Morgunblaðið - 16.03.1969, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1969
STRÍÐ OG FRIÐUR
GREIN þessa skrifaði Malcolm Muggeridge eftir að hann var
búinn að sjá nýju rússnesku kvikmyndina, sem gerð var eft-
ir skáldsögu Tolstoys, Stríð og friður. — Eins og kunnugt er
er Muggeridge einn þekktasti blaðamaður og rithöfundur
Breta. Auk þess er hann í fremstu röð sjónvarpsmanna
þeirra, þó hann hafi allt á hornum sér, þegar hann lýsir
áhrifum sjónvarps, sem hann lítur mjög niður á! Mugge-
ridge hefur verið boðið í fyrstu „Víkingaferðina“ hingað til
lands á sumri komanda, og fá Islendingar þá væntanlega
tækifæri til að kynnast litríkri persónu hans, sem einkum er
þekkt fyrir að „láta allt fjúka“.
Tolstoy var 78 ára, þegar þessi mynd var tekin af honum og
skáldbróður hans, Maxim Gorky á Krímskaga, árið 1900. Gorky
kallaðj hann „Mann alls mannkyns" og „andlegan jötun“.
Yfirleitt hef ég hina mestu
skömm á kvikmyndum og horfi
sjaldan á þær til enda. Þetta
kemur til af því, að ég álít
— nánast öllum sem ég þekki
undir fertugu til mikillar
hneykslunar — þetta miðlun-
artæki í sjálfu sér annars
flokks. Til að ná fram áhrif-
um sínum finnst mér það
frekar treysta á loddarabrögð
en innsæi, og geta aðeins, eðlis
síns vegna, kannað yfirborð
mannlífsins.
Kvikmyndir eru að mér finnst,
dæmigerðar fyrir allsráðandi
grunnhyggju aldarandans. Ég
lít á uppfinningu myndavélar-
innar, sem drungalegt atvik
í mannkynssögunni. „Camera
obscura" var sannlega rétt-
trúa lyginni, dkrifaði Blake,
Kvikmyndir eru að mér finnst,
dæmigerðar fyrir allsráðandi
grunnhyggju aldarandans. Ég
lít á uppfinningu myndavélar-
innar sem drungalegt atvik
í mannkynssögunni. „Camera
obscura“ var sannlega rétt-
nefni! Þeir verða alltaf að
trúa lyginni, skrifaði Blake,
sem horfa með auganu en
ekki í gegnum það. Mynda-
vélin er mesta undratæki, sem
gert hefur verið til að sjá með,
en ekki í gegnum. Og guð
minn góður, allar þær lygar,
sem hún hefur útbreytt og gert
trúlegar.
Það var því sjáfum mér til
mikillar furðu, sem ég sat heill
aður undir nærri sjö klukku-
stunda sýningu á rússnesku
myndinni „Stríð og friður" í
París. Það hafði verið ætun
mín að laumast inn og út og
horfa á stutta kafla hér og
þar. Mér virtist það leyfileg
aðferð og hef alltaf notað hana
þegar ég hef af einhverjum á-
stæðum hef orðið að vera við-
staddur kvikmyndasýningu —
til dæmis gagnrýnendaþáttinn
hjá BBC. Oftast nægðu mér
mjög stuttir kaflar.
Hefði kvikmyndahúsið sem
myndina sýndi í París verið
fullt af áhugasömum stúdent-
um, hinum nýju ráðamönnum
Sorbonne-háskólans, hefði ég
orðið hræddur. Mér er alltaf
raun að vita sjálfan mig í ein-
hverju sammála þessum ríkis-
öldu og menntuðu ungu lúxus-
býltingarmönnum og ég verð að
segja að það kemur sjaldan fyr
ir. Til allrar hamingju fyr-
ir mig var ég nærri einn um
kvikmyndahúsið. Þótt ótrúlegt
sé, var mestallan tímann að-
eins einn áhorfandi viðstaddur
auk mín, og sá virtist sofa. Með
því að spyrjast lauslega fyrir,
komst ég að því að aðsókn
hafði aldrei verið mikil að
myndinni, sem að vinsældum
komst ekki í hálfkvisti við
Hollywood-útgáfuna (léku
bæði Burtonhjónin í henni eða
aðeins annað þeirra? Ég man
það ekki) eða „Önnu Karen-
inu“.
