Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1969 SKÁKÞÁTTUR í UMSJÓN SVEINS KRISTINSSONAR Stórmeistarar í spumingatíma. FYRIR rösku ári notaði ritstjóri rússnesks skákblaðs tækifærið, er allmargir erlendir skákmenn voru samankomnir í Moskvu, til að spyrja sex stórmeistara nokk- urra samvizkuspurninga varð- andi skák. Stórmeistararnir, sem hann lagði spurningarnar fyrir voru, Tal, Þjóðverjinn Uhimann, Spassky, Argentínumaðurinn Najdorf Júgóslavinn Glígoric og Tékkinn Pachmann. — Ég birti hér til gamans og fróðleiks tvær af spurningunum, sem hann lagði fyrir garpa þessa, svo og svör þeirra alla: Fyrri spurning: Er erfitt að verða stórmeistari? Svör: 1. Tal: >að er bersýnilega ekki svo auðvelt að verða stórmeist- ari, þó að ég hafi náð því marki. Þessi titill örvar suma, en trufl- ar aðra. Mér finnst ávallt betra að tefla á stórmeistaramóti, held- ur en, til dæmis, heima á lett- neska meistaramótinu. 2. Uhlmann: Það er erfitt að verða stórmeistarL Við stórmeist ararnir höfum fleiri skyldur en réttindi. Nú á dögum verða stór- meistarar sí og æ að vera að tefla og hafa lítinn tíma til að stunda atvinmu sína eða hvíla sig. Þetta reynir á kraftana, og því verður árangurinn á skákmót um misjafn. — Undanskildir eru auðvitað hinir fremstu stórmeist- arar, sem ná nær ávallt góðum árangri. 3 Spassky: Það er erfitt að verða góður stórmeistari. 4. Najdorf: Nú á dögum er ekki erfitt að verða stórmeistari. Til þess þurfa menn einungis að uppfylla ákveðin skilyrði á skák móti, og er þeim þá úthlutað þessum háa titli. Sannur stór- meistari er hins vegar sá, sem nær góðum árangri hvað eftir annað á skákmótum. Það er hreint ekki svo auðvelt að verða slíkur stórmeistari. 5. Glígoric: Það er ekki svo mjög erfitt að verða stórmeistari, en að verða góður stórmeistari, það er strax öllu flóknara mál. 6. Pachmann: Skáktaflið er eigingjarnt. Það krefst þess, að menn helgi sig því alveg. Oft verður maður þess vegna að neita sér um ýmislegt, sem gefur manni ánægju í lífinu. Undir slíkum kringumstæðum er ekki svo auðvelt að verða stórmeist- ari. Síðari spurning: Hver er að yðar áliti bezta leiðin, til að ná sem mestri fullkomnun í skák: Svör: 1. Tal: Til þess eru margar leið ir: Sú bezta er fólgin í fræðileg- um rannsóknum, jafnhliða því sem menn tefla. Ég hefi haft afskaplega gott af því, hvað ég hefi teflt mikið. Einnig held ég, að hraðskákir séu nytsamlegar — að sjálfsögðu innan hæfilegra marka. Vilji maður auka skák- styrkleika sinn, þá er óhjákvæmi legt að tefla við sterka andstæð- inga. — Einnig veltur mikið á þjálfaranum. Ég man ennþá eftir því, þegar ég tefldi á unglingaskákmótum 1951, að þá bannaði þjálfarinn fórnir á þeirri forsendu, að fórn ir kæmu mjög sjaldan fyrir í skákum heimsmeistaran-s, Bot- vinninks. — Svo liðu tíu ár. Ég varð sjálfur heimsmeistari. Og sami þjálfarinn hvatti nni upp- vaxandi skákmenn til að tefla eins og heimsmeistarinn, vera sókndjarfir og óragir við að fórna. Þannig breytast tímarnir! 2. Uhlmann: Það er erfitt. En það leiðir af sjálfu sér, að mað- ur verður skilyrðislaust að búa yfir góðri faglegri hæfni. Það get ur gagnað mjög mikið að þróa skákstyrkleika sinn í samvinnu við aðra. Það hafa sovézku stór- meistararnir sannfært mig um. Margir þeirra hlutu sína upp- fræðslu í skák á sérstökum æf- ingastöðum ungra skákmanna. 