Morgunblaðið - 19.03.1969, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1969
Ætla íslendingar að missa
af strætisvagninum?
Erfiðleikar á inngöngu í markaðsbanda-
lög aukast með hverju ári sem líður
— sagði Wilhelm Paues í Norrœna húsinu
f gcer á hátíðakvöldvöku Norrœnafél.
Hátíðakvöldvaka var í Norræna
húsinu í gærkvöldi vegna hálfr-
ar aldar afmælis Norrænu félag-
anna. Var þar ýmislegt til
skemmtunar. Kvartett Björns
Ólafssonar lék, Guðrún A. Sím-
onar, söng við undirleik Guðrún
ar Kristinsdóttur og Per Asplin,
hinn norski gamanleikari og
píanóieikari, skemmti. Avarp
fluttu Sigurður Bjarnason, for-
maður Norræna félagsins og Wil-
helm Paues, framkvæmdastjóri
Sambands sænskra iðnrekenda.
Forseti tslands, herra Kristján
Eldjárn og fleiri stórmenni sóttu
kvöldvökuna.
Sigurður Bjarnason flutti stutt
ávarp og sagði m.a. að íslending-
ar gætu ekki verið án norrænnar
samvinnu. Erindi flutti Wilhelm
Paues og sagði:
„Sérhver, sem eitthvað þekkir
til Norðurlanda, gerir sér ljóst,
að þau mynda traustari heild en
Efnahagsbandalagslöndin, menn-
ingarlega, efnahagslega, lögfræði
lega og þjóðfélagslega séð.
Fjögur Norðurlandanna eru
þegar meðlimir í EFTA og þau
geta selt iðnaðarframlei'ðslu sína
án tollmúra á stórum markaði
100 milljón neytenda. Áður en
EFTA var stofnað óttuðust marg-
ir iðnrekendur í Danmörku, Finn
landi og Noregi, að fríverzlunin
myndi verða mörgum fyrirtækj-
um að falli. Óttast var að mörg
norræn smáfyrirtæki yrðu undir
í samkeppni við ensk eða sænsk
iðnfyrirtæki. Enda þótt fiölmörg
fyrirtæki séu lögð ni’ður ár hvert
af ólíkum ástæðum, hafa starfs-
bræður mínir hvorki í Dan-
mörku, Finnlandi né Noregi get-
að nefnt mér eitt einasta dæmi
um að iðnfyrirtæki hafi neyðzt
til að hætta starfsemi sinni vegna
samkeppni á hinum Norðurlönd-
unum eða að því er ég veit bezt
vegna samkeppni frá Bretlandi,
Sviss eða Austurríki.
í staðinn hefur útflutningur
hinna Norðurlandanna á unnum
iðnaðarvörum til Svíþió'ðar auk-
izt gífurlega mikið. Á árunum
1960 til ’68 hefur heildarútflutn-
ingur þeirra að meðaltali rúm-
lega tvöfaldast og útflutningur
Finna á fullunnum iðnaðarvörum
til Svíþjóðar er nú í raun og
veru 10 sinnum meiri en 1960.
Hvers vegna vilja menn þá
stcxfna Nordek úr því að nú þegar
er fyrir hendi tollfrjáls norrænn
markaður innan EFTA. Að mínu
áliti er helzta ástæðan sú, að
EFTA-sáttmálinn er uppsegjan-
' 5,6 milljónir
til Bioirn
Framkvæmdanefnd Biafra-1
söfnunarinnar hafði í gær- ,
kvöldi fengið upplýsingar um '
5.6 milljónir króna, sem safn-
að var um helgina. Enn eiga |
10 söfnunarnefndir úti á landi,
eftir að gera skil og auk þess
margir sóknarprestar, svo að'
gera má ráð fyrir að upphæð-
in eigi eftir að hækka nokkuð.
