Morgunblaðið - 15.06.1969, Page 11

Morgunblaðið - 15.06.1969, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1969 11 sem mun hafa ætlað að selja Loftleiðum hlutabréf i félaginu, hafi heimild til þess að selja þau og samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum standa nú yfir málaferli út af þvi, þannig að Loftleiða- menn vita ekki enn, hvort þeir verða eigendur að þessu fyrirtæki. Þess skal getið. að Loftleiðir fengu svokallaða „option" á hluta bréfum í félaginu. Hins vegar hef- ur rekstur Bahamafélagsins geng- ið mjög vel eftir að Loftleiðamenn tóku við honum og er vél þess yfirfull til Evrópu fram eftir sumri. FLUGFÉLAG ISLANDS OG SAS Forustugrein. sem birtist i Mbl. fyrir nckkrum dögum, um aukin umsvif SAS á Islandi, hefur vak- ið mikla athygli og umtal, en sú aðvörun Morgunblaðsins var vissulega ekki sett fram að á- stæðulausu. Upphafið að Grænlandsflugi Flugfélagsins var á þann veg, að Flugfélagið flutti farþega, sem voru á leið til Grænlands frá Kaup mannahöfn til Reykjavikur og leigði siðan dönskum aðilum flug- vélar til þess að flytja þá farþega til Grænlands. Síðar var ein af flugvélum Flugfélagsins í Græn- landi og annaðist ísflug og fiaug jafnframt hálfsmánaðariega milli Narsassuaque og Reykjavíkur með farþega, sem fluttir voru með flugvélum Flugfélagsins milli Is- lands og Danmerkur. Á sl. sumri var gerður samn- ingur milli Fiugfélagsins og SAS um Grænlandsflugið, sem var á þann veg, að SAS hóf reglulegt áætlunarflug til islands einu sinni í viku, en Flugfélagið flutti Græn- landsfaraþega áfram til Narsass- uaque og til baka og jafnframt fóru þessir farþegar með Flugfé- laginu til Kaupmannahafnar. Nú í ár hefur SAS hins vegar tekið rneira af þessu flugi í eigin hendur. SAS flýgur í sumar tvisv- ar i viku til Islands og flytur alla Grænlandsfarþega til og frá Is- landi og flýgur jafnframt einu sinni í viku til Syðri-Straumsfjarð- ar. en Flugfélagið heldur uppi tveimur leiguferðum í viku milli Islands og Narsassuaque fyrir SAS. Af þessu má sjá, að hlutur Flugfélagsins i Grænlands- flugi hefur minnkað verulega. Aður flutti félagið alla Græn- landsfarþega miMi Danmerkur og Islands og áfram til Narsassu- aque. en nú flytur félagið ein- ungis farþega milli þessarar stöðvar i Græniandi og Islands. Svipuð þróun hefur orðið í Fær- eyjaflugi Flugfélagsins. Félagið hóf regiubundið áætlunarflug milli Færeyja og Danmerkur og var mikið tap á þeim rekstri, en þegar farþegum og ferðum fjölgaði og útlit var fyrir að flugið yrði ábatasamt, vaknaði áhugi SAS og nú er svo komið, að þetta flug er framkvæmt í sam- vinnu SAS og Flugfélags Islands á þann veg, að Flugfélagið fær 1/3 af tekjunum og ber 1/3 af gjöldunum en SAS hefur 2/3. Þess ber þó að geta að innan- landsmál í Færeyjum eiga veru- legan þátt í því, að SAS er nú orðinn þátttakandi í þessu flugi. SAS ÞRENGIR SÉR INN A MARKAÐINN Þessi tvö dæmi sýna, að SAS hefur á siðustu tveimur árum stöðugt seilst til áhrifa i því flugi, sem Flugfélagið hafði áður að mestu eitt með höndum. Nú skal tekið fram, að SAS hefur fullan rétt á að fljúga á flugleið- inni til Islands skv. gagnkvæm- um loftferðasamningum mill; Is- lands og Norðurlandanna. SAS hefur ennfremur réttindin til Fær- eyjaflugsins og Grænlandsflugs- ins og hefur því Flugfélagið