Morgunblaðið - 03.03.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.03.1970, Blaðsíða 23
MORGUNHLA.ÐIÐ, ÞRIÐJUDAiGUR 3. MARZ 1070 23 Jónsdóttur (heitins Gíslasonar útgerðarmanns). Gunnar Páll starfsmaður hjá Globus, kvæntur Lilly Guðmundsdóttur, og Val- gerður húsfreyja, gift Sigurði Jónssyni, flugvirkja, búsett í Sviss. Hann hafði komið skipi sínu heilu í höfn. 1965 hætti hann störfum á Landsímanum á eftirlaunum hann hafði komið sér upp að- stöðu fyrir tómstundaiðju sína í horni prentsmiðju sonar síns í Hafnarfirði. Fjölskyldan var sameinuð, var ekki fylling lífs- ins á næsta leiti. En ský dró fyrir sólu, mis- vindar lífsins höfðu markað sín spor. Sunnudagsmorgunninn 22. febrúar var sólríkur og fagur. Borgin, æskustöðvar Ingólfs, sem hann unni svo mjög skart- aði sínu fegursta. Það var eins og hún vildi kveðja þennan vin sinn í glæstum skrúða. Við (höfðalag á heimili hans lá bók in „Árdagar Reykjavíkur". Sól in var óspör á geisla sína þenn an dag, svo nálgaðist sumar- dag. Var kannski sumarið að kveðja þennan vin sinn, því sumarbarn var hann og beið þess ávallt með óþreyju að vor lækirnir byrjuðu sönginn sinn. Það var í þann mund að borgin vaknaði af nætursvefni sínum að þú kvaddir þennan heim, blessuð sé minning þín. Þín mun verða minnzt við vötnin blá, þar sem hængur stríðir mót straumi og bleikja leikur á lygnu. Þín verður minnzt þar sem þú reistir þér veglegan minnis varða sjálfur. Farðu heill, sjáumst aftur við vötnin. Vinur. INGÓLFUR EINARSSON yfir- umsj ónarmaður á ritsímanum í Reykjavík, andaðist á Borgar- spítalanum sunnudaginn 22. febr- úar síðastliðinn. Hann hafði um margra ára skeið ekki gengið heill til skógar, þó hann stund- aði starf sitt, en varð þó loks að láta af því, fyrir þremur árum, vegna þráláts hjartasjúkdóms. Ingólfur var fæddur í Reykja- vík 13. nóv. 1906. Foreldrar hans voru Einar Einarsson umsjónar- maður og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir. Seytján ára gamall réðst Ing- ólfur sendill við ritsímastöðina í Reykjavík, og vann hjá Land- símanum síðan óslitið meðan heilsan leyfði. Hann lærði siímrit- un í frístundum sínum við skeyta útsendinguna, og var síðan skip aður símritari við ritsímastöðina á Seyðisfirði 1. janúar 1929. 1. nóv. 1931 flyzt Ing'ólfur aftur til Reykjavíkur, skipaður símrit ari hér við ritsimastöðina. í október 1955 var hann skip- aður varðstjóri við ritsímann, og yfirumsjónarmaður þar 1. des. 1965. Ingólfur var gæddur miklum félagslegum áhuga, og byrjaði ungur að taka þátt í félagsstörf um símamanna. Hann átti oft, og um lengri tíma, sæti í stjórn Fél. ísl. símamanna og var þá oftast ritari félagsins. Meðritstjóri Símablaðsins var hann um áratugi, og lagði af mörkum mikla vinnu við útgáfu blaðsins. Ótal mörgum öðrum trúnaðar- störfum gegndi hann fyrir fé- lagssamtök símamanna, og átti þátt í því að byggja upp marg- víslega fyrirgreiðslu innan fé- lagsins, er núverandi starfsfólk símans nýtur góðs af, án þess að þekkja þann þátt er þessi hæg- láti, horfni félagi, átti þar í. Eftirlifandi kona Ingólfs er Sigríður Árnadóttir, en þau gengu i hjónaband 30. nóv. 1928. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi: öm, prentsmiðju- stjóra í Hafnarfirði, Gunnar, kaupm. í Reykjavík og Valgerði flugfreyju. Þeir sem bezt kynntust Ing- ólfi og unnu lengst með honum, eiga nú á bak að sjá góðum fé- laga, velviljuðum drengskapar- manni, sem var ákveðinn í skoð- unum, en átti þó aldrei óvildar- menn, en marga góða vini. Ingólfur var mjög músikalsk- ur maður og hafði góða söng- rödd. En hvergi undi hann sér betur í frístundum sínum en í átökum við stóra laxa í straum- þungum ám. Þetta eru aðeins stutt kveðju- orð til þín Ingólfur, frá vinum og samstarfsmönnum, sem með þér áttu margar stundir, bæði á vinnustað og ekki síður úti í guðs grænni náttúrunni. Tveir vinir og samstarfsmenn. f dag fylgjum við Ingólfi síð- asta spölin í þessu hverfula jarð lífi. Fyrstu kynni okkar urðu þegar hann starfaði um tíma með mér við ritsímann á Akureyri. Siðar áttum við samleið og sam- starf um marga áratugi á rit- símastöðinni hér í Reykjavík, þar sem hæfileikar hans og starfshæfni nutu sín vel, því hann var alla tíð framúr- skarandi ötull og samvizkusam- ur starfsmaður, ekki aðeins í skyldustörfum, heldur einnig í félagsmálum símamanna, sem voru honum alla tíð mjög hug- leikin, og þær vinnustundir, sem hann lagði á sig til að gera veg