Morgunblaðið - 19.03.1969, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1-969
eggjunum, sem ég setti fyrir fram
an hana.
— Ég held mig langi ekki í
neinn mat, Melissa.
— Þú verður að borða eitt-
hvað.
— Ég skal borða það ef hana
langar ekki í það, sagði Mark.
— En þú ert búin að borða,
mvnnti ég hann á.
— Já, taktu það bara, sagði
Kay og ýtti diskinum sínum til
hans. Hún fékk sér svo ristað
brauð og súltu, og sagðist ekki
vilja neitt meira.
Ég andvarpaði. Mér var mein-
illa við, að Kay færi til vinnu,
án þess að hafa fengið almenni-
lega að borða.
Nick kom nú inn í eldhúsið,
og sagðist ekki vera neitt svang
ur.
— Þau hafa víst bæði stigið
vitlausu löppinni fram úr rúm-
inu í morgun, sagði Mark giettn
islega.
— Haltu þér saman! sagði
Nick og gaf honum illt auga.
Hann leit á Kay. — Þú varst
víst of lengi úti í gærkvöldi,
var það ekki?
— Ekkert sérlega.
— Jæja það var nú komið vel
yfir miðnætti áður en þú komst
heim.
— Og hvað um það?
Nick yppti öjdum.
- Ég var bara að velta því
fyrir mér hvað hún litla systir
mín hefði getað verið að gera.
- Ég var úti með Don, ef þú
vilt endilega vita það.
Ég vissi, að þetta var satt.
Don hafði sótt Kay um klukkan
sjö í gærkvöldi, og sagzt ætla
að fara með hana til Folkstone
á dansleik. Mér var alveg sama
þó að hún væri lengi úti, ef hún
var með Don.
Kay stundi. — Ég vildi bara,
að ég hefði eitthvað almennilegt
að vera í í dag.
— Ég hélt að þú ætlaðir að
vera í bláa kjólnum þínum.
Hann fer þér svo vel.
— Og ekki sérlega. Hann lít-
ur út eins og hann er, sem sé
útsölugóss frá Marks og Sparks.
Ég vildi, að ég hefði efni á að
klæða mig almennilega. Hvað ég
öfunda hana Emmu að eiga ríka
foreldra!
— Já, hún er nú alltaf svo
glæsileg, sagði Nick, sem var allt
af hrifinn af laglegum stúlkum.
— Það er bölvað að vera
svona fátækur! sagði Kay,
gremjulega.
— Við erum nú ekki neitt sér
lega fátæk, benti ég henni á,
hógværlega.
— Það erum við að minnsta
kosti í samanburði við Lipscomb
fólkið.
Ég var næstum farin að minna
hana á, að peningarnir væru nú
ekki fyrir öllu, en vissi, að það
mundi bara koma henni í ennþá
verra skap, en hún var þegar í.
Hún ýtti frá sér stólnum.
— Jæja ég ætti að fara að
komast af stað. Guði sé lof, að
ég á hálfan fridag í dag. Ég
kem aftur með eitt-vagninum,
Melissa.
Nick stóð líka upp.
— Ég þarf víst líka að fara
að hreifa mig.
— Ég þarf að færa henni
Lucy matinn hennar, sagði ég.
— Ég ætla að hjálpa honum
Bob við verkin, sagði Mark. —
En fyrst ætla ég að þvo upp og
koma diskunum fyrir, ef þú vilt,
Melissa.
Ég brosti til hans. — Það er
engin þörf á því, Mark. Ég hef
nógan tíma núna.
Þetta var á laugardegi, svo að
Mark þurfti ekki að fara í skól-
ann, og þá hjálpaði hann oft
við búverkin. Þeim Bob kom á-
gætlega saman.
Lucy -heilsaði mér með brosi,
þegar ég kom til hennar með
morgunmatinn. Mér var oft
hugsað til þess, hvað það gæti
verið dásamlegt, að Lucy sem
ein okkar allra hafði ástæðu til
að vera skapvond og niðurdreg-
in, var alltaf kát og í góðu
skapi, þrátt fyrir þennan ann-
marka sinn.
— Svafstu vel, elskan? spurði
ég, um leið og ég færði borðið
að rúminu hennar og hristi upp
koddann. Því að, enda þótt ég
hefði litið inn til hennar um leið
og ég fór á fætur, hafði ég ekki
talað neitt við hana, afþví að
hún var sofandi.
— Já, ágætlega, þakka þér fyr-
ir. Lucy leit út um gluggann.
— Það er gott veður, er það
ekki? sagði hún.
©PIB
4ÖI6
COSPER
— Annað hvort hef ég fengið skakkan „Journal“ yfir sjúkling-
inn eða maður þessi er geng inn með á sjötta mánuð.
— Já, ágætt.
— Þá verður gaman á hátíð-
inni. Mannstu hvað rigndi mikið
í fyrra?
