Morgunblaðið - 19.03.1969, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. MARZ 1909
11
MMUÍm
Ráöstöfunarfé aflatrygg-
ingarsjóðs 110 millj. 1969
RfKISSTJÓRNIN lagði í gær
fram á Alþingi frumvarp til breyt
ingar á lögum um aflatrygging-
arsjóð sjávarútvegsins. Er frum-
varpið tvíþætt. Annars vegar
fjallað um tekjur aflatryggingar
sjóðs og hins vegar þær kvaðir
sem sjóðurinn tekur á sig vegna
samninga sjómanna og útvegs-
manna frá í febrúar sl.
í greinargerð frumvarpsins seg
ir m.a.:
Gengisbreytingin í nóvember
á sl. ári veldur því, að tekjur
aflatryggingasjóðs sjávarútvegs-
ins af útflutningsgjaldi munu auk
ast um 26 millj. kr. á árinu 1969,
og er þá lögð til grundvallar út-
flutningsspá Efnahagsstofnunar-
innar fyrir það ár. Miðað við ó-
breytt ákvæði laga um sjóðinn,
þar sem framlag ríkissjóðs er
helmingur á móti útflutnings-
gjaídi, hefði framlag ríkissjóðs
þurft að hækka um 20 millj. kr.
bæði vegna krónuhækkunar út-
flutningsgjaldsins af völdum
gengisbreytingarinar, og hlut-
fallslegrar hækkunar framlags-
ins, en með lögum frá sl. vetri
um ráðstafanir til lækkunar rík
isútgjalda var ákveðið, að fram-
lag ríkissjóðs skyldi vera þriðj-
ungur á móti útflutningsgjaldi á
því ári.
f fjárlögum ársins 1969 er mið-
að við, að framlag ríkissjóðs
verði óbreytt í krónum frá fjár-
lögum 1968, en það svarar því
sem næst til þess, að mótframlag
ríkissjóðs sé einn fjórði hluti út-
flutningsgjaldsins, eins og lagt
er til með frumvarpi þessu. Með
tilliti til áhrifa gengisbretyingar-
innar á fjárhag sjóðsins svo og
annarra ráðstafana, sem jafn-
framt hafa verið gerðar til að
skapa sjávarútvegi traustan grund
völl, ætti þörf aflatryggingarsjóðs
fyrir fjárframlög úr ríkissjóði
raunar að minnka, enda þótt
frumvarpið geri ekki ráð fyrir
skerðingu framlags ríkissjóðs frá
því sem var í fjárlögum 1968,
eins og fyrr segir.
Samkvæmt lagafrumvarpi
þessu yrði ráðstöfunarfé afla-
tryggingasjóðs 110 millj.,kr. á ár
inu 1969. Má til samanburðar
geta þess, að bætur sjóðsins
vegna ársins 1965 voru 46 millj.
kr., vegna 1966 50 millj. kr.
vegna 1967 120 millj. kr. og
greiddar höfðu verið 69 millj.
kr. vegna ársins 1968 um sl. ára-
mót. Frá sjónarmiði aflatrygg-
ingasjóðs virðist spá Efnahags-
stofnunarinnar um aflamagn á
árinu 1969 nokkru hagstæðari en
aflamagn reyndist árið 1967, þeg
ar bótagreiðslur sjóðsins urðu
hvað mestar. Á þeim grundvelli
má álykta, að umræddar 110
millj., sem yrðu til ráðstöfunar
árið 1969 samkvæmt framan-
greindum forsendum ættu að
nægja til þess áð sjóðurinn geti
starfað eftir óbreyttum reglum,
þrátt fyrir þá lagabreytingu, sem
frumvarpið felur í sér.
f samningum þeim, sem gerð-
ir voru í febrúar sl. milli sjó-
manna á bátaflotanum og útvegs
manna, og í miðlunartillögum,
er sáttasemjari ríkisins lagði
fram til lausnar kjaradeilu út-
vegsmanna og yfirmanna á báta-
flotanum þann 12. febrúar 1969
og lögfestar voru þann 18. febrú
ar 1969, fólst fyrir atbeina rík-
isstjórnarinnar, eftirfarandi:
Aflatryggingasjóður greiði
hluta af fæðiskostnaði lögskrán-
ingarskyldra sjómanna á fiski-
bátum, þannig, að til báta 151
brúttólest og stærri verði greidd
ar 100 krónur vegna hvers áhafn
armanns á úthaldsdag, en til báta
undir 151 brúttólest að stærð
verði þessi greiðsla 85 krónur á
út'haldsdag og áhafnarmann.
Ákvörðun úthaldsdagafjölda og
áhafnarstærðar fer eftir almenn-
um reglum sjóðsins.
