Morgunblaðið - 16.03.1969, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1969
— Hugsun, ...
Framhald af bls. 10
siðaprédikanir, en móralskar
engu að síður.
SÖgur eins og Brúin, Örðug-
asti hjallinn og Á vegamóturn,
lýsa því hvernig þokan greiðist
sundur í samskiptum manna. Mis
skilningur og heimska verða að
víkja fyrir nýrri sýn.
En það væri ekki sanngjarnt
að halda því fram, að sögur
Kvarans væru eingöngu dæmi-
sögur, til dæmis um sigur kær-
leikans, hátíðlegur boðskapur
fyrst og fremst. Sagan í sjálfri
sér er honum of hugstætt tján-
ingarform, listræn íþrótt, til þess
að hann gleymi því að bregða á
leik. Kímni hans lejmir á sér,
eins og sjá má á sögunum Marjas
og Vistaskifti. Alvaran er mikil
í þessum sögum en kátínan undir
niðri, fjörlegar og hressandi per-
sónulýsingar og atburða. í mann-
lífsmyrkrinu birtast stundum
leiftur annarrar ættar en vá-
boðar tilverunnar. Drengurinn í
Vistaskiftum sér rofa til um leið
og brennivínið er komið ofan í
húsbónda hans. Drengurinn í
t
Eiginmaður minn
Guðjón Vilhjálmsson
húsasmíðameistari,
Úthlíð 11, Reykjavík,
andaðist á Landakotsspítala
14. marz.
Guðriður Rósantsdóttir,
börn, tengdabörn og
barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir og fóst-
urmóðir okkar
Ólöf Aðalbjörg Jónsdóttir
Dunhaga 18,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 18.
marz kl. 10.30.
Hörður Hjálmarsson,
Sveinbjörn Björnsson,
Annabella Keefer,
Anna Hjálmdís Gísladóttir.
t
Útför sonar okkar og bróður,
Kjartans Sölva
Ágústssonar,
Ljósheimum 10, Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 17. marz kl. 3.
Blóm og kransar afbeðnir, en
þeim sem vildu minnast hans
er bent á Slysavarnafélagið.
Vandamenn.
t
Útför eiginkonu minnar, móð-
ur okkar, tengdamóður og
ömmu
Sigurveigar Magnúsdóttur
Bergstaðastræti 61,
fer fram frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 18. þ.m. kl. 3 e.h.
Karl Þorvaldsson,
Magnús Karlsson,
Þórhiidur Karlsdóttir,
Þorsteinn Sigurðsson,
Karlotta Karlsdóttir,
Einar Asgeirsson,
Magnea Karlsdóttir,
Sigurbjöm Guðjónsson,
Guðlaug Karlsdóttir,
Karl Sölvason,
Þorvaldur Ó. Karlsson,
Erla Jónsdóttir
og barnabörn.
Marjas kemst að þeirri óþægi-
legu staðreynd hverju skáldskap-
urinn getur komið til leiðar, en
uppgötvar um leið nýtt vopn.
í öðru bindi Ritsafnsins eru
skáldsögurnar Ofurefli og Gull.
Ofurefli kom út 1908, Guill, sem
er beint framhald Ofureflis, var
prentuð 1911. Ofurefli er lengri
og viðameiri skáidsaga en Gull.
Gull er aftur á móti uppgjör við
persónur Ofureflis, og verður öll
um, sem kynnst hafa þeim, svo
spennandi lestur að jaðrar við
skemmtisögu. En það eru sann-
arlega engin skemmtitíðindi, sem
Gull flytur, þó sagan sé sáttar-
gjörð við lífið og manneskjurnar
eins og svo oft hjá Kvaran.
Eitt af því, sem gerir þessar
skáldsögur sérstæðar í íslenzkum
bókmenntum, er það svið, sem
Kvaran velur þeim. Þær eru báð-
ar Reykjavíkurskáldsögur, lýsa
daglegu lífi í Reykjavík forðum
daga um leið og þær fást við að
kryfja til mergjar mannilega
galla. Ungur prestur kemur frá
útlöndum til höfuðstaðarins full-
ur af nýjum hugmyndum og vilja
til að láta gott af sér leiða.
Hann verður fljótle’ga var við
andúð og rógburð. Þeir, sem hafa
komið honum 1 embætti dóm-
kirkjuprests, snúast harðast
gegn honum vegna þess að hann
ógnar lífsmynd þeirra og sið-
venjum. En hann berst við ofur-
eflið, allt eðli hans er þannig
að hann herðist við hverja raun
og bugast ekki.
