Alþýðublaðið - 04.06.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.06.1930, Blaðsíða 2
I ABHXBBBIí'A'niB Verkfalllna lokið. Verkfallinu hjá Alliancefélaginu er nú lokiö og samkomulag komið á. Greiðir félagið taxta Dagsbrúnar öllum verkamönn- um sínum. 6 Kjordagnrinn. Á alþingi í fyrra flutti Jón Baldvinsson þá tillögu, að kjör- dagur við almennar, reglulegar alþingiskosningar skyldi fram- vegis vera lögákveðinn almenn- ur hvíldardagur. Þesisi sjálfsagða réttarbót fékk að eins fjögur at- kvæði og var feld með miklum atkvæðamun. Sameinaðist mestur hluti ihalds- og „Framsóknar"- þingmanna efri deildar gegn henni. Ef tillaga þessi hefði verið samþykt, þá hefði landskjörið í ár að sjálfsögðu ekki farið fram á helgum degi, en dagurinn hefði samt verið almennur frídagur. íhaldsmenn eru að reyna að telja fólki trú um, að það sé svo sem ekki þeim að kenna, að landskjörið fer nú fram á helg- um degi og að það sé ekki að eins mesti óþarfi, heldur sé það gert af óvináttu við kirkju og kristindóm og sé sök jafnaðar- manna. Þetta er hið mesta fals. Það voru þau Jón Þorláksson, Jóhannes, fyrrum bæjarfógeti, Ingibjörg, Björn Kristjánsson og Jónas Kristjánsson, sem greiddu atkvæði gegn tillögu Alþýðu- flokksins um það, að kjördag- urinn skyldi verða almennur fri- dagur. Það er þvi þeim að kenna, að nú, er kosið á helgidegi. Vit- anlega ætluðust þau til þess, að alþýðufólki skyldi verða gert sem ailra örðugast fyrir að sækja kjörfund með því að ákveða alla alþingiskjördaga á, mestu anna- tímum ársins, en fella tillögu um, að þeir skyldu vera almennir frí- dagar. Það er aðalatriðið fyrir IhaUisflokknum. — Eí það væri vandlæti vegna helgidagsins, sem íhaldsfólkinu gengi til, þá hefði það ekki komið í veg fyrir að tillaga Jóns Baldv. yrði sam- þykt og að þar með yrði trygt, að aldrei yrði kosið á helgidegi. Og þá myndi það ekki láta sér á sama standa, þó að sjómenn og verkanienn verði að vinna h’vem helgidaginn eftir annani, — þó að sjómenn verði að fiska á sjáifri hvitasunnunni eða verið sé að flytja ís út í togaíra á að- fangadagskvöld jóla, til þess að sjómennirnir sleppi ekki við að fara út á haf á jólanóttina, eins! og einn „máttarstólpi" íhaldsins lét gera fyrir fáum árum. Stiórnarsbiftin i Svipiðð. Lundúnum (UP). 3. júni. FB. Frá Stokkhólmi er símað: Kon- ungurinn hefir falið Ekman, leið- toga Frjálslynda flokksins, að mynda stjórn. 927 er nú talan, sem vantar, þvi fjórir hafa bæzt við. Það ættu hefczt aldrei að vera færri en það ,sem kæmu á dag. Ó.F. Nýfar leiðir ___ t Morgunblaðið skýrir frá því síðastliðinn sunnudag, að Mey- vant Sigurðsson hafi farið á bíl alla leið til Selvogs á 6 klst., en af þeim tíma var bíllinn fastur í 5 klst. Þetta er nú gott. þótt ótrúlegt sé, en blaðið segir enn fremur, að þetta sé í fyrsta sinn, sem bíll fari þessa leið, en ekki í fyrsta skifti, sem Meyvant opni nýjar leiðir. Sannleikurkm er sá, að út Bæjarþorp, að Hrauni og út á Hliðarbæi hefir verið farið með bíla nú mörg undan- farin ár, og í fyrra sumar fór ég með bíl