Morgunblaðið - 21.10.1969, Side 13
MOROU’NBLAÐIÐ, PRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 196©
13
Skipulag rannsókna
Ræða Þorvaldar Búasonar, eðlisfræðings,
á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Á tuttugustu öldinná hefur
tækninni tekizt að skapa sér sér-
stæðan sess í hugum þjóðarma.
Svo til á hverjum degi heyrum
við um nýjungar, sem koma okk-
ur á óvart, þótt við séum oirðin
öllu vöu í þeim efnum. Þegar ég
frétti af hópferð Rússanna í
geimnum nú um daginn, kom hún
mér á óvart. Þó má segja eftir á,
að það afrek hafi nú legið í loft-
inu.
Tækninni fleygir fram, jafn-
vel hraðar en hugurinn fylgir
með. Ea sleppum rómantík geim-
ferðanna og hverfum til veru-
leikans á Islandi Jafnvel á ís-
landi íi^gir þróun fram. Fyrir
örfáum árum var Búrfellsvirkj-
un stórvirki í hugum manna, en
þó aðeins óljós framtíðarmynd.
Nú tekur risavirkjun á öiræfum
norðan Vatnajökuls að skýrast í
hugum manna.
Breyttir tímar gera nýjar kröf
ur til þjóðarinnar. Við veirðum
að hafa vakandi auga með því,
hvar við stöndum, og hvert horf-
ir. Þannig litu ungir sjálfstæðis-
menn á fyrir fjórum árum síðan,
er lög um ranmeóknir í þágu at-
vinnuveganna voru sett. Með
þeim lögum átti að tryggja að
við vænrn á hverjuim tíma við-
búnir að mæta morgundeginum
og kröfu hans um nýja þekkingu
nýja reynslu. Sumir voru bjart-
sýnir -og bundu miklar vonir við
lögin, aðrir voru svartsýnir á,
að með lögxmum væri stigið skref
í rétta átt Stefnir, félag ungra
sjálfstæðismanna í Hafnarfirði
gekkst fyrir fundi um lögin og
til að ræða, hversu við bezt meg-
um búa okkur undir að mæta
kröfum framtíðarinnar. Þar hljóm
aði rödd sem varaði við veilum,
sem í lögum þessum voru. Og bað
er athyglisvert að rifja þau við-
vöirunarorð upp í dag, þegar það
reynist samhljóma dómur sér-
fræðinga við raimsóknarstofnan
ir, að vedlurnar hafi komið fram
og hafi orðið afdrifaríkar.
Ungir sjálfstæðismenn sýnda
þróun vísinda og tækni áhuga
fyrir fjórum árum siðan og það
þaTf engan að undra, að þeir nú
vilja kanna hug sinn, er við
stöndum við aldahvörf í íslenzku
atvinnulifi með stóriðju á næstu
grösum. Samband ungra sjálf-
stæðismanna efndi þvi til ráð-
stefnu um raimsóknir og tælkni-
þróun. Til ráðstelfnunnar var
boðið ölflum starfandi sérifræð-
Ingum við rannsóknaistofnianir er
fást við raunvisindi (neimia lækn
isfræðij, óháð pólitísíkuim skoðun
um. Fyrir ráðstefnuna var unnin
greinEirgerð um starf, viðfangs-
efni og gildi hinna ýmsu rann-
sóknastofnainia fyrir þjóðlífið! Á
ráðstefnunni var dreift eyðublöð
um, þar sem þátttakendum gafst
kostur að tjá sig um svör þeirra
spurninga sem fram var varpað.
Allar unvræður voru teknar upp
á segulband. Sjö manna fram-
kvæmdaneftid hefrur nú unnið
niðurstöður úr öllujn þessum
gögnum.
Ég mun hér í stuttu máli gera
grein fyrir helztu niðurstöðum
ráðstefnunnar.