rek- ið starfsemi sína á þessum tveim- ur stöðum með leyfi SAS. Hins vegar er Ijóst af þessum tveim- ur dæmum svo og þvi að SAS hefur hafiö reglulegt áætlunarflug til Islands, að þessi volduga sam- steypa stefnir á aukin áhrif á þeim markaði, sem islenzku flugfélögin hafa setið að ein eða svo til, fram til þessa. I fyrra var SAS með eina ferð i viku til Islands. I sumar verða þær tvær. Þessar athafnir SAS á Islandi hafa gefið þeirri skoðun byr und- ir báða vængi, að SAS sé smátt og smátt að seilast til aukinna Einn ævintýralegasti þáttur í isienzkum flugmálum er vafalaust samskipti Loftleiða og AIR BAHAMA. Frá því máli er sagt í þessari grein. áhrifa hér. Bent er á. að SAS hafi nú þegar með höndum veru- legan hluta af þvi flugi, sem Flug- félagið hafði áður til Grænlands og Færeyja. Ennfremur að SAS hafi tekið við þriðju Fokkerflug- vélinni, sem Flugfélagið keypti en gat ekki staðið undir, að hluti af samningum Flugfélagsins við SAS hafi verið að Flugfélags- þotan færi ekki tii Kaupmanna- hafnar þann dag í fyrrasumar, sem SAS-vél fór þessa leið og að SAS hafi heitið því að hætta Islands- fluginu 1. október sl. haust og hefja það ekki aftur fyrr en 1. júní í ár, en svikið það loforð. Þegar öll þessi atriði eru talin til ásamt upplýsingum, sem ég hef undir höndum, sem benda til þess, að framtiðarstefna SAS sé sú, að sameina flugfélög Norður- landanna fimm í eina samsteypu, vaknar sú spurning, hvort hér sé um að ræða samræmdar aðgerðir SAS til þess að veikja islenzku flugfélögin svo mikið, að eftirleik- urinn verði auðveldari. Með þvi að flæma Loftleiðir út af Norður- löndum og taka þau verkefni sem Flugfélagið hefur áður haft. verði staða íslenzku flugfélaganna slík. að þau megni ekki lengur að verða hinn ráðandi aðiii í þvi flugi, sem þau hafa haft með höndum og neyðist til samninga við SAS. SJÓNARMIÐ SAS. Ég hef rætt við Birgi Þórhalls- son, forstöðumann SAS á Islandi og óskað eftir að fá fram sjónar- mið SAS í þessum málum. Meg- inröksemd SAS er sú, að áætlun- arflugið til fslands sé í rauninni aðeins eðlilegur þáttur í Græn- landsflugi samsteypunnar. i fyrsta lagi bendir SAS á, að sl. sumar hafi Fiugfélag Islands annast alla flutninga á farþegum frá Narsass- uaque til Kaupmannahafnar svo og fiutninga milli Narsassuaque og Is lands. Nýtingin á flugvélum SAS í fyrra frá Islandi til Kaupmanna- hafnar hafi því verið léleg. I öðru lagi bendir SAS á, að þótt sam- steypan hafi nú tvær ferðir i viku milli Islands og Danmerkur, séu farþegaflutningar SAS milli Syðri- Straumsfjarðar og Danmerkur svo miklir, að yfirleitt séu sára- litlir möguleikar á, að koma far- þegum frá Islandi eða til Islands, fyrir í vélunum. Þess vegna sé hér ekki um að ræða samkeppni við íslenzku flugfélögin. Enginn dregur í efa, að Flug- félagið hafi haft verulegar tekjur af Grænlandsflugi sínu á undan- förnum árum. Hins vegar er rétt að benda á, að á flugleiðinni milli Narsassuaque og Islands sem Flug félagið hefur, fara aðeins 2500 far- þegar á ári en á flugleiðinni til Syðri-Straumsfjarðar fara hins veg ar um 22 þúsund farþegar á ári. Það sem þó vegur þyngst gegn þeim fullyrðingum SAS, að áætl- unarflugið til islands sé ekki sam- keppni á Islandsleiðinni er sú stað reynd, að SAS hefur i mörg ár flogið beint til Syðri-Straumsfjarð- ar