Á höfuðborgarsvæðinu var '
safnað 3.1 milljónum króna ‘
og þegar er vitað um 2.2 millj- |
ónir, sem safnað var úti á i
landi. Ýmis sérframlög eru
nálægt 300 þúsundum króna ‘
og þar af afhenti einstakling- I
ur, sem ekki vill láta nafn |
síns getið framkvæmdanefnd-,
inni 100 þúsund krónur í gær
legur með eins árs fyrirvara.
Þetta veldur mikilli óvissu um
langtíma fjárfestingaráætlanir
iðnaðarins.
Mesta me'ðlimaríki EFTA hef-
ur að auki átt í miklum efnahags
erfiðleikum og aginn innan
bandalagsins hefur ekki verið
ýkja mikill. Samkvæmt gamalli
norrænni hefð held ég og að við
viljum hafa okkar eigin stofnun
innan EFTA, sem gerir strangari
krötfur til breytni meðlimanna.
Auk þess er þa'ð einn grundvall
arþáttur Nordek að við eflum
samstöðu okkar. Sjóðir þeir og
fjárfestingarbanki sá, sem lagt
er til að komið verði á fót, munu
auðvelda aðildarlöndunum að að-
laga alla þætti atvinnulífsins,
þeim kröfum, sem eru samfara
tækniframfö'rum.
Við hljótum að hafa í huga, að
Norðurlöndin mynda öfluga við-
skiptaheild og pólitíska, ef þau
standa í raun og veru saman.
T.d. keyptu Bandaríkin, sem hafa
200 milljón neytendur vörur að
upphæð 340 milljón dollara á
mánuði frá Efnahagsbandalags-
löndunum. Norðurlönd, sem hafa
21 milljón íbúa kaupa fyrir sem
svarar 304 milljónir dollara á
mánuði. í sameiningu ættum við
þannig að ná fram ívilnunum í
viðskiptum fyrir meðlimi Nord-
ek, en því getum við ekki náð
ef við stæðum einangraðir og
veikburða.
í öllum stjórnmálaumræðum
er rætt um þau mál, sem ósam-
komulag er um, enda þarf ekki
að eyða tíma i að ræða hluti,
sem samkomulag er um. Þeir sem
hafa aðeins getað fylgzt með um
ræðum um Nordek úr fjarlægð
hafa því kannski freistazt til að
halda, að ágreiningur ríki um
allt. í raun og veru er þessu
öfugt farið.
Ágreiningur rikir um það
hvort samvinnu skuli hagað þann
ig að um tollbandalag verði að
ræða, en til þess eru ýmsar ástæð
ur. í Danmörku og Noregi hafa
margir talið, að háskalegt geti
orðið utanríkisstefnu landanna,
að bindast hlutlausu landi, Sví-
þjóð í tollabandalagi. Aðrir eru
uggandi um að sameiginlegir toll
múrar leiði til þess að vernd sú,
sem vissar fullunnar vörur hafa
notið minnki, þegar tollar á viss
um hálfunnum iðnaðarvörum
hækka um lei’ð. Embættismenn
frá löndunum fjórum hafa hins
vegar náð samkomulagi um toll
skala fyrir 85% af tolleiningum,
sem samsvarar 75% af tollvarn-
ingi, sem Norðurlönd hafa keypt
af löndum utan EFTA. Útreikn-
ingar sýna að þessar breytingar
skipta litlu máli hverjar fyrir
sig, hvort sem litið er á kostnað
iðnfyrirtæakjanna eða neytend-
anna.
Hinir erfiðleikarnir eru í land
búnaðarmálum og sjávarúútvegi.
Óunnar landbúnaðarafurðir og
fiskur njóta ekki tollfríðinda inn
an EFTA. Spyrja má, hvort við
getum náð lengra á þessu sviði
í Nordek. En eins og nú er ástatt
eiga þau lönd, sem byggja af-
komu sína aðallega á útflutningi
landbúna'ðarafurða auk fisks
lenda í meiri erfiðleikum, en þau
ríki, sem aðallega flytja út iðn-
aðarvörur.