GAIXAR GIL.DANDI
SKIPII.AGS
1. Á ráðstefnunni kom fram, að
sérfræðingar almennt höfðu litla
trú á ágæti hins fjölmenna rann-
sóknaráðs og kom fram nokkur
gagnrýni á það, hvernig það væri
skipað t.d. frá einum aðila fram
kvæmdanefndar ráðsins. Fram-
kvæmdastjóri ráðsins lýsti von-
brigðum með störf ráðsins, þrátt
fýrir það að þar sætu margir á-
ágætir menn að hanis áliti. Þar
yröu aldrei neinar umræð-
uir. Virðist augljóst að
hreyta verður samsetningu ráðs-
izis ef þar á að skapast frjór um
ræðugrundvöllur með skipuleggj
andi starf að markmiði.
2. f umræðum fyrri dag ráðstefn
unnar varð þátttakendum tíðrætt
um skort á gagnkvæmum upplýs
ingum milli atvinnuvega og rann
sókna. í lögum um rannsóknir í
þágu atvinnuveganna áttu ráð-
gja'faniefndir skipaðar 10—11
mönwum tilnefndum af ýmsum fé
lögum og stofnunum þjóðfélags-
ins að tryggja góð upplýsinga-
skipti og skjóta nýtingu rann-
sókniamiðurstaðna. Þessar ráð-
gjafanefndir hafa lítið starfað og
sumsstaðar alls ekki. Við sjáum
að bneytinga er þörf ef vel á að
fara. Það nær ekki tilgangi sín-
um, ef rannsóknastofnanir sitja
uppi með niðurstöður, sem geta
aukið hagkvæmni atvinnuveg-
anna en eru alls ekki nýttar.
3. Tengsl milli stjóma og starfs
manna stofnana hafa veríð ákaf-
lega lítil. Starfsmenm stofnana
vita lítið um þróunaráætlanir
stjómanna. Það er allt of al-
gegnt að ranmsófcnastotfnunuim
bæði atvinnuvega og Háskólams
sé stjórnað með leynd og frum-
kvæði starfsmanna dreplð niður.
Slíkt leiðiir einungis til stöðnun-
ar. Á ráðstefnunnd var það sér-
staklega upplýst að enginn sér-
fræðingur, sem unnið hefur á veg
um rannsófcnarráðs hafi viljað
ráðast í starf ranrxsóknastofnun
iðnaðarins, þótt tfraim á það hafi
verið farið. Það þýðir eikkert að
tala tæpitungu um það, hér er
um stjðmunarvandamál að ræða.
seim krefst taifarlaust lausnar.
4. Margir hafa vænzt heildair-
stefnu í ranmsóknarmálum. Það
virðist augljóst af fyrsta lið upp-
talningair á verkefnum rann-
sóknaráðs að því sé ætlað slíkt
hlutverk. Enginm vottur er til að
slíku. Rannsóknaráð hefur hins
vegar haft á hendi frumhönnun
og athugun á hagkvæmni sjó-
efnavinnslu og reymdar annars
orkufreks iðnaðar. Sú athugun
hefur einimitt tafizt af því að und
irstöðurannsóknir á háhitasvæð-
inu á Reykjanesi hefur ekki far-
ið fram. Við þurfum að kanna
auðlindir okkar áður en farið er
að selja þær. Hér þarf skipu-
lags við og rannsóknastjórnun-
ar.
5. Naklkrir ræðumanna á ráð-
stefnu S.U.S. um rannsóknir og
tækmáþróun lögðu ríka áherzlu á
hinn mikla skort á þekkingu, sem
gætir víða í atvinnulífimu, og sem
verður að bæta, ef nýta á tæfcni-
legar nýjungar. Enn þá alvar-
legri v-erður myndin, ef haft er í
huga, að við stefnum að stóriðju
með stórfelldum efnaiðnaði. Að-
eins örfáir fslendingar hafa þé
menntun sem mestu máli skiptir
í þeinri atvinnugrein. Engar ráð-
stafanir hafa verið gerðar til að
mæta þessari þróun m«eð mennta
stefnu.
Ég hef dregið fram nokkur
meginsjónarmið sem firam komu
á ráðstefnu um rannsóknir og
tækniþróun. Öll umdirstriíka
þau atriði, seim miður fara.
