Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1960 Hvers vegna er Kapla- skjólsvegi lokað? Á fundi Vesturbæinga með borgarstjóra á Hótel Sögu í haust, gerði ég fyrirspurn um ráðhús- bygginguna. Borgarstjóri gaf greinargóð svör og kvað ekki mundu byrjað á neinni slíkri byggingu, fyrr en gott samkomu lag hefði náðst um staðinn. Það er að segja, Reykvíkingar mega þá vona, að ráðhúsi þeirra verði ekki steypt ofan í tjörnina. Aðra fyrirspurn gerði ég á sama fundi. Hún var sú, hvers- vegna væri sett stífla fyrir Kapla skjólsveg, þar sem hann gengur út frá Hringbraut. Við þessari spurningu gaf borgarstjóri ekki skýrt svar. Hann taldi þetta gert vegna framtíðarskipulags Reykja víkur og nefndi hráðbrautir, aðal brautir, tengibrautir, húsagötur, rólegheitagötur o. fl. Ég þóttist, er ég fór að hugsa málið betur seinna, í rauninni ekki hafa feng ið neitt svar, við síðari fyrir- spurn minni. Ég hef spurt álits verkfræðinga, arkitekta, leigubíl stjóra og margra íbúa við Kapla- skjólsveg, Hringbraut og á Sel- tjarnarnesi, en hvergi fengið önn ur svör, en fólki þætti þetta óskiljanleg hindrun á höfuðum- Fosskraft óskar eftir að ráða nú þegar tvo járniðnaðarmenn, vana rafal niðursetningu. Upplýsingar hjá ráðningarstjóranum, Suðurlandsbraut 32. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að undirbúa ýmsar götur í Smáíbúðahverfi undir malbikun. Otboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 3000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 26. marz n.k. kl 11 00 f. h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 AðstoSalœknar Stöður aðstoðarlækna við lyflækningadeild Borgarspítalans eru lausar til umsóknar. Upplýsingar varðandi stöðurnar veitir yfirlæknir deildarinnar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Stöðurnar veitast frá 1. júlí, 1. sept. og 1. nóv. 1969 í 6 eða 12 mánuði eftir samkomulagi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur fyrir 20. apríl n.k. Reykjavík, 14. 3. 1969. Sjúkrahúsnefnd Reykjavikur. Góliteppobútar í bíla — ódýrt Seljum á morgun og næstu daga 5 ferm. af bútum, sama lit, pakkað sér i poka, á kr 750 pokinn. Takmarkað magn. Álafoss Þingholtsstræti 2. ferðaæð frá norðri til suðurs og út á Seltjarnarnes. Þetta kostar strætisvagn, sem kemur norðan Bræðraborgarstíg, 4 beygjur fyrir 90° horn og lengri leið, eftir götu sem er nýlögð og mjög takmarkaða þýðingu hefur (Meistaravellir). Þessi gata mun aldrei geta haldið áfram suður á Nesveg, vegna nýrra húsaþyrp inga, sem þar verða á vegi. Það er að vísu hægt að komast út á Nes eftir Hofsvallagötu og eftir Grandavegi vestast með sjónum, en það gefur enga skýr- ingu á lokun á miðbrautinni og lagningu á Meistaravallagötunn- ar til hliðar. Lengi vel var Kaplaskjólsveg- ur malárgata, oft nærri ófær bíl- um í snjó og miklum hlákum, en nú er hún orðin malbikuð breiðgata, með steinsteyptum brei'ðum gangstéttum beggja vegna hinnar voldugu akbrautar. Þannig byggja menn ekki húsa götur eða rólegheitagötur, þar sem slíkt mundi vera tilgangs- laus feikna kostnaður. Sumt af því fólki, sem ég hef spurt um uppátæki þetta, hefur nefnt að þarna byggju barn- margar fjölskyldur og því slysa- hætta mikil. Rétt getur það ver- ið, en víðar er barnafjöldi en við Kaplaskjólsveg og mætti þá loka Sólheimum, Álfheimum, Lang- holtsvegi, Kleppsvegi, Háaleitis- braut og Lönguhlið o. fl. o. fl. Sannleikurin er sá, að við Kaplaskjólsveg (milli stórhýs- anna þar) eru sérlega rúmgóð svæði, sem börn geta haldið sig á og langt í frá að þau þurfi að vera á götunni að leik, fremur en á fjöldamörgum ö'ðrum stöð- um í bænum, þar sem umferð er ekki síður mikil. Ekki get ég annað séð, ef þessi er ástæðan, en hér sé framin gróf misskipt- ing og óréttlæti milli bæjar- hverfa, enda alls ekki meiningin, við vegalagninguna að fremja slíka fjarstæðu, sem lokun á höf uðbrautinni út á Nesið. Látum svo vera, að lokað sé um tíma einhverjum smágötum, ef nauðsyn krefur, en að byggja breiða samgönguæð, á þeim stáð, sem sjálfsagður er fyrir hraðbraut og alltaf hefur verið aðalbraut út á Nesið og hlaða svo allt í einu „Berlínarmúr" fyrir stórslagæðina og mynda blóðtappa í æðakerfi hverfisins af því þarna datt einhverjum í hug að hafa „rólegheitagötu" fyrir fjölskyldu sína. Ég get ekki skilið að nokkurt vit sé í því, eða nokkur rök fyrir því. Athugum þá framtíðarskipulag Reykjavíkur. Þótt við höfum í huga breytt gatnakerfi á þessum slóðum í framtíðinni, þá er alveg ástæ'ðulaust að stífla þessa höfuð götu