Að lokum er vert að hafa í
huga, að í öllum ríkjasamtökum,
þar sem stetfnt er að einingu, er
hætt við að tilhneigingar gæti í
þá átt að viðhalda óbreyttu
ástandi. Aðild nýrra ríkja leiðir
til þess, að breyta verður því
skipulagi, sem komizt hefur á til
þess að ólíkra hagsmuna sé gætt.
Þetta er ein mikilvægasta ástæð-
an fyrir því að nýjum ríkjum
er miklum erfiðleikum bundið að
komast inn í Efnahagsbandalag-
ið, enda mundi þá aukast fjöldi
fulltrúa í framkvæmdastjórninni,
ráðherranefndinni o. s. frv.
Vissra tilhneiginga í sömu átt
er farið að gæta í EFTA, en þó
er EFTA ekki orðið ein® ósveigj-
anlegt og Efnahagsbandalagið.
Þess vegna eru möguleikar að
semja við EFTA nú, en að mín-
um dómi verður það sífellt erfið
ara, eftir því sem lengra líður.
Til er sænskt máltæki, um
hættuna á því að „missa af bátn
um“. Þetta á sérstaklega við um
eyland."
Nýstofnoð
útgerðorfélag
kaupir bdt
Stykkishólmur 19. marz.
EINS og áður hefir verið getið
um, var í vetur stofnað hér Ut-
gerðarfélag Stykkishólms h.f.
með þátttöku hreppsins og bæj-
arbúa. Nú hefir nefnt félag keypt
hingað m.b. Guðbjörgu frá Sand-
gerði og kom hún hingað sl. föstu
dag og er gert ráð fyrir að hún
fari á veiðar næstu daga.
— Fréttaritari.
Gosdrykkjafram-
leiðsla stöðvuð
VECNA VATNSMENGUNAR
FBAMLEIÐSLUSTÖÐVUN hef-
ur verið hjá gosdrykkjaframleið
endum í Reykjavík vegna meng-
unar Gvendarbrunnavatnsins. Þó
mun vatnið í Gvendarbrunnum
hafa verið orðið sæmilegt í gær-
kvöldi, en ekki þótti unnt að
hefja framleiðsluna, fyrr en
vatnskerfi borgarinnar hafði
hreinsazt.
Mbl. ræddi í gær við Pétur
Björnsson, framkvæmdastjóra
verksmiðjunnar Vííilfell, sem
framleiðir Coca Cola. Hann sagði
að framleiðsla verksmiðjunnar
hefði stöðvazt um hádegi á föstu
dag, og síðan hefði ekkert verið
framleitt. Birgðir verksmiðjunn-
ar þraut í gær og varð þá ekki
annað eftirspurn.
Aðspurður um tjón af slíkri
framleiðslustöðvun sagði Pétur
að dagleg framleiðsla, svo að
anna ætti eftirspurn væri um
50.000 flöskur. Það hlyti því að
vera erfiðleikum bundið að missa
svo marga daga úr. Úrræðið yrði
svo að leggja nótt við dag og ná
um framleiðslutapinu.
Búizt var við að framleiðsla
gæti aftur hafizt í dag.
Hér sézt Nikita Krúsjeff ganga í gegnum mannþröngina til
kjörstaðar á laugardag.
„Hvaö get ég gert?
Éger á eftirlaunum"
I Krúsjeff kemur fram opinberlega —
'Harmar versnandi sambúð Kína og USSR
Moskvu 17. marz. AP.
Nikita Krjúsjeff, fyrrum for
sætisráðherra Sovétríkjanna,
kom fram opinberlega á
sunnudag, en harla er orðið
fátítt að hann sjáist á al-
mannafæri. Komu Krúsjeff og
Nína, kona hans, til kjörstað
ar, en á sunnudag voru sveitar
stjómarkosningar í Sovétríkj-
unum.
