Morgunblaðið - 19.03.1969, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1969
í hlutverki Isadoru Duncan
Ekki leikur, heldur
hrífandi listsköpun
— Vanessa Redgrave í hlutverki dans-
meyjarinnar Isadoru
VANESSA Redgrave er ein
þeirra leikkver.aa, sem kemur
mjög til greina v.ð úthlutun Osc
arsverðlaunanna í næsta mán-
uði, fyrir hlutv<-rk dansmeyjar-
innar nafntoguðu Isadoru Dun-
can í samnefndri kvikmynd. Sýn
ingar á Isadoru e; u nýskeð hafn
ar og gagnrýnendur lofa Van-
essu mjög. Eirm sagði: „Þetta
er ekki leikur, heldur hrífandi
listsköþun". Annar segir að í
þessari mynd koxist Vanessa Red
grave, fyrst allra leikkvenna i
hálfkvisti við Gretu Garbo.
Vanessa Redgrave hefur unn-
ið hvern leiksigurinn öðrum
meiri á síðusta árum og er
skemmst að minnast. að hún var
talin verðskulda Oscarsverðlaun
á síðasta ári fyrir leik í
Blow-up. Hún hefur beitt sér i
ýmsum málum öðrum, hag veiki-
aðra barna ber hún mjög fyrir
brjósti og hefur á prjónunum að
byggja barnahsimili fyrir slík
börn. Afstaða listakonunnar til
styrjaldarinnar i Vietnam hefur
vakið umtal og eftirtekt: Hún
kveðst fordæma styrjöldina og
tekur þátt í mótrr.ælagöngum til
að leggja áherzlu á þetta við-
horf: þó fylgir hún Ho Chi
Minh ákaft að máium.
Um hlutverk sitt sem Isadora
hefur hún sagt: „Við erum ólík-
ar um flest — bins vegar fann
ég ótvírætt tii skyldleika við
hana, meðan ég lék hlutverk-
ið. Og mér geðjast hún einkar
vel.“
Vanessa Redgrave var gift
brezka leikstjóranum Tony Ric-
hardson og þau tiga tvær dætur.
Þegar hún er akki á fleygiferð
um heiminn vegna leikstarfa
býr hún í notalegu húsi í Hamm-
ersmith og hefur þar í garðin-
um hænur og slangur af frosk-
um. I setustofunni eru tvö verk
eftir Chagall, stór mynd af Mao
formanni og bækur, þ.á.m. „The
Life of Lenin“.
Vanessa Redg t ave.
Hún segir: „Ég er þeirrar skoð
unar, að hver maður verði að
fá að ráða lífi sínu sjálfur, að
svo miklu leyti sem slíkt er fram
kvæmanlegt. Ég var óstýrilát sem
barn og braut heilann um, hvers
vegna öll þessi boð og bönn
væru sett — þau virtust raunar
til þess eins að brjóta þau.
Leikarar hafa sjaldan tækifæri
til að lifa venjuiegu lífi — enda
myndu þeir sjálfsagt sálast úr
leiðindum ef þeir væru tilneydd
ir að taka upp háttu venjulegs
fólks. Ég hef adtaf haft óseðj-
andi áhuga á fóiki, ég hef reynt
að kynnast því og komast að
vandamálum þess og þeim rang-
indum, sem það er iðulega beitt.
Ég brenn bókstaflega í skinn-
inu: mig langar svo til að gera
heiminn betri og öruggari. Ein
get ég engu komið til leiðar, einm
itt þess vegna langar rnig að
kynnast sem flestum og heyra
skoðanir þeirra. Kannski við get
um saman komið einhverju góðu
til leiðar.
Bezta leikrit, sem hann
hefur skrifað
— segja gagnrýnendur í London um
„The Price" eftir Arthur Miller
SÝNINGUM á „The Price'
nýjasta leikriti Arthurs Miller
er lokið á Broadway. Þar var
leikurinn sýndur í heilt ár. Dóm
ar bandarískra gagnrýnenda um
leikinn voru að mestum hluta
neikvæðir og þeir hrifust lítt af
framlagi Millers. Sú hefur oftar
orðið raunin, að Miller hefur
orðið að leita ú; fyrir landstein-
ana til að hljo*:H lof og dýrð.
Hann segir: „Lengst af hef ég
verið rakkaður niður í heima-
landi mínu. Ég núnnist þess naum
ast að hafa séð þar lofsamlegan
dóm um það, sem ég hef sent
frá mér. En ég hef staðið þessar
hryðjur af mér. Og leikhúsgest
ir hafa sótt leikrit mín, hvað
sem allri gagnrýni hefur liðið.“
„The Price“ hc-fur verið tekið
til sýninga í Leningrad, Istan-
bul og Tókíó og > flestum stærri
borgum þar á milli. Fyrir fáein-
um dögum var það frumsýnt í
leikrit sem Miller hefur skrifað,
síðan hann skrifaði „Sölumaður
deyr“ og það ber eins og gull
af eiri af þeim fjölda banda-
rískra leikrita, sem þar hefur
verið ungað út á síðustu árum
og hafa verið að sliga evrópsk
leikhús.