Sittihvað mætti tína til, sem
hetfur þó miðað í rétta átt. Em
við megum ekki við því að hafa
ranga stefnu í rannsóikna og
menntamálum. Það er áistæðu
laust að 'hafa hér mörg
orð um það, hvort heldur
sé leiðtogum í rannsókna-
ráði, lögium og skipuilagi ranrn-
sókna eða sérfræðingum almemmt
að kenna þar sem miður hefur
telkzt. Við viljum frefkar vefcja
atihygli á þvi, sem við teljum
vera til bóta, rannsólknuim og
tætoniþróun þjóðarinnar til efl-
ingar. í beftinu „Hvað viljum
vi«“ eru samandregin nokkur at-
riði sem marka stefnu ungra
sjálfstæðismanna í vísindamálefn
um.
Ég vil skýra nofckiur sjónar-
mið, seim þar birtast.
TTL.L.ÖGUR I M NÝTT SKIPU-
LAG RANNSÓKNARÁÐS
Við leggjum á það ríka áherziu,
að rannsóknaráð verði fyröt og
fremst sérfræðileg ráðgjafastofn
un. Það á ekki að miðla fjárveit-
ingum, það á hvorki að ákveða
forgangsrétt rannsótonaverk-
efna né stóriðjuverkefna. Slíkar
Þorvaldnir Búason.
ákvarðanir hljóta að véra stjórm
málalegs eðlis ög eiga því heima
í ráðuneyti. Hins vegar á rann-
sóknaráð að meta það, hvort
rannsóknaáætlanir fullnægi sér-
fræðilegum kröfum og það sé frá
því sjónarmiði óhætt að veita fé
í rannsóknima. Það getur einnig
beitt sér fyrir því að hópur sér-
fræðinga geri rannsóknaáætlun
uim tiltekið verkefni en eigi það
að gegma hlutverki hins óháða
ráðgjafa má það hvorki stjóma
áætlanagerðinni né framkvæmd
rannsóknamna sjálfra. Tillögur
ofekar ganga því í þá átt, að rýra
beint vald ráðsins. Á móti telj-
um við koma, að meíri líkur séu
til að ráðið ávinmi sér traust sér-
fræðinga og ráðamanna í land-
ru með hlutlausum dómi um ve<rk
og áætlanir annarra en sín eigin.
Við leggjum til að ranmsÖfenaráð
fjalli bæði um hagnýtar Tann-
sóknir og grundvallaTramnsókn-
iir, en með lögunum 1965 er Há-
skóla íslandis útihlútað grundvall
arrannsóknir og rannsóknaráði
hagnýtar ranmsóknir. Á ráð-
stefnu S.U.S. kom greinilega fram
óánægja með þann skarpa grein-
armun sem mú er gerður á þess
um tveimur greinum rannsókna.
Staðreyndin er sú, að hér eru
ekki til skörp skil. Með því að
þvinga inn skil, hefur tekizt að
gera Háskóla íslands að nátt-
trölli í íslenzku þjóðfélagi, án
lifiandi tengsla við athafnalif
þjóðarimnar. Allar rannsóknir,
sem að augljóisu oig skjótu
gagni megi koma eru rofn-
ar úr tengslum við skólann. Við
teljum þennan aðskilnað hafa
hamlað þróun í þá átt, að Há-
sikóli íslandi tælki að sér að
mennta menn í raunvísindum
fyrir atvinnuvegi þjóðarinmar.
Áður var drepið á tilfinnanlegan
Skort á að niðurstöður rann-
sókna væru nýttar í atvinnuveg
uniun. Bezta leiðin er auðvitað
að mennta á rannsóknastofnun-
um starfsmenn atvinnuveganna.
Með því er tryggt, a« niðurstöð-
Vm rannsótona sé ikomiS á fram-
færi vi« atvinnuvegina, starfs-
menndmir vita a« námi loknu,
hvert þeir eiga aS leita, ef þá
Skortir lansn á einhverjum
vamda. Og mimni hætta er á að
hráar óstaðffærðar erlendar nið-
urstöður verði notaðar við is-
lenztoar aðstæður með stórtjón
fyrir atvinnuvegina, sem af-
leiðingu. f sumum greinum eins
og haffræði og fiskifræði ætti
Háskóli ísíands beinlínis að
gegna forystuhlutverki. Það var
öheillaspor, þegar nannsókna-
stofnanir atvinnuveganna voru
rofnar úr tengslum við H. t, en
úr því má bæta og verður að
bæta.