fullan af fólki alla leið út á Nesflatir. Sjálfsagt hefir Meyvant komist nokkrum metrum lengra, og er þá ekki nema sann- gjarnt að segja, að hann hafi opnað þann spottann. Sveinbjöm Guðlcuigsson. ZeppelinsfilBgið. Lundúnum (UP.), 3. júní, FB. Frá Lakehurst í Bandaríkjunum er simað: Loftskipið „Zeppelin greifi“ lagði af stað í morgun til Friedrichshaven um Sevilla, og er þetta seinasti áfangi hins sögu- lega flugs, sem farið er til þess að koma á loftskipasambandi milli þriggja heimsálfa. Dr. Eckener býst við, að ferðin muni standa yfir í 70 klukku- stundir. Veðurhorfur voru taldar mjög góðar, er loftskipið lagði af stað. Síðari fregn hermir, að kl. 1 í nótt hafi loftskipið verið á 38. gráðu norðurbreiddar og 13 gráðu vesturlengdar. Frá brezbn stiórninnl. Lundúnum (UP). 3'. júní. FB. Ramsay MacDonald forsætisráð- herra tilkynti í neðri málstofunni í gær, að stjórnin hafi ákveðið að hafa tvö nýlendumálaráðu- neyti, annað fyrir sjálfstjórnar- nýlendurnar, hitt fyrir aðrar ný- lendur. Ráðherra verður yfir hvoru ráðuneytinu um sig. Thom- as ráðherra hefir tekið boði MacDonalds um að vera ráðherra sjálfstjórnarnýlendumála, og læt- ur þvi af ráðherrastörfum þeim, er hann hefir áður haft. 78 ára er i dag Guðríður Þðrðardóttir, Nýlendugötu 22, móðir Magnúsar V. Jóhannessonar. Fyrir hvaO á áriO 1930 aO verOa frægast? Eftir Árna Ágústsson. (Nl.) Nú eru 1000 ár liðin síðan al- þingi var stofnað. Á þessu ári á að minnast þessa sögulega merk- isviðburðar með hátiðahöldum. Enginn vafi er á því, að í tilefni af því er oss veitt sérstök eftir- tekt meðal stærri þjóða, sem búa í nærliggjandi löndum. En hvað getum vér boðið fulltrúum þeirra upp á til þess að sjá dáð vora og framtak í 1000 ár? Er það ekki næsta lítið, að undanskilinnii náttúrufegurð landsins, sem er þó hálfu minni heldur en hún var á landnámsöld? Er Fjallkonan ekki enn með nakin brjóst og fölar kinnar, eins og Bólu-Hjálm- ar komst svo snildarlega að orði? Er hún ekki talandi vottur um rányrkju Islendinga í 1000 ár? Enn er rányrkjan í algleymingi. Enn byggist landbúnaður þjóðar- innar að langmestu leyti á rán- yrkju. Enn er þessi kynslóð að ræna íslenzka mold gróðrar- möguleikum sínum. I dag, þegar vér lítum um far- inn veg og athugum þjóðarástæð- urnar, þá komumst vér að fullri raun um, að oss hefir miðað skemmra áfram en æskilegt væri. Vér sjáum,' að vér búum enn í óræktuðu landi með miklum framtíðarmöguleikum. Vér sjá- um hvert sem vér lítum verkefn- in, sem hrópa á þjóðina til dáða- verks. Vér sjáum rányrkjuna i sveitunum. Beztu jarðirnar verða braskinu að bráð og lenda í auðn. Vér vitum af miklum hluta af hinum vinnandi lýð búa í ó- hæfum bústöðum, þar sem heilsu hans og kröftum er voði búinn. Mikinn hluta ungu kynslóðarinnar, sem á að taka við þjóðarstarfinu eftir nokkur ár, sjáum vér alast upp í göturykinu hér í Rvík á óhollum hanabjálkum og rökum kjöllurum. Vér sjáum merki úr- kynjunarinnar svo að segja á hverjum einasta ungling fyrir trassaskap og hirðuleysi þeirra manna, sem teljast