Fjöldi sovézkra og erlendra
blaðamanna var saman kom-
inn við kjörstaðinn, og varð
lögregla að ryðja hinum 75
ára gamla Krúsjeff og konu
hans braut í gegnum þröng-
ina. Einn fréttamaður kallaði:
„Komið þér sælir“. Krúsjeff
svaraði hógværlega: „Þakka
yður fyrir.“
Þá var hann spurður um
heilsu sína, og svaraði: „Eg
hef iþað ágætt“.
Er hann var að því spurður,
hvað hann aðhefðist um þess-
ar mundir, svaraði hann: „Ég
les. Ég fer í gönguferðir. Hvað
get ég gert? Ég er á eftirlaun
um.“
Hann virtist hikandi ög
fremur tregur til að svara
spurningum. Er hann gekk
inn til kjörstaðar var hanr
einnig spurður um álit hans
á núverandi sambúð Sovét-
ríkjanna og Kína. Nærstaddir
fréttamenn heyrðu ekki betur
en hann svaraði lágum rómi.
„Það er mjög hryggi'legt, að
svona skuli hafa farið.“
Enn er loðnu mokað upp
LOÐNUBATAR halda áfram að
koma drekkhlaðnir til Faxaflóa-
hafna og Vestmannaeyja og hafa
fiskimjölsverksmiðjurnar vart
undan.
Fimm bátar voru að landa í
Reykjavík seint í gærkvöld og
von var á fleiri bátum í nótt.
Var þróarrými á þrotum í Örfiris
ey, en nægilegt þróarrými var
við verksmiðjuna á Kletti. í fyrri
nótt komu 10 bátar til Reykjavík
ur með um 1800 lestir.
Þrír bátar lönduðu 590 lestum
á Akraneisi í fyrrinótt og í allan
gærdag biðu tveir bátar eftir
því að rýmkaðist í þrónum, svo
að þeir gætu landað.
Engin loðna hefur borizt til
Grindavíkur, en þar eru allar
prær fullar. í fyrrinótt bárust
þangað 605 lestir af bolfiski frá
55 bátum.
Einn bátur var að landa í
Keflavík í gærkvöld og var hann
með fullfermi, um 300 lestir. I
fyrrinótt lönduðu 5 bátar um
1000 lestum af loðnu í Keflavík.
Vestmannaeyjabátar veiða
loðnuna rétt vestan við Eini-
drang og voru þeir að koma að
í gærkvöld. í Vestmannaeyjum
er nægilegt þróarrými eins og
er, því að verksmiðjurnar náðu
dálitlu „forskoti" um helgina
meðan landlega var hjá bátun-
um. í fyrrinótt var um 2000 lest-
um landað í Vestmannaeyjum
og var loðnuaflinn þá orðinn um
43 þúsund lestir, eða helmingi
meiri en í fyrra. Eru hæstu Eyja
bátar komnir með um 4000 lestir
af lóðnu.
Þrír bátar voru að landa í Hafn
arfirði í gærkvöld, samtals nær
900 lestum og von var á fjórða
bátnum í nótt. Engin loðna barst
til Hafnarfjarðar í fyrrinótt.
Vorboðafundur
Sjálfstæðiskvennafélagið Vor-
boðinn í Hafnarfirði, heldur
fund í Sjálfstæðishúsinu í kvöld
kl. 20.30. Frú Alma Þórarinsson
læknir flytur erindi, sem hún
nefnir: Ferðasaga og rannsóknir.
Er fundarkonum frjálst að bera
fram fyrirspurnir að erindi
loknu.
Félagskonur eru hvattar til að
fjölmenna á fundinn og taka með
sér gesti.
Sjálfstæðiskvennafélagið Vor-
boðinn í Hafnarfirði heldur baz
ar í Sjálfstæðishúsinu laugardag
inn 22. marz kl. 4 eJi. A baz-
arnum verður margt góðra muna,
m.a. gómsætt kaffibrauð.
Félagskonur eru vinsamlega
beðnar að koma munum á baz-
arinn í Sjálfstæðishúsið eftir kl.
8 á föstudagskvöld.