Morgunblaðið - 05.12.1969, Síða 18

Morgunblaðið - 05.12.1969, Síða 18
r 18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1969 Snorri Sigfússon FERÐIN FRA BREI MINNINGAR II. BINDI Sftatli Siyýú&ioH FERÐIiN l UX BllEKKU f þessu blndi endurminninga sinna greinir höfundur frá fjölþættum störfum sínum á Flateyri ásamt kynnum og störfum víðar um Vestfirði, s. s. á fsa- firði. Eru minningar hans snar þáttur atvinnu- og félagsmálasögu á Vestfjörðum í nálega tvo áratugi. Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi forseti Islands, ritar formála fyrir þessu bindi, og farast honum orð m. a. á þessa leið: „Snorri minnist fjölmargra manna í þessum ævisöguköflum, staðhátta, kaupstaða og sveitabrags, margs, sem ekki mátti gleymast með genginni kynslóð. Minni hans er traust um allt, sem ég þekki til. Og frásögnin fjörleg, Ijós og lifandi, eins og Snorra var von og vísa, fjölskrúðug og hóf- samleg." Fyrra bindið af endurminningum Snorra hlaut góða dóma. Var ’það mjög samhljóða niðurstaða, að „Ferðin frá Brekku væri góð bók og merkileg" og „mikils væri mlsst, et ekki hefði orðið af útgáfu," eins og margir gagnrýnendur komust að orði. IÐUNN KJÖRGARÐUB 10 ÁRA í tilefni af þessum límamótum veitum við í dug 10% AFSLÁTT uf öllum vörum keyptum gegn stnðgreiðslu Ath. inngangur og bílastæði eru einnig við Hverfisgötu KJÖRGARDUR LAVGAVEG 59 — Vara við Frarahald af bls. 21 málaráðstefrau að Hótel Sögu í Reykjavík, og verður nánar fjallað uim hama síðar í biöðum og útvarpi. Guðmundur J. Kristjánsson var endurkosinin formaður í 12. sinni með dynjandi lófataki. Gjaldkeri sambandsins frá stofn- un hefur verið Friðrik Þórðar- son í Borgarnesi, en haðst nú undan endurkosningu. Vorru honum að verðleikum þökkuð mikil og góð störf í þágu sam- bandsins . f stað hans var nú kosinm gjaldkeri félagsins Friðrik Sig- fússon form. Stangaveiðifélags Keflavíkur. Hér fer á eftir stefnuyfirlýs- ing aðaifundarins: Aðailfundur Landssambands stangaveiðiimanma, haldinn á Akranesi laugardaginm 22. nóv- ember 1969, lýsir yfir eftirfar- andi: 1. Fundurimn telur aukna ásókn og eftirspum erlendra veiðimanna í íslenzk veiðivötn, alvanlega þróun fyrir íslenzka stangaveiðimenn, sem bregðast verður við með skynsamlegri gætnd og festu, er byggist fyrst og fremst á gagnkvæmum skiln- ingi veiðiréttareigenda og neyt- enda veiðiréttinda í landimu sj álifu. 2. Fundurinn telur því að ráð- stöfun veiðiréttinda, notkun þeirra, leiga og salla, eigi að fara fram innan félagssamtaba þess- aira aðila. 3. Fundurinm telur ekki óeðli- legt að erlendir sportveiðimenn geti átt viðhlítandi greiðan að- gang að íslenzkum veiðivötnum, einkum þó silungsveiðivötnum, annaðhvort beint í gegnium félög veiðiréttareigenda eða félög stangaveiðimanna milliliðaiaust, án þess að hætta verði á því að inmlendir stangaveiðimenn verði útundan á þessum markaðd, vegna bættrax aðstöðu útlend- inga af fjárhagslegri þróun um samkeppni í þessum efnum. 4. Til þess að fyrkbyggja óheilbrigða og ef til vll mjög skammvinna þróun af framan- greindum ástæðum, telur fund- urinn rétt og sjálfsagt að verð- mismunuirinn á leigu og sölu veiðiréttinda til útlemdinga, miðað við hámanksverðgildi veiðiréttinda á innlendum mark- aði síðastliðin 5 ár, verði ráð- stafað óskertrum till Fiskræktar- sjóðs og á þann hátt leitazt við að tryggja það, að þessi verð- mæti komi til balka tii veiði- réttareigenda í aukinni fisikirækt á ýmsum sviðum, 5. Fumdurinm lýsir því yfir að innlend stangaveiðifélög og stangaveiðimenin hafa um lang- an aldur verið tryggustu, örugg- ustu og beztu viðskiptavinir ís- lenzkra veiðiréttareigenda og að svo muni verða í framitíðinni, þó að óvenjuleg þróun fjárihags- og f j árm yndunarmála hafi skap- að annariegt ástand í málum þessuna um stundarsakir. 6. Af framangreinduim ástæð- um vill fundurinn leggja á það sérstaka áherzlu, að néið sam- starf megi takast á milli Lands- sambands veiðifélaga og Lands- sambands stangaveiðimanna um farsæla þróun og lausn þessara mála í framtíðinni. Með tilvísun til framan- greindra atriða vill fundurinn alveg sérstaklega leggja áherzlu á aðkallandi nauðisyn þess, að stofnaður verði og starfræktur hið fyrsta öfliugur FISKIRÆKT- ARSJÓÐUR, sem verði þess megnoigux að skapa jafnvægis- grundvöll í umræddum málum og um leið stóraukin verðmæti veiðiréttareigenda í ám og vötn- um landsins. Núverandi stjórn er þannig skipuð: Guðmundur J. Kristjáns son, formaður, Rvk, Jakob V. Hafstein, varaform., Rvk., Há- kon Jóhainnsnson, ritari Rvk., Friðrik Sigfússon, gjaldkeri, Keflav. og Alexander Guðjóns- son, Hafnarfj. og í varastjóm: Bengur Ambjöm,sson, Akranesi, Óli J. Ólason, Rvk., og Rafn Haffjörð, Rvk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.