Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 10
Hugsunin, búningurinn
Einar H. Kvaran:
RITSAFN I—n.
Ásdís og Sigurður Arnalds
sáu um útgáfuna.
Prentsmiðjan Leiftur.
Reykjavík 1968.
ÆTLI VONIR sé ekki þekktasta
smásaga Einars Hjörleifssonar
Kvarans? Sagan er samin 1886
og fyrst prentuð 1890. Enn í dag
er líf þessarar frásagnar um
vesturheimsferðir íslendinga
furðu áleitið, upphafsorðin gefa
þeim lesanda, sem vill kynna
sér verk Einars H. Kvarans svip-
tið fyrirheit og innflytjandanum
í sögunni: „Áfram, áfram! Áfram
imóti gustinum, sólþrungnum,
glóðheitum, sem andar á innflytj-
andann, ef hann stingur höfðimu
út úr vagnglugganum. Áfram yf-
ir sléttuna, ómælilega, endalausa,
fulla af friði, minnandi á hvíld-
ina eilífu“.
Litli-Hvammur, sem er mun
lengri saga en Vonir, fæst við
skyld vandamál, enda voru þess-
ar sögur gefnar saman út í bók
1901: Vestan hafs og austan. Von-
ir er þó miklu naktari tjáning
hugrenninga en Litli-Hvammur;
það líða níu ár frá samningu
Voua þangað til Kvaran er reiðu-
búinn að skrifa Litla-Hvamm.
í sögunni um Litla-Hvamm,
segir frá þeim, sem ráðgera ves’t-
urferð, en fara þó aldrei; aftur á
móti lýsa Vonir martröð íslend-
ingsins ólafs í Vesturheimi, þar
sem engir skærir litir eru á
loftinu, „heldur allir slikju-
nce<ndir“. Eina huggunin er „frið-
ur sléttunnar“. Andstæðum sagn-
anna verður best lýst með orðum
Guðríðar um Litla-Hvamm, sem
hún er látin segja þegar hún
finnur dauðann nálgast: „Það er
góð jörð — og hér er fallegra en
nokkurstaðar annarstaðar. — Ég
vona, að það sé einhver Litli-
Hvammur á ströndinni fyrir
handan".
Sálfræðilegt raunsæi Einars H.
Kvarans kemur hvergi betur
fram en í smásögum hans. Kvar-
an er meistari í smásagnagerð
eins og fyrsta bindi Ritsafns
hans, ber vitni um. Þótt smá-
sögur hans séu stundum nokkuð
langar, á hann til að bregða upp
myd'um í fáum orðum, sem orka
mjög sterkt á lesandann, opna
honum nýjar víddir. Dæmi um
þetta eru Fyrirgefning og Þurk-
ur, sem Sigurður Nordal tók upp
í Les'trarbók sína. Fyrirgefning
Jóhann Hjálmarsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
EYFIRÐINGABÓK I. 256 bls.
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Akureyri 1968.
Eyfirðingabók séra Benjamíns
Kristjánssonar ber undirtitilinn:
Sögur frá umliðnum öldum. Sá
titill er ekki alls kostar réttur.
Til dæmis hefst bókin á minni
Eyjafjarðar — erindi, sem höf-
undur flutti fyrir mörgum árum
á útisamkomu. Ekki er það
„saga“. Aðrir þættir bókarinnar,
sem eru harla misjafnir að stíl
og efni, eru afrakstur og árang-
ur fræðimennsku og tæpast held-
ur rétt að kalla þá „sögur“. Á
eftir minni Eyjafjarðar fer þátt-
ur um upphaf helgistaðar á
Munkaþverá. Þá eru tveir þættir
um Jón biskup Arason: Hvar
var Jón Arason fæddur? og Is-
lands djarfasti sonur.
Þeir þættir, sem á eftir fara
og fylla raunar meginhluta bók-
arinnar, fjalla allir um nítjándu
aldar efni: Jóhanna fagra, ævin-
týri eyfirzkrar heimasætu suður
í löndum; Ólafur timburmeistari
á Grund; tveir þættir um Eggert,
bróður Tryggva Gunnarssonar:
Brúðkaupið á Stóruborg heitir
hinn fyrri, en seinni þátturinn
ber slétt og fellt yfirskriftina:
Þáttur af Eggert Gunnarssyni.