félagsins sem mestan og hag fé- lagsmanna sem beztan, verða ekki taldar. Það er ekki mjög langt síðan ég átti tal við Ingólf í síma til að frétta af högUm hans eftir að hann kom af sjúkrahúsi. Hann var þá furðu hress og léttur í máli og virtist þá vongóður um áframhaldandi heilsubót. Ingólfur heitinn var gæddur mörgum góðum eiginleikum. Einn sterkasti þátturinn í eðlis- fari hans var hvað hann var mikið prúðmenni og grand- var til orðs og æðis. Það er hverjum manni mikill ávinningur að hafa átt samstarf og samleið með svo góðum félaga og vini, og það fer ekki hjá því að það snerti viðkvæma strengi að verða að sjá á bak svo vönd- uðum manni, sem Ingólfur var. Ég þakka honum samfylgdina. Th. L. KVEÐJA Nú viknar hvarmur vaknar borg en vonarneistinn brunninn ég höfði drýp í hljóðri sorg þín hinzta stund er runnin. Ó Guð minn sendu geislann þinn gef grið frá þungum harmi ég kveð þig klökkur pabbi minn með kinn á hljóðum barmi. En minninganna sterku strauma finn streyma um huga minn við bárum saman bjarta drauma ég birtu lífs þíns finn Ég bið hann geymi geislann sinn er geng ég sporin mín hans máttug hönd mig leiði inn yfir hafið heim til þín. KVEÐJA FRÁ TENGDA- DÓTTUR Ég sakna þín vinur og segi því af sorginni var ég slegin en svo er það vonin við sjáumst á ný í sælunni hinum megin. Og lífið það gaf mér svo ljósan vott hve léztu þinn kærleik skína ég þakka þér allt sem þú gerðir mér gott Guð blessi minningu þína. L. G. Jónas Halldór Guð- Grðsending frá LflUFINU Útsölunni lýkur eftir 2 daga. Eftirtaldar vörur seljast fyrir hálf- virði: Vorkápur, heilsárskápur, rúskinnskápur, leðurkápur, gervi pelsar, hettuúlpur, gervileðurjakkar, síðir kjólar, kvöldkjólar, dagkjólar, táningakjólar o. fl. LAUFIÐ, Laugavegi 65. Kaupum góðar og stórar léreítstuskur Prentsmiðja BLAOBÍÍRÐARFOLK A OSKAST í eftirtolin hverfi: Nökkvavog — Eiríksgötu IALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 BYCCINCARVÖRUR mundsson - Minning ÞANN 2. miarz var til moldar borinm Jónas H. Guðmundsson, Fjölniisvegi 8, Reýkjavík. Hann andaðist 20. febr. 1970. Jónas fæddist 2. sept. 1891 að Hrauni í Keldudal, Dýrafirði. Unigur að árum missti hann föð- ur sinn og fluttist þá með móð- ur sinni, sem hætti búskap, að Arnamúpi í sömu sveit. Þar dvaldiist hann unglingisárin við ýmfeleg störf. En hugur hans leit aði lengra. Til Reýkjavíkur fór Jónas að nema skipasmíði, og síðar til Danmerkur að fulinetna sig í þeirri iðn. Þann 17. maí 1919 gekik hann í hjóniaband með Margréti Guðlmundsdóttur og eignuðuist þau fjögur börn þrjá syni og eina dóttur, og er elzti sonurinn búsettur í Danimörku en hin hér í Reykjavík. Jónaa stundaði skipasmíðar allt frá náimsárunum og fram til þess síðasta. Hann var mikill afkasta- og dugnaðarmaðiur í starfi, sama hvað hann lagði hönd á. Fyrsta búskaparár sitt bjuggu þau hjónin í Hafnarfirði, en síð ar fluttuist þau til Reýkjavíkur og mjög fljótlega byggði Jónas lítið hús á Fraimnesvegi 11. Þar bjuggu þau i nokkur ár, eða þar til að börnin fóru að stælkíka, og húsið var orðið of lítið. Festu þá kaup á húseigninni Fjölnis- vegi 8, og biuggu þar við mikla rausn og höfðingsslkap til dauða dags. Konu sína missti Jónas í desember 1964, og í saima mán- uði var hann fluttur á Heilsu- verndarstöðina þar sem hann and aðist. Fraim að þessu var hann heilsugóður. hress og kátur, sem ungur væri ferðaðist utanlands og innan og heimsótti börnin sin og kunníngja, þó árin væru orð in mörg. Jónas var vel þekktur í sinni iðn. Hann var með fyrstu mönn- um sem fluttu hús í Revkjavík og viðar. og tókst það með ágæt- uim. Frægt mun það vera er hann tók að sér flutning á tvegsria húsi yfir Þingvalla vatn á ís. Ótaldar eru þær bjarg anir á skipum. sem strandað höfðu, setm Jónas tók að sér að biarga og lánaðist með ágætuim. Það mættii skrifa mikið um Jón- as Halldór Guðmundsson, starf hans og dugnað fyrir land og þjóð. Þínu langa dagsvehki er ldkið Jónas minn með sóma. Mínar innilegustu saimúðarikveðjur sendi ég aðstandendum þínum. Guð blessi minniinguna um þig vinur. K. G. K- SÉRHÆÐ Saimviiinna ós'kast um byggingiu á tvibýl'ishúsi á mjög góðmi lóð í borginn'i. Titboð, er greinii fjöl- skyfdustærð o. fl. sendist afgir. Morgurtbl. fyriir föstud. 6.2., merkt „Sérhæð 2828". Sísalpappi Plastdúkur Þakpappi Saumur Kalk Móta- og bindivír Vírnet Rappnet A J- Þorlaksson & Norðmann hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.