Björn Þorsteinsson
hraðskákmeistari
Reykjavíkur
í GÆR tefldu 63 skákmenn um
hraðskákmeistaratitil Reykjavík-
ur 1969. Úrslit urðu þau, að
Björn Þorsteinsson hreppti tit-
ilinn með 15 og Vz vinning úr
18 tefldum skákum. Annar varð
Ingvar Ásmundsson með 14 og
% vinning og í þriðja sæti Guð-
mundur Sigurjónsson með 14
vinninga.
Lánveitingar
Fiskveiðasjóðs
tcepar 1000 milljónir s.l. 4 ár
I GÆR var lagt fram á Alþingi
stiórnarfrumvarp um breytingu
á lögum um Fiskveiðisjóð fs-
lands. Er tilgangur frumvarpsins
skýrður í greinargerð þess, en
þar segir:
Með lögum nr. 5/1968 um ráð-
stafanir til lækkunar ríkisút-
gjalda var ákveðið að fella niður
beint framlag úr ríkissjóði til
Fiskveiðasjóðs á því ári. Þetta
var talið unnt með tilliti til þess,
að með lögum nr. 58/1968 um
stofnfjársjóð fiskiskipa var
ákveðið að verja 124 millj. kr.
Þingmál í gær
TVÖ stjórnarfrumvörp voru tek-
in til fyrstu umræðu í efri deild
Alþingis í gær. Voru það frum-
vörpin um ættleiðingu og stofn-
un og slit hjúskapar. Dómsmála-
ráðherra, Jóhann Hafstein, mælti
fyrir báðum frumvörpunum,
sem síðan voru afgreidd til 2.
umræðu og nefndar.
f neðri deild mælti Birgir
Finnsson fyrir áliti sjávarútvegs-
nefndar deildarinnar um frum-
varp um siglingarlög. Var frum-
varpið afgreitt til 3. umræðú.
Ráðstafanir vegna flutninga
síldar af fjarlægum miðum, var
tekið til 3. umræðu í neðri-deild.
Var frumvarpið samþykkt og vís
að til efri deildar aftur, þar sem
neðri deild hafði gert á því
nokkra breytingu.
Tillaga til þingsályktunar um
kalrannsóknir á Akureyri kom
til umræðu. Mælti 1. flutnings-
maður tillögunnar, Jónas Jóns-
son, fyrir henni, en auk hans tók
Jónas Pétursson þátt i umræð-
unni.
NÝ MÁL
Björn Fr. Björnsson og Stein-
þór Gestsson flytja frumvarp um
heimild fyrir hreppsnefndina í
Kirkjubæjarhreppi í Vestur-
Skaftafellssýslu til að selja jörð-
ina Þykkvabæ í Landbroti.
Ingvar Gíslason og Sigurvin
Einarsson flytja tjllögu til þings-
ályktunar um rannsóknarstofnun
í áfengismálum.
Þá voru lagðar fram eftirtald-
ar fyrirspurnir: Til menntamála-
ráðherra varðandi útbreiðslu
sjónvarps frá Jónasi Jónssyni. Til
menntamálaráðherra um félags-
heimilasjóð frá Jónasi Árnasyni
og Lúðvík Jósefssyni. Til ríkis-
stjórnarinnar um framkvæmd á
lögum nr. 83 1967 frá Skúla Guð-
mundssyni. Til menntcimálaráð-
herra um mál heyrnleysingja frá
Geir Gunnarssyni og til land-
búnaðarráðherra um fjárfram-
lög vegna landgræðslu sjálfboða
liða frá Jónasi Árnasyni.
úr ríkissjóði sem stofnfjárfram-
lag til sjóðsins, en slíkt hefði að
öðru óbreyttu átt að bæta mjög
innheimtuaðitöðu Fiskveiðasjóðs
og minnka fjárþörf sjóðsins að
öðru leyti. Eins og kunnugt er,
breyttust aðrar forsendur um af-
komu sjávarútvegsins á árinu
1968 hins vegar mjög verulega,
og hefur það leitt til þess að
grípa hefur orðið til nýrra efna-
hagsráðstafana til að styrkja
grundvöll sjávarútvegsins. Liður
í þeim ráðstöfunum er að efla
fjárhag stofnfjársjóðs fiskiskipa,
samanber lög um ráðstafanir í
sjávarútvegi vegna breytingar
gengis íslenzkrar krónu. Af þess-
um ástæðum og vegna annarra
ráðstafana, sem gerðar hafa ver-
ið til að skapa sjávarútvegi
traustari afkomugrundvöll, var
ákveðið að fella niður fjárveit-
ingu til Fiskveiðasjóðs íslands í
fjárlögum ársins 1969, og er
þetta frumvarp Iagt fram í sam-
ræmi við þá ráðstöfun.