Upptalningin ber með sér, að
efni bókarinnar er af mörgum
toga spunnið. Eitt tengir þó sam
an alla þætti þessarar Eyfirðinga
bókar: Þeir mega allir teljast til
eyfirzkra fræða. Menn þeir, sem
segir frá í bókinni, fæddust allir
og ólust upp í Eyjafirði eða vörðu
þar starfskröftum sínum að
meira eða minna leyti. Hérað
Eyjafjarðar er tengiliður þátt-
anna, sem eru annars, eins og
fyrr segir, sundurleitir, ólíkir og
misvel skrifaðir, enda vafalaust
færðir í letur með löngu milli-
bili og kannski einnig vi'ð ólikar
aðstæður til fræðistarfa. „Til
dærnis," segir höfundur í for-
mála, „er síðasti þátturinn í bók
inni ritaður fyrir tuttugu árum,
en sá næsti á undan honum sam
inn á síðasta vetri“.
; FRÆDI
„Ritgerðirnar voru uppruna-
lega,“ segir höfundur ennfremur,
hugsaðar sem sjálfstæðar frá-
sagnir, en ekki kaflar í bók.“
Nú er séra Benjamín löngu
kunnur fræðimaður og ber ég
ekki brigður á vandvirkni hans
sem slíks. Og sá er auðvitað
fremsti kostur — eða kannski
rnaður segi heldur sjálfsagðast
skilyrði til að svona löguð bók
komi að einhverjum notum, að
jafnan sé farið með rétt mál, en
ekki rangt.
En séra Benjamín víll líka
vera rithöfundur og skrifa læsi-
lega og ekki örgrannt, að hann
leitist við að dramatísera atburði
— magna frásögn sína með dá-
litlum tilburðum í stílnum. Og
á stöku stað örlar á tilraun að
framkalla spennu. Undirtitill bók
arinnar, „sögur . . .“ má því gefa
til kynna, hvert hugur höfundar
ins hafi í raun og veru stefnt.
Og vitanlega er höfundur þess
arar bókar ekki eini fræðimaður
inn, sem langar að vera rithöf-
undur í tilbót. Þeir eru fleiri með
því marki brenndir, kannski flest
ir — sem betur fer.
En sé litið yfir alla þessa þætti
í sjónhending og sömu andrá,
hygg ég megi fullyrða, að höfund
ur Eyfirðingabókar sé drjúgum
meiri fræðimaður en rithöfundur.
Séra Benjamín tekst bezt upp.
þar sem hann kemur fróðleik sín
um á framfæri án verulegra útúr
dúra. Hann skrifar að vísu vand
aðan stíl, en naumast svo léttan,
að honum láti að „setja á svið“
menn og atburði. Og skopskyni
er hann hreint ekki gæddur. Þá
hættir honum, eins og mörgum
fræ’ðimanni, við að einangra það
erfni, sem hann er að brjóta til
mergjar þá stundina, horfa á
hlutina frá sjónarhóli þess
manns, sem hann er að skrifa
um í andartakinu, en loka aug-
unum fyrir öðrum sjónarmiðum
og draga einstök atvik úr tengsl-
um við sjálfa rás atburðanna.
Sérstaklega virðist mér þessa
gæta í þætti af Eggert Gunnars-
syni.
Ýmsar sögur hafa gengið af
Eggert, sumar vafalaust ýktar,
aðrar kannski lognar. Staðreynd
ir þær, sem séra Benjamín segir
af ævi hans, kunna að vísu allar
að vera sannleikanum samkvæm
ar. Engu síður efast ég um, að
mynd sú, sem séra Benjamín
dregur upp af Eggert, sé að sama
skapi trúver’ðug. Mér finnst við-
leitni séra Benjamíns, þegar
hann rekur lífshlaup títtnefnds
Eggerts, öll beinast í þá áttina
að „gera hann sem mestan mann
af“ fremur en leiða í ljós, hvað
satt er og rétt. Ósköp er fallegt
út af fyrir sig að fegra þannig
minning löngu látins manns, sem
getur ekki lengur borið hönd
fyrir höfuð sér eða varið gerðir
sínar. En það er ekki fræði-
mennska og þarf ekki að eiga
neitt skylt við fræðimennsku.
