Morgunblaðið - 21.10.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1968 Jónína Jafetsdóttir —Minning MEÐ FÁUM orðum vil ég minn ast vinkonu minnar Jónínu Jaf- etsdóttux, sem andaðist á Borgar spítalanum 15. þ.m. Fullu nafni hét hún Ólöf Jón ína, en frá barnæsku var hún af sínum nónustu nefnd Nína. Varð það til þess að seinna nafnið út- rýmdi hinu fyrra. Jónína var fædd hér í Reykja vík 10. janúar 1898. Foreldrar hennar voru Jafet Ólafsson sikip stjóri og Margrét Jónsdóttir kona hans. Bæði voru þau hjónin fædd og uppalin suður í Njarð víkum og áttu þar til merks og t Konan mín, Bergljót Kristín Þráinsdóttir, Safamýri 54, lézt í Landspítalanum 19. þ.m. Stefán Jónsson. t Móðir mín, Kristín Árnadóttir frá Borg í Skriðdal, andaðisit í sjúkrahúsiniu á Eg- ilBstöðum lauigardaiginm 18. okrtóber. Fyrir hönd sona hennar, Magnús Blöndal Bjamason. t Hjartkær eiiginmaður minn, faðir okar, temigdafaðir og afi, Bergsveinn Jónsson, Grundargerði 4, andaðist í Borgarspítaliainium 18. þ.m. Fyrir hönd vandiamanna, Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti. t Eiginmaður minin, Eiríkur Einarsson, arkitekt, andaðist að heimili sínu Gróðrarsifcöðinmá, Laufásvegi 74, að morgni 20. þ.m. Helga Helgadóttir. t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, Ástríður Björnsdóttir, Laugavegi 46B, anda.ðist í Borgarsjúkrahúsinu laugardaginn 18. þ.m. Sigrún Eyþórsdóttir, Margrét Eyþórsdóttir, Áslaug Eyþórsdóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Sveinbjörg Eyþórsdóttir, Björn Eyþórsson og tengdaböm. dugmikils fólks að telja. Ung að aldri fluttust þau til Reykja- víkur og gengu hér í hjónaband árið 1897. Jafet hafði lokið stýri mannsprófi árið 1895 og gerzt strax stýrimaður og síðar skip- stjóri. Eignaðist hann brátt í fé lagi við tvo aðra menn þils'kipið „Sophie Wheatley" og varð skip stjóri á því. Skipið var gert út til fiskveiða, og fékk Jafet fljótt orð á sig sem einn af beztu fiski Skipstjórum landsins. Hefur hon um verið lýst þannig, að hann hafi stundað atvinnu sína með ó þreytandi elju og ástundun, ver- ið sérstakur fyrirmyndarmaður að stjórnsemi, reglusemi og þrifn aði um borð í skipi sínu og sér- lega vinsæll og vel metinn af há setum sínum. Á þessum árum um og eftir aldamótin voru farsælir upp- gangstímar í fiakiútveginum. Út gerðin dafnaði fljótt í höndum Jafets, svo að bjartir tímar virt- ust framundan fyrir ungu hjón in og einkabarn þeirra. Þá var togaraöldin að ganga í garð og framtakssamir útgerðarmenn og skipstjórar með ráðagerðir um að koma sér upp togurum í stað hinna eldri fiskiskipa. í októ- ber 1905 var stofnað togaraút- gerðarfélagið Alliance, og var Jafet einn af stofnendum þesis. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að sjá fyrsta togara félags ins, Jón forseta, koma til lands ins. Á vetrarvertíð 1906 hélt Jafet Skipi sínu að venju til fiskveiða. Hinn 7. apríl þá um vorið gerði hér eitt mesta áhlaupaveður, sem t Jarðarfor Guðrúnar Ragnheiðar Guðbrandsdóttur, er andaðist 15. október, fer fram frá Fosvogskirkju mið- vikudaginn 22. október kil. 10.30 árdegis. Fyrir hönd vamdamainina, Dagbjört Jóhannesdóttir. t Útför systur okkar, Sigríðar Árnadóttur frá Miðdalskoti í Laugardal, 9em lengi átti heimili á Rán argötu 29, fer fram frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 22. október kl. 13.30. Stefán Árnason Ingibjörg Arnadóttir, Karólína Ámadóttir, Kristín Arnadóttir, Ingveldur Árnadóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Guðmundsson, bóndi