Morgunblaðið - 16.03.1969, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 196®
7
„Syngur lóa suður í mó"
Nú er komin hláka og snjór-
inn á undanhaidi, og þótt Heið-
lóan sé ekki enn komin til
iandsins til að kveða burt snjó-
inn, er þess ekki langt að bíða,
„að Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr
sem fer með fjaðrabliki háa
vegaleysú" birtist hér aftur
sunnan úr löndum, þar sem hún
hefur verið að spóka sig í vetur
i Suður-Frakkiandi, já, alla leið
suður í Egyptalandi, og sjálf-
sagt orðin lar^mædd á þessum
sífelldu skærnm þarna á landa-
mærunum við Súez.
★
Man ég það kvöld, þegar við
bræðurnir gengum eftir meln-
um frá^ Kattagjótu að Gamla
Stekk. í þetta sinn var systir
okkar með okkur, því að hún
var eins og víð, heilluð af allri
náttúruskoðnn ekki hvað sízt
hún. Sólin var að setjast bak
við Akrafjallið Bæirnir hand-
an Hvalfjarðarins, Kúldudalsá,
Gröf og Galtarvík, voru þegar
komnir í fjallskuggann, en þó
mátti það vera fólkinu á þeim
bæjum nokkur huggun fyrir sól
armissinn, að sjá ströndina hinu
megin, fjöllin bæina og túnin
baðaða í aftanskininu. Auk
þess fengu þeir morgunsólina
fyrr hinn næsta dag. Þannig er
mannlífið. Hjá einum sól í dag
hinum skuggi en svo snýst þetta
allt við á morgun.
★
Sólarlag í Hvalfirði er engu
öðru líkt. Jafnvel skýjafarið
setur á það svip sinn. Eg hef
aðeins eitt til samjafnaðar, og
það er sólarlagið hér í Reykja-
vík, en það hygg ég, að sé
eitthvert fegui sta sólarlag, sem
um getur á samanlagðri heims
kringlunni „Veit auga þitt nokk
uð fegra — en vorkvöld í Vest
urbænum?" Kvað Tómas:
En sem við nú göngum upp
melinn, þræðum urð og grjót,
innan um bustnar þúfur með
lambagrasi, sem skartar í ljós-
bleiku, tízku itunum, og eins og
Laxness segir í íslenzku vöggu
ljóði á Hörpu:
„Þar er auðsýnt þurradramb
þeim sem út er borinn,
eingin sól rís yfir kamb
yfir döggvuð sporinn.
I*ar sést hvorki lítið lamb
né lambagias á vorin.“ —
Þá heyrum við skyndilega
flaut. Hér er mikill listamaður
á ferð. Hann flautar svo, að
unun er á að hlýða.
★
Við þekkjum þetta flaut, ang
urvært, tregabiandið, þetta er
Heiðlóan í þstta sinn er hún
ekki að syngja dýrðinni lof,
„dýrðin-dí“ eins og það hefur
verið kallað, nei, hún er að
reyna að beina athygli okkar
frá litla hreiðrinu, sem hún á
þar vestanvert við litla þúfu,
á berum melnum, innan um
Holtasóley, sem hvít og gul
glitrar 1 aftanskininu, og lauf
þessarar fallegu sóleyjar, rjúpna
laufin, eru dökkgræn, og það
er rétt eins og borið hafi verið
á þau lakk, svo glansandi eru
þau.
Það er rétt eins og hún vilji
þó segja við okkur, rétt eins
og hún viti, að við viljum henni
ekkert mein gera, — líkt og
Þorsteinn Erlingsson kveður:
s-
„Heyló syngur sumarið inn,
semur forlög gaukurinn,
áðr en vetrar úti ’er þraut
aldrei spóinn vellir graut.“
(Gamalt stef frá miðöldum.)
„Þér frjálst er að sjá, hve ég
bólið mitt bjó,
ef börnin mín smáu þú lætur í
ró.
Þú manst, að þau eiga sér
móður.
Og ef að þau lita, þau syngja þér
söng
um sumariö bliða og vorkvöld-
in löng.
Þú gerir það, vinur minn góður"
★
Við þekkjum þetta flaut Heið
lóunnar, vitum, hvað það merk
ir. Nú eru aðeins egg i hreiðr-
inu en væru urgarnir að brjót-
ast út, farnir að kíkja út í
þessa skrýtnu veröld, myndum
við sjálfsagt bregða um lappir
þeirra fuglamerkjum, en alls
ekki vinna þeim neitt mein.
