Morgunblaðið - 25.06.1969, Síða 12

Morgunblaðið - 25.06.1969, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1960 Kristján Jóhann Kristjánsson, forstjóri Minningarorð KRISTJÁN Jóhann Kristjánsson, forstjóri, verður í dag til mold ar borinn. Með honum er fallinn í valinn einn merkasti athafnamaður þessarar aldar. Starf hans var einkum á sviði iðnaðar, þó að hann ynni einnig mjög merikilegt starf á öðrum sviðum atvinnumála og almennra félagsmála. Hann lærði og lagði upphaf- lega stund á trésmíðar, en atorka hans og framfarahugur leiddi hann fljótlega inn á það svið at- vinnulífsins, sem þá vair að vaxa úr grasi, það er að segja verk- smiðjuiðnað. Þar sá hann möguleikana og í honum sá hann framtíðina. Hann fór ekki troðnar slóðir með því að hefja framleiðslu í greinum, þar sem að aðrir höfðu áður rutt brautina, heldur hóf hann framleiðslu á sviði, sem þá var lítt þekkt hér á landi, og sem hann sá að mundi hafa mikla þýðingu fyriir framtíðar- uppbyggingu atvinnuvega lands- manna. Hann Valdi heldur ekki framleiðslu, sem þrifizt gæti í sikjóli hafta og tolla, heldur fram leiðslu, sem alla tíð hefur þurft að standa í fullri samkeppni við lítt eða ekki tollaða erlenda fram leiðslu. Einmitt þetta lýsir Kristjáni Jóhanni vel. Hann var baráttu- maður. Hann gerði Kassagerð Reykjavíkur að hinu glæsilegasta iðnfyrirtseki í eigu einstaklinga hér á landi. Hugur hans var sí- fellt ungur og alltaf leitandi að nýjungum og móttækilegur fyrir öllu nýju í atvinnurekstri. Hann hafði óbilandi trú á, að íslend- ingum tækist að tileinka sér tækni nútknans. Hann gat vissu lega lýst vonbrigðum sínum og hneykslazt á því, sem hann taldi að miður færi eða vitlaust væri gert af hálfu einstaklinga eða op inberra aðila. En aldrei upptók það hann svo, að það drægi úr framfarahug hans og trú á fram tíðina. Þó að hann hefði ærið nóg að starfa í atvinnurekstri, gaf hann sér góðan tíma til þess að sinna aknennium félagsmálum iðnaðar ins. Hann var kosinn í stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda 1943 og var kjörinn formaður 1945. Gegndi hann því trúnaðarstarfi til ársins 1956. Á þessum árum lagði hann grundvöll að því starfi, sem síðan hefur verið unn ið á vegum Félags íslenzkra iðn rekenda. Hann var óþreytandi í að tala máli iðnaðarins og á drjúgan þátt í þeirri viðurkenn- ingu sem iðnaðurinn hefur hlot- ið með þjóðinni. í störfum fyrir félagið naut sín einmitt fram- sýni hans og baráttuhgur. Fyrir hið óeigingjarna og frá- bæra starf hanis kjöri aðalfund- ur Félags íslgnzkra iðnrekenda hann fyrsta og eina heiðursfélaga sinn 1956. Og 1. janúar 1960 sæmdi forseti íslands hann fálka orðunni fyrir stönf að iðnaðar- málum. Allt þetta sýnir hve mikillar virðingar hann naut hjá sam- starfsmönnum sínum og þjóð sinni. Við félagar Kristjáns Jóhanns í iðnaði söknum góðs félaga og ötuls og tillögugóðs samstarfs- manms, sem óþreytandi vann að málefnum iðnaðaxins, allt þang að til hann fyrir tveimur mánuð um fór ásamt eftirlifandi konu sinni, Sesselju Dagfinnsdóttur, í heimsókm til dóttur sinnar í Bandaríkjunum. Þar andaðist hann 17. júní sl. Sjálfur á ég mjög margar hug- ljúfar endurminningar frá löngu samstarfi með Kristjáni Jóhanni, sem ég geymi með mér um ó- komna daga. Fyrir hönd félags- manna og starfsliðs Félags íis- lenzkra iðnrekenda votta ég ekkju hans, börnum og öðrum ástvinum dýpstu samúð á þess- um sorgardegi. Nafn hans er óafmáanlega skiráð í atvinnusögu þjóðar okk- ar og