frá Sæbóli, Ingjaldssandi, til heimilis að Briaigagötu 22A, sem andaðist 15. þ.m., verður jarðsumginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginin 23. októ ber kl. 3. Þeir sem Vildu mininasit hans, láti líknarstofn anir njóta þess. Böm, tengdabörn og bamabörn. komið hefur á þessari öld. Þann dag fórst þilskipið ,,Ingvar“ hér á Viðeyjarsundi með 20 manna áhöfn. Engum Reykvikingi, sem þá var kominn til vits og ára, mun sá hörmulegi atburður úr minni líða. Þennan daga hafði sézt til „Sopie Wheatley“ í Faxa flóa, en ekiki var kunnugt um af drif skipsins. Þremur eða fjórum dögum síðar fréttist, að annað fiskiskip, „Emilie", hefði farizt í ofviðrinu fyrir Mýrum með 24 manna áhöfn. Hinn 14. april barst síðan sú fregn úr Borgar- firði, að „Sophie Wheatley" hefði einnig farizt sama dag fyrir Knararnesi á Mýrum. Á því sikipi var líka 24 manna áhöfn, allt úr valsmenn. Engiinn þeirra komst lífis af. Þá var Jafet 32 ára. Það hefur verið löng vika fyrir þær mæðgumar að bíða milli vonar og ótta um afdrif skipsins og vita um ófarir hinna skip- anna. Þó að þær væru báðar gæddar hetjulund, mun lengi haifa á þeim hvílt þetta mesta áfall í lífi þeirra. Jónína dvaldist eftir þetta með móður sinni, meðan báðar lifðu. Með dugnaði og forsjálni, en af litlum efnum, ól Margrét önn fyr ir dóttur sinni í uppvexti hennar og studdi hana til mennta. Það launaði Jónína henni í ríikum t Frænka mín, Jónína Jafetsdóttir, Kleppsvegi 8, verðuir jarðsett frá Dómkirkj- unni þriðjudagirm 21. október kl. 3. Fyrir hönd vandamanmia, Ólöf Sigurðardóttir t Systir okkar og frænka, Aðalheiður Jónsdóttir, lézt að Elláheimilinu Gruind þann 10. október. Jarðarförin hefuir farið fram í kyrrþey að ósk hinniair látnu. Fyrir hönd systkina, frænd- fólks og vina, Ólafur Einarsson. t Minningarathöfn um mó’ður okkar, Bergþóru Árnadóttur frá Vestmannaeyjum, verður í Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. október 1969 kl. 4.15. Jarðarförin fer fram laugar- daginn 25. október kl. 2 frá Landakirkju, V estmarunaey j - Börn hinnar látnu. mæli síðar, er Margrét þarfnað- ist á efri áruim umsjár og aðstoð ar. Jónína gekk í Verzlunarsikóla íslands og lauk þaðan prófi með hárri einkunn árið 1916. Eftir það réðst hún Skrifstofustúlka til hf. Alliance, og þar vann hún lífs- starf sitt. Hún var prýðilega verki farin og leysti öll sín störf af hendi með stakri trúmennsku og kostgæfni. Auk star'fs síns hafði Jónína ýmis áhugamál. Á yngri árum og lengi síðan tók hún mikinn þátt í íþróttum og var félagi í IR. Hún var þátttakandi í fim leikaflokki, sem Björn Jakobsson leikfimiikennari hafði aeft. Þessi floklkur sýndi undir forystu hans fimleika í Noregi, Frakklandi og Bnglandi við góðan orðstír. Jón- ína hafði einnig yndi af útivist og ferðalögum. Margrét andaðist árið 1951, 79 ára að aldri. Nokkrum árum síðar réðst Jónína í að kaupa sér íbúð í sambýlishúsi. Þar bjó hún sér inndælt heimili af næmri smekkvísi. Blómarækt hennar setti unaðslegan svip á heimilið, enda var hún ajla tíð mikill blómaunnandi. Kosti Jónínu kunnu þeir hezt að meta, sem kynntust henni nán ast. Sjálf var hún hlédræg og stililt í lund, en við vinafólk sitt batt hún tryggðir, sem aldrei brugðust. Ein af beztu vinkonum hennar var frú Þórunn Bergþórs dóttir, kona Sveinbjörns Jónsson ar hæstaréttarlögmanns. Eftir lát frú Þórunnar hélzt sama vinátt an áfram við fjölskyldu hennar, sem aðstoðaði Jónínu og hlynnti að henni í