Morgunblaðið - 16.03.1969, Síða 32
SUNNUDAGUR 16. MARZ 1969
AUGLYSINGAR
SÍMI 22*4*80
Hjá fiskimjölsverksmiSjunni að Kletti var stöðug löndun frá kl. 2 í fyrrinótt fram að hádegi í gær. Þar komu 10 bátar að
með samtals um 1550 tonn. Fylkir var með 130 tonn, Þorsteinn 220, Reykjaborg 100 tonn, Hafrún 80 tonn, Birtingur 100 tonn,
Vigri 130 tonn, Ólafur Magnússon 160 tonn, Súlan 200, Þórður Jónasson 230 og Gísli Árni 200 tonn. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.)
Þrír Islendingar á fund Hafbotns-
og landgrunnsnefndar SÞ.
Reynt að ná samkomulagi um eigna-
og yfirráðarétt hafbotnssvœðisins
FUNDUR Hafbotns- og land-
grunnsnefndar Sameinuðu þjóð-
anna sem kosinn var á allsherjar
þinginu nú fyrir jólin, er að hefj
ast um þessar mundir og mun
standa til 28. þ.m. 1 þessari nefnd
eiga sæti fulltrúar 42 ríkja, þar
af frá tveimur Norðurlandanna
— Noregi og Islandi. Fulltrúar
Islands í nefndinni eru: Hannes
Kjartansson, sendiherra, Gunnar
Schram, þjóðréttarfræðingur ut-
anrikisráðuneytisins og Haraldur
Kröyer, sendiráðsritari.
Nefndinni er ætla'ð að fást við
að setja alþjóðareglur um hafs-
botninn og landgrunnið, en þýð-
ing þessara svæða hefur mjög
vaxið eftir að farið var að vinna
alls kyns jarðefni — olíu og
Sáttofundur
í gær
SÁTTAFUNDUR hófst á ný í
kjaradeilunni kl. 14 í gær og var
honum ekki lokið, þegar Mbl. fór
í prentun í gær.
málma — af hafsbotninum. Er
áformað, að starf nefndarinnar
leiði til alþjóðasamnings um hafs
botninn.
Á fundi nefndarinnar nú verð
ur reynt að ákvarða, hversu
langt landgrunnið eigi að ná út,
og hvar hið alþjóðlega svæði er
Nokkrir með
góðan loðnuafla
LOÐNUBÁTARNIR voru að
veiðum í fyrrinótt út af Garð-
skaga og fengu nokkrir allgóð-
an afla. Aflahæst var Eldborgin,
en hún kom til Hafnarfjarðar
með 509 tonn.
Lítill afli barst til Vestmanna
eyja að þessu sinni. Þar lönduðu
aðeins tveir bátar samtals um
200 tonnum. Þrír bátar komu til
Hafnarfjarðar, Eldborg með 509
tonn, eins og fyrr segir, Héðinn
með 113 tonn, og hafði rifið nót-
ina, og Bjarrni kom einnig með
lítið magn, þar sem hann var
líka með rifna nót.
Átta bátar komu til Keflavíkur
með samtals 1378 tonn. Ólafur
Halldórsson var aflahæstur með
256 tonn, Jörundur 11 var með
214 tonn, Kristján Valgeir var
með 196 tonn og Haraldur AK
með 189 tonn. Tii Sandgerðis
komu fjórir loðnubátar með
samtails 372 lestir, og til Akra-
ness tveir bátar með um 400 tonn
— Óskar Magnússon ®g Höfrung
ur III.
Góð rækjuvertíð
Hólmavík, 15. marz.
ALLS hafa nú 340 lestir af
rækju borizt á land í Hólmavík
og Drangsnesi; 311 lestir til
Framhald á bls. 31
„Það var einhver að taka
myndir af okkur pabba"
— dularfull Ijós sjást frá Kópaskeri
„FREKAR gæti ég nú trúað,
að þarna hafi eitthvað jarð-
neskt verið á ferðinni en að
ég hafi séð eitthvert aðkomu-
geimfar“, sagði Ragnar Helga
son, símstöðvarstjóri á Kópa-
skeri, þegar hann skýrði
Morgunblaðinu i gær frá
dularfullu Jjósfyrirbrigði, sem
hann sá í tvígang; í fyrra-
kvöld og nóttina þar á undan.
Ragnari sagðist svo frá:
„Um tvöieytið í fyrrinótt
var ég staddur úti við og varð
litið til norðurs. Sé ég þá
koma bjart leiftur á Snartar-
staðanúp; svo bjart, að ég sá
núpinn alian sem um hábjart-
an dag. í sömu andránni
greini ég tvö Ijós rétt austan
við núpinn; annað var rauð-
leitt og hitt grænteitt, og
færðust þau til auaturs. Mér
virtust þau vera frekar lágt
á lofti og eftir skamma stund
hurfu þau á bak við Leir-
hafnarfjöll.
