Morgunblaðið - 16.03.1969, Page 16

Morgunblaðið - 16.03.1969, Page 16
16 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 196® ■Últgefandi H.f. Ánváfcur, Heyfcjavífc. Fnamfcvæmda&tj óri Haraildur Sveinsaon. 'Ritstjóraz' Sigurður Bjarnason frá Vigur. MattMas Jcrfhannesa'en. Byjólfur KonráS Jónssion. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttasitjóri. Björn Jóihannsson'. AUiglýsingiaBtjóri Árni Garðar Kristinason. Ritstjórn ag afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími lð-lOD. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-60. Asfcxiftargjald kr. 160.00 á mánuði innanlands. í lausasölu fcr. 10.00 eintafcið. ÁTÖK RÚSSA OG KÍNVERJA Cíðan landamæraskærur ^ urðu milli rússneskra og kínverskra herflokka í Asíu í byrjun þessa mánaðar, hafa deilurnar milli Moskvu og Peking stöðugt farið harðn- andi. Miklar mótmælaaðgerð- ir hafa átt sér stað við sendi- ráðin í Peking og Moskvu og málgögn kínverskra kommún ista segja að 3-^1 hundruð milljónir manna hafi tekið þátt í mótmælagöngum gegn atferli Rússa. Hin opinbera fréttastofa Pekingstjórnarinn ar hefur gengið svo langt að birta yfirlýsingu frá ástralska kommúnistaflokknum, þar sem að því er lýst yfir að Rússar undirbúi nú styrjöld á hendur Kínverjum. Sé til- gangur þeirra að eyða Kína. Önnur málgögn kínverskra kommúnista segja, að ef leið togar Sovétríkjanna hefji styrjöld, þá muni Kínverjar tortíma Sovétríkjunum! Flest bendir til þess að það hafi verið Kínverjar sem hófu árásirnar á landamærum Kína og Sovétríkjanna um daginn. Pekingstjórnin hefur verið miklu ofsafengnari í árásum sínum á Moskvu- stjórn heldur en rússnesku kommúnistarnir á Kínverja. Um það verður naumast deilt, að bak við þessi átök rússneskra og kínverskra kommúnista, er baráttan um það, hvor flokkurinn skuli hafa forystu fyrir kommún- istaflokkum heimsins. So- vézki kommúnistaflokkurinn, sem stendur á gömlum merg og fræðiritum Marx, Engels og Leníns telur að sér beri forustan og engum öðrum. Kínversku kommúnistarnir telja hins vegar að vegna þess að Kínverjar eru 700 milljón- ir og kínverski kommúnista- flokkurinn hinn stærsti í heimi, þá beri honum forystu- hlutverkið. Það eru allmörg ár síðan kínverskir kommúnistar byrj uðu að ásaka leiðtoga Sovét- ríkjanna um „endurskoðunar- stefnu og svik við hina einu sönnu kenningu Marx og Leníns“. Vel má svo fara að stjórn- málasambandi verði slitið milli Kína og Sovétríkjanna. Hins vegar er afar ólíklegt að til stórstyrjaldar dragi á milli þeirra á næstunni. Við því eru Kínverjar engan veginn tilbúnir. Þeir munu hins veg- ar vafalaust halda áfram í vaxandi mæli hatursáróðri gegn Sovétríkjunum. Kínverj ar telja að stór hluti sovézkra landa í Asíu sé í raun og veru gamalt kínverskt land. Þessum löndum beri Sovét- ríkjunum að skila Kína. Sovét ríkin taka hinsvegar þessum kröfum Kínverja af fullum fjandskap. Deilur rússneskra og kín- verskra kommúnista eru þann ig tvíþættar. Þær eru annars vegar hugsjónalegar, ideolog- iskar, en hins vegar tog- streita um landayfirráð. Átök