Gegn prestinum er stefnt lítil-
mótlegum persónuieikum, en í
höndum Einars H. Kvarans eiga
þeir sínar góðu hliðar; jafnvel
þeir, sem verstir eru o.g blindast-
ir á vald sitt, eru manneskjur
undir niðri 'og það gerir það að
verkum, að þótt sögurnar séu að
t
Útför sonar míns og bróður
okkar
Helga Kristjánssonar
Skólavörðustíg 3,
fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 19. marz kl. 3
e.h.
Steinunn Jónsdóttir
og systkin hins látna.
t
Bróðir okkar
BöSvar Sveinsson
frá Laufskógum 9, Hveragerði,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 17.
marz kl. 1.30.
Snorri Sveinsson,
Jón Sveinsson.
t
Ástkær eiginmaður minn,
sonur, faðir afi, bróðir og
mágur
Pétur Björn Jónsson
Njálsgötu 20,
sem lézt af slysförum 6. marz,
verður jadðsunginn frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 17.
marz kl. 3 e.h. — Blóm af-
þökkuð, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Slysa-
varnafélag íslands.
Vilborg Torfadóttir,
Lilja Björnsdóttir,
Matthildur Kelley,
Jón Pétursson,
Kristinn Pétursson,
Hafdís Pétursdóttir,
Sveinn Pétursson,
Ingibjörg Pétursdóttir,
Bjarni L. Pétursson,
barnabörn og aðrir
ættingjar.
vissu marki ádeilusögur, hrinda
þær ekki lesandanum frá sér,
hetldur efla þann boðskap, sem
höfundurinn hefur að flytja.
Hvað þetta varðar og reyndar
margt annað hjá Kvaran gætu
ungir skáldsagnahöfundar af
honum lært. En það er ekki öll
um gefin sú menningarlega hóf-
semí og víðsýni, sem setur mark
sitt á verk hans.
í miklu ríkarj mæli en í smá-
sögunum, leyfir Einar H. Kvar-
an sér í skáldsögum sínum að
draga fram fjölda persóna, fá
ýmsum aukahlutverk í þeim ör-
lagaleik, sem á sér stað í bæn-
um. Þessar persónur eru margar
litríkar, ólga áf lífi og verða sum
ar hverjar jafn minnisstæðar og
þær, sem meira pláss fá.
í upphafi Gulls málar Einar H.
Kvaran sína „fögru veröld“ ein.s
og Tómas Guðmundsson síðar.
„Ekkert er Reykjavík gefið í
jafn-ríkum mæli eins og yndis-
legir litir. Þær nægtir eru ótæm-
andi“. Og Kvaran heldur áfram:
„Á björtum sumardegi, eins og
þeim sem nú s’kal sagt frá, er alt
blátt, öll hin mikla umgjörð
Reykjavíkur blá,. himinninn blár,
hafið.blátt, fjöllin blá — alt hjúp
að blárrj töfraskikkju — ekki ein
litri samt — skikkju með.ótelj-
andi litbrigðum, alt frá dökk-
bláma suðurfjallanna, sem stund-
um er nærri því sorti, upp í ljós-
bláma lognrákanna, sem er nærrj
því hvítur — alt blátt, blátt,
yndislega og undarlega blátt“.
Einar H. Kvaran er ekki spar á
að lofa dýrð Reykjavíkur þegar
hann semur náttúruilýsingar, sem
annars eru sjaldgæfar í verkum
háns. .ÞáU fjalla fyrst og síðast
um það, sem gerist í djúpi manns
hugans.
Tíminn lætur það ekki .verða
ryði að bráð. sem er jafn vand-
lega úr garði gert og skáldsögur
eins og Ofurefli og Gull. List
Kvarans kemur hvergi betur í
ljós en í því hvernig hann endar
sögur sínar. Án væmni og langra
heilabrota yfirgefur hann sögu-
persónur sínar, skilar þeim í
hendur lesandans til nýrrar s'koð-
unar. Aðferð hans er mjög nú-
tíma/leg, fersk. Einnig að því
leyti eins og svo mörgu öðru,
var Einar H. Kvaran á undan
samtíð sinni, bjó í haginn fyrir
unga rithöfunda, sem erfðu land
ið.
í minningu aldarafmælis Ein-
ars H. Kvarans sá Tómas Guð-
mundsson um útgáfu bókar, sem
hann kallaði Mannlýsingar og
Almenna bókafélagið lét prenta.
Þessi bók, sem er mjög aðgemgi-
leg, 'geymir aðallega ritgerðir
Kvarans um samferðamenn, m.a.
hina merkilegu ævisögu Gests
Pálssonar eftir hann. Mannlýs-
ingum fylgir ítarleg grein eftir
Tómas Guðmundsson: Nokkur
orð um Einar H. Kvaran. Af
mörgu skarplegu, sem þar er
sagt um Einar H. Kvaran og
skáldskap hans, er mér einna
minnisstæðaat það, sem Tómas
segir um stíl hans:
,.Le style est l’homme — stíll-
t
Útför eiginmanns míns
Jóhanns Einarssonar
frá Siglufirði,
sem andaðist 9. marz fer fram
frá Keflavíkurkirkju mánu-
daginn 17. marz kl. 2.
