Morgunblaðið - 19.03.1969, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 19®9
17
STEINUNN H.
-HUNDRAÐ
BJARNASON
ÁRA MINNING
hugariheimi og umhverfi ungrar
stúlku vorið 1883.
Þessi unga stúlka, Steinunn
Hjartardóttir, varð svo gæfusöm
að öðlast þekkingu, mannvit og
góðvild sem hún alla ævi gat
miðlað öðrum. — Þessa minnast
vinir hennar í dag.
Asgerður Jónsdóttir,
Asta Björnsdóttir.
Lokun Kuplnskjólsvegar
— Yfirlýsing trá gatnamálastjóra
í dag eru hundrað ár liðin frá
fæðingu frú Steinunnar H.
Bjarnason, en hún er nú látin
fyrir átta árum. Ýmsum vinum
hennar þótti bæði ljúft og skylt
að minnast hennar af því tilefni,
þótt eigi verði bætt um það,
sem þegar hefur verið ritað um
frú Steinunni bæði lífs og liðna.
Steinunn Hjartardóttir var
fædd í Austurhlfð í Biskups-
tungum þann 19. marz 1869. Hún
ólst þar upp hjá foreldrum sín-
um, Hirti hreppstjóra Eyvinds-
syni og Guðrúnu Magnúsdóttur.
Stóðu að þeim hjónum traustar
og gagnmerkar ættir. I heima-
húsum mun Steinunn hafa hlot-
ið meiri tilsögn en algengt var
um börn og unglinga á þeim
árum. Hún vaknaði því ung til
vitundar um gildi! og nauðsyn
menntunar og leitaði hennar æ
síðan allt sitt langa líf. Frú Stein
unn stundaði nám við Kvenna-
skólann í Reykjavík 1887-88, en
hóf síðan kennslustörf, fyrst á
æskustöðvum sínum, en því næst
sem heimiliskennari hjá Sigurði
sýslumanni í Kalla'ðarnesi árin
1897-1900. Á árunum 1900-1902
dvaldist hún við nám í Skotlandi
og Englandi. Batt hún þá ævar-
andi tryggð vi'ð England — þjóð,
tungu og bókmenntir. Eftir heim
kornuna fluttist hún alfarin til
Reykjavíkur. Hún réðst þá sem
stundakennari við Kvennaskól-
ann og kenndi þar áratugum sam
an af alúð og röggsemi.
Árið 1906 gekk Steinunn Hjart
ardóttir að eiga Brynjólf H.
Bjarnason kaupmann í Reykja-
vík. Þau hjónin ólu upp tvö fóst-
urbörn, frændbörn frú Steinunn-
ar, frú Steinunni Gunnarsson hús
freyju hér í borg og Hjört Guð-
mundsson forstjóra.
Frú Steinunn tók alla tíð at-
kvæðamikinn þátt í félagsmál-
um. Hún var ein af stofnendum
Bandalags kvenna, fyrsti formað
ur þess og starfaði bæði í ræðu
og riti áð réttindabaráttu kvenna.
Ber kvennablaðið 19. júní þessu
órækt vitni. Hún var einnig
traustur og hvetjandi starfskraft
ur í Lestrarfélagi kvenna í
Reykjavík, svo að nefnt sé hið
helzta. Þá stóð hún að stofnun
Slysavarnadeildar Reykjavíkur
og starfaði að málefnum hennar
til dauðadags. Frú Steinunn sótti
Alþjóðamót kvehna sem fulltrúi
Bandalagsins, í Lundúnum árið
1919 og í Osló árið 1920. Þar
kynntist hún fjölmörgum kon-
um, sem hún hélt sambandi við
æ síðan.
Við, sem þessar Mnur ritum,
kynntumst ekki frú Steinunni
fyrr en á aflíðandi ævi hennar.
Hástarfsdagur lífsins var li’ðinn.