forráðamenn þjóðarinnar. Kröfur þjóðarinnar eru: Meiri og hagkvæmari ment- un, betri húsakynni, ræktun landsins, fullkomnar almanna- tryggingar, góðir barnaleikvellir 1 bæjum, þar sem unga kynslóð- in er firt óhollum götunum o. m. fl. Þessar kröfur eru allar þann- ig, að á framkvæmd þeirra velt- ur að miklu leyti framtíð og vel- ferð þjóðarinnar á næstu 1000 árum. Ekkert af þessu þolir bið. En þrátt fyrir allar þessar ’þarfir þjóðarinnar, þá hefir óhamingju íslands orðið það enn að vopni, að eiga þá menn í opinberu lífi sínu, sem verja kröftum sínum í mannvíg í hinni pólitísku bar- áttu. Valdabaráttan geisar milli æðstu manna landsins eins og versti faraldur, svo að ekkert reynist óhult fyrir. Tveir stærstu stjórnmálaflokkar í landinu deila um það, hvort einn maður í æðstu stjórn landsins sé geðveik- ur eða ekki. Allur blaðakostur þessara flokka gengur í deilur um hið svonefnda Kleppsmál, sem komið er um flest lönd, og vitnar ógeðslega um ísland, sem nú er að halda 1000 ára afmæli ' alþingis. Litla þjóðin, sem býr í óræktuðu framtíðarlandi við hin yztu höf, nýbúin að losna af klafa erlendrar kúgunar, er nú leidd af þeim vesölu foringjum, sem heimta völdin hver af öðrum og beita til þess hvaða meðul- urn sem vera vill, jafnvel þó það kosti þjóðina alt, sem hún hefir á haldið og unnið í 1000 ár. Hinn 15. júní n. k. eiga að fara fram mikilvægar kosningar. Þá á að kjósa 3 menn á alþing til 8 ára. Vér skyldum nú. ætla, að' flokkarnir deildu um aðferðina til þess að leiða dagskrármái þjöðarinnar til farsællegra lykta. En svo er ekki. Deilurnar standæ nú hæst um það, hvor sé geðbil- aðri, dómsmálaráðherrann eða „sérfræðingurinn“, sem var á Kleppi. Um þetta á íslenzka þjóð- in að kjósa sér fulltrúa á alþing 15. júní 1930, á þúsund ára af- mæli þess. Þeir, sem fylkja sér um málstað „sérfræðingsins",. eiga að kjósa íhaldið. Hinir eiga að kjósa Jónas dómsmála- ráðherra. Aldrei hefir slíkt regin- hneyksli skeð á íslandi. Slíku moldviðri persónulegs haturs geta að eins hugsjónalaus og valdasjúk peðmenni þyrlað upp til þess að hylja nekt sína í op- inberu lífi. En þjóðin finnur til þess, sem hún þarf, og hún mun spyrja forráðamennina, hvað þeir ætli að gera til þess að eflá fengið sjálfstæði vort. Hvað þeir ætli að gera til þess, að oss takist að ræktia /landiö og ala vel upp ungu kynslóðina, svo að framtíð þjóðarinnar sé sem bezt trygð. Hvað þeir ætli að gera tii þess, að árið 1930 leiði þjóðina. til frama og frægðar, eða hvort þeim sé alvara með að drekkja dýrustu þörfum hennar í blóð- sporum „pólitískra" nsæiaviga og hefndarverka. Eða fyrir hvað á. árið 1930 að verða frægast? Þjóðin spyr og hún bíður ekkí; lengi eftir svari, því að hún hefir sjálf ráð á því að sparka foringj- unum, þegar þeir sýna sig í gerfi valdfýkinna uppivöðslumanna, sem líklegir eru til þess að leiða yfir þjóðina ógnir nýrrar Sturl- ungaaldar. Þjóðin krefst þess af læknastétt landsins, að hún sjái sóma sinn í þvi, að gegna sínum mikilvægu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.