Morgunblaðið - 19.03.1969, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19, MARZ 1969
BÍLALEIGANFALURhf
car rental service ©
22*0*22*
RAUÐARÁRST(G 31
BIUI
LEIGA
MAGIMÚSAR skiphooi21 «mar21190 •ftír lokun 40331
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími 14970
SKQLDABBÉF
ríkistryggð og fasteignatryggð ti!
sölu. Kaupendur og seljendur
hafið samband við okkur.
Fyrirgreiðsluskrifstofan
Fasteigna- og verðbréfasala
Austurstræti 14, sími 16223.
Þorleifur Guðmundsson
heima 12469.
AVERY
IÐNAÐARVOGIR.
Ólafur Gíslason & Co hf.,
Ingólfsstræti 1 A. Sími 18370.
TÖKUM AÐ OKK-
UR VEIZLUR
Fermingarveizlur,
brúðkaupsveizlur
og veizlur við öll tækifærí.
Höfum 40 manr.a sal.
Kaldur og heitiur matur.
Smurt brauð og snittur,
brauðtertur og kalt borð.
Sendum heim.
CAFÉTERIA
STRANDGATA 1 - HAFNARFIRÐI
SlMI 51810-52502
..........1 *
0 Skrúðgarðar
Finnur Árnason, garðyrkjumað
ur, skrifar eftifarandi hugvekju
til athugnar fyrir skrúðgarða-
eigendur:
„Nú, þegar vetur fer að stytt-
ast og vorið að nálgast, er full
ástaeða til að minná trjágarðaeig
endur hér í borg og víðar á, að
dvalartími trjágróðurs er sá tími
sem bezt hentar til að gresja
og laga hann til og þó ekki sízt
til að reyna að lækna sjúkdóma,
sem á hann sækir Þá vil ég
einnig benda lóðareigendum, sem
þurfa á aðstoð fagmanna að
halda, á, að þetta er einmitt
sá tími, sem þeir helzt geta sinnt
þessum störfum.
Ég ætla ekki að gefa hér neina
algilda reglu um, hvernig klippa
skuli trjágróður, enda eru ýmsar
bækur til um það, en samlægjur,
innlægjur, þverlægjur og krosslægj
ur þurfa að hverfa ásamt kali
og hveskyns dauða.
0 Sjúkdómar
Víða standa heilir og hálfir
stofnar af reyniviðartrjám dauð-
ir eða helsjúkir af reyniviðar-
átu, sem herjar sérlega á reyni-
við, en skyldir sveppir gera
skemmdir á ribsi, álmi, hlyni
og gullregni. Sveppur þessi er
smitandi og sýkja því sýktu trén
út frá sér í stórum stíl. Og ef
ekkert er gert til þess að lækna
þeiman vágest má búast við að
fjöldi reyniviðartrjáa verði sýk-
inni að bráð.
Víðá kemUr fram hjá fólki sá
misskilningur að úðun að sumri
til gegn maðki og lús sé einnig
vörn gegn átusveppum, svo er alls
ekki. Eina örugga ráðið til að
lækna þessa sýki, er að skera
fyrir rætur sveppsins í vefjum
Vil kaupa
nýlegan fólksbíl, helzt af stationgerð.
Sírai 51001.
CHLORIDE RAFGEYMAR
KÆfírossrwtftf o ■ AIH Wff • YvHSfív • vftfeMfGfr •
JlV
Scl irtbe —
HÍNÍR VÍÐURKENDU RAFGEYMAR ERU FÁANLEGÍR i ÖLLUM KAUPFELÖGUM OG • ••
BIFREIÐAVORUVERZLUNUM.
trjánna, hreinsa sárið vel upp og
bera í það Kankerdood eða kol-
tjöru. Mikla aðgæzlu þarf til þess
að sjá átusveppina á sumum
trjám. Fer það eftir litarhætti
barkarins, en nái sveppurinn að
éta vefina hringinn á stofni eða
grein, er allt dautt, sem ofan
við er.