Dagbjört Sæmundsdóttir.
t
Útför
Þóru Eiríksdóttur
Hringbraut 103,
fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 18. marz kl. 3
e.h.
Vandamenn.
inn er maðurinn. Þessi setninig
kemur iðulega fram í hugann,
þegar lesin eru rit Einars H.
Kvarans. Fáir höfundar eru jafn-
auðkenndir af stílfari sínu, og
samt er stíllinn sjaldgæflega
hljóðláfcur, laus við málskrúð og
hátíðleik, engin torkennileg orð
hrópa upp úr setningunum, öllu
er þar haldið í skefjum, stillit í
hnitmiðað hóf; höfundurinn
kann til hlítar þá list að láta
frernur vansagt en ofsagt. Og
rödd stílsins er af sama toga.
Það er einföld lifandi tunga,
mælit mál, framgengið af vörum
hins siðmenntaða nútímamanns."
Mér finnst Tómas hafa með
þessum orðum fyllilega svarað
því, sem fram kemur í útvarps-
erindi Einars H. Kvarans á 75
ára afmæli hans 6. desember
1934: „Einn af ágætustu mennta-
mönnum vorum hefur fyrir fá-
um dögum sagt það um mig í
blaðagrein, að efnið, hugsunin
sé mér meginatriðið, mikilvæg-
ara en búningiurinn. Ég get sam
sinnt því. Reyndar er óvandað-
ur búningur, svo sem subbuleg
íslenzka mér þjáning.“
Sigurður Arnalds segir í for-
mála þess Ritsafns Einars H.
Kvarans, sem nú er hafin út-
gáfa á: „Að ráði sérfróðra
manna hefur verið fylgt staf-
setningu höfundar og einnig
merkjasetningu hans — eða
lestrarmerkjum — til þess að
raska í engu persónulegum stíl
hans og frásagnarmáta. Þannig
talaði hann og þannig skrifaði
hann og haggaði sjaldan orði,
eftir að hann hafði fest hugsanir
sínar á blað.“
Þetta er önnur heildarútgáfa
á verkum Einars H. Kvarans, sú
fyrri kom út 1943 — 1944 og sá
Jakob Jóhannesson Smári um
hana. Heildarútgáfan nýja verð-
ur sex bindi. Séu fáeinar prent-
villur undansikildar er Ritsafnið
útgefenduim til sóma. Það er til
dæmis greiði við lesendur að
skýrt er frá fyrri prentunum
c’ftan á titilblaði hverrar sögu.
Flest, sem útgáfunni viðkemur,
vitnar um alúð og virðingu fyrir
verikum Kvarans.
Sú þjóð, sem efcki kann að
meta það tífvænlegasta í skáld-
skap Einars H. Kvarans, á skilið
að heita menningarlegt rekald.
Vonandi verður það elkki hlut-
skip*i íslendinga að missa sjónar
á einum af merkustu skáldsagna-
höfundum sínum á þessari öld.
Jóhann Hjálmarsson.
— Eyíirzk fræði
Framhald af bls. 10
Þátturinn af Ólafi timburmeist
ara er líka eyfirzkastur alls efnis
bókarinnar: Ólafur var ekki að-
eins fæddur Eyfirðingur, hann
varði líka kröftum sínum til heila
því héraði. Auk þess má saga
Ólafs skoðast sem nokkur kapí-
tuli í búnaðarsögu þjóðarinnar:
með Ólafi tekur að gerast tíðara,
a’ð bændaefni búi sig undir ævi-
starfið með einhverju námi, og
hefur smíðanám þá að sjálfsögðu
komið í góðar þarfir, þar eð
bóndi varð að vera sjálfum sér
nógur, smiður, kóngur, kennar-
inn, eins og þar stendur.
í þættinum af Ólafi timbur-
meistara er meðal annars að
finna nákvæma lýsingu á húsa-
skipun á Grund ,.á fyrri hluta 19.
aldar og um daga Ólafs timbur-
meistara", og er sú lýsing í sjálfu
sér gagnleg, svo fáir sem þeir
standa nú eftir, gömlu bæirnir.
Síður kann ég að meta marg-
endurteknar tilvitnanir í kveð-
Innilegar þakkir til allra sem
glöddu mig méð heimsóknum,
gjöfum og skeytum á sjötugs-
afmæli mínu 12. marz. Sér-
staklega þakka ég forstjóra og
starfsfélögum í vélsmiðjunni
Héðni. Guð blessi ykkur öll.