Auk framangreindra ráðstaf-
ana til styrktar sjávarútvegi,
sem óbeint koma Fiskveiðasjóði
til góða, veldur gengisbreytingin
verulegri hækkun á útflutnings-
gjaldi, sern er mikilvægur tekju-
stofn sjóðsins. Er talið, að. miðað
við útflutningsspá Efnahagsstofn
unarinnar fyrir árið 1969 muni
tekjur Fiskveiðasjóðs af útflutn-
ingsgjaldi aukast um 16.5 millj
kr. á því ári frá þvi sem ella
hefði orðið.
Lánveitingar sjóðsins hafa ver-
ið sem hér segir frá árinu 1985
1968 375,5 millj. kr.
1967 231,5 — —
1966 201,7 — —
1965 157,5 — —
í tölu ársins 1968 er innifalið
124 millj. kr. riki«sjóðsframlág
vegna Stofnfjársjóðs fiskiskipa.
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó
THE APPALOOSA
Amerísk mynd
Leikstjóri: Sidney Furie
Meðal leikenda:
Marlon Brando
. Anjanetta Comer
John Saxon
Kunningi minn vakti athygli
mína á því á dögunum, að „klám
myndir“ (Guð fyrirgefi honum
talsmátann), virtust sýnu sjald-
séðari í kvikmyndahúsunum nú
um skeið en oft áður. Það er víst
rétt hjá manninum, að ekki hafi
verið sýndar mjög margar „djarf
ar“ myndir í vetur, hvað, sem
valda kann. Maður þessi benti
einnig á, að sér þætti þetta þeim
mun einkennilegra, sem sjónvarp
ið stæði lakar að vígi en kvik-
myndahúsin að þessu leyti, ekki
þætti tilhlýðilegt að sýna ámóta
dirfsku í þessu efni í heimahús-
um og í kvikmyndahúsunum.
En þá er annað, sem þessi
kunningi minn athugar ekki, og
það er, að við tiíkomu sjónvarps-
ins, þá hefur meðalaldur kvik-
myndahúsagesta sennilega lækk-
að, fullorðið fólk lætur sér senni
lega fremur nægja sjónvarpið en
yngra fólkið, sem er hreyfan-
legra og óþreyjufyllra í skemmt
analeit sinni. — En lækkandi
meðalaldur kvikmyndahúsa-
gesta dregur vafalítið úr aðsókn
að opinskáum kynlífsmyndum,
ekki vegna þess, að æskufólk
hafi almennt svo miklu meiri
beyg af slíkum myndum en full
orðna fólkið, heldur vegna hins,
að þar smeygir kvikmyndaeftir-
litið fætinum á milli. Ekki und-
ir sextán ára, það er taxtinn. —
Um það má svo endalaust deila,
hvort þar er miðað við nákvæm-
lega réttan aldur, þegar um „krít
iskar“ myndir er að ræða. En
einhvers staðar verður að draga
mörkin.
Hins vegar er óljósara, hvað
því veldur, að nú eru sannar
„villta vesturs“ myndir mun fá-
gætari en áður var, þótt ávallt
sé hér gnægð amerískra mynda
á boðstólum. Ekki vantar þó, að
yngri kynslóðin hafi tekið fjölda
slíkra mynda með hrifningu, og
algengast mun hafa verið að
miða aldursmörkin þar við 12 ár.
Mér reiknast svo til, að villta
vesturs myndir hafi farið lítið
fram yfir 5% þeirra mynda, sem
ég skoðaði á síðasta ári.
Ef til vill er skýringin sú, að
efniviðurinn sé orðinn fullþvæld
ur, menn hafi fengið sig sadda
í bili á byssubófum kúrekamynd
anna. Vissulega hafa þær ekki
verið stórbrotnar, né mikil lista
verk upp til hópa, þótt einstak-
ar myndir hafi þar verið allmikil
fenglegar og talsvert í þær lagt
af efni og anda. — Má til dæmis
minna á myndina: „How The
West Was Won“, sem Gamla bíó
sýndi í nóvember 1965 og hlaut
í íslenzkri skírn nafnið: „Villta
vestrið sigrar“. Það var raunar
mynd, sem hentað gat fólki á
ýmsum aldri.
Sé litið á heildina, þá er ég
ekki viss um, að fólk sé almennt
mikið hrifnara af þeim amerísku
gamanmyndum, sem nú gerast
Á hjóli 1U Japon
Nantes, Frakklandi,
17. marz. — AP.
