Morgunblaðið - 25.06.1969, Side 15

Morgunblaðið - 25.06.1969, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 19>®9 15 Yfirlitsmynd af virkjunarsvæðinu. Frá veituinntaki niður að stöðvar- um. Þá er hún einnig sniðin eftir tilraunum, sem gerðar voru í Noregi, á þremur likönum af virkj- uninni. Viðvörunarkerfið gegn meiri- háttar jakahlaupum byrjar upp við Sandafell. Þar hefur verið komið fyrir mælitækjum og sendi, sem gefur til kynna með hljóðmerkj- um hvenær hætta er á ferðum. Fyrsta aðvörunin ætti því að ber- ast um klukkustundu áður en hlaupið skylli á stíflunni. Mót- tökutæki eru bæði í sjálfu stöðv arhúsinu og I eftirlitsturninum. Miðja vegu milli Sandafells og stíflunnar er svo annar hlekkur viðvörunarkerfisins, sem gefa myndi \ klst. fyrirvara. Hættu- legust eru svonefnd þrepahlaup, sem bera með sér mikið af jök- um og krapahröngli. Við Sanda- fell eru auk þess tæki sem stöðugt mæla vatnsrennslið og ísmagnið í Þjórsá og senda þær upplýs- ingar til stöðvarhússins. Fleyting ísvarnarkerfið er fyrst og fremst. miðað við að fleyta ísnum ofan af yfirborðnu með ísrennu. ofan í þar til grafinn skurð: Bjarnalækjarskurð. ísnum verður síðan veitt eftir skurðinum niður i Bjarnalæk og þaðan út í Þjórsá aftur, fyrir neðan virkjunina. 1 undantekningatilfellum verður að loka inntakinu með öllu og opna lokur yfirfallsstíflunnar upp á gátt, þannig að ísrekið streymdi óhindrað í gegn. Inntökin og lok- urnar verða upphituð. Það versta, sem fyrir virkjunina gæti komið, væri að áin stíflaðist af ís rétt við inntakið. Við gerum okkur fullkom- lega Ijóst, að erfitt verður við Þjórsárísinn að etja, og þó sér í lagi fyrsta árið. En við erum þess líka fullvissir, að hér hafi eins vel verið búið um hnútana og framast var kostur. — Við spurðum Gísla, hvort lokun inntaksins þýddi ekki raf- magnstruflanir I Reykjavik og stöðvun á álverinu. — Það færi allt eftir því, hversu lengi sú lok- un myndi vara í lóninu fyrir neð- an inntakið er til staðar nokkur vatnsforði. Áður en hann verður uppurinn, má i flestum tilfellum ætla, að ástandið 1 ánni hafi breytzt til batnaðar/"! vetur hefði líklega aldrei komið til lokunar, en í hitteðfyrra í einstaka tilfellum. En jafnvel þótt virkjunin stöðvaðist algjörlega, héldi framleiðsla álvers ins áfram með tilstyrk oliuknú- innar rafstöðvar. Það yrði að visu ákaflega dýrt spaug, og óskandi að slikt neyðarástand skapist aldrei. Hekla — Hafa menn tekið Heklugos með í reikninginn? — Ekki gleymdist Hekla. Öll mannvirkin eru byggð með það fyrir augum að þola snarpa jarð- skjálfta. Um áhrif gossins á virkj- unina getur enginn sagt um fyrir- fram. Það fer t d. eftir því magni, sem Hekla kynni að spúa yfir af vikri. Ef vikurmagnið væri i minna mæli, siaðist það í burtu með öðrum botnaur í neðsta hluta inn taksins. En mikið mætti þó ganga á til að veruleg rekstrartruflun yrði. Kjarnasprengja — Þegar við vorum rétt að fara að tygja okkur til brottferðar frá veituinntakinu, buldi allt í einu við brestur mikill og grjót og möl bar við himin. — Jæja, segir Gisli, þá hafið þið orðið vitni að kjarnasprengju. — Við verðum hvumsa, og spyrjum hvort slíkur ósómi sé leyfi legur i andrúmsloftinu, niííjwl. dags. Þið verðið að spyrja ^burðar- verksmiðjuna að því. Það er hún, sem framleiðir Kjarnaáburðinn, sam við notum með góðum ár- angri til að drýgja dínamitið. Framhald síðar. Þ. W. húsi eru um 5 km. A myr.dinni sézt hvemig ísrennan opnast inn í Bjarnalækjarskurð, þangað sem isnum verður fleytt frá inntakinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.