í fyrstu hugði ég þetta vera
fiugvél en féll svo frá þeirri
skoðun; hraðinn var e(kki
nægur og svo sá ég bæði
ljósin samtímis. Hugsa ég, að
þetta hafi verið einhver hlut-
ur með ljósi í báðum endum
en hvað þetta var, gat ég
ekki gert mér grein fyrir.
Svo aftur í gærkvöldi, laust
fyrir miðnætti, er ég aftur
staddur úrti við og 6 ára sonur
rninn með mér. Skyndilega
verður albjart í krinig um
okkur og virtist mér það
samskonar leiftur og ég sá
koma á Snartarstaðanúp nótt-
ina áður. Þá komum við báðir
auga á ljósin og voru þau nú
talsvert vestar og nær en
áður og eiginlega beint yfir
Kópaskeri, að því er mér
virtist. Að liðnum eittihvað
um tveimur mínútum kom
annað leiftur en síðan færð-
ust ljósin tvö til austurs og
hurfu.
Leiftrin minntu mjög á
„f)ash“-ljós og sagði sonur
minn, þegar við komum inn:
„Mamma, mamma. Það var
einhver að taka myndir af
okkur paibba".
Nokkrir unglingar, sem
voru á leið heim af akóla-
skemmtun sáu ljósin en urðu
leiftranna ekki varir.“
talið byrja. Reynt verður að ná
samkomulagi nú um meginregl-
ur varðandi eignarrétt og yfir-
ráð á hafábotninum, en sú skoð-
un á miklu fylgi að fagna, að
hann skuli teljast alþjóðlegt
svæði, sem Sameinuðu þjó'ðirnar
stjórnuðu, og gæti e.t.v. haft
einhverjar tekjur af, bæði til
eigin starfsemi og einnig til að-
stoðar þróunarlöndunum. Enn-
fremur verður rætt um hernað-
arlega hlið hafsibotnsins, þ.e. að
banna vopn á þessu svæði.
Nefndin hefur skipt með sér
verkum, og fjallar önnur undir-
nefndin um tæknileg- og efna-
hagsleg atriði hafsbotnsins, en
hin um hin lögfræðilegu atriði.
Falsarinn
enn í
Þýzka-
landi
AVlSANAFALSARINN, sem
komst úr landi fyrir nokkru, en
var handtekinn af Interpol í
Þýzkalandi, er enn á þýzkri
grund. Agnar Kl. Jónsson, ráðu-
neytisstjóri, skýrði Morgunblað-
inu frá því í gær, að öll skjöl í
málinu hefðu verið send til sendi
ráðsins í Bonn, sem annast samn
inga við þýzk yfirvöld um fram-
sal á manninum.
Sagði Agnar, a'ð alls konar
formsatriði þyrfti að taka með í
reikninginn í svona málum og
er reynslan sú, að þau taka frek
ar langan tíma en skamman.
Þingvnllnvegur
fær
LITLAR breytingar urðu á á-
standi vega í gær frá því á föstu
dag. Þó tókst að opna leiðina
fyrir Ólafsvíkurenni og enn-
fremur til Siglufjarðar strax í
fyrradag, og gert var ráð fyriir
að Þingvallavegur yrði fær um
miðjan dag í gær.
Ymsar húsmæður hafa nú gert tilraunir til að matreiða loðnu,
og hafa þeir, sem reynt hafaþennan mat, látið vel af. Mikil
loðna barst að í gær hér í Reykjavík, og hér sjáum við unga pilta,
sem kváðust vera að ná í soðið fyrir móður sína.
Rekstur Air Bahama
hefur gengið vel
— í höndum Loftleiða
FULLTRÚAR Loftleiða h.f.
komu heim í fyrrinótt frá fund-
um við fulltrúa Air Bahama.
Fundir þessir tóru fram í Frank
furt og sagði Sigurður Magnús-
son, blaðafulltrúi Loftleiða, Morg
unblaðinu, að rætt hefði verið
um ýms skipulagsatriði í sam-
bandi við reksturinn á flugleið
Air Babama en eins og kunnugt
er annast Loftleiðir nú þann
rekstur fyrir Aair Bahama.
Sagði Sigurð.jr, að sér væri
ekki kunnugt um annað en að
reksturinn hefði gengið vel síð-
an Loftleiðir tóku við honum en
um hugsanleg kaup Loftleiða á
Air Bahama vildi Sigurður ekk-
ert segja.
Auk Sigurðar tóku þátt _ í
Frankfurtviðræðunum þau ís-
laug Aðalsteinsdóttir, farskrár-
deildarstjóri, Martin Petersen,
sölustjóri, Fleming Holm, yfir-
maður endurskoðunardeildar og
Jóhannes Sölvason deildarstjóri.