Ramnsóknaráði var ætlað að
ge,ra árlega skýrslu um rann-
sóknarstarfsemi í landinu. Slík
skýrsla hefuir aldrei verið sam-;
in og er það miður. Við leggj-
um áherzlu á að því hlutverM
verði sinnt, svo mikilvægt er að
einhvers staðar sé að finnia gott
yfirlit yfir rannsóknir lands-
manna, atvinnuvegum og ein-
staklingum til leiðbeiningar.
Á ráðstefnu okkar og í við-
tölum síðair hefur komið í ljós
hversu nauðsynlegt er áð halda
ráðstefnur sem þá, sem S.U.S.
niú gekkst fyrir. Við teljum það
eitt höfuðverkefni rannsókna-
ráðs að giangast fyrir ráðstefn-
um um tímabær verkefni. Slík-
ar ráðstefnur myndu kalla sam-
am hóp sérfræðinga til gagn
legra skoðanaskipta. Tækifæri
gæfist til mótunar meginstefnu
og kynninga Slíkar ráðstefnur
áttu reyndar að vera svo sjálf-
sagðiar að ekki þótti ástæða til
að setja um þær ákvæði í lög-
um 11965, en engin ráðstetfna heí-
ur verið haldin.
VÍSLNDADEILD RÁBU-
NEVTIS
Ég gat þess fyrr í erindi minu,
að rannsóknaráð ætti að vera
óháður ráðgjetfandi með áíkatf-
lega lítið beint vald. Það ætti
að vera hlutverk ráðuneytis að
taka hina pólitízku ákvörðun
um forgangsrétt rannsóknar-
verfcefna og fjárveitingar til
verkefinanna o.s.frv. Til að flýta
afgreiðslu slíkra mála og
tryggja að í ráðuneyti séu starfs
kraftar, sem helga sig rammsókna
armálefnum, leggjum við til að
stofnuð verði sérstök ráðuneyt-
isdeiM um vísindamáletfni. Og
til að undirstrika mikilvægi
rannsókna og vísinda fyrir allt
þjöðlífið leggjum við til að slík
deild verði stofnsett í forsætis-
ráðuneytinu við hliðina á efna-
hagsstofnun.
LÝÐRÆÐI Á RANNSÓKNA-
OG HÁSKÓLASTOFNUNUM
Sumum hefur skilizt að sér-
fræðingar séu að krefjast allra
valda í rannsöknum þegar þeir
fara fram á aðíld að stjórnum
rannsóknastofnana. En hér gæt-
ir misskilnings. Þegar ráðizt er
í verkefni er það augljóslega sér
fræðingur sem bemdir á og
skipuleggur verkefnið. Ráðu
neyti tekur endanlega ákvörðun
um fjárveitingu til verkefnisins
og þá einnig hvort verkefnið
skuli unnið. Hverl er þá hlut-
verfc stjórnanna? Stjórnln ger-
ir hins vegar fjárhagsáætl-
anir og marfcar stetfnu um vöxt
og viðgang stofnunar, en vald
hennar er nánast efcfcert. Eftir
hverju eru þá sérfræðinga' að
sækjast? Eins ög sákir standa,
er viðleitni þeirra fyrst og
fremst tilraun tll að fá að fylgj-
ast með því hvert stefnir með
ranmsóknarstofnunina á hverj
um tíma, og sú stefna varðar þá
og þjóðina alla.
Við leggjum áherzlu á frelsi og
lýðræði gegn forsjá og höftum.