minningin um hann mun ávallt fylgja Okkur, sem með hon um störfuðu. Hann hvíli í friði. Gunnar J. Friðriksson. Þungt e,r tapið það er vissa þó vil ég kjósa vorri móður að ætíð megi hún minning kyssa manna er voru svona góðir að ætíð eigi nún menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir. Mér kom í hug þetta erindi úr ljóði Sig. skálds Sigurðssonar er mér barst fregnin um andlát margra ára húsbónda míns Krist jáns Jóhanns Kristjánssonar for- stjóra. Frá fyrstu stundu sam- starfsins við hann, varð ljúf- mennsika og góðvild gleggsta ein kenni og mest áberandi í um- gengni hans, sem entist til ævi- loka. Þannig umgekkst hann allt starfslið sitt bæði á dkrifstofu og í verksmiðju. Þess varð aldrei vart, að þessi afburða fram- kvæmdamaður léti starfsl'ið sitt finna til valdaaðstöðu yfiirboðar- ans. Hann leit á startfsliðið sem jafningja sinn og breytti við það sem vini eins og mikilmenni sæmir og starfsliðið mun undan tekningarlaust hafa talið hann góðan vin, sem gott væri að vinna fyrir. Kristján Jóhann Kristjánsson var dæmigerður veruleikinn um drenglyndasta yfirboðarann. Ég votta eftirlifandi konu hans, syni, dóttur og öðrum aðstand- endum einlæga samúð við and- lát þesisa mæta manns. Edda Eiríksdóttir FYRIR 8 mánuðum hélt Kristján Jóhann Kristjánsson upp á 75 ára afmæli sitt með sinni venju- legu rausn. Þá ávairpaði ég hann nokkrum orðum, fyrir eigin hönd og Okkar allra í Félagi Snæfell- inga og Hnappdæla. Þá hafði ég yfir orð Snonra Sturlusonar í Heimsikringlu, í hinni meistara- legu lýsingu hans á Erlingi Skjálgsyni frá Sóla: „Og öllum kom hann til nokikurs þroska“. í þessum orðum og allri frásögn Snorra er mikil birta, og hún lýsir einlægri aðdáun og ást á hinum mikilhæfa höfðinigja. f dag verður hinzta kveðja mín og okkar allra enn hin sama til Kristjáns Jóhanns, ég held að engin orð geti tjáð hug okkar betur. Okikur er efst í huga þakk lætið til bóndasonarhis vestan úr Kolbeinsstaðahreppi, sem stöð ugt reyndi að koma öllu og öll- um til meiri þrosíka og með því jákvæða starfi gerði sjálfan sig að miklum höfðingja, ávann sér dæmafáa ást og virðingu allra er honum kynntust. Hann átti langan starfsdag, sem hann not- aði kostgæfilega til kvöloks. f starfinu var hann í fylkingar- brjósti og varð því einatt fyrir töluverðum vopnaburði. En slíkt beit lítt á heilsteypta brynju dren gskaparm anmsinis. Við kveðjum Kristján Jóhann með eftirsjá, og miklu þakklæti fyrir ótrúlegt dagsverk. Fjöl- skyldu og ættingjum sendum við innilegar samúðarkveðjur og blessunarósikir. Glsli frá Tröð. í DAG er til boldar borinn Krist ján Jóhamn Kristjánsson for- stjóri. Við íráfall Kristjáns Jó- hanns er fallinn í valinn einn af mikilhæfustu forystumönnum í atvinnumálum þjóðarinnar á síðari árum. Kristján Jóhann var lands- kunnur athafnamaður, enda harð duglegur og fylginn sér, ef hann sneri sér að lausn einhvers mál- efnis. Hann var gæddur eldmóði hins athafnasama hugsjónamanns og var fundvís á möguleika til margvíslegra framkvæmda. Hann fylgdi hugsjónum sínum eftir af svo fágætum áhuga og framsýni, að flestir þeirra manna sem hann leitaði til, áhugamál- um sínuim til stuðnings, sann- færðust um ágæti þeirra og léðu honum lið, enda var Kristján Jó hann svo sannfærandi og einlæg ur í málflutningi sínum, að hvar sem hann sneri sér að framgangi einhverg máls, þótti hann sjálf- kjörinn til forystu. Hann stóð að stofnun fyrir- tækja, sem í dag eru meðal öfl- ugustu fyrirtækja í