En hún var ekki setzt í helgan
stein öðru nær. Heimili hennar
fagurt og menningarlegt, stóð
enn sem fyrr opið til að veita
hverjum gestkomanda þann
beina, er hann sérstaklega hafði
þörf fyrir. Og gestir hennar urðu
margir — mjög margir. Ókunn-
ugum kann að þykja það ein-
kennilegt að heyra, að í þessum
stóra, fjölbreytta gestahóp var
ungt fólk og börn í meiri hluta.
Við leyfum okkur að vitna í
minningargrein frú Hólmfríðar
Pétursdóttur um frú Steinunni
látna þessu til skýringar: „Stein-
unn var í rauninni síung. Það
var ekki einungis sakir órjúfandi
tryggðar, er hún bar til vina
sinna, að börn þeirra áttu jafnan
athvarf hjá henni, heldur hins,
áð hún gat átt samleið með þeim
ungu og skilið vandamál þeirra.“
Já, það var einmitt þessi eigin-
leiki, sem olli því, að ungir menn
oig konur áttu jafnan gagnveg til
Steinunnar. Hjá henni fundum
við heimangangar hennar þá
hjartahlýju og traust sem er
ómetanlegt fyrir leitandi ung-
dóm og við aldrei gleymum, en
geymum í þakklátum huga.
Frú Steinunn H. Bjarnason var
kona ritfær með ágætum og
beitti penna sínum dyggilega í
þágu þeirra málefna,s em hún
bar fyrir brjósti og þurftu mál-
svara Við. Málfar hennar var
óvenju vandað, og hún fylgdist
af brennandi áhuga með öllu er
íslenzka tungu varðaði. Bréfa-
skipti hennar við vini víðs vegar
um veröldina voru bæði mikil
og tíð. Fleri en við, munu telja
bréf hennar kæra eign.
Þessi ritstörf ur'ðu ærin viðbót
við húsmóður- og félagsstörf
frú Steinunnar. Hún var því
komin hátt á efri ár er hún byrj-
aði, vegna áeggjana vina sinna,
að taka saman endurminnngar
sínar. Hún náði skammt í því
efni. Það urðu aðeins sundurleit
og lausleg drög, sem hún lét eftir
sig.
I tilefni þessa afmælis frú
Steinunnar, sem við viljum minn
ast með þessum fáum orðum,
höfum við valið úr minninga-
blöðum hennar ferðasögubrot,
sem mun birtast í Lesbók Morg-
unblaðsins innan skamms. Þáð
lýsir í senn yfir ritleikni og
minni hennar, 'háaldraðrar og
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 13., 15. og 17. töluiblaði Lögbirtinga-
blaðsins 1968 á efstu hæð húseignarinnar Arnarihraun 16,
Haifnarfirði, þinglesin eign Andra Heiðberg, fer fram,
eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs og bæjangjaldkerans í
Hafnarfirði, föstudaginn 21. marz 1969, kl. 4.00 e.h.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
VARÐANDI fyrinspuxn um lok-
un Kapla-skjólsvegar, er birtist í
blaðinu gl. sunnudag, skal eftir-
farandi tekið fram:
í aðalskipulagi Reykjavíkur er
um miklar breytingar að ræða á
gatnakerfinu í þá átt að beina
umferðinni eftir hraðbrauitum,
tengibrautum og safnbrautum og
losa húsagöturnar við óviðkom-
andi umferð og gegnumakstur.
Lokun Kaplaskjáls'vegar er ein
fyrsta breytingin, sem gerð var
af ótal mörugm, sem eftir er að
gera, til þess að koma þessu
skipu'lagi á í borginni. Kapla-
skjólsvegur er húsagata og á því
ekki að taka við gegnumgang-
andi umferð út á Seltjarnarnes.
Sú umiferð á að fara eftir Hring-
braut og Eiðagranda. Tekið skal
- MINKAELDI
Framhald af hls. 8
í þingið á frumvarpi, byggðu á
á niðurstöðum þeirrar nefndar
Mun Alþingi þá gefast kostur á
að skoða málið í heild að nýju.