0 Berjarunnar
Víða sést ribs, sólber og fleiri
runnar óklipptir árum saman,
eins þéttir og frekast getur verið
og mikið af þeim algerlega ónýt-
ir, öllum til vansæmdar og leið-
inda. Berjarunna þarf að gresja
á tveggja ára fresti, og engin
grein á að vera eldri en 6 til
8 ára gömul. Það þarf að gefa
þeim nægan áburð og jarðveg
til að lifa I, þá geta þeir gefið
rikulegan ávöxt og verið tilprýði
hvar sem er.
0 Limgirðingar
Ekki er langt síðan farið var
að planta hér limgirðingum al-
mennt umhverfis lóðir og á milli
lóða. En síðan byrjað var á því
hefur útlit borgarinnar frikkað
stórlega, þótt meira mætti að því
gera. En limgirðingar þarf að
klippa reglulega ef þær eiga að
vera til prýði. Þær eru venju-
lega klipptar seinni hluta vetr-
ar og tvisvar yfir sumartímann.
Sé það ekki gert verða þær gisn-
ar að neðan og gefa ekki það
skjól, sem þær a-nnars gætu gert.
0 Umferðartruflun
af völdum gróðurs
Víða athuga eigendur lóða og
garða það efcki sem skyldi, að ef
tré þeirra og runnar vaxa út
yfir gangstíga og vegi, getur það
hindrað eðlilega umferð og auk-
ið stórlega á slysahættu. Því vil
ég brýna það fyrir lóðareigend-
um að athuga vel, hvort gróð-
ur þeirra vaxi ekki út yfir gang
stiga þá, sem næstir liggja — og
ef svo er að kUppa aUt það,
sem út fyrir lóðina vex í seil-
ingarhæð. Ekki er leyfilegt að
hindra umferð um almenna gang
stíga, hvorki með gróðri né öðru.
0 Áburður
AUt, sem anda dregur þarf nær
ingu, og þá ekki sízt trjágróð-
urinn, því svo bezt þrífst hann,
að hann hafi nóg að bíta og
brenna. Ég vil því benda garð-
eigendum á að vetrartíminn er
(heppilegur tU að bera áburð
að trjágróðri og á grasfleti, ef
allt á að dafna vel og verða
eigendum til gleði og sóma.
0 Að lokum
Garðeigendur, þessir punktar,
sem ég hef nú nefnt um vetrar-
störf 1 skrúðgörðum, mega ekki
gleymast. Vinna þarf þau vel og
af fullri samvizkusemi.
. Einnig er vert að minnast þess
að ísland er að verða ferðamanna
land og flestir ferðamennirnir
koma fyrst hi-ngað til Reykja-
víkur. Við megum einnig reikna
með að i þeim stóra hópi sé mik-
ið af fólki, sem ann gróðri og
sjái vel hvernig honum líður, og
hvernig aðbúnaður hans er. Við
megum því alls ekki láta blasa
við gestum okkar sveltandi, sjúk
an og illa hirtan gróður. Það er
borgarbúum til vansæmdar.
Finnur Árnason.“
Trésmíðavélor óskost
Trésmíðavélar óskast til kaups. Allar stærðir og gerðir koma
til greina.
Vinsamlega sendið tilboð sem greinir tegund, aldur og verð
til Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „6176".
Starf kirkjuvarðar
við Dómkirkjuna er laust til umsóknar.
Umsóknafrestur til 1. apríl næstkomandi.
Upplýsingar um starfið veitir formaður sóknarnefndar þriðju-
daga og föstudaga kl. 18—19 í kirkjunni, skrúðhúsi.
SÓKNARNEFND.
Félagsheimili Heimdallar verður opið fimmtudagskvöld kl. 20,00.
Sýndar verða 2 bandariskar úrvalskivkmyndir.
Heimdallarfélagar eru hvattir til þess að tita irtn.
FÉLAGSHEIMILISNEFND.
%