— Já, hvort ég man. Eins og
hellt væri úr fötu. Ég brosti til
hennar. — Borðaðu nú þetta og
hringdu svo til mín, þegar þú
ert búin, _svo að ég geti sótt
bakkann. Ég hef mikið að gera,
núna. Heldurðu, að þú vildir
hýða baunir fyrir mig?
— Vitanlega. Ég fer á fætur
undir eins og ég er búin að
borða. Ég get verið að því úti í
garði.
Ég fór niður, til að snúa mér
að húsverkunum. Ég lét Lucy
alltaf hýða baunir eða eitthvað
þessháttar, sem ekki krafðist
mikillar hreifingar. Ég vissi að
hún vildi gjarna gera eitthvert
gagn.
— Veslings Lucy litla, hugs-
aði ég, þegar ég fór að taka til
í eldhúsinu og koma diskunum
fyrir. Þrátt fyrir ytri ró hennar,
vissi ég, að henni féll það þungt
að geta ekki hreift sig eins og
við hin. Og mig tók það sásrt
að -hugsa til þess, að hún mundi
aldrei geta það. Það virtist eng-
in sanngirni í þessu.
Ég var rétt að ljúka við að
búa til eplakökuna, til hádegis-
verðarins, þegar ég leit út urn
gluggann og sá Bob koma gang-
andi frá útihúsunum.
Ég sá, að hann stanzaði og tal-
aði eitt-hvað við Lucy, sem var
að hýða baunir, úti á grasblett-
inum. Þegar ég horfði á hann,
fann ég, að hjartað í mér sló ör-
ar. Hann var hávaxinn og sterk-
legur og með þykkt, dökkt hár
og bláustu augu, sem ég hafði
nokkurn tíma séð. Þennan morg-
un var hann í fleginni brúnni
skyrtu með uppbrettum ermum
og í gömlum flúnelsbuxum. And-
litið var sólbrennt eftir langa úti
veru. Hann leit út eins og sann-
ur sveitamaður.
Hann veifaði hendi til Lucy
og gekk síðan í áttina til húss-
ins.
— Viltu fá eitthvert grænmeti
inn, Melissa? kallaði hann til
mín utan úr dyrum.
Ég brosti til hans.
— Nei, þakka þér fyrir. Ég
hef nóg hérna. En hversvegna
borðarðu ekki með okkur í dag,
Bob? Ég held ég sé með eitt-
hvað gott handa þér.
Bob leit til min og augu okk-
ar mættust, og mér datt í hug,
hve einlægt þetta augnatillit
hans væri. Það voru augu, sem
ung stúlka gæti treyst. Ég ósk-
aði mér að geta lesið úr svip
þeirra. Og ég óskaði, að hann
gæti vitað hversu ’dýrmætur
hann var mér. Því að mér fór
svo stundum að þrátt fyrir alla
ásetninga að vera ekki að
dreyma drauma, sem aldrei
gætu rætzt, gat ég ekki annað
en brotið heilann um það, hvort
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl
Einhver er þaö, sem þér ber að fara varlega að.
Nautið, 20. apríl — 20. maí
Hvernig sem á því stendur, er þér luett við að fara ranga leið.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní
Nú er annað hvort að hrökkva eða stökkva, og tíminn er naumur.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Þig langar mikið til að taka þér ferð á hendur á næstunni, og það
má segja, að timi sé til kominn.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst
Einhvern tíma á næstunni gefst þér tækifæri til að gera þér mat
úr upplýsingum, sem þú fékkst um daginn.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Ef þú ekkl grípur tækifærið strax, er hætt við að einhver annar
notfæri sér það og þú sitjir eftir með sárt ennið.
Vogin, 23. sept. — 22. okt.
Einhverjum finnst orðið nóg um yfirgang þinn og frekju, svo
að betra er fyrir þig að slaka á til að halda vinsældum.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv.
Þú hcfur ennþá vinninginn og lialtu því áfram, eftir megni.
Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des.
Mikið er dáðst að því, hvemig þú stenzt allar freistingar. Hallu
þessu áfram; það endar með einlægri aðdáun og stuðningi yfirmanna
og ástvina.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Reyndu að halda í hálmstráið, það styrkist með tímanum og leiðir
allt tU góðs.
Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr.
Þú skalt óhræddur halda áfram uppteknum hætti. Það verður af-
farasælast.
Fiskamir, 19. febr. — 20. marz
Nú er einhver merkisdagur í aðsigi. Hvernig væri að sleppa allri
eigingirni — og breyta viturlega um stund?
Bragðið leynir sér ekki
MAGGI súpurnar frá Sviss
\ eru hreint afbraqð
MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp-
skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu,
og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er
einfalt að búa þær tö, og þær eru dásamaðar af
allri fjölskyldunnL Reynið strax í dag eina af hinum
átjáa fáanlegu tegundum.
MAGGI
SÚPUR
FRÁ
SVISS
• Asparagus
• Oxtail
• Mushroom
• Tomato
• Pea with Smolced Ham
• Chicken Noodle
• Cream of Chicken
• Veal
• Egg Macaroni SheJls
• 11 Vegetables
• 4 Seasons
• Spring Vegetable