Hlutverk fræðimanns á hvorki
að vera að ásaka né afsaka, held-
ur að segja hverja sögu, eins og
hún gerðist samkvæmt beztu
heimildum.
Betri og meiri en þættirnir af
Eggert Gunnarssyni er frásögn
af Ólafi timburmeistara á Grund;
býsna fróðleg, hóflega í stíl færð;
og gerir höfundur ekki öðru efni
fyllri skil í þessari fyrstu Eyfirð
ingabók sinni.
Framhald á bls. 22
Erlendur Jónsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
Einar H. Kvaran
er nærfærin lýsing á hugsana-
lífi barns, en Þurkur segir frá
gömlum og þjökuðum bónda: —
„Mig sundlaði af að horfa ofan
í hyldýpi örvæntingarinnar",
segir sö.gumaður þegar hann
greinir frá vonbrigðum bóndans.
Þetta „hyldýpi" heldur vöku
fyrir Einari H. Kvaran. Samúð
með olnbogabörnum mannlífsins
og þeim, sem eiga í sálarstríði er
hvarvetna að finna í verkum
hans. Sagan Vitlausa Gunna, er
kannski skýrasta dæmið.
Engum, sem nú les söguna um
Vitlausu Gunnu, finnst líf henn-
ar „hlægilega lítilfjörlegt" jafn-
vel þó.tt sá samí sé með „hug-
ann fuillan af stórviðburðum ver
aldarinnar og mikilfenglegum og
'háleitum hugsunum". Vitlausa
Gunna er að mörgu leyti ein-
kennandi saga fyriT raunsæiæ
skáldskap af gamla s'kólanum,
kenningar Brandesar. En undir
lokin birtir til. Konan, Sem lífið
hefur leikið eins grátt og auðið
er, eignast von um að hitta lát-
inn son sinn eftir dauðanh sætt-
ist við guð og menn, þannig að
banalegan verður fegursti kafli
ævi hennar.
Beiskja í garð lífsins verður
ekki í sögum Einars H. Kvarans,
yfirsterkari vissunni um eitthvað
betra þrátt fyrir allt. Það er
nokkurrí veginn sama hvar grip-
ið er niður í sögur hans; alls
staðar skín Ijós kærleikans og
þeirra vitsmuna, sem breyta
mold í gull. Sögur hans eru ekki
Framhald á bls. 22
VORIÐ 1968 komu í söngför stjórnandi um langa hríð.
til Reykjavíkur góðir gestir. Eiginlega má segja, að
Voru þar á ferð Suinnukóriinin þessi plata sé þriþætt. Fyrsti
og Ka.rlakórinn á ísafirði. og jafnframt minnsti þáttuir-
Svo vildi til, að seirnna þetta
stjórmandi
Ragnar H.
sama ár varð
beggja kóranna,
Raignar, sjötugur, og í því tii-
efni suogu kórarnir inn á LP
plötu, sem getfin var út atf
Fálkanium ekki aills fyrir
löngu. En hver er Ragnar H.
Ragnar, kann einhver manin-
vera að spyrja. Jú, hann er
Þingeyin.gur að uppruma, en
fór uimgu.r ti’l ves’tuiríheims
fyrst til náms, en síðam tók
vettvamgur startfsins við.
1948 fluttist Ragmar svo til
ísafjarðar og hefuír nú um
tuttugu og eims árs skeið
verið potturinn og panmam í
músiklífi staðarins, því að
auk þess að vera stjórnamdi
beggja kóranna, Skólastjóri
og aðailkeninamdi tónlis.tar-
skóla bæjarins er hamn einmig
samgkenm.airi í barna og gagm-
f ræðasikólamum.
Þessir ísfirziku kórar stamda
báðir á gömílum merg. Karla-
kórinn vantar þrj'á í fimm-
tuigt og Suinmukóri'nn er 35
ára, og var tónsfcáldið Jónas
Tómasison stofnaindi þeirra og
Ragnar H. Ragnar
inn er samsöngur kóranna.
Syngja þair „í faðwii fjalila
blárra" og „íslands fámi“
bæði lögin eftir Jónas Tómas-
son. Þarna eru að verki um
65 söngraddir og gefur það
vissulega nokkur fyrirheit,
Framliald á bls. 22
Haukur Ingibergsson skrifar um,