einkaeign á íslandi. Kassagerð Reykjavikur og Loftleiðir eru góð dæmi um þann trau’sta grundvöll, sem hann byggði á. Þar fóru saman áræði, bjartsýni og dugnaður. Sagan uim sveitapiltinn véstan úr Kolbeinsstaðahreppi, sem hélt að heiman fátækur af veraldar- auði en þeim.mun ríkari af heill andi hugsjónum æskumannsins um frægð og frama, er táknræn fyrir dugmikla uniga menm á ölluim tímuim. En hversu margir þessara ungu manna haifa séð drauma sána rætast og verða að stórbrotnum veruleika? Kristján Jóhann var einn hinna fáu út- völdu, sem með viljastynk og dugnaði náðu settu marki í líf- inu, þótt ekki blési alltaf byr- lega og oft gæfi á, í ölduróti at- hafnalífsins. Sem húsbóndi var Kristján Jó hann virtur af starfsfóiki sínu, fyrir ljúfmannlegt viðmót og iát lausa framkomu í daglegri um- gengni við það. Hann var hjálp- samur þeim, sem á hjálp hans þurftu að halda og lét ógjarnan gamalt starfsifólk frá sér fara, meðan það treysti sér til þess að vinna. Nú þegar leiðir skilja að sinni, minnist ég með þakklæti margra ánægju stunda, sem ég og fjöl- skylda mín áttum á hinu góða heimili þeirra hjóna, Sesselju og Kristjáns. Jóhanns. Við vottum ástvinum hans öll um Okkar innilegustu samúð. Ifalldór Sigurþórsson. Kristján Jóhann Kristjánsson, forstjóri Kassagerðar Reykjavík ur lézt að heimili dóttur sinnar og tengdasonar frú Helgu og James Balamenti, Phænix, Ariz- ona, þann 17. þ.m. Þar sjá fs- lendingar á bak óvenjulegum, gáfuðum, athafna- og ágætis- manni. Útförin fer fram í dag kl. 1,30 frá Fríikirkjunni í Reykjavík. Kristján var fæddur að Kald- árbakka í Hnappadalssýslu þann 29. Október 1893, og var því á 76. aldursári. Um alllangt skeið hafði Kristján gengið vanheill til akógar, en svo sem títt er með sálarsterka menn þá talaði hann fátt um og hlífði sér ekfki frá störfum. Þess vegna kom andlát hans mörgum meir á óvart. En það kemur öllum á óvart að sjá á eftir Kristjáni yfir þessi landa mæri, því þótt hann væri orðinn þetta gamall að árum, þá var hann hinn sami ferski andi, Skarpur ljúfur og skemmtileg- ut, og mér finnst ég hafa góða afsökun þó ég tæki ekki eftir því að hann væri með eldri mönnurn. Það risu miklir boðar af Krist jáni Jóhanni hvar sem hann fór. Elklki af bægslagangi né hávaða, heldur sakir gáfna hans, fram- sýni og áræðis. Hann hlaut mikl ar og góðar gjafir í vöggugjöf og fór óvenju vel með þær alla ævi. Hann trúði á guð, var til- gerðarlaus, góðviljaður öllum mönnum, glaður og veitandi hvar sem harin fór. Þetta er mikið sagt, og ég veit að Kristjáni Jó- hanni væri þvert um geð að oflof væri á hanm borið, en þetta er satt, svona kynntist ég þessum manni, og þeir sem þekktu hann minna en ég, mega gjarnan vita hve .séristakur hann var. Það er öllum holt og þroslkandi að fylgj ast með æviferli slíkra forustu- manna. Mörgum verður það á að taka meir eftir lúðrablæstri stíðs- hetja og stjórmmálamanna en Skapandi forustumönnum á öðr um sviðum, en öll finnurn við ef við nemum staðar á flugi tím- ans eitt augnabiik, og líturn hlut laust yfir eigin veg og annarra hvílíkt aðalsmerki lítillætið er. Með ævi Kristjáns í huga sjáum við vel hverju Grettistaki má lyfta, þegar saman fara þeir kost ir, sem hann bar. Kristján var alinn upp í hörð um skóla svo sem flestir alda- mótamenn, og það væri rangt að halda að hinir meðfæddu hæfi leikar hans hafi orðið honurn svo drjúgir fyrirhafniarlaust. Því fór víðs fjarri. Kristján var feifcnaleg ur starfsmaður og