-
anlegu slitlagi. Samikvæmt til-
lögunni á að verja til þessara
fraimlkvæmda 360 millj. kr. á
fram'kvæmdatímabilinu í sitað 40
millj. kr. áður. Aulk þes mun svo
gert ráð fyrir lántöku vegna
framkvæmdanina.
Með tillögu þessari er mörkuð
stefna í vegamálunum, sem al'lir,
ekki hvað sízt bifreiðaeigendur,
mii'nu fagna.
Steinar J. Lúðvíksson.
Afgreiðslumaður
í byggingavöruverzlun óskast strax. Uppl. um menntun og
fyrri störf sendist Mbl. fryir miðvikudagskvöld merktar:
„Reglusamur — 2968".
A> AUSTURBAKKI í SÍM|: 38944
r /Œ\ FERÐASKRIFS' FOFA 1
WEJ RtKISIKS
Verð aðeins kr.
(2 sólarhringar
Verð aðeins kr.
(3 sólarhringar
6.750.00
fyrir tvo
8.250.00
fyrir tvo
gesti).
gesti).
HVÍLDARFERÐIR
í PÁSKALEYFINU
Njótið hvíldar og hressingar á fyrsta flokks hóteli
í fögru umvherfi. Fljogið til Hornafjarðar með
Fokker Frienáhip flugvéLum Fluigtfélags íslands,
gistið á hótel Höfn, nýtízkiuihóteli, sem býður full-
komna þjónustu, fyrsta flokks veitingar, góð her-
bergi með baði, þægilegar setustofur ásamt gutfu-
baðstofu.
TILVALIN
TÆKIFÆRISGJÖF
LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SfMI 11540