veikindum hennar. Það var venja okkar ýmissa vina Jóndnu að heimssekja hana á afmælisdegi hennar 10. janúar. Eigum við margar góðar og hug ljúfar endurminningar frá þeim dögum. Við minnumst gestrisni hennar og hversu glöð hún var í vinahópi. Ég veit, að ég mæh fyrir munn okkar. allra, sem tók um þátt í þeim heimsóknum, er ég nú að leiðarlokum flyt henni þakikir fyrir trygga vináttu og kveð hana hinztu kveðju. Halldóra Magnúsdóttir. Guðmundur Bjarni Sveinsson — Minning Fæddur 3. ágúst 1898. Dáinn 23. september 1969. Guðmundur var fæddur að Tunigu í Tálkmafirði, foreldrar hans voru Jóhanna Bjarnadóttir og Sveinn Sveinbjörnsson, en hann ólst upp á Eysteinseyri hjá Jónínu Eiríksdóttur og manni hennar Bjama Friðrikssyni. Þann 7. apríl árið 1928 gekk hann að eiga Aðal'heiði Guðbjarts dóttur, en missti hana eftir rúm lega eins árs sambúð. Eftir það átti hann heimili hjá mágkonu sinni Sigríði Guðbjartsdóttur og manni hennar Guðmundi Ó. Guð muindasyni að Eyrarhúsum í Tálknafirði. Á sínum yngri árum stundaði hann sjómennsku, bæði á skútum og mótorbátuim. Hann átti mörg áhu'gamál, ednkum fyrir unga fóilkið í siveitiinni. Stafmaiðá t. d. barnastúkuna Geislan og starf- aði við han.a af lífi og sál. Einnig vann hann að slysa'varnairmálum. t Þök'kum innilllega auðsýndia samúð vegrna andláts og jarð- arfanar Guðmundar Snorra Finnbogasonar frá Þverdal. Jónína Sveinsdóttir og börn. t Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkuir vinsemd og vin- áttu við fráfall móðuir okkar, tenigdamóður ag ömrnu, Ólafar Jónsdóttur frá Hnausakoti. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Jarðarför eiiginmamnis míns og föðuir okloar, Gests Gunnsteins Benediktssonar, Skúlagötu 42, fer fram frá Fotssvagskiirkju miðvikudaginn 22. okit. kl. 3 e.h. Kristjana Gísladóttir og dætur. Ferðaðist hahn þá um Vestfirði og kenndi hjálp í viðlögum, þá vann hann á vegum skógræktar- félaigsins í sinni sveit og víðar. Árið 1947 fluttd fjölskyldan frá Eyrarhúsum til Hafnarfjarðar, en Guðmundur heitinn varð kyrr að Eyrarhúsum hjá Steinunni Finn- boga-dóttur og AJberti Guiðmiuindls syni kaupfélagsstjóra. Um hver jól dvaldi hann hjá fjölsky ldun.nl í Hafnarfirði og h'lökkuiðtum við systkindn alltaf ti'l þegar von vair á Gumma, því aið aflJltaf var hainn jafn kátiur og hiress. Þökkium við hionium aif heilum hiuga aflla t/ryggðinia sem hann autðsýmdli dk/kur. Eftir að við stoifniuðum heimillá sjálf sýrudi hann bömum Okfcar sömiu hjairiia- hlýjuinia, því a@ banin var gérstaik- lega bamigóður. í aprílmánuði árið 1967 flutti hann alfarinn að vestan. Eftir það dvaldi bann á Hrafiniistu. Síð ustu mán.uðina var hann rúm- liggjandi og oft mikið þjáður. Eftirlifiandi systkini Guðmundar eru Jóhanna sem n.ú dvelur á Hrafnistu og Sveinn sem búsett ur er í Reykjavík. Guðmundur var jarðsunginn frá Stóra-Laiuigardalskirkju í TállkniatfiirSi 27. siepit. sfl.., því alð fyrir vestan var huigiur hans allltiaif. Að leiðarlokum þökkum við honum órofatryggð og vináttu sem hann sýndi okkur allt frá bernsku og biðjum honum blesa- un.ar guðs í nýjum heimkynnuim þar sem eiginkonan og aðrir ást- vinir taka á móti honum. Blessuð sé minning hans. Systkinin frá Eyrarhúsum. LEIÐRÉTTING í MINNINGARGREIN um Elínu P. Blöndal hér í blaðinu sl. sunnudag, misritaðist nafn Björns Auðunssonar sýsliumanns en hann var ranglega nefndur Guðmundsison. Einnig var amma Elinar nefnd Katrín, en á að vera Karin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.