án viðkomu á fslandi. Það var því engin ástæða fyrir SAS til þess að hefja allt í einu áætlunar- fiug til islands vegna Grænlands- flugsins nema þá til þess að flytja þessa 2500 farþegar frá Narsassuaque til Danmerkur, sem SAS gerir nú. Hin óhjákvæmilega niðurstaða er þvi sú, að áætlunar- flugi SAS til Islands og aukningu þess sé beint gegn íslenzku flug- félögunum. Birgir Þórhallsson segir, að hugmyndir um að SAS stefni að sameiningu allra flugfélaganna á Norðurlöndunum undir einn hatt sé fjarstæðukennd og óraunhæf. I samtali okkar kvaðst hann hins vegar vilja leggja áherzlu á að þjóðemisstefna í sambandi við flug væri mjög hættuleg, þar sem hér sé um atvinnugrein að ræða sem i eðli sínu sé alþjóðleg. Þá bendir hann á, að tekjur Flugfé- lagsins af Grænlandsflugi séu ekki þær einu, sem Flugfélag islands hafi frá SAS. Samsteypan hafi sent auglýsingabæklinga um Is- land til SAS-stöðva um allan heim og ennfremur séu upplýsingar um svonefndar IT-ferðir í bæklingi. sem SAS sendi á ferðaskrifstofur um heim allan. Það komi oft fyrir, að farþegar sem leiti upplýsinga um Islandsferðir á skrifstofum SAS geti ekki farið á þeim degi eða dögum, sem SAS flýgur til islands og fari þessir farþegar þá hingað með Flugfélaginu. En jafnframt bendir hann á, að SAS fái einnig mikið af farþegum frá Flugfélaginu. NIÐURSTÖÐUR. Niðurstöðurnar af þessum hug- leiðingum eru í stuttu máli þær, að framtíðarhorfur beggja íslenzku flugfélaganna séu mjög ótryggar um þessar mundir, og að margt bendi til þess, að verði ekki brugð izt við, muni islenzku flugfélögin ekki verða jafn sjálfstæður og ráð- andi aðili á flugleiðum sinum og þau hafa verið fram til þessa. Spurningin er þá sú, hvernig bregðast eigi við þessum nýju viðhorfum. Það er Ijóst, að samkeppnin í fluginu er geysihörð og þar berst hver og einn fyrir sínum hagsmun um með öllum tiltækum vopnum. Loftferðasamningar milli landa eru fyrst og fremst pólitiskt ákvörð- unaratriði og þáttur ísienzkra stjórnvalda i þessum málum er þvi þýðingarmikill. Reynslan af samningunum, sem gerðir voru við Norðurlöndin og Bretland á sl. ári er sú, að hlutur Loftleiða hefur minnkað verulega. Auðvitað var það tilgangur Norð- urlandanna og Breta og við því er út af fyrir sig ekkert að segja, að þessi lönd berjist fyrir sínum hagsmunum svo sem kostur er. Hins vegar hljótum við að benda enn einu sinni á, hve viðskipta- jöfnuður okkar og þeirra er ójafn okkur i óhag og á grundvelli þeirrar röksemdar að beita öllum þeim áhrifum. sem við höfum yfir að ráða til þess að bæta stöðu Loftleiða á Norðurlöndum og berjast gegn auknum áhrifum SAS á flugleiðinni til Islands. Þá er ástæða tii að benda á. að við eigum mikil og góð samskipti við Þýzkaland og a. m. k. skað- laust að gera það sem unnt er til þess að fá auglýsingabanni á Loftleiðir aflétt i því landi og til þess að stöðva tilraunir Lufthansa til að grafa undan Loftleiðum í Luxemborg. Því verður ekki neitað, að samn ingsaðstaða okkar. bæði gagnvart því að efla stöðu Loftleiða á Norð urlöndum, Þýzkalandi, og Bret- Framhald á bls. 23 Eitt stærsta vandamál, sem Loftleiðir standa frammi fyrir í dag er með hverjum hætti félagrð eigi að endurnyja tiugveiakost sinn en það verður knýjandi nauðsyn innan tíðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.