3. Spassky: Það er erfitt að svara þessari spurningu. Fyrst og fremst verður maður að elska skákina. Eftir það eru það hæfi- leikar og dugnaður hvers og eins sem úrslitum ráða. Jafnvel stór- meistari þarf ekki endilega að beina allri sinni ást að skáklist- inni. 4. Najdorf: Ég tel, að næstijm hver maður geti náð fyrsta flokks (1. Klasse) skákstyrk- leika. Leiðin að því marki er ekki svo erfið. En vilji maður jafnast á við Lasker, Capablanca, Aljechin, Botvinnik, Tal eða Petrosjan, þá verður maður að hafa mikla hæfileika til að bera. — Til samanburðar, þá eru tón- skáld í heiminum svo mörg sem sandur á sjávarströnd, en samt er aðeins til einn Beethoven, Mozart, Tschaikowski eða Rac- hmaninow. 5. Glígroric: Þrotlaust og skap- andi starf, í sönnustu merkingu þess orðs. Skáklistin þolir einsk- is konar stælingar — sérstak- lega, ef menn hafa ekki gott vald á henni. Sjálfstæð bugsun er að minni hyggju mikilvægust fyrir hvern skákmann. 6. Pachmann: Menn verða að tengja saman „teoríu“ og „praks- is“. Hinar fræðilegu rannsóknir verða að vera athliða og ná yfir öll svið skáktaflsins: byrjunina, miðtaflið og endataflið. Svo mæla þeir vísu menn, stór meistararnir. Eins og fram hef- ur komið, gera þeir mikinn grein armun á stórmeisturum innbyrð- is, og er það eðlilegt. Stórmeist- aratitill veitir mönnum auðvitað enga tryggingu fyrir því að kom- ast í flokk allra sterkustu skák- manna í heimi, hvað þá að halda sér í þeim flokki um langt ára- bil. Það er heldur hvergi nærri ör- uggt, að allir stórmeistarar séu ávallt sterkari en einstakir „al~ þjóðlegir meistarar“, þótt þeir eigi samkvæmt ritúalinu að standa einu þrepi ofar í styrk- leikastiganum. Sem dæmi getum við nefnt Friðrik Ólafsson og Pilnik, er þeir tefldu hið fræga einvígi sitt 1955, sem Friðrik vann með fimm vinningum gegn einum! Pilnik var þó talinn í hópi fremstu stórmeiítara heims þá, hafði meðal annars nýlega unnið sér þátttökurétt í kandí- Framhald á bls. 25 FYRIR FERMINGARSTULKUNA STOPPAÐIR B.H. FRÁ KANTERS \v y Eingöngu vönduð iír O f. SWITZERLAN D FERMINGARUR Nýjustu model af hinum þekktu svissnesku ROAMER- ÚRUM Magnús E. Baldvinsson úrsmiður, Laugavegi 12 — Sími 22804. KAUPIÐ ÚRIN HJA ÚRSMIÐ — TILKYNNING TIL ÚTGERÐARMANNA Að gefnu tilefni óskar Landssamband ísl. útvegsmanna eftir upplýsingum um, hvort sjómenn vanti á báta. Ef um vönt- un á sjómönnum er að ræða, óskar L.I.Ú. eftir. að útgerðar- menn tilkynni skrifstofu samtakanna fyrir 20. marz n.k., hvað marga sjómenn vanti á hvern bát. Landssamband ísl. útvegsmanna. STOR, ODYR STIGVELAMARKAÐUR Seljum næstu daga vaðstígvél fyrir kvenfólk og börn, barnastígvél, stærðir 28—35, seld fyrir kr. 105.—, 120.—, 198.—, 219.—, kvenstígvél úr vinyl, fjölmargar gerðir, verð frá kr. 298.—. Öll verð eru síðan fyrir gengislækkun. Með hverju pari af stígvélum fylgir ókeypis par af gúmmískóm með hvítum sóla, stærðir 25—34. Notið þetta sérstæða tækifæri, sem aðeins varir mánudag, þriðjudag og miðvikud. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR SKÓVAL Laugavegi 100. Austurstræti 18. Eymundsonarkjallara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.