Leikritið er þungt og nokkuð
tormelt við fyrstu sýn — en það
er ekki galli, nema síður sé. Burt
séð frá einni mjög spaugilegri
persónu verður að telja það býsna
húmorlaust. En það er máttugt,
áhrifamikið og traust. Verk sem
þannig er byggt á víst ekki
upp á pallborðið hjá banda-
rískum gagnrýnendum um þess
ar mundir. Sama er að segja um
efni þess. Tveir bræður hittast
í fyrsta skipti í sextán ár, til
að ganga frá söiu á húsmunum
og ýmsum eignum foreldra sinna.
Aldraður Gyðingur hefur verið
kvaddur á vettvang og verðlegg
inn skurðlæknir. Victor varð um
kyrrt og annaðist ellihruman föð
ur þeirra. Hann gerðist síðar lög
reglumaður og honum finnst líf
ið hafa brugðist sér.
En Walter sýnir honum fram
á, að hin raunverulegu svik
þeirra allra hafi verið, að þá
bras* kjark. Það var ekki for-
tíðin, sem brást þeim, heldur þeir
sem brugðust framtíðinni".
Ýmsir hafa þótzt kenna áhrif
Ibsens í „The Price“ og Bryden
segir: „í anda Ibsens er það að
nokkru leyti. En hjá Ibsen
stjórnuðu húsgögnin lífi persón
anna. í leik Millers hafa hús-
gögnin verið tekín á brott: líf
persónanna er jafn eyðilegt og
sviðið á Becket’eikritum. Þetta
er verðið ,sem þeir hafa orðið
að gjalda fyrir að þverskallast
við að fylgjast með þróuninni
og sögunni: tómleiki hins full-
komna frelsis".
Og leikiistargagnrýnandi Sun
day Times, Harjld Hobson segir
í niðurlagi dóms síns:
„The Price“ er fagurlega og
fagmannlega uppbyggt: atburða
rás þess er samfelld og orða-
skipii og deilur bræðranna end-
urspegla vafningalaust og án
tilgerðar, þá þjáningu sem nag
ar báða, sitt með hvoru móti og
sýnir hræsnina sem þeir hafa
AiilUr á leiksv ðinu í Dukes Theatre, en þar standa yfir sýningar á The Price um þessar mundir
London og París og verður inn-
an tíðar .ýnt í Varsjá. Vert er að
geta þess, að Þjcðleikhúsið hef-
ur tryggt sér sýnb.garrétt á leikn
um og mun taka hann til sýn-
ingar annað hvort í vor eða á
næsta leikári.
í London kveður við annan
tón hjá gangrynendum en í
Bandaríkjunum og eru umsagnir
lofsamlegar og raunar hástemmd
ar. Leiklistargagnrýnandi Obser
ver, Ronald Bryden, segir m.a.:
„Bandaríska Pulitzernefndin
hefur oft orðið fræg að endem-
um, en á síðasta ári keyrði þö
um þverbak, þegar því var lýst
yfir að ekkert nýtt bandarískt
leikrit væri verðlaunahæft. Vitan
lega var þarna sneitt að leik-
riti Millers. I þessu fór nefnd-
in að ráðum meirihluta banda-
rískra leikhúsgagnrýnenda, sem
sögðu leikinn fráleitt skírskota
til nokkurs manns, og létu það
fylgja að leikritið gæti allt eins
hafa verið skrifað fyrir tíu, tutt.
ugu eða þrjátíu ái um.“
„Ég tel þá hafa alrangt
fyrir sér,“ heldur Bryden áfram
„Mér finnst það ekki orka tví-
mælis að „The Price“ er bezta
LIST
ERLENDIS
ur munina — og mjög lágt. Hann
telur gripina einikis virði.
Húsmunirnir eru tákn fortíð-
arinnar og þeirrar byrðar, sem
hún leggur á nútíðina. Áður en
þeir geta slitið tengslin við for-
tíðina verða þeir að komast að
niðurstöðu um liðna tímann og
hvaða þýðingu hann hefur haft
fyrir þá. Annar bróðirinn Walt
er, hafði hleypt heimdraganum,
skömmu áður en kreppan mikla
skall á, og er nú virtur og met-
íklæðzt fyrir hugleysis sakir.
Arthur Miller skrifar eins og
örlaganornirnar sitji um hvert
hans fótmál. Leikrit hans
dynur á okkur eins og mögn-
uð særingarþula. Og það sem ger
ir Miller ólíkan llestum nútíma-
leikritahöfundum er að hann
skellir ekki skuldinni á þjóðfé-
lagið ef einstaklingnum mistekst.
Hann skellir skuldinni á — eða
réttara sagt — inn í manninn
sjálfan.
Skrautlegir auglýsingapésar
— en ekki listaverkabækur
BREZKI myndhöggvarinn
Henry Moore varð sjötugur á
síðasta ári. Hann stendur næst
Picasso, að margra dómi, að frægð
og frama núlifandi listamanna. í
tilefni sjötugsafmælisins komu út
á Englandi ekki færri en þrjár
bækur, þar se.m listamanninum
og verkum hans eru gerð nokkur
skil. Þessar bækur hafa fengið
misjafna dóma, þykir uppsetn-
ing þeirra minna meira á auglýs-
ingabækling en alvarlega við-
leitni til að fá sem skýrasta
mynd af Moore og afrekum hans.
Bók David Sylvester, sem var
um skeið einkaritari listamanns-
Ins þykir sýnu merkust og birt-
ast hér með 'vær myndir úr bók
hans, svo og myndir af Moore
við sköpun á nýjasta verki sínu.
Henry Moore í vinnustofu sinni.