Vonandi verður það til þess að
minkaeldi verði leyft í ríkari
mæli, en frumvarp okkar Pét-
urs Sigurðssonar gerði ráð fyrir.
Og eftir því sem ég hefi kynnt
mér þessi mál betur, hefi ég sann
færzt betur en áður um, að of
mikillar þröngsýni hefur gætt
hjá okkur í þessum efnum, þar
sem ljóst liggur fyrir, að minka
eldi er orðin þróuð iðngrein eða
atvinnurekstur hjá nágrannaþjóð
um okkar, sem gefur þeim ekki
einasta arð, heldur skapar þeim
verulegan eriendan gjaldeyri,
jafnvel á þeirra mælikvarða.
fram að íbúar fjölbýlishúsa vest-
an KaplaskjóLsvegar verða að
sækja verzlanir og skóla yfir
Kaplaskj óls veginn, gatnamót
Hringbrautar og Kaplaskjólsveg-
ar voru hættuleg og aðalumferð-
in út á Seltjarnarneis fór um
Kaplaskjólsveg þrátt fyrir að
Eiðsgnandi hafði verið malbikað-
ur. Af framantöldum ástæðum,
þótti rétt að loka Kaplaskjóls-
veginum við Hringbraut á þeirn.
tímia, sem það var gert.
Reykjavík, 17. marz 1969.
Ingi Ú. Magnússon.
LEIÐRÉTTING
TVÆR prentvillur voru í kveðju
Ijóðinu, sem bjrtist í blaðinu i
gær um skipverjana, er biðu
bana um borð í Hallveigu Fróða-
dóttur. Þriðja línan í næst síðasta
erindinu á að vera: „Svipleg er
sorgar stundin“ og fyrsta línan í
síðasta erindinu „Tregt er nú
tungu að hræra“.
Látiö ekki sambandið við
viðskiptavinina rofna
— Auglýsið —
Bezta auglýsingablaðið
N auðungaruppboð
Eftir kröfu innlheimtu ríkissjóðs, Jóns N. Sigurðssonar,
hrl. og bæjargjaldkerans í Hafnarfirði, verður hluti hús-
eignarinnar Strandgata 37, Hafnarfirði (9/24 hlutar) þing-
lesin eign Más Einarssonar seldur á nauðungaruppboði,
sem háð verður á eigninni sjálfri föstudaginn 21. marz
1969, kl. 5.00 e.-h.
Uppboð þetta var auglýst í 14., 16. og 17. töluiblaði
Lögbirtingablaðsins 1967.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
SAMKOMUR
Almenn samkoma
Boðun fagnaðarerindisins í
kvöld (miðvikudag) kl. 8.
Hörgshlíð 12. ________
Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar,
púströr og fleiri varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bilavörubúðin FJÖÐRIN
Laugaveg! 168. - Sími 24180.
Ávaxta sparifé á vinsælan og
öruggan hátt. Upplýsingar kl.
11—12 f. h. og 8—9 e. h.
Margeir J. Magnússon
Miðstræti 3A.
Símar 22714 og 15385.
Skartgripir
úr gulli og silfri.
Silfur á íslenzka þjóðbúninga.
JON Dalmannssdn
GIJLLSMIOUR
8KÓLAVÖROUGTÍG 21
BÍMI 1344 5
NÝJAR SENDINGAR AF KARLMANNASKÚM
Verð krónur 534,- 637,- 659,- 663,-
676,- 770,- 728,- 756,- 780,- {
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
LAUGAVEGI 700
AKUREYRI
KVÖLDVERÐARFUNDUR
Föstudaginn 21. marz verður haldinn fundur í Sjálfstæðishús-
inu (litla sal), sem hefst kl. 19,15 með borðhaldi.
Jón E. Ragnarsson, varaform. S.U.S., flytur erindi:
„AFSTAÐA UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
TIL ÞJÓÐMÁLANNA“.
Sjálfstæðismenn á Akureyri og n:\grenni eru velkomnir á fundinn.
Vörður F.U.S. Samband ungra Sjálfstæðismanna.