Tjaldið var geysistórt, mynd
in í skínandi litum og mynda-
takan á þann veg, sem dregur
mann inn í atburðarásina svo
mann sundlar við. Mér var un
un að horfa á hið rússneska
sveitalandslag, sem ég mundi
með sérstakri hrifningu og hlý
hug frá því ég dvaldi þar. Ef
til vill þótti mér vænna um
þetta sveitalandslag fyrir lýs-
ingar Tolstoys á því en það sem
ég sá af því sjálfur. í mínum
augum er allt, sem viðkemur
Rússlandi markað ímynd Tol-
stoys. Ég las smásögur hans
þegar ég var smástrákur —
þær siðfræðilegu, eins og „Mað
ur og meistari" — og þær
höfðu óafmáanleg áhrif. Þegar
ég sá „muzhik“-ana, fannst mér
þeir komnir rakleitt úr bókum
hans. í íbúð, sem ég hafði i
Moskvu um tíma, í Borisogleb-
sky Periulok, var gamalt rúss-
neskt eldstæði, nákvæmlega
eins og þau sem gamlir, úfnir
og skeggjaðir þjónar lögðust
til svefns á — í sögum Tol-
stoys. Ég var frá mér numinn!
Kvikmyndin fannst mér hríf
andi gamaldags. Nærri ótrúlega
I
gamaldags. Ást þeirra Natösju
og Andreis prins er frábærlega
túlkuð og stúlkan er yndisleg,
en hvergi örlar á líkamlegum
eða dýrslegum tilburðum. En
sá léttir! ímyndið ykkur hví-
'líkan mat nútíma leikstjóri á
Vesturlöndum hefði gert úr
þessu — Fellini eða Godard
eða (sá allra versti) Bergman.
Allt mjakið, afklæðingarnar og
gretturnar. Og hvað það eT al!t
saman yfirborðslegt og fyrir
neðan allar hellur, þegar til
kemur!
f „Anna Karenina" er því
lýst út í æsar, þegar Vronsky
táldregur Önnu, af slíkri full-
komnun, að maður skilur allt
sem gerðist, hversvegna það
gerðist og hvernig það gerðist.
Og þetta er allt gert án þess
að notað sé svo mikið sem eitt
líffærafræðilegt, hvað þá held
ur klámfengið orð. Berum þetta
svo saman við samband Mell-
ors og Lafði Chatterley, öll
mælgin, öll hin aumkunarlega
notkun klúryrða, hið blábera
umkomuleysi — ekki kynferðis
legt (það er allténd munur)
heldur listrænt. Á sama hátt
verða í kvikmyndinni „Stríð og
friður“ dásamlega augljósir yf
irburðir þess að komast af án
þeirra ómerkilegu leikbragða,
sem kvikmyndagerðarmenn
okkar beita til að gefa í skyn
líkamlega ást milli tveggja
mannvera — eins og Natösju
og Andreis.
Tökum einnig til dæmis atr-
iðin þar sem her Napoleons
hörfar frá Moskvu. Hvílíkt
tækifæri til ofhlæðis! Ég sé í
anda menn eins og Peter Hall
eða Peter Brooks smjatta yfir
því. Þó gefur myndin manni —
án allra gífurmeðala — mjög
sterka hugmynd um herlið, sem
leggur af stað út í fimbulvet-
urinn og um leið takmarka-
lausa heimsku mannanna, sem
sanka að sér ástmeyjum og fár
ánlegu herfangi. Hugarfars-
breytingunni, — frá byrjun
undarha'ldsins í bræði og til ör
væntingar er veturinn heltek-
ur þá og þeir verða úlfum og
rússneskum skæruliðum að bráð
— er frábærlega vel lýst. Frá-
villingar skjögra yfir snævi
þaktar auðnirnar eins og ölv-
aðir og leita að leiðinni heim.
Ég get blátt áfram ekki ímynd-
að mér hve margir aukaleikar-
ar leggja þarna hönd að verki,
en stundum — eins og í orr-
ustunni við Borodino — virð-
ist engu líkara en allur Rauði
herinn hafi verið kallaður út
ti'l kvikmyndunar.
Á nútíma mælikvarða er
gangur myndarinnar að sjálf-
sögðu hægur, jafnvel silalegur,
og leikurinn — eins og sovézk
leiklist yfirleitt — tilheyrir
eldri hefð, sem er nærri útdauð
í Vestur-Evrópuríkjunum og
Ameríku. (En þegar ég ræddi
um myndina við Peter Ustinov
— sem eðlilega hafði mikinn á
huga á henni og hafði séð mest
an hluta hennar í Moskvu —
átti hann mér til furðu einnig
aðeins lofsyrði um framleiðsl-
una og leikinn). Allan tímann
meðan ég horfði á myndina var
ég að bera hana I huganum
saman við fyrstu myndir Eisen
steins („Orrustuskipið Potemk-
in“, „Oktober" o.s.frv.) sem all
ir urðu sem hrifnastir af eftir
1920. Ekkert gat verið ólíkara.
Byltingarhitann, hina algeru
Sambandið á milli eiginkonu Tolstoys, Sonyu, og kvenhetju
hans Natösju, er markað skýrum dráttum í kvikmyndinni. —
Sonya er til vinstri. Til hægri er Ludmila Savelyeva í hlutverki
Natösju. Ludmila er 26 ára gömul ballettdansmær frá Leningrad,
gift og móðir, og var hún valin úr hópi 3000 umsækjenda. Þetta
er fyrsta leikhlutverk hennar.
fyrirlitningu á fortíðinni og
öllu sem henni tilheyrði, var
hvergi að finna.
Til dæmis í hinu stórbrotna
atriði fyrir orrustuna við Boro
dino, þegar Kutuzov tekur þátt
í hátíðlegri messugjörð, bjó ég
mig undir þá barnalegu skop-
stælingu á trúarathöfn, sem áð
ur var jafn algeng í sovézkum
kvikmyndum, leikritum og
blaðamennsku og í ádeiluleikj-
um BBC. En annað varð uppi
á teningnum. Skeggjaðir, söngl
andi prestarnir, trúræknir
bændurnir og hermennirnir,
Kutuzov sjál'fur og liðsforingj-
ar hans — allir voru sýndir
upptendraðir af sönnum trúar-
eldmóði.
Viðlíka lotning og ást á fortíð
Rússlands gekk eins og rauður
þráður gegnum alla myndina.
Sveitasetur og landareignir
rússneskra aðalsmanna með hin
um glæsilegu trjágöngum, voru
uppbyggð af alúð og natni og
næmum höndum farið um fjöl-
skyldulífið á heimilum Andreis
prins og Natösju, þar vottaði
ekki fyrir háði eða fyrirlitn-
ingu. Það er aðeins þegar faðir
Andreis, hinn sérvitri Bolkon-
sky prins er sýndur á morg-
ungöngu í garðinum skreyttur
öllum orðum sínum, sem manni
verður ljóts hversu barnalegt
sovétveldið er í afstöðu til
keisaraveldisins, sem það koll-
varpaði, þrátt fyrir hálfrar ald,
ar sigurstrangleik.
Það minnti mig á samtal sem
ég átti einu sinni um þetta efni
við eina raunverulega prinsinn
sem ég hef nokkurntíma þekkt
— Mirsky prins, einkennilegan
og fremur geðfelldan mann, sem
barðist með Hvítrússum í borg-
arastríðinu, snerist síðan á
sveif með Lenin og fluttist af
miklu fyrirhyggjuleysi aftur til
Moskvu, þar sem ég kynntist
honum nokkuð. Óþarfi er að
taka fram að hann var síðar
líflátinn og það fyrir þá kald-
hæðnislegu sök að hann hafði
í einni bókmenntagrein sinni í
Pravda kallað Pusjkin hirð-
þjón, án þess að vita að flokks-
línan var breytt og Pusjkin
orðinn þjóðhetja á ný.
Samtalið, sem ég hef í huga,
átti sér stað, er við Mirsky
vorum á leið inn í National
gistihúsið, sem er alveg ótrú-
lega ljót, þóttaleg og klúr bygg
ing, varla janfoki Moskvu-há-
skóla í því efni, en kemst al'l-
nærri því. Ég lét þau orð falla
um hrikalegt útlit hússins og
herfilega innanhússkreytingu.
„fmyndið yður,“ sagði Mirsky,
„hvernig broddborgaralegur
glæsileiki og lífsþægindi hafa
litið út, þegar blínt var á þau
öfundaraugum innum upplýsta
glugga af dimmri götu á nóv-
emberkvöldi og þér munuð
verða fær um að skilja mikið
af sovézkri list, byggingarstfl
og siðfræði". Þetta var mjög
opinská athugasemd og varpar
þó nokkru ljósi á Bolkonsky
prins á morgungöngu með all-
ar orður sínar og heiðursmerki.
Ef ég ætti að benda á sér-
staka ástæðu fyrir því hve mér
þótti varið í myndina, held ég
að ég myndi nota orðin, „sak-
leysi“ og „hreinleiki". Það er
undarleg kaldhæðni, að bolsé-
vikabyltingin, sem átti að koll-
varpa siðferðilegum verðmæt-
um burgeisastéttarinnar, hefur
leitt til stjórnskipulags, sem
eitt heldur þrákelknislegan
vörð um þau í heimi siðiferðis-
legrar spillingar. Við þurfum
því ekki að furða okkur á að
eina framhaldsleikritið, sem
sovézk yfirvöld hafa keypt frá
Vesturlöndum — og það fyrir
beinharða peninga — skuli vera
ekki „Coronation Street" eða
„Þar til dauðinn aðskilur okk-
ur“ heldur „Saga Forsyte-ætt-
arinnar"! Alltaf þegar ég hef
verið staddur í kommúnista-
ríki (að Kína meðtöldu — og
ef til vi'll einkum þar) hef ég
fyrst af öllu fundið til fagn-
aðarléttis. Þá spyr ég sjálfan
mig hvað þessu valdi, þar sem
ég hef megna andúð á öllu við
Framhald á bls. 20