Morgunblaðið - 25.06.1969, Page 14

Morgunblaðið - 25.06.1969, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 25. JÚNÍ 196>9 tíitglefaiidi H.f. Árváfcui*, Reykja/vik. Fxamkvæmdastj óri HaraJidur Sveinsson. 'Ritstjórai* Sigurður Bjam'ason frá Vigur. JVEattMas Jdh.anness!ön. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj ómarfulltrúi Þorbjöm Gucítnundsson. Fréttaistjóri Björn Jóhannsson. Auglýsihg'aBtjóri Árni Garðar Kristinsson. Kitetjórn oig afgrieiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-109. Auiglýsingar Aðátstræ'ti O. Sími 22-4-80. Asfcriftargj'ald fcr. 100.00 á mánuði innanlancts. í lausasjöIiK fcr. 10.00 eintakið. NÝ MENNTUNAR- HÖFUDBÓL ¥¥ér í blaðinu birtist sl. ■"■■■■ sunnudag mjög athyglis- verð grein um íslenzk skóla- mál eftir tvo unga ísfirðinga, þá Gunnlaug Jónasson og Jón Pál Halldórsson. Lögðú þeir einkum áherzlu á það tvennt, að ný menntunar- höfuðból yrðu að rísa úti um landið, og að jafna bæri að- stöðu æskunnar til skóla- göngu. Þeir bentu á það með hófsemi og rökum að óhæfa væri að unga fólkið í svéit- um, kauptúnum og kaupstöð- um úti á landi byggi við allt annan og lélegri kost til skóla göngu en þéttbýlisæskan. í upphafi greinar sinnar komust þeir Gunnlaugur Jónasson og Jón Páll að orði á þessa leið: „Hér er um svo mikinn að- stöðumun að ræða, að hann hefur mjög mótað byggða- þróunina í landinu á undan- förnum árum. Verður slíkt að teljast mjög óæskilegt. Hlýtur það á öllum tímum að vera eitt mikilvægasta hlut- verk ríkisvaldsins, að skapa þegnum þjóðfélagsins sem jafnasta aðstöðu til menntun- ar. Eins og nú standa sakir eru það aðeins Reykvíkingar og Akureyringar, sem eiga þess kost að sækja mennta- skólana sem heimangöngu- skóla, en á þessu svæði býr nú um helmingur lands- manna. Þessi mikli aðstöðu- munur hefur leitt til þess að nú eru 80% menntaskóla- nema frá þessum héruðum en aðeins 20% frá hinum helm- ingi þjóðarinnar." Greinarhöfundar benda síð- an á það, að ákveðið hafi verið með lögum fyrir nokkr um árum að stofna nýja menntaskóla á ísafirði og á Austfjörðum. En furðulegur seinagangur hafi verið á fram kvæmd þessara laga. ísa- fjarðarkaupstaður hafi lagt á sig talsverðan kostnað við undirbúning menntaskóla þar með starfræksiu 1. bekkjar menntaskóla við gagnfræða- skóla bæjarins. Þeir rekja síðan.þær mótbárur, sem á vsínum- tíma komu fram gegn stofnun menntas^óla á Akur- eyri. Margar þeirra séu nú hafðar uppi gegn stofnun nýrra menntaskóla úti á landi. Kjarni þessa máls er sá, sem ísfirðingarnir benda á í grein sinni, að aðstöðumunur unga fólksins úti á landi og á þéttbýlissvæðinu, til skóla- göngu, er með öllu óviðun- andi. Gildir það ekki aðeins um aðstöðu til menntaskóla- náms heldur einnig til skyldu námsins. Sá aðstöðumunur verður að hverfa. Við hann verður ekki unað lengur. Það verða forstöðumenn fræðslu- málanna að gera sér ljóst. í grein ísfirðinganna felst engin árás á þéttbýlið. Þvert á móti. Þeir ræða þessi þýð- ingarmiklu mál af fullkom- inni sanngirni og öfgaleysi. En þeir bera fram kröfur, sem fráleitt er að daufheyr- ast við. Aðstöðu unga fólks- ins til menntunar verður að jafna. Ný menntunarhöfuð- ból verða að rísa. ÍSLENZKUR STÓR HUGUR ÍSLENZK SKAMMSÝNI - Fyrsti áfangi Búrfellsvirkj- *■ unar tekur að fullu til starfa í haust, jafnframt því sem álverið í Straumsvík hef- ur framleiðslu í sumar. Þessi mannvirkjagerð hefur skap- að hundruðum manna at- vinnu á síðustu árum og þannig létt undir, þegar um þrengdist á vinnumarkaðn- um. í framtíðinni mun Búr- fellsvirkjun og álverið reyn- ast drjúgar tekjulindir fyrir landsmenn. Þegar ráðizt var í þessi miklu stórvirki, gerðist það eins og oft áður í sögu lands- ins, að hópur skammsýnna manna hóf heiftúðuga bar- áttu gegn þessum framfara- málum. Rökin gegn fram- kvæmdunum voru