baráttumaður, einbeittur og stilltur, og það er aðdáunarvert og verður vinum hans og ættmennum styrikur og örfun, að lita yfir ævi hans og sjá hann koma ósáran úr sínum mikla baTdaga. Kristján lifði stórkostlegt tíma bil í sögu íslenzku þjóðarinnar og íslenzka þjóðin lifði þetta framfaratímabil vegna þess að hún átti syni á borð við Kristján Jóhanan Kristjánsson. Saga hans er saga íslenzks iðnaðar allan hans tíma og miklu lengra fram, og þótt hans verði alltaf mest getið þar, þá mun nafn hans einnig lifa í sögu flugmála á ís- landi og margra annarra vel- ferðar og fraimfaraimál'a okkar lands. Hann var óskiptur íslend irugur, staðráðinn í að vimna landi sínu og þjóð og vann vel. Kristján var alinn upp í sveit og stóð þar alltaf föstum rótum. Það var eitt af því, sem dró okk- ut saman. Hann var einlkar fé- lagslyndur, skáldmæltur og allra manna firóðastur og skemmtileg astur. Mér verður nú litið til baka yfir rúmt 20 ára skeið, sem við áttum nána samleið, og hve ótelj andi og verðmætar voru þær glöðu og góðu stundir, sem ég naut í návist hans. Það eriu hlið holl öirlög að fá að kynnast ■— þó ekfci væri meira — en einnm slíkum mainni á lífsleiðinni. Stönf Kristjáns voru mörg og merkileg og munu aðrir ræða það mi'kla efni, ég sendi þegsar línur aðeins til þess að þakka honum og votta honurn látnum virðingu mína og til þess að tjá konu hans, frú Sesselíu Dag- finnsdóttur, börnum hans og öðr uim nánum vandamönnum sam- úð mina og konu minnar. Það stóðu boðar af Kristjáni Jóhanni alla hanis ævi, og þótt hann sé nú horfinn á hafið mifclia, þá munu þeir lengi enn brotna á ströndum þesisa lands. Far þú vel vinur. Hjörtur Jónsson. NÁNUM vinum og sfcyldimenn- um Kristjáns Jóhanns, en svo var hann jafnan nefndur, var kunnugt um, að hann hafði um nokfcurt skeið efclki gengið heill til sikógar. Honuim sjálfum var og fyllilega ljóst að heilsa hans hafði orðið fyrir áfail'li af sjúk leika þeim, ,er 'hanin hafði kennt um nclklkurt Skeið. Vinir hans höfðu stundum góðlátlega ráð- lagt honum, að hann skyldi nú fara að taka sér lífið léttara, er aldurinn færðist yfir. En slík var skapgerð hans, að hann gat ekfci breytt lifnaðairháttum og lífsvenjum sínum eða dregið af sér í fangbrögðum sínum við þau verkefni og vandamál, er hann taldi sig þurfa að leysa. Hann kunni lítt að hlífa sér. Enda þótt að kunningjum hans væri þverrandi heilsufar hans kunnugt, fór það eklki hjá því að oss setti hljóða, er við fréttum hið Skyndilega fráfall hans þar sem hann dvaldist í heimsókn hjá dóttur sinni, er búsett er í Amerfku. Ég tel efcki þörf á að rekja hér sögu starfsiferils Kristjáns Jó- hanns, 'hún er flestum fullorðn um landamönnum kunn. Hún var og ýtaTÍega rakin í blöðum landsinis fyrir tæpu ári, 75 ára afmœli hainis var mirunzt. En er við nú samiferðamenn hans og vinir kveðjum hann hinztu kveðju fer ekki hjá því, að hug- urinn leitar til baka til endur- minninga um margar ánægjuleg ar samverustundir við Kristján Jóhann. Enda þótt við Kristján Jöhann værum uppaldir á og ættaðir frá svipuðum slóðum og ég þekkti margt ættmenna hans, urðu kynni okkar fyrst náin, er veg ir ofckar mættust í störfum fyrir félagssamtök iðnrekenda. Sam- eiginleg kynni af mönnum og málum byggðarlaga, sem við báð ar þefcktum, færðu Ofcbur og wær hvor öðrum. En það fór ekki hjá því, að hver sem kynntist Kristjáni Jóhanni, brifist af hans sérstæða persónuleika og fjöl- Framhald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.