þessara tveggja risa- velda geta haft mikil áhrif á gang alþjóðastjórnmála á næstu árum. Þess vegna bein Í9t athygli heimsins í vaxandi mæli að því, sem gerizt á landamærum Sovétríkjanna og Rauða Kína. ARÐBÆR FJÁRFESTING að er augljóst mál, að sá einstaklingur sem tekur lán til eyðslu er illa á vegi staddur en öðru máli gegnir ef hann aflar sér lána til framkvæmda, sem fullvíst er að munu færa honum örugg- ar tekjur í aðra hönd til þess að standa straum af greiðslu vaxta og afborgana af lánun- um og skjóta traustari stoð- um undir efnahag hans. Hið sama á við um lán- tökur þjóðarinnar í heild. Skuldabyrðin sem vinstri stjórnin skildi eftir sig var fyrst og fremst til komin vegna yfirdráttar- og eyðslu- lána og þess vegna var hún mjög þungbær. Erlendar skuldir þjóðarinnar á síðari árum eru hins vegar til komn ar með öðrum hætti. Á síð- ustu fimm árum hafa erlend- ar skuldir þjóðarinnar aukizt um 3200 milljónir króna en á sama tíma höfum við tekið erlend lán til Búrfellsvirkj- unar, til kaupa á fiskiskipum og flugvélum að upphæð 4000 milljónir króna. Þær tekjur, sem Búrfellsvirkjun fær af sölu raforku til álbræðslunn- ar í Straumsvík standa undir greiðslu afborgana og vaxta af lánum virkjunarinnar. Millilandaflugvélar Loftleiða og Flugfélags íslands afla þjóðinni dýrmætra gjaldeyr- istekna og hið sama er að segja um fiskiskipin. Stjórnarandstæðingar gagn rýna þessa skuldaaukningu en hvar værum við á vegi staddir ef við hefðum ekki ráðist í virkjun Búrfells eða kaupa» á fiskiskipunum og & A lll u 1 AN UR HEIMI Sean Connery hvítþveginn til að geta leikið í Moskvu NÝLEGA var frá því skýrt hér í blaðinu að sovézkir og ítalskir kvikmyndatökumenn væru að vinna saman, að kvik mynd um leiðangra ítalans Umbertos Nobiles til Norður pólsins og Norður-heimskauts svæðisins. Þótti það tíðindum sæta að Sean Connery, sá er lék njósnahetjuna miklu, James Bond — eða 007, öðru nafni í mörgum kvikmyndum á að leika hlutverk norska landkönnuðarins Roalds Am- undsens. Kvikmyndin er tekin bæði á Ítalíu og í Sovétríkjunum, og nefnist „Raiuða tjaldið". Eru stjórnendur ítalskir og sovézkir, en leikararnir víða að. Til þessa hefur Sean Conn ery ekki verið mjög hátt skrif aður í Sovétríkjunum, og þyk ir yfirvöldum þar í landi þeim lítil virðing sýnd í James Bond myndunum. Hefur Sean Connery hlotið slæma dóma fyrir þátttöku í myndunum og var sagður dæmi hnignun arinnar í auðvaldsríkjunum. Nú hafa málin snúizt við, því Sean Connery á að leika í mynd, sem sovézkur leik- stjóri sviðsetur. Reyndist þá nauðsynlegt að hreinsa leik- arann áður en hann kæmi til Moskvu. Er sú hreinsunarher- ferð hafin, eins og meðal ann ars kemur fram í myndatexta frá Tass-fréttastofunni með myndinni ,sem birt er hér á síðunni. Myndin er af Claudia Cardinale, en ljósmyndari V. Mastukov frá Fotokhronika Tass. Segir í myndatexta nokk uð frá myndinni „Rauða tjaldið" og um leikarana. Um Connery er þessi klausa: Fyr- ir nokkrum vikum var skýrt frá nafni leikarans, sem á að leika hlutverk Amundsens. Er það Sean