Þorsteinn Þórðarson
frá Stakkhamri.
Hringbraut 115. R.
skap Ólafs og þaðan af síður
kveðskapinn sjálfan, sem séra
Benjamín tilfærir óspart; frá-
leitlega hefur það vísnastagl ver
ið ætlað til prentunar og lestrar
fyrir hvern mánn.
Torfbæirnir eru nú flestir
horfnir og gleymdir, en á vísum
frá fyrri tíð er enginn hörgull,
síður en svo, og varla bætandi á
þau kynstur lausavísna, sem
prentaðar eru á víð og dreif í
ótal ritum.
Vafasamt er líka, að minning
nokkurs manns sé sæmdarauki
að vísum eins og þeim, sem
Ólafur á Grund hefur kastað
fram, þær bera ekki annars
merki en hversdagslegrar fjölda-
framleiðslu, eða eins og séra
Benjamín arðar það: „vísnagerð
var heimilisiðnaður á Grund sem
börnin lærðu og tömdu sér næst
um því frá því þau fóru að
tala“. (Valdimar sálmaskáld var
sonur Ólafs timburmeistara).
Ég hef sagt hér í stuttu máli
kost og löst á þessum þáttum
séra Benjamíns, eins og þeir
koma mér fyrir sjónir. í formála
bókarinnar segist höfundur vona,
„að fleiri Eyfirðingabækur megi
á eftir koma,“ og finnst mér sak
laust að taka undir þau orð, þar
eð sæmilega er hér af stað farið.
Og vitaskuld hefur hver bók af
þessu tagi gildi fyrir sitt hérað
auk hins almenna gildis.
Um hlut útgefanda er það að
segja, að hann hefur vandað sitt
verk, eins og hans var von og
vísa.
Kápumynd í litum sýnir þekka
bygg’ð Eyjafjarðar á lognkyrru
sumarkvöldi.
Erlendur Jónsscn.
- HLJÖMPLÖTUR
Framhald af bls. 10
en einhvernveginn verður
þessi þáttur ökki ýkja minn-
isstæðuir.
Næstu 7 lög sjmgur Karla-
kórinin, flest al'kuinn verk sjs.
„Nú sefur jörðin sumargræn“,
„Litla skáld á grænni greiin“,
og „Ég lít í anda liðna tíð“,
en þar syngur einsöng Herdís
Jónsdóttir, sópran. Að lokuim
er svo „Sverriir koniunigur“ í
úteetninigu sönigstjárans. Söng
ur ikairlakórsins er yfirleitt
sléttur og feldur og honum
hæfir greánillega mýktin bet-
ur en krafturimn, enda velur
sönigstjóri verkeifm skv. þvi.
EJkki er óbrigðult að dæma
uim einstaika raddir af upp-
tökum, þar sem þá korna til
sögunmar tækni'leg atriði s. s.
staðsetn img hljóðmema, en af
þessari plötu mætti álykta að
temóraimir séu vei'kasti hlekk-
ur kórsins.
Er þá komið að þriðja
hluta, þætti Sunnuikórsins.
Þær synigja 8 lög þ. á. m.
„Kata litla í koti, Vor í dail,
Den farenda Svend, Sofnar
lóa, Nina Nana Ladisna“, lag
og texti eftir Sigurð Demeitz
Frainzson, seinast er avo Ave
Maria efti-r Schubert. Það er
auðheyrt, að kanurnar í
Sunmiukórnum hafa mikla
ánægju aif söng sínum, því
sönggleði fyriirfinmst í sér-
hverjum tón og þær hafa á
valdi sínu makkur blæbrigði
all't frá gázka og glettni til
Ijóðrænnar mýktar og ekki
fænrd en 5 einsöragvarar koma
fram með Herdísá Jónsdótur
í fanarbroddi. Þaranig er það
Sunnukórinn, sem mest legg-
uir að mörkum til heiðurs
Ragnari H. Ragnars.
Um undinleik sér Hjálmar
H. Ragnansson og er hann
nok'kuð 'hrjúfur í leik sínum.
Hljóðritun fór fram í Útvarp
inu en plötuhuilstrið, sem
teikraað er af Hafsiteinii Guð-
mundssyni, er uninið í Erag-
landi og er þar um snotrar
uimbúðir að ræða, sérstafclega
þó myndin af ísafirði, en
hana tók Mats Wibe Lund.
Haukur Ingibergsson.
Schannongs minnisvarðar
Biðjið um ókeypis verðskrá.
ö Farimagsgade 42
Köbenhavn ö.