núna og virðist útilokað, að það geti þjónað því sem koma skal. Eða hefur nokkuð verið að- hafzt, allan tímann síðan „múr- inn“ var hlaðinn? Ég veit að ég sendi þessa fyrir spurn fyrir hönd fjölda fólks, því svo marga hef ég rætt þetta mál við. Hversvegna ekki setja umfeiða ljós upp á umræddum gatnamót- um og leyfa umferðinni að ganga á einfaldasta hátt? Þrátt fyrir þetta allt gætu legi'ð þau rök fyrir þessari umferða- stíflu sem við höfum ekki komið auga á og vildi ég því að lokum eindregið skora á borgarstjóra, eða fulltrúa hans í þessum mál- um, að gefa skýr svör við fyrir- spurn minni sem fyrst. Hvað á lokunin á Kaplaskjóls- vegi að þýða? Stefán Pálsson. Verzlunarstjóri Verzlunarstjóri á aldrinum 20—35 ára óskast í sportvöru- verzlun. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu í erlendum bréfaskriftum og bókhaldi. Umsóknir sendist Mbl., merktar: „Sölumennska 2937". Nýjar sendingar enskir kvon- og karlmannaskór, góð verð. SKÓBÆR •Laugavegi 20, sími 18515. Veiðijörð Landmikil veiðijörð um 6 km akstur frá Reykjavík er til sölu. Heppileg fyriir félagssamtök. Jörðinni tilheyrir veiðiá og mikið berjaland, 17 ha tún og góð gripahús. Upplýsingar gefur Sigurgeir Jónsson, Sími 41175. Póskoferð í Öræfasveit Upplýsingar hjá Bifreiðastöð íslands, sími 22300. Guðmundur Jónasson. Frá Verzlunarskóla Islands Auglýsing um próf utanskóla inn í 3. bekk V. I. Fyrirhugað er að halda inntökupróf inn i 3. bekk Verzlunar- skólans á vori komanda fyrir nemendur sem gagnfræðaprófi Ijúka í vor. Prófað verður í þessum námsgreinum: Islenzku, dönsku, ensku, þýzku. stærðfræði, bókfærslu. vélritun og landafræði. Skráning fer fram á skrifstofu skólans og lýkur henni 30. apríl. Blöð með upplýsingum um námsefni og prófkröfur fást á skrifstofu skólans. SKÓLASTJÓRI. Litla Crund í FEBRÚARMÁNUÐI bárust eft- irtaldar gjafir: Vistkona áGrund kr. 5.000.00. Margrét Albertsdótt- ir kr. 200.00 — Lilja Margrét Jó- hannsdóttir kr. 5.000.00 — S. J. kr. 200.00. — Samtals krónur 12.400.00. Eru því nú um mánaða mótin komnar á hlaupareikning nr. 19 hjá Búnaðarbanka íslands samtals krónur 74.089.93. Gefendum færi ég beztu þakk- ir fyrir skilning þeirra og vel- vild. Ef til vill skilja það fáir, nema þá helzt þeir, sem komnir eru á efri ár, hversu oft erfitt það er, að vera að reyna að vekja áhuga á málum ellinnar. Unga fólkið hefur nægan tíma — elli kerling, hún er hvergi nærri. Mið aldra fólkið hugsar flest sem svo — við sjáum um okkur sjálf á sínum tíma eða börnin gera það. Allt tal og ráðagerðir um elli- heimili vill það ekki hlýða á — nema þegar það er komið sjálft í vandræði með foreldra sína eða aðra nánustu vandamenn, þá er nú málið öðru vísi. — Hvers vegna er ekkert. vistpláss? Af hverju hafa fleiri elliheimili ekki verið reist — af hverju eru alls staðar allar dyr lokaðar. Svarið er ofur einfalt. Fólk er yfirleitt svo sinnulaust í þessu, sem öðru Allt er látið reka á reiðann og svo á að gera allt á svipstundu, þegar í vandræðin er Komið. Þess vegna er nú farið að safna fé í nýtt elliheimili Sumir telja reyndar að elliheimili séu úr- elt og bezta og eina lausnin sé, að blessað fólkið verði í heima- húsum. Einfalt ráð, en ég held að slíkt sé þó oft ráðleysi — ög stundum hrein vitleysa. Litla Grund — hún kemur — en hvenær? Um það hafið þér lesandi minn atkvæði með fjár- framlagi yðar. Án efa hafið þér í morg horn að líta og erfiðleik- ar eru framundan á ótal sviðum. En þrátt fyrir allt þá ætti það að vera létt verk, að safna sam- an talsverðu fé til þess að leysa úr vandræðum fólksins, sem braut ina ruddi og nú er orðið lúið, þreytt og oft lasburða, æði margt — ef áhugi er fyrir hendi og fórnarlund. Ekki mun ég oft skrifa svona blaðagrein. Mér þykir það leitt, en það er þó nauðsynlegt. Við gefum yður tækifæri til þess að vera með í, að koma upp Litlu Grund — einhvern tímann verð- ið þér þar ef til vill sjálfur eða nánustu vandamenn. Gísli Sigurbjörnsson. SAMKOMUR Samkoma verður í Færeyska sjómanna heimilinu sunnudaginn kl. 5. BAHCO Heimilis- viftur. BAHCO 'hankett VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA Hljóð og velvirk, hefur varan- legar fitusíur, innbyggt Ijós og rofa. Falleg og stílhrein. Fer alls staðar vel. BAHCO SILENT er ágæt eldhúsvifta á útvegg eða í rúðu, en hentar auk þess alls staðar, þar sem krafizt er góðrar og hljóðrar loftræst- ingar. BAHCO ER SÆNSK GÆÐAVARA fyrsta FLOKKS FRÁ .... SÍMI 2-4420 - SUÐURG. 10 - RVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.