Morgunblaðið - 16.03.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 196® 23 STEFÁN HALLDÓRSSOIU á slódum œskunnar TRAUSTI VALSSOl BÍTLARNIR VORU mikið í fréttunum árið 1968, enda gekk á ýmsu hjá þeim, bless- uðum. Þeir sendu frá sér nokkrar plötur, Apple-fyrir- tækið var sett á laggirnar, kvikmyndir voru gerðar, og þeir lögðu stund á heimspeki hjá Maharishi í Indlandi. Bítl arnir tróðu töluvert upp ein ir sér, t.d. kom John fram á hvíta tjaldinu í myndinni „How I Won The War“ og fékk góða dóma gagnrýnenda og ekki hlaut Ringó síðri gagnrýni fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Candy“. Allt þetta vakti að sjálf- sögðu mikla athygli, en þó tók út yfir allan þjófabálk, þegar John Lennon hóf að stíga í vænginn við eina jap- anska. Okkur mönnunum er víst þannig varið að finnast mun skemmtilegra að frétta um eitthvað ,,krassandi“, eins og t.d. ástleitni Johns held- ur en þurrar fregnir af hljóm plötuupptökum o.s.frv. Það yrði til að mynda góður blaða matur ef það fréttist, að Paul hefði tekið inn LSD fyr ir hádegi einhvern tiltekinn dag eða ef Ringó tæki allt í einu upp á því að henda trommum sínum út um glugg- ann heima hjá sér. Heims- byggðin stæði á öndinni. Sannleikurinn er nefnilega sá að á síðasta ári voru the Beatles allt of mikið i sviðs- ljósinu sem skeikular mann- verur, en þeim of lítið hamp- að fyrir óviðjafnan’lega tón- listarhæfileika sína. Aðalblaðafulltrúi þeirra fjórmenninga, Derek Taylor, hitti naglann svo sannarlega beint á hausinn, þegar hann sagði eftir að hafa lesið blaða grein nokkra, sem skýrði frá óskammfeilinni mynd af Paul McCartney á plötuumslagi 30-laga plötunnar: „Hjálpi mér Súsanna! Öl'l þessi lög, allt þetta strit, 30 lög og fólk hugsar ekki um annað en þessa tveggja þumlunga mynd.“ Og nú var Taylor karlinn reiður. Annars skipt ir sá maður sárasjaldan skapi a.m.k. var hann sallarólegur, þegar hann sagði okkur frá Apple-fyrirtækinu hinu fræga: „í byrjun reiddi Apple sig á þungt áhlaup á pop-músík- heiminn. Okkur fannst, að pop heimurinn væri búinn röng- um grundVallarreglum. Aðal markmiðið virtist að afla pen inga á sem skjótastan og auðveldasta hátt, burt séð frá því, hvort áhugi eða hæfi- leikar væru fyrir hendi. En Bítlarnir og fólkið, sem þeir söfnuðu í kring um sig, ætl- aði að skera á þessa mein- semd með stofnun Apple — reyna að nema burtu græðg- ina, sem hrjáir pop-heiminn. En það misheppnaðist — aðallega vegna þess, að Bítl- arnir höfðu sett sér markið of hátt. Þeir urðu fljótlega að draga seglin saman, svo að núna er Apple í raun- inni ekkert anniað en hljóm- plötu- og útgáfufyrirtæki. Við höfum lokað Apple-verz'l uninni, hætt að vinna við kvikmyndadeildina, framleitt stærstu tveggja laga plötu the Beatles að eilífu („Hey Jude“) og slegið í gegn með Mary Hopkin („Those Were Th Days“) og 30-laga plöt- unni („The Beatles“). Sem sagt, við höfum hjálpað sum- um og mistekizt að hjálpa öðrum. Þó er ekki hægt að segja, að Bítlarnir gefi, fjandakornið. Annaðhvort kaupir þú plöturnar og hlust- ar á þær eða ekki. Fólkið skuldar Bítlunum ekkert, og þeir sku’da því ekkert held- ur.“ Svo mörg vpru þau orð. Ef til vill var á ár- inu 1968 endir á hinni geysi- miklu hrifningu almennings á the Beatles. Það virðist sem almenningur dáist ekki leng ur að síðhæringum sem voru svo einstaklega geðþekkir vegna þess, að þeir gerðu aldrei neitt rangt. Núna þarf meira en lítið hugrekki til þess að vera aðdáandi fjór- menninganna heimsfrægu. Til að dást að þeim fyrir frábæra músíkhæfi'leika verður þú að vera í varnarstöðu hvers vegna John gerði þetta og Paul hitt. Það er e.t.v. ekki eins slæmt með þá George og Ringo. Mömmurnar og pabbarnir álíta, að George hljóti að vera „í lagi“, þar sem hann hefur rakað af sér yfirvaraskeggið, og Ringohef ur víst alltaf verið viðkunn- anlegur, ófríður drengur. Hann er einkennilegur heim urinn, sem við hrærumst í. Þegar tvöfalda Bítla-plat- an var send á markaðinn, kom engin gagnrýni frá mús ík-pressunni, sem mark var á takandi. Jafnvel þótt mörg laganna á þessum plötum eigi án efa eftir að vera sígild. Sni'lli Pauls og Johns sem lagahöfunda á ekkert skylt við mistök þeirra sem mann- legra vera. Andúð á fram- komu Johns og Yoko Ono á ekki að koma í veg fyrir, að fólk íhugi lag eins og „Happi ness Is A Warm Gun“. Að vera ósammála Paul í ein- hverju máli á ekki að hafa nein áhrif á fegurð laganna „Blackbird" eða „I Will“. En til allrar óhamingju er of mikið af fólki, sem held- ur það. 'J BOB DYLAN hefur lokið við gerð nýrrar hæggengrar hljómplötu, þeirrar fyrstu síðan „John Wesley Harding" var gefin út fyrir ári síðan. Hin nýja plata er væntan- leg á markaðinn innan mánað ar og kemur hún út samtím- is í Bretlandi og Ameríku. Upptakan fór fram í Nash- ville, Tennessee, og hefur plötunni enn ekki verið gef- ið nafn. Framleiðandi plötunnar, Bob Johnston, er nú í Lond- on, og er búizt við, að hann stjórni upptöku söngvarans Georgie Fame á nýju Dyl- an-lagi, sennilega af hinni nýju hæggengu p'lötu. ÞESSI glaðlegu ungmenni eru bandarískir háskólastúdent- ar og kalla þau sig „15 karata gull“, þó að á myndinni séu að- eins fjórtán. Þau eru frá Brig- ham Young háskóla í Utah-fylki og hafa nýlega lokið fjögurra vikna ferðalagi milli herstöðva á Baffinseyju, Nýfundnalandi, Noröaustur-Grænlandi og fs- landi. Hér á landi dvöldust þau í eina viku og höfðu nóg að gera við að skemmta varnarliðsmönn- um á Keflavíkurflugvelli og ís- lenzkum háskólastúdentum. En einnig gáfu þau sér tíma til að skemmta vistmönnum frá Kleppi og Arnarholti á samkomu, sem Tenglar stóðu fyrir. Skemmtiatr iðin voru margvísleg, mikið af söng og dansi ásamt viðeigandi hljóðfæraleik, en einnig sýndi einn piltanna töfrabrögð eða öllu heldur „galdra“ að okkar dómi. Er leitt að almenningur skuli ekki hafa fengið að sjá til þeirra, en þó er ekki loku fyrir það skotið að svo geti orðið ein hvern tíma, því a^ öll voru þau yf ir sig hrifin af íslandi og fslend- ingum og vildu gjarna fá tæki- færi til að koma hingað aftur síðar meir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.