Connery, al- ræmdur leikari, sem neitaði að leika í kvikmyndunum um James Bond og kom þannig flatt upp á mörg vestræn blöð og tímarit. Þarna er ekki verið að taka það fram að Connery hafi leikið Bond í mörgum kvik- myndum, heldur aðeins að hann hafi neitað að leika Bond. Af öðrum leikurum í „Rauða tjaldinu" má nefna Claudiu, sem myndin er af, og leikur hún hjúkrunarkon- Glaudia Cerdinale. Ljósm.: Fotokhronika Tass. una Valerie. Bretinn Peter Fineh leikur Nobile og Hardy Kruger fer með hlubverk sænska flugmannsins Lund- grens. Kruger er Vestur-Þjóð verji. Sovézki leikarinn Ed- uard Martsevioh leikur Sví- ann Malmgren, og segir að það hlutverk hafi svipuð áhrif á sig og hlutverk Haml- ets, sem hann fer með um þessar mundir í Mayakovsky- leikJhúsinu í Moskvu. Kvikmyndin „Rauða tjald- ið“ fjallar, eins og fyrr grein ir um leiðanlgra Nobiles til Norður-heimskautssvæðanna á árunum 1926-28. Fyrstu ferð sína fór hann árið 1926 ásamt Amundsen og Lincoln Ells- worth í loftfarinu Norge. Lagt var af stað frá Spitsbergen, flogið yfir Norður-pólinn og áfram til Alaska. Urðu um það nokkrar deilur eftir á hver þremenninganna ætti mestan heiður skilinn af leið- angrinum. Árið 1928 fór Nöbile í loft- farinu „Italia" nokkrar ferðir yfir heimsskautssvæðið. í einni ferðinni fórst loftfarið og ihó'fst þá víðtæk leit að Noibile og félögum hans með þátttöku sveita frá mörgum þjóðum. Meðal leitarmanna var Amundsen, sem flaug yfir leitarsvæðið. Týndist flugvél hans í leitarfluginu, og fórust allir, sem í henni voru. Alls fórust 17 manns úr leitarflokk unum og leiðangri Nobiles, en Nobile bjargaðist og hélt vís- indastörfum sínum áfram. flugvélunum. Það sér hver maður í hendi sér, að þá ríkti ekki einvörðungu stöðnun heldur mjög alvarleg aftur- för í efnahags- og atvinnu- málum landsmanna. Auðvitað verður þjóð á sama hátt og hver einstaklingur að fara varlega í lántökur en við Is- lendingar erum illa á vegi staddir, ef við þorum ekki að taka lán erlendis til arðbærr- ar fjárfestingar á borð við Búrfellsvirkjun, kaup á ný- tízku fiskiskipum og flugvél- um. Konodiskor rækjur ódýrar Stavangri, 12. marz NTB SÍÐUSTU mánuði hefur magnið af ódýrum kanadískum rækjum, sem boðið hefur verið fram á ev- rópskum markaði, orðið svo mik ið, að það er orðið tilfinnanlegt fyrir norskan útflutning. Hefur samkeppnin frá Kanada komið í ljós á síðustu árum. Á þessum árum hafa norskir og sænskir sjómenn veitt takmark 1 að magn af rækjum og verðið á þeim hefur verið haft all hátt, svo að veiðarnar borguðu sig. Á þessu ári hefur veiðin verið nokkru meiri, en það er enn of snemmt að segja nokkuð um á- rangurinn af veiðunum, er haft eftir Lars Storberget fram- kvæmdastjóra hjá Skagerak-fisk í viðtali við Stavanger Aftenblad. f Noregi eru kanadískar rækjur nú 5 kr. (norskum) ódýrari en norskar rækjur pr. kíló. — Það er ljóst, að með lægra verði get um við einnig aflað okkur stærri markaða, svo að ekki er hægt að tala um neina söluerfiðleika, sagði Lars Storberget.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.