Morgunblaðið - 16.03.1969, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ líMiS
15
Fraklcar ætla
að hundsa WEU
París, 14. marz — AP-NTB
DE GAULLE Frakklandsforseti,
sagði Kurt Kiesinger, kanzlara
Vestur-Þýzkaiands, í dag, að
Frakkar mundu ekki sitja fundi
Vestur-Evrópubandalagsins
(WEU), þar sem þeir teldu að
stofnskrá bandalagsins hefði ver-
ið brotin, að því er talsmaður
frönsku stjórnarinnar skýrði frá
í dag.
Bandalagið, en aðild að því
eiga Bretland og hin sex aðild-
arríki Efnahagsbandalagsins,
héldu nokkra fundi í London ný-
lega um ástandið í löndunum
fyrir botni Miðjarðarhafs þrátt
fyrir mótmæli Frakka. í lok
tveggja daga viðræðna Kiesing-
ers og de Gaulles í dag sagði
Frakklandsforseti: „Þar sem
stofnskráin hefur verið brotin
sækjum við ekki fleiri fundi“.
De Gaulle sagði Kiesinger, að
hann hefði ekki ætlað að taka
þetta miál fyrir en orðið að gera
það úr því að hann vakti máls
á því. „Ég hef ekki minnzt á
Vestur-Evrópubandalagið, en þar
sem þér hafið minnzt á það vil
ég segja yður, að við höfum eng-
an áhuga á þessu máli“, sagði de
Gaulle, að sögn talsmanns
frönsku stjórnarinnar.
Garöeigendur
Ennþá er hægt að afgreiða fydr vorið hin vinsælu dönsku
HB GRÓÐURHÚS
• HB gróðurhúsið lengir sumarið um tvo til þrjá mánuði.
• HB gróðurhúsið er auðvelt í uppsetningu.
• HB gróðurhúsið er til sýnis að Suðurlandsbraut 12 í verzl-
uninni Valviður í dag, sunnudag frá kl. 1 til 6 eftir
hádegi.
INNFLYTJANDI.
HEIMSMET í BRUNATJÓNI?
Á ÍSLAND HEIMSMET í BXUNATJÓNI?
Við vitum það ekki, en víst er, að tjón af völdum elds hefur
verið gífurlegt hér á landi undanfarin ár.
Þér vitið, að eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, og þess
vegna hafið þér brunatrygginguna ævinlega í lagi.
En hafið þér tryggingu gegn ÚTBREIÐSLU elds í húsnæði yðar?
Þá tryggingu getum við boðið yður. Hún heitir
ASBESTOLUX
eldtraust klæðning
á veggi, loft, kyndiklefa, stálbita o s frv., o. s. frv.
ASBESTOLUX er einkar þægilegt í allri meðferð.
Það má saga, negla, skrúfa, bora og fasa með venjulegum
handverkfærum.
Venjuleg plötustærð: 122x244 sm. Loftflisar: 61x61 sm.
SPÁIR BREYTINGUM
Á blaðamannafundi sagði Kies
inger að de Gaulle væri enn mót
fallinn aðild Breta að Efnahags-
bandalaginu, en þó kvaðst hann
vera ánægður með viðræðurnar
og sambúðina við Frakka þrfátt
fyrir ágreining, sem ríkt hefði
í viðræðunum. í viðræðunum
hvatti de Gaulle til þess að Efna-
hagsbandalagið yrði eflt og að
dregið yrði úr spennunni í
Evrópu. De Gaulle spáði því að
deilur Rússa og Kínverja gætu
gerbreytt samskiptum austurs og
vesturs og sagði, að Rússar virt-
ust hafa meiri áhyggjur af ógn-
uninni frá Kína en erfiðleikum
sínum í vestri, að sögn vestur-
þýzks talsmanns. Hann sagði, að
Rússar vildu auka samskipti sín
við Vesturlönd og hvatti til þess
að því yrði tekið vel. Hann sagði,
að Bandaríkjamenn hefðu of
margra skuldbindinga að gæta,
en lagði á það áherzlu að engin
sundrung ríkti innan Atlantshafs
bandalagsins þótt Frakkar hefðu
dregið sig út úr hernaðarsam-
vinnunni. Forsetinn lagði
áherzlu á nauðsyn einingar
Evrópu og sagði, að þessi eining
yrði að þróast í nánum tengslum
Einkaumboð á islandi: Netasalan h.f., Ægisgötu 10.
Sími 14690, pósthólf 128, Reykjavík.
Lager & dreifing: Byggingavöruverzlun Kópavogs,
Kársnesbraut 2, Kópavogi.
Sfmar: 41849 & 41010.
Upplýsingar einnig gefnar hjá Byggingaþjónustu Arkitektafél.
islands, Laugavegi 26, Reykjavík. Sími 22133.
Rambler American „440" 4ra dyra 1969 2ja mán. afgr.t.)
Ásetlað verð: sem einkahíll um kr. 565.000 — sem
leigubíll um kr. 487.000.—
Beztu bílakaupin í dag:
IGN LOITSSON HF.
Hringbraut 121, sími 10600
Pantið Rambler American ‘69
STRAX FYRiR VORiÐ
Getum af sérstökum ástæðum boðið nokkra nýja Rambler American af 1968 árgerðinni með
niðursettu verði frá verksmiðjunum og því er hér ÖRUGGLEGA um beztu bílakaupin í dag
að ræða. Einnig getum við boðið yður betri kjör á þessum örfáu American bilum, — sem
eru til afgreiðslu strax — en nokkru sinni fyrr og/eða upprtöku gamla bílsins. Aætluð verð
„á götuna" með söluskatti, tectyl, ryðvörn, standsetningu og hinum frábæra „Standard"
Rambler American útbúnaði, er sem hér segir:
Rambler American „220“ 2ja dyra um kr. 409.000.—
— — „220“ 4ra dyra um kr. 430.000.—
— — „440“ 4ra dyra um kr. 467.000.—
Til leigubílstjóra:
Rambler Amcrican „220“ 4ra dyra um kr. 370.000.—
— — „440“ 4ra dyra um kr. 399.000.—
Munið að Rambler American er í dag — eins og undan-
farin ár — einn eftirsóttasti bíllinn hérlendis enda styrk-
leikinn og sparneytnin viðurkennd. — Sýningarbílar
RAMBLER GÆÐI - RAMBLER KJÖR - RAMBLER ENDING
Aðeins örfáir bílar eftir