Morgunblaðið - 16.03.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1969 21 inni á meðan þessi maður lifir þar.“ Þetta er sannarlega frábær lýsing! Hvernig hún kallar fram í vitundina þennan ó- venjulega mann — mann alls mannkyns, eins og Gorky lýs- ir honum á öðrum stað, einn þessara jötna, sem heimsækja jörðina öðru hvoru og eiga við hana einhver einstæð samskipti eiga einhvern einstæðan skiln- ing á meðbræðrum sinum og lifsafli alheimsins, sem við eig- um öll hlutdeild í. Mér finnst einnig, að ég sé ekki munaðar- laus á jörðinni fyrst Tolstoy hefur einu sinni lifað þar. Og ég verð að segja, að hin há- leita snilli þessa manns og það Rússland, sem hann bæði tákn- ar og túlkar svo óviðjafnan- lega, hrifu rnig af meira afli en nokkru sinni fyrr, þar sem ég sat, heillaður, í hálftómu kvikmyndahúsgímaldi í París, og horfði á breiðtjaldsmynd í skínandi litum af persónum og atburðum hins mikla þjóðlega hildarleiks sem hann mótaði úr sitt stærsta og frægasta skáld- verk. Hvernig myndi honum hafa fundizt hún? Grófgerð og klunnaleg, býst ég við — eink um persónumeðferðin. Það er að vísu rétt að Napoleon er í kvikmyndinni fremur hlægileg afbökun, engan veginn eðlileg persóna. En Napóleon er ekki mikið beysnari í skáldsögunni, þrátt fyrir yfirborðs heims- mennsku hafði Tolstoy megna ó beit á útlendingum (og jafnvel enn meiri óbeit á Rússum eins og Turgenév, sem bjuggu er- lendis, töluðu frönsku og tóku upp útlenda siðu) og hann ger- ir Napoleon að tilgerðarlegu flóni — sem hann getur vel hafa verið! Kutzov kom glæsilega fyrir sjónir í kvikmyndinni — hann er allavega stórbrotið hlutverk fyrir skapgerðarleikara, Natas ja er dásamlega óleikkonuleg — í tilgerðarlausri kæti sinni á dansleiknum fræga þar sem hún verður ástfangin af And- rei prinsi, svo áhrifamikil í sorginni þegar hún, læknuð af fyrri villu, hjúkrar honum á banabeði. f skáldsögunni er hún sem ung stúlka sjálf hold- tekja hamingjunnar, eitt atriði sem er mér ávallt í fersku minni, er þegar hún og bróðir hennar Nicholas og hin trygg- lynda Sonya heimsækja gaml- an veiðimannakofa á kaldri, bjartri vetrarnótt. Ég efast um að nokkursstaðar í heimsbók- menntunum sé að finna sam- bærilega lýsingu á ungri, leiftr andi hamingju — hamingju, sem Natasja hugsar um á leið heim í sleðanum, að muni aldrei koma aftur — sem ekki heldur varð. í Natösju sé ég endurspeglast minningar Tolstoys um konu sína, Sonyu, á yngri árum, en eins og við vitum uppfyllti hið langa hjónaband þeirra, sem gat af sér stóran hóp fyrir- ferðarmikilla barna, hvergi nærri þau hamingjufyrirheit, sem lagt var upp með. Áreiðanlega hefur ekkert hjónaband í sögunni verið skrá sett jafn rækilega. Tolstoy fólk ið skrifaði allt dagbækur af miklum móð. Eftir háttatíma á kvöldin í Yasnaya Polyana var það allt párandi, ef það var þá ekki á vakki fram og aftur til að stelast í bækur hvers ann- ars og kíkja á nýjustu dag- bókarbrotin. Allar þessar dag bækur hafa varðveitzt og verið gefnar út. Þannig vitum við að segja má allt, sem hægt er að vita um sambúð Tolstoys og konu hans, að smávægilegustu ástalífsatriðum meðtöldum. Það er saga ófriðar og óhamingju sem nær hámarki sínu í hinum síðasta, æðisgengna flótta hans frá Yasnaya Polyana og Sonyu og dauða hans í litlu húsi stöðvarstjórans í Astapovo, ó- þekktu járnbrautarþorpi, sem dró að sér athygli alls heims- ins á meðan Tolstoy hafðist þar við. Vandamál þeirra voru — eins og flest slík vandamál — aðal- lega út af ástalífi og pening- um. Eftir því sem þrá hans varð sterkari til lífernis eftir bók- staflegri forskrift Nýja testa- mentisins, ágerðist óbeit hans á því yfirstéttarlífi, sem þau lifðu, unz að því kom að hann seldi — eins og Lear konung- ur — allar eignirnar í hendur fjölskyldu sinnar, með svipuð- um óheilla afleiðingum og Lear varð að taka. Orwell taldi að það væru þessar hliðstæður í örlögum Lears konungs og Tol- stoys sjálfs, sem gerðu hann frábitinn leikritinu — og raun- ar öllum verkum Shakespeares. Þetta kann að vera rétt. At- burðasviðið í Astapovo minnir vissulega á Blasted Heath. Tolstoy — sem var mjög hvataríkur maður — háði einn- ig harða baráttu við losta sinn. Hann þráði að ganga veg Krists og deyja í holdinu til að endurfæðast í andanum en þá urðu hvatirnar honum yfir- sterkari og ráku hann ósjálf- bjarga út í trylltar, lostafull- ar athafnir með konu sinn en á eftir æddi hann hamstola um svefnherbergi þeirra hjóna, kveinaði „Vei! Vei!