vinnuafls- skortur, og að íslendingar væru hlunnfarnir af útlend- ingum. Þá leituðu sumir einnig á náðir íssins í Þjórsá í stríði sínu gegn virkjun- inni. Þessir menn eru á köldum klaka. Mannvirkin eru risin þrátt fyrir andófið. Þeir re^n^nú að sverja af sér fyriiþándstöðu, með því að segjast aðeins hafa verið ósammála ríkisstjórninni um nokkur samningsatriði. Búr- fellsvirkjunin og álverið verða óþrotgjamir minnis- varðar um íslenzkan stórhug en einnig um íslenzka skamm sýni á 20. öld. Gísli Júlíusson, rafmagnsverkfræðingur og tilvonandi stöðvarstjóri. Neeland, yfirverkfræðingur hjá Harza-fyrirtækinu bandariska. Jóhann Már Maríusson, verkfræð- ingur. Hann annast eftirlit á staðn- um fyrir hönd Landsvirkjunar. Veituinntakið séð frá skurðinum, sem veitir vatninu yfir í lónið. Ljósm. Mbl. Egill J. Stardal. U • Fyrir nokkru birtist hér í blaðinu viðtal við Eirík Briem, fram- kvæmdastjóra Landsvirkjunar. I framhaldi af viðtalinu heimsóttu blaðamaður og liósmyndari Mbl. Búrfellsvirkjunina. Tilgangurinn var að gefa lesendum nokkra hugmynd um hvernig framkvæmd- irnar stæðu um þessar mundir. I hetmsókninni kom þetta m. a. fram: 9 Öll meiriháttar mannvirki virkjunarinnar eru nú tilbúin til reksturs, og 9/10 hlutum heildarframkvæmdanna er lokið. Fyrstu þremur vatnshverflunum og rafölunum hefur verið komið fyrir í stöðvar- húsinu og veriö er að ganga frá tengingum. Áætlað er að virkj- unin taki til starfa i haust. • Rafmagnsframleiðsla þessara þriggja vatnshverfla verður 105 þús. kw. eða 15 þús. kw. meiri en allra vírkjananna við Sog. Tveir hverflanna anna raforkuþörf álversins í Straumsvik. Árið 1971 er áælað að Ijúka öðrum áfanga með því að koma fyrir þremur hverfl- um til viðbótar. Nær virkjunin þá hámarksafköstum: 210 þús. kw. Inntak Til leiðsagnar um virkjunar- svæðið fengum við Gísla Júlíus- son, rafmagnsverkfræðing og til- vonandi stöðvarstjóra. Við hófum kynnisferðina upp við stífluna i Þjórsá, (efst á stóru skýringar- myndinni). Gísli tjáði okkur i upp hafi, að nú væri svo komið að 89 pr. af heildarframkvæmdum væri lokið. I rauninni væru öll meiri- háttar verk að baki en einkum væri starfað að frágangi. Að svo mæltu lýsti Gisli fyrir okkur veitu- inntakinu. — Yfirfallsstíflan í ánni er 370 metrar að lengd, steinsteypt. Hún er tengd með jarðstiflum, Sölva- hrauni að austan og Skálarfelli að vestan. Á vestari bakka Þjórsár, þvert á aðalstífluna eru inntök veitumannvirkjanna. Inntakið ligg- ur hornrétt á vatnsstrauminn, sem fellur með aðalþunga sínum beint á yfirfallsstífluna. Grjótgarður gengur út i ána austan við þann hluta stíflunnar, sem búinn er lok- um. Þessi garður leiðir vatns- strauminn, sem næst samsíða sjálfu veituinntakinu að lokunum. Vatnsmagninu, sem um sjálft veituinntakið á að fara, er síðan stjórnað með þvi að opna lokur yfirfailsstiflunnar misjafnlega mik- ið. Stillingu þeirrar er stjórnað armað hvort frá stöðvarhúsinu eða stjórnturni á stíflugarðinum. Berast boðin til stjórntækjanna um örbylgjukerfi. — Við spyrjum Gísla hversu langt þessi mannvirki séu komin. — Inntakið er að mestu full- smíðað. Það á aðeins eftir að byggja þann hluta stiflunnar, sem yfir ána gengur frá lokunum. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að hægt verði að hefja rekstur. Til viðbótar stíflugerðinni á eftir að koma fyrir nokkrum útbúnaði í sambandi við ísvarnirnar, svo sem elektrónískum isþykktarmæl- um á veggjum inntaksins. Mælarn ir eru smíðaðir innanlands af Birni Kristinssyni, verkfræðingi. Aðvörun — Hverjar eru helztu ráðstaf- anir ykkar gegn þeim hættulega óvini, ísnum? — Þegar ráðizt var í Búrfells- virkjunina, gekk þess enginn dul- inn, að hér var úr vöndu að ráða. Leiðin, sem endanlega var farin er byggð á margra ára rannsókn- BÚRFELLS¥

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.