í mágrannalöndum okkar hefur
lýðræðið haldið innreið sína á
vinnustaði a.mdc. rannsóknar-
stofur og háskóladeildir, og í
Háskóla íslands þykir sjálfsagt
að kennarar kjósi sér verk-
stjócrn. Vi« skulum lita á þeasi
viðhorf í ljósi þeirrar stað-
reyndar, að á flestum slík-
um viinnustöðum eru allir starfs-
menn vel vaxnir sínum
starfa. Hinn menntaði einvald-
ur hafði á sínum tíma sérstöðu
vegna menntunar sinnax. í há-
skóla og ranrLsóknarstofnun á 20.
öld höfum við ekki þörf fiyrir
menntaðan einvald, þar hafa all-
ir sérfræðingar tilskyjda mennt-
un. Við trúum á lýðraeðið og að
í þvi andrúmslofti séu bezt vaxt
arskilyrði fyrir frumkvæði og
framtak einstaklingsins. Við
kjósum því það skipulag stjóm-
unar þar sem aliir koma saman
og styðja hvem annan í lausn
vandans. Það er því hógvær
krafa að sérfræðingar fái sinn
fulltrúa í stjóm stofnana, það er
vísár að betri samvinnu stjórn-
ar og etarfsmanna.
Ungir sjálfstæðismenn hafa
vaknað til meðvitundar um það
að beina ber I ríkara mæli
æsku landsins inn á svið tækni
og vísinda. Það er grundvöllur
hagsæMar í landinu. Það er
grundvöllur þess að geta stund
að og nýtt rannsðknir. Með því
éinu móti getuim við eflt íslenzka
verfcmenningu og staðizt sam-
keppni við aðrar þjóðir á alþjóð-
legum markaði og tryggt sjállf-
stæði þjóðarinnar og sjálfsvirð-
ingn.
Ég vil að lotoum geta eins atr-
iðis, sem mifclu máli sfkiptir. Þjóð
félagið mótar vaxtarskilyrði
tætomiþróunar. Einnig þær
geta þiáðst af fylgifcvill-
um óeðiilegs verðmyndunarkeirf-
Is. Þegar atvinnuvegum em
tryggðar tekjur með niðurgreiðsl
um og tilfærslum fjármuna í
þjóðfélaginu skortir þá aðhald
til að notfæra sér niðuirstöður
rannsóknanna til hagkvæmari
og arðsamari reksturs og niður-
stöðumaT verða alls ekki nýtt-
ar. Þá má spyrja til hvers að
rannsaka. Þessi staðreynd legg-
ur sérstakar skyldur á herðar
Sj álfstæðisflokk sins.
Sjálífstæðisffllokkurinn hefur
tekið ótvíræða forystu í
tæfcnivæSin'gu landsins. Hann
er stærsti ®o(kfcuT landsinis;
hann hefur á að slkipa
stærstum hópi sérfræðinga
og verkfræðinga til að vinna við
hlið stjómmálamannanna að"
mörkun stefnu fyrir framtíðina.
Þann áhuga, sem nú rikir, má
ekki kæfa, heldur efla í mark-
j vissri baráttu fyrir hættum kjör
um á íslandi.
Neitaði að banna
bókina um Piaf
París, 16. október, AP.
DÓMSTÓLL í Paris, ncitadi
í dag að láta gera upptæka
bók um söngkonuna frægu
Edith Piaf. Bókin heitir ein-
faldlega „Pigf“ og hefur þeg
ar selzt í gríðarstóru upplagi,
en í henni er m.a. sagt að
söngkonan hafi verið kynóð,
drykkfelld og eiturlyfjaneyt-
andi.
Þa« voru bróðir söngfcon-
unnar og hálfsyistir, sem
lögðu málið fyrir dómstól-
ana, en höfunduiri-nn er Sim-
one Rerteaiut, sem heldiur því
fram að húin hafi verið hálf-
systir Editih. Dómarinn sem
fjallaði uim málið sagði að
kaflar úr bókinni hetfðu ver-
ið birtir í blöðttm í áigúst síð-
astliðnum, og hún hefði knm
ið á markaðinn í septemiber.
Það væri því of seint að
banna sölu henmar nú. Hime
vegar neitaði hann ekki
m'öguieika á meiðyrSamáli
vegna hennar.