Ungar mófuglanna eru fljót-
ir á fætur. Þeit eru næstum sjálf
bjarga, um leið og þeir skríða
úr egginu. Os ungar þeirra,
Heiðlóunnar, Spóans, Sandlóunn
ar, Stelksins og Hrossagauks-
ins, eru jafnframt einhverjir
fegurstu fuglsungar, sem um get
ur. Litaraftið er dýrlegt, það
hefur eitthvað af guðdómnum í
sér fólgið, það er ólýsanlegt,
eða eins og öanskurinn segir
svo fagurlega: „Det má ses.“
★
Og áfram höldum við leið
okkar eftir melnum. Blóðberg-
ið, sem gamla fólkið þurrkaði
og hellti upo á te úr, og hið
fjölbreytilega blóm, Meyjar-
auga, lífga upp á lífvana mel-
inn. Þegar Heiðlóan finnur, að
við ætlum ?kki einu sinni að
nálgast hreiðnð hennar, hvað
þá að vinna þvi mein, hættir
hún flautinu, stígur á stokk,
flýgur spottakern, og þá heyr-
ist hún syngja um dýrðina,
„dýrrindí", eins og Jónas Hall-
grímsson mótaði í sínu Heið-
lóarkvæði:
„Snemma lóan litla í
lofti bláu „dirvindí"
undir sólu syngur:
„Lofa gæzku gjafarans,
grænar eru sveitir lands,
fagur himinhringur.
Ég á bú í ber jamó.
Börnin smá i kjrrð og ró
heima í hreiðri bíða.
Mata ég þau af móðurtryggð,
maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða.
Lóan heim úr lofti flaug,
— Ijómaði sól um himinbaug,
blómi grær á grundu, —
til að annast unga smá.
— Alla étið hafði þá
hrafn fyrir hálfri stundu."
★
„Þannig ferst dýrð heimsins",
sögðu spekingar fyrri alda. í
þessu kvæði Jónasar er mikinn
lærdóm að finra Stríðið er ekki
alltaf okkar mannanna. Það nær
til allra skepna miskunnarlaust
og tilgangslaust. Þarna er það
hrafninn að gleypa lóuunga, hjá
okkur er það hungur í Biafra
að deyða lítil svört börn, með-
an stórveldin s*tt á hvað mata
stríðsaðila á vopnum til að kála
hverjigm öðrum. Ósköp er
mannskepnan enn á lágu menn
ingarstigi.
I París rífast þeir um borð,
meðan helmingur heimsins veit
ekki, hvað hann á að borða í
næsta mál.
Mál er að linni. — Við höld-
um heim af melnum. Það fór
að kólna eftir sólarlag, en við
arineldinn heima er hlýtt, og
móðir okkar gefur okkur heitt
kakao, sem j'ljar okkur öllum.
Næst munum við ef til vill leita
annað til náttúruskoðunar. Við
vorum aldrei lött slíkra fara,
•he’jdur vorum við hvött, —
og að því búum við langa ævi.
— Fr. S.
AKUREYRII\ÍGAR - AKUREYRIKGAR
Góð 4ra—5 herbergja íbúð óskast til leigu frá 1. júní eða fyrr,
ef óskað er, jafnvel strax. Fyrirframgreiðsla.
Upplýsingar í símum 2 14 50, Akureyri og 2 26 79, Reykjavík.
Tilboð óskast
í jörðina Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi. Á jörðinni eru
góðar og varanlegar byggingar. Laxveiðihlunnindi.
Uppl. gefur: Haraldur Bjarnason, Reynimel 28, sími 1-6660.
Fermingarskór
á telpur nýkomnir, margir litir.
SKÓSKEMMAN BANKASTRÆTI, sími 22135.
NÝKOMIÐ
Hanzkar, slæður og undirfatnaður Einnig maigt til fermirpgargjafa. fyrir fermingartelpur.
VERZLUNIN SÓLRÚN,
Kjörgarði, sími 10095.
Austiirðingamótið 1969
verður haldið 22. marz naestkomandi í húsakynnum Her-
manns Ragnarssonar við Háaleitisbraut 58—60. — Vegna
minnkandi fjárhagsgetu almennings og til þess að sem
flestir geti verið með, fellur niður að þessu sinni sam-
eiginlegt borðhald.
Upplýsingar og tilkynning um þátttöku í síma 34789 og 37974.
Nánar auglýst síðar.
________________ STJÓRNIN.
íbúður- og verzlunorhús
Til sölu er járnvarið timburhús, tvær hæðir á steyptum kjall-
ara og stórri hornlóð í Laugarneshverfi. 1 húsinu eru þrjár
íbúðir, 2ja, 3ja og 5 herb ásamt verzlunarplássi. Verzlunin
og 5 herb. íbúðin laus nú þegar. Nánari upplýsingar gefur
NÝJA FASTEIGNASALAN, Laugavegi 12, sími 24300, og utan skrifstofutíma 18546.
ARABIA-hreinlætístæki
Hljóðlaus W.C. — kassi.
Nýkomið: W.C. Bidet
ITandlaugar Baðker
Fætur f. do. W.C. skálar & setur.
Fullkomin varah’utaþjónusta.
Glœsileg vara. Verð hvergi lcegra
Einkaumboð fyrir ísland:
HANNES ÞORSTEINSSON
lieildv., Hallveigarstíg 10, sími 2-44-55.