“ og reif skegg sitt. Þetta getur varla hafa verið greifaynjunni ti'l mikillar ánægju, og því síður sem hann hafði lagt böð og lí- kamshirðingu á hilluna í þeirri ástríðu sinni að líkjast muzh- ikunum í einu og öllu, en sjálf- um var honum bæði athöfnin og eftirköstin til sárrar kval- ar. Hann var tvískiptur maður með heita þrá í brjósti eftir kristilegri góðsemi og friði en ekki síður ríkt fegurðarskyn og ást á jarðnesku lífi. Enda þótt honum tækist aldrei að fullu að sameina þessar þrár, var það togstreita þeirra sem mótuðu ævisögu hans sjálfs og skáldverk (en þetta tvennt er svo samtvinnað að ógerlegt er að greina á milli þess sem fyrir hann kom og þess sem hann ímyndaði sér að gerðist). Þegar í „Stríð og friður“ má greina vísi að mörgum þeirra siðrænu viðfangsefna, sem fylltu hug hans síðarmeir. Það er töluvert af honum sjálfum í þremur persónanna — hinum einlæga, ráðvanda Pétri, rauna riddaranum Andrei og hinum áhyggjuausa Nikuási. í mynd- inni koma skapgerðareinkenn- inl, sem fengin eru frá höfund- inum skýrt fram hjá leikurun- um þremur, sem fara með þessi hlutverk. Pétur er klunnaleg- ur, klaufskur og miður sín í samkvæmislífinu eins og Tol- stoy var oft, Andrei gengur á vit sinna grimmu örlaga, hátt hafinn yfir lítilfjörlegt dægur- þras og leitar hetjudauða, Nikúlás lætur hverjum degi nægja sína þjáningu og kvæn- ist að lokum hinni dyggðugu, ófríðu og flugríku Maryu Bolk onsky, verður iðjusamur óðals- bóndi. Blandið þeim öllum sam- an og margfaldið með milljón — eða ef til vill billjón — og útkoman verður Tolstoy, og samt var hann svo miklu meira — og jafnframt miklu minna. Hið mikla sögúlega baksvið er, eins og kemur svo prýði- lega fram í myndinni, hin þrjózka og hetjulega varnar- barátta Rússlands — seinlátur, þrákelknislegur muzhik gegn örlyndum og kvikum poilu, Kutuzov gegn Napoleon, slav- neskur gegn rómönskum. Við sem höfum horft á líkan hild- arleik, leikinn á svipaðan hátt, eigum gott með að skilja. Mað- Atvinno óskast Ungur maður vanur skrifstofu- og verzlunarstörfum óskar eftir atvinnu sem fyrst. Tilboð send- ist Morgunblaðinu merkt „At- vinna 2886”. VX-6 CADMIUM lögurinn eyðir súlfat- myndun í rafgeymi yðar, eykur endingu geymisins um ÁRABIL og tafarlausa ræsingu. Heldur Ijósunum jöfn- um og björtum. Fæst hjá öllum benzín- afgreiðslum.___ NÚ ER VOLVO ORÐINN ENNÞÁ FULLKOMNARI Sterkari vél. Forhitari fyrir blöndunga. Ryðstraumsrafall. Nýtt áklæði, hlýtt á vetrum. Sjálfvirk, hitastýrð vifta á stærri vélinni. Ýmsar aðrar nýjungar. VOLVO P 142 VOLVO P 144 VOLVO P 145 VOLVO AMAZON Sýningarbíll, árgerð 1969, á staðnum. ur bjóst nærri því við skrið- drekum í st-að hesta, gráum ein- kennisbúningum í stað blárra. Hliðstæðan hlýtur vissúlega að hafa staðið þeim fyrir hugskot- sjónum, sem gerðu myndina. Auk skáldsögunnar, sem hún er byggð á dregur hún fram stóratburði úr hinni raunVeru- legu sögu Rússlands. Hún er ljóslifandi saga, séð yfir, ekki aðeins hálfrar annarrar aldar tímabil, heldur bilið milli tveggja ólíkra heima. Tolstoy var sá fyrsti af hin- um miklu, klassisku rithöfund- um Rússa, sem fékk aftur náð fyrir augum byltingarmanna, en Dostoévsky kom í humátt- ina á eftir. Enda þótt hug- myndir hans væru bölvun í augum Lenins (eins og hug- myndir Lenins hefðu áreiðan- lega verið honum hefði hann þekkt þær) var frægð Tolstoys slík, að hann var viðurkennd- ur, ef ekki tignaður, af hinni nýju stjórnskipun frá byrjun. Yasnaya Polyana var haft op- ið eins og safn — þegar ég var í Moskvu hitti ég meira að segja eina dóttur hans, sem var gáfur af bókum hans, frá því fyrir byltinguna, gengu manna í milli og voru lesnar með á- kefð. Síðar komu nýjar, glæsi- legar útgáfur í stríðum straum um frá prentsmiðjunum. Það er undarlegt að hugsa til þess að Tolstoy greifynja lifði það að sjá byltinguna, hann var horfinn — og þó ekki. Slíkir menn hverfa ekki í raun og veru. ATHAFN MENN Nýjung í snióum, valin efni og ekki sízt NOBELT mittis- strengurinn, fóðr- aður, mjúkur við- komu og alltaf jafn- strengdur, gera Activity nærföt að sérstakri gæða vöru. Ásamt milljónum manna um allan heim, hljótið þér aukna vellíðan þeg- ar þér notið Activity nærföt. ☆ ENSKIR FRAKKAR * NÝJAR GERÐIR ☆ ^A&í'ftclhúttttnÍAJcó HERRADEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.