LEON Lamneau, bílaviðgerða-
maður, settist á reiðhjól sitt í
hjólreiðaferð til Tókíó í Japan.
Ráðgerir hann að verða 8 mán-
uði á leiðinni.
Hann tók aðeins með sér pen-
inga, sem samsvarar um 17.000
ísl. kr., en sagði: „Ég bjarga mér
einihvern veginn!“ — Lamneau
mun fara um ítalíu, Júgóslavíu,
Tyrkland, íran, Afganistan, Pak-
ista.n, Indland, Thailand og Cam-
bodia.
æ algengari í kvikmyndahúsun-
um, heldur en „villta vesturs“
myndunum, þótt misjafnar séu.
— En kannski er skýringin á
aukningu gamanmyndanna ein-
mitt sú, að þar eru engin aldurs-
mörk i vegi, til að spyrna gegn
óheppilegum áhrifum á börn og
unglinga.
Ekki verður sagt, að myndin
„Appaloosa“, sem er í stíl villta
vestursins, sé mjög áhrifamikil
mynd, né hleypi nokkru nýju
blóði í hinn margumfjallaða efni
við. Baksvið hennar á að vera
gamlar ýfingar með Bandaríkja
mönnum og Mexikönum. Barátt
an stendur milli bandarísks
„veiðiman'ns“, Matts (Marlon
Brando) og stigamannaforingj-
ans, Medína (John Saxon). Ung
kona, sem stigamannaforinginn
heldur "fanginni, og rammefldur
graðhestur, í eigu Matts, fara
einnigmeð mikilvæg hlutverk, og
tengjast örlög þeirra reyndar sam
an á næsta frumlegan hátt. Að
öðru leyti verður ekki sagt, að
efniviðurinn sé tiltakanlega frum
legur: ríðandi menn með byssur
við belti, óþrifalegar, skuggaleg
ar krár. Og svo þessi sérstaki
mórall kúrekamyndarina, jafnt
hjá hetjum sem skúrkum, í senn
sundurleitur, en þó að nokkru
skyldur — til dæmis viðkvæmni
fyrir ögrunum og áburði um
kjarkleysi. „Töff gæjar“. Þetta
e. allt saman kunnuglegt.
Og katólskur skriftafaðir, gam
all, góður einbúi með lækninga-
kraft, eitraður sporðdreki. —
Hvað vilja menn hafa það meira?
Oftast eru þær spennandi þess
ar villta vesturs kvikmyndir,
vettvangur atburðarásarinnar
framandlegur og ævintýralegur.
Svo er og um þessa. En mér
finnst lokauppgjörið milli Matts
og Medína hefði mátt vera ögn
átakameira og dramatískara, mið
að við það. sem á undan er geng-
ið. Svo hátt er reitt til höggs af
beggja hálfu, að tækifærið virt-
ist tilvalið til verulegra skarpra
og tvísýnna átaka. Að vísu grun-
ar mann ávallt, hvernig barátt-
unni milli hins illa og góða muni
lykta í slíkum myndum. Það
góða sigrar. En ekki ávallt átaka
laust, fremur en í mannlífinu
sjálfu. — Sem Sagt að þessu leyti
fannst mér myndin fullendaslepp.
Marlon Brando er dæmigerð
villta vesturs hetja: Kæruleysis-
legur, fámáll, hugsar því meira,
snillingur í að verða saklaus fyr-
ir áreitni Kann ekki að hræð-
ast, en siær snöggt frá sér, þegar
honum býður svo við að horfa.
— Ekki þurfum við yfir honum
að kvarta, né öðrum leikurum
yfirleitt í þessari kvikmynd.
Hér er þá tækifæri fyrir þá,
sem ennþá una villta vesturs
myndum, að skemmta sér kvöld
stund. — En maðurinn, sem ég
gat um í upphafi þessa spjalls
— ekki ímm þessi kvikmynd veita
sálu hans fró.
S. K.
Fiðlarinn
á þakinu
í umsögn Jóhanns Hjálmarsson-
ar um Fiðlarann á þakinu, sem
birtist í Morgunblaðinu í gær,
hefur fallið niður lína á bls. 15.
Rétt er setningin þannig: Lýsing
Kristin® Daníelssonar ex fag-
mannleg, án hennar væri verk
Gunnars Bjarnasonar í hættu.
Auk þess hefur eftirfarandi
fallið niður úr greininni: Sinfón-
íuhljómsveitin leikur undir
stjórn Magnúsar Blöndals Jó-
hannssonar og er þar tónlist
Jerry Bocks í góðum höndum.
Ég spái því að söngvarnir i Fiðl-
aranum á þakinu eigi eftir að
verða langlífir.