Morgunblaðið - 07.04.1970, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.04.1970, Qupperneq 10
10 MORjGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 11970 I sumarfötum í aprílsól msm gerðist áleitinn. Ekki var þó séð að „ungfrúinni" líkuðu illa tilbrigðin. I>að var ólíkt apríldegi við Tjörnina á sunnudaginn, lík- ara sólbjörtum júlídegi, enda hópaðist fólk að. Undarlegt að aldrei skuli hafa verið settur upp fallegur gosbrunnur í Tjörnina fyrir framan Iðnó. Gosbrunnur, sem gæti verið upplýstur á kvöldin. Þetta ætti ekki að kosta svo ýkja mikið, en yrði mörgum tii ánægju og yndis- auka. Fyrir utan nú það að ekki myndi það draga úr gönguferðum fólks í góðviðri á frídögum og ef til vill á síð kvöldum. E'kki veitir af hreyf ingunni í rafmagnaða mal- biksþjóðfélaginu, ef fast er að orði kveðið. >Ó að margt búi í þokunni er ekki laust við að maður bölvi henni stundum og óski sér blásturs vindanna. Til að rnynda í fyrrasumar, það er sumarið sem týndist í þoku og rigningu, brá ég mér flug- leiðis norður í land. Við lögð um upp í svartaþoku, en vor- um rétt búnir að taka flugið þegar glampandi sól lék um glugga og vængbrodda. Þann ig gekk fiugið norður, þoku- slæða yfir landinu, en sól í nokkur hundruð feta hæð. Jöklar böðuðust sól. Skilin. eru oft glögg og stutt á milli veðra á Islandi. Síðasti sunnudagur reis úr rekkju með þykka skikkju þokuflyksa á herðunum, grár Niðri við höfnina ríkti sama kyrrðin hjá skipunum og í mannlífskyrrðinni á Tjarnarbakkanum. Skipin dól uðu við bryggjurnar og höfðu ekki einu sinni fyrir því að reyna kengina. .Þennan fær kisa' viðrast út í Tjörnina og þá sem hafa áhuga á henni, en ég hef hitt fleiri sem fá aldrei nóg af Tjörninni og þeim lífs leik sem þar á sér stað. Þar eru ævintýri barnanna og lík lega er enginn staður á fs- landi umvafinn eins mörgum ástföngnum sporum. En það kastast í kekki í Tjarnarlífmu eins og annars staðar. Lítið dæmi frá sunnu- deginum var mikilúðlegur gæsasteggur, sem varði elsk- una sína með miklum bægsla gangi, þegar annar steggur Á flökti við Tjörnina og hér og þar Það var stutt á miðin, enda pilkuðu strákamir murta af mikl um móði. Neðri mynd: Það e r nú óhætt að vera rogginn yfir slíkum afla. Ljósmyndir Mbl. Ámi Johnsen. Dugmiklir strákar í bátaleik. og gugginn með stýrurnar í augunum. Aðeins skyggni á milli ljósastaura í borginni. En svo vænkaðrst hagur Guddu og eins og vlð mann- inn væri mælt gaf þokan eft- ir um hadegisbil og glