Morgunblaðið - 16.03.1969, Síða 13

Morgunblaðið - 16.03.1969, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1809 13 S/ys á bifreiöaverkstœði NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, sem Haraldur Guðmundsson, Hafnar- firði, höfðaði gegn Olíufélaginu Skeljungi, en í máli þessu krafðist stefnandi greiðslu skaða- bóta að fjárhæð kr. 409.284,40 vegna slyss, sem hann varð fyr- ir, er hann var við vinnu í þágu Skeljungs. Málavextir eru sem hér segir: Hinn 27. apríl 1965 milli kl. 5 og 6 síðdegis varð stefnandi, Haraldur Guðmundsson, fyrir slysi við vinnu sína á bifreiða- verkstæði stefnda, Olíufélagsins Skeljungs hf. í Skerjafirði. Slys- ið ber að m.eð þeim hætti að Haraldur var að vinna við still- ingu hemla á tengivagni bifreið- arinnar R-3664 inni á verkstæð- inu ásamt öðrum starfsmanni Skeljungs. Á bifreið þessari voru loftþrýstihemlar. Þar sem loft- þrýstingur vildi minnka á kerfi bifreiðarinnar, varð að gangsetja bifreiðina við og við til þess að ná aftur upp þrýstingnum. Har- aldur hugðist gangsetja bifreið- ina í þessu skyni. Hann siettist eigi upp í bifreiðina, heldur teygði sig inn í stýrishús hennar til þess að styðja á gangsetning- arhnapp vélarinnar. Kom þá í ljós, að bifreiðin var í fyrsta gír, og ier vél hennar fór í gang, rann hún áfram án þess að Haraldur kæmist upp í stýrishúsið. Reyndi hann nú að stöðva bifreiðina, en tókst eigi og rann hún út úr verkstæðinu stjórnlaus og lenti á bifreiðinni R-2557, eign Skeljungs, sem stóð fyrir utan verkstæðiðsdyrnar, hægra megin séð innan frá verkstæðinu. Þegar bifreiðin R-3664 lenti utan í bif- reiðinni R-2557, klemmdist stefn- andi milli stafs og hurðar á bif- reiðinni R-3664. Hlaut hann alvarleg meiðsli, m.a. mjaðmar- grindarbrotnaðj hann. Var hann óvinnufær af þessum sökum um nær 6 mánaða skeið og hlaut 15% varanlega örorku af völdum slyssins. Haraldur byggði skaðabóta- kröfur sínar í fyrsta lagi á 1. mgr. 67. gr. umferðarlaganna nr. 26 1958, sbr. 1. mgr. 69. gr. sömu laga, enda taldi hann að umrætt slys hiefði orðið af völdum ö'ku- tækis í notkun. Sú notkun hefði ennfremur verið skyldustarf stefnanda, sem hann hefði innt af hendi í þágu Skeljungs. Hann hefði leyst það af hendi svo sem venja væri um slík störf. Taldi stefnandi að hann hefði eigi sýnt það mikið gáleysi við gangsetn- ingu bifreiðarinnar að réttlætt gæti lækkun fébóta til hans s'k.v. heimild í 3. mgr. 67. gr. umferð- arlaganna, nema þá að litlu leyti. Ástæða þess að hann hefði gangsett bifreiðina R-3664 hefði verið beiðni annars starfsmanns, sem mieð honum var. Hefði gang- setningin verið nauðsynlegur þáttur í þeirri viðgerð. Bifreiðin hefði verið ganggett skömmu áð- ur og því hefði stefnandi verið grandalaus um það, að nok'kur óvenjuleg hætta væri fyrir hendi. í annan stað byggði Haraldur fébótaábyrgð á hendur Skieljungi á 68. gr. umferðarlaganna, enda mætti rekja slysið til áreksturs bifreiðarinnar R-3664 á bifreið- ina 3-2557. Báðar bifreiðarnar séu eign Skieljungs og tryggðar lögbundinni ábyrgðartryggingu hjá Sjóvátryggingafélagi íslands hf. Orsök slyssins að þessu leyti hefði verið hin óforsvaranlega staðsetning bifreiðarinnar R2557. Taldj hann að bifreiðar væru aldnei látnar stnda þannig rétt framan við dyr verkstæðisins og ef því hefði ekkj verið til að dreifa i þessu tilvi'ki, hefði ekk- iert tjón orðið í þetta skipti. í þriðja lagi byggðd stefnandi kröfur sínar á reglunum um ábyrgð vinnuveitenda á tjóni, sem hlytist af saknæmri hátt- semi starfsmanna í starfi, en einhver af starfsmönnum Skielj- ungs hlyti að hafa skilið bifreið- ina eftir í gír. í fjórða lagi reisti srtefnandi bótakröfur sínar á regiunum um ábyrgð vinnuveitenda á tjóni, sem hlýzt af hættulegum at- vinnurekstri. Skeljungur hf. krafðist sý'knu í málinu og byggði sýknukröfu sína á þeim rökum, að slysið yrði eingöngu rakið til ógætni stefnanda sjálfs. Það hefði verið mikii óvarkárni af hálfu stefn- anda að setja bifreiðina í gang án þess að fara sjálfur inn í hana og sitja í stýrishúsi þannig að hann hefði fulla stjórn á henni. Jafnframt hefði hann sýnt óvar- kárni er hann gekk eigi úr skugga um að bifreiðin væri í hlutlausum gír. Mótmælti Skelj- ungur hf. öllum þeim rökum, sem stefnandi byggði 'kröfugerð sína á. Niðurstöður máls þessa urðu þær sömu í héraði og fyrir Hæstarétti. Segir svo í forsend- um héraðs’dómsins: „Rétturinn litur svo á, að slys það, siem stefnandi varð fyrir, verði hvorki rakið til hand- vammar samstarfsmanns hans í umrætt sinn, né heldur til bil- unar eða galla á tækjum, er stefndi (Skeljungur) beri ábyrgð á. Ekki verður heldur á það fall- ist, að starf það, sem stefnandi vann að, er slysið varð, falli und- Nýtt fyrir húsbyggjendur frú SOMMER somyyl UTAVER Þeir sem eru að byggja eða lagfæra eldri hús ættu að kynna sér hina miklu kosti sem Somvyl-vegg- klæðningin hefur. Klæðir vel hrjúfa og holótta veggi. Hentar vel á böð, e’.dhús, ganga og stigahús. Á lager í mörgum litum. ir hættulega starfsemi sam- kvæmt íslenzkum rétti. Þá er það skoðun réttarins, að fébótaábyrgðarreglux 67. gr. 1. mgr. umferðarlaganna nr. 26 1958 sbr. 1. mgr. 69. gr. sömu laga, eigi ekki við í tilviki því, aem hér er um fjallað, þar sem stefnandi var að gera við bif- reiðina í umrætt sinn og slasað- ist vegna mistaka sinna við framkvæmd þeirrar viðgerðar, en eigi vegna notkunar bifneið- arinnar í skilningi 1. gr. 67. gr. laganna. Ekki verður heldur tal- ið, að 68. gr. umferðarlaganna eigi hér við, þar sem bifreiðin R-2557 var mannlaus og kyrr- stæð, þá slysið vildi til, og vierð- ur því eigi litið svo á, að hér hafi verið um að ræða árekstur í merkingu nefndrar lagagreinar. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, Verður að telja, að höfuðorsök slyssins hafi verið stórkostlegt gáleysi stefnanda sjálfs, sem hafði bílpróf og var vaiiur bílaviðgerðum, með því að setjast eigi undir stýri bifreiðar- innar og huga að stjórntækjum hennar, áður en hann gerði til- raun til að gangsetja hana, í stað þess að standa fyrir utan bifreið- ina, á felguboltum hennar og seilast þaðan með höndina á ræs- inn, án þess að athuga, hvort bifreiðin væri í gír eða ekki. Af þeim sökum, sem nú hefur verið getið, vierður stefnandi að bera allt tjón sitt sjálfur. enda verður eigi talið, að slysið sé vávæn afleiðing, af staðsetningu bifreiðarinnar R-2557 í umrætt sinn.“ Olíufélagið Skieljungur hf. var því sýknað af kröfum stefnanda í máli þessu. f . * ORAS * BLÖNDUNAR i TÆKI HURÐASTAL STALVORUR (fápjjfótt STAÐLAÐI rA^TNSLAS sérsmíðiI J HVERJUM VASKI SKOLVASKAR ELDHÚSVASKAR SMIÐJUBÚÐIN VIÐ HÁTEIGSVEQ - 21222. REYKIÐ HEIMSINS BEZTA REYKTÓBAK — ÓKEYPIS — í neðangreindum verzlunum getið þér fyllt pípuna með hinu heimsþekkta EDGEWORTH reykíóbaki. Þér getið sannreynt hve lengi EDGEWORTH logar í pípunni, þér notið minna tóbak í hvert sinn og pakkinn endist því lengur. Brisiol Bankastræti Hjortorbúð Suðurlandsbraut 10, sími 81529 Hnmrakjör Suðurveri Tóbaksverzlunin London Austurstræti Verzlunin Vesturguta 53 Slúturiélag Suðurlands Austurveri, Háaleitisbraut Tóbuksverzlun Tómusur Laugavegi 62, sími 13776 Tóbuksverzlunin ÞöII Veltusundi Silli & Vuldi Austurstræti Aðalstræti 10, Laugavegur 43, Vesturgata 29, Laugavegur 82, Hringbraut 49, Laugholtsvegur 49, Háteigsvegur 2, Freyjugata 1, Ásgarður 22, Laugarnesvegur 114. Kron Skólavörðustíg Tunguvegi 19, Dunhaga 20, Langholtsvegi 130, Stakkahlíð 17, Grettisgötu 46, Bræðraborgarstíg 47, Álfhólsvegi 32, Hlíðarvegi 29, Borgarholtsbraut 19, Snorrabraut 56

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.