Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1969
ekkert til að drekka í hús-
inu.
Hann elti hana inn og lokaði
dyrunum á eftir sér. Hún stik-
aði fram og aftur og reyndi að
, ÁLFTAMÝRI 7
Vblomahúsið
simi 83070
Opið alia daga öll kvöld og um
helgar.
Blómin, sem þér hafið ánægju af
að gefa, fáið þér í Blómahúsinu.
laga á sér þessa hlægilegu
skyrtu og leitaði að vindling-
um í handtöskunni sinni. Þegar
hún kom auga á sjálfa sig í
speglinum, sá hún, að færi hann
að hlægja, væri það að minnsta
kosti ekki nema eðlilegt. Hún
leit á hann, þegar hún fann
ekki eldspýtur. Hann stóð rétt
innan við dyrnar og nú var hann
fyrir alvöru farinn að hlægja.
Hún reif klútinn af höfðinu á
sér og lét hárið falla niður yfir
andlitið. Reiðitár blikuðu í aug-
um hennar. Hún sneri sér frá hon
um og þerraði þau á erminni.
Hláturinn þagnaði og hún
Cheerios
SÓLARGEISLI í HVERRI SKEIÐ
GENERAl^J MILLS
NATHAN & OLSEN HF.
fann hendur hans á öxlum sér.
Hún sneri sér við og leit fram-
an hann.
Hann lagði lófann á úfið höf-
uðið á henni og þrýsti því að
brjósti sér. Hún gat heyrt hjart
sláttinn í honum og fann ilm-
inn af tóbaki og trjákenndu ilm
efni og karlmanni. Hann hélt
henni fast en blíðlega og hvísl-
aði lágt í eyra henni:
— Lísa, Lísa mín. Hversvegna
ertu alltaf að st: eistast móti mér?
Veiztu kannski ekki, að það þýð
ir ekki nokkurn skapaðan hlut?
Hann lyfti höfði hennar og
kyssti hana fast á varirnar. Hún
brauzt um og hataði hann, en
svo allt í einu hataði hún hann
ekki lengur. Hún vildi láta hann
kúga sig og stjórna sér, en þó
umfram allt halda henni fastar
og halda henni þannig, áfram,
svo hún væri ekki lengur hún
57
sjálf. Hún vildi snerta örið á
honum, sem hún hafði einu sinni
slegið á, og snerta það með
vörunum.
Eftir langa stund lyfti hann
henni upp í fangi sér og lagði
hana á legubekkinn, en kraup
svo á hné við hliðina á henni.
Þá snerti hún andlitið á honum
og strauk með fingurgómunum
sterklega andlitsdrætti hans,
sléttaði úr djúpu hrukkurnar á
enni hans og gældi við örið
sem nú var svo nærri henni og
svo varnarlaust.
— Ég skil þetta ekki, sagði
hún, þegar hún loks gat komið
upp orði. — Bara ég gæti skilið
það. . . allan þennan tíma, án
þess a_ð segja eitt orð. . .
— Ég varð að vita vissu mína,
sagði hann. — Ég fór burt. . .
til Kanada til að koma öllu í
lag. . .og ráða ráðum mínum. Og
þegar ég kom aftur, þá var hann
Péter þarna.
— En þú hefur alltaf verið
að kvelja mig. . . sagðir aldrei
eitt einasta orð. . . og jafnvel
nú veit ég ekki einusinni huga
þinn til mín. . .
— Viltu raunverulega vita
hann? Mér finnst þú vera þver
úðarfull, þögul, taugaóstyrk og
ólæknandi hégómleg. Þú sérð
rafhlöður
fyrir
ÖH viðtæki
Heildsala- smásala
VILBERG &
ÞORSTEINN
Laugavegi 72 simi 10259
é'
>'-V
í*.
Sv
■>» ■-
.'Vfi
d
á
Þ
á
á
HUSBYGGJENDUR
SPARtÐ TIMBURKAUPJÍMA , FÉ OG FYR/tiHÖFN
JÖN LOFTSSON h/f hringbraut I2i,sími Jp600 s
7%
K'o;
' - A'
HLADIÐ HUSIÐ FLJÓ
MATSTEINI FHAMLE)
EITT BEZTA 00 ÓDfi)
HÖFUM EINNIG FLES
J
T OG OfíUGGLEGA
IDUM Úfí SEYÐISHÖ\L
lSTA BYGGINGAREF
P MATHELLUM EOA
ARAUDAMÖL.
SEM VÖL ER 'A.
TAR AÐRAR BYGGINGAaVÖRUR.
HA GKV£M!R GRt. ID5LU SKLÍMÁLÁR:
~Stvegum
VERZLIÐ
5 TAÐLAÐAR TEIKNINGAR. T£KNIÞJONUS TA
^AR SEM ÚRVALIÐ ER MEST OG KJÖRINBEZT.
u
v/ Kr: r< ->.s
z.* ■.
wm.
ekki skóginn fyrir eintómum
trjám — og ég vil fá þig eins
og þú ert. . . alltaf. Ég held
við ættum bara að gifta okkur.
Viltu það Lísa? Viltu það?
— Já, Blake. Vitanlega vil ég
það, sagði hún eins og stein-
hissa. — En þá er hann Símon.
Hvað verður um hann?
— Húrra fyrir Símoni. Þú yrð
ir hvort sem er ómöguleg án
hans. sagði Blake. — Hvernig
heldurðu, að hann mundi kunna
við sig í Kanada? Ég á þar kost
á fínni stöðu. Hætti alveg að
fljúga. Þetta er mikil staða sem
forstjóri fyrir stóru flugfélagi.
Hvernig lízt þér á það?
Nú heyrðist mikið „mjá“ utan
úr dyrum og Lísa leit skefld á
Blake.
— Nei, það þýðir ekkert. Mér
lízt ágætlega á það, en ég gæti
bara ekki farið, sagði hún.
— Hversvegna ekki?
— Það er hún Suki. Ég gæti
ekki yfirgefið hana aftur, sagði
hún og varirnar skulfu.
— Þess þarftu alls ekki. Sím-
on reiknar með Suki, sem ein-
um af fjölskyldunni, og það geri
ég líka. Auðvitað kemur hún
með okkur.
Hún teygði sig upp og kyssti
á örið, og vissi ekki, hvort hún
var að hlægja eða gráta.
— Úr því við erum að tala um
dýr, sagði hann og seildist eftir
einhverju í vasa sínum — Þá
bað hann vinur okkar frá
Nýja-Sjálandi mig að færa þér
þetta. í lófanum á honum var
litli björninn. — Hann sagði eitt
hvað á þá leið, að hann hefði
tekið hann til að nota við ein-
hver hátíðahöld, sem svo ekkert
varð úr. Hann sagði, að þú
mundir skilja það, og ég átti að
minna þig á, að þetta væri lukku
gripur.
Hún tók björninn og stakk
honum í töskuna sína, án þess
að segja neitt. Einhverntíma
skyldi hún skrifa Peter. Hann
var meiri maður en hún hafði
haldið hann vera.
Allt í einu reisti' Blake hana
upp á fæturna og með armana
hvort utan um armað, gengu þau
út í garðinn. Kötturinn malaði og
neri sér upp að fótum þeirra.
Allt var svo enikennilega þög-
ult og draumkennt. Blake leit
upp, eins og að gá til veðurs.
— Þetta er táknrænt, sagði
hann. Svona verður það alltaf
hjá okkur.
Augu hennar litu í sömu átt
og hann var að horfa í og gegn
um þoku ástar og sólskinsblíðu,
sá hún að himinninn var ótrú-
lega heiðblár og ekkert ský á
himni að sjá.
(Sögulok)
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl
Vertu mikið meðal fólks fyrri partinn, annars kann einhver mis- .
skilningur að verða. Farðu snemma í rúmið, morgundagurinn verður '
erfiður.
Nautið, 20. apríl — 20. maí
Þér reynist erfitt að meðtaka, að þeir, sem þú áleizt vini, eru ekki
of sólgnir í að liðsinna þér. Frændur og fjármunir eru oft andstæður.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní
Það, er tekið eftir öllum athöfnum þínum, svo að þú skalt njóta
athyglinnar, og skarta.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Reyndu að fara eitthvað út með ættingjana, svo að þú hafir eitt-
hvað afrekað að kvöldi.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst
Skapsmunir þínir reynast erfiðir, en það borgar sig að sitja á sér.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Einbeittu þér að því að slaka á taugunum, annars er hæjt við’ þvi,
að heilsufarið hraki.
Vogin, 23. sept. — 22. okt.
Haltu þér við einkamélin, og blandaðu þér ekki í illdeilur annarra.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv.
Það er réttara að láta aðra tala, en varast sjálfur alla sleggjudóma,
eða raup.
Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des.
Reyndu að nota afl þitt til góðs, en láttu fjölskylduna í friði.
Heppilegt að lagfæra eitthvað heima fyrir.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Látalæti eru lítilsverð. Talaðu út, þá er það frá. Snertu ekki spari-
fé þitt í dag, og neitaðu að ljá öðrum fé.
Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr.
Þér finnst stafa kulda frá fóliki. Einbeittu þér að fjölskldumálefnum,
og vertu heima.
Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz
Þótt þú sért illkvittinn, skaltu reyna að halda aftur af þér, því að
annars kanntu að sjá eftir því síðar. Það er ekkert, sem getur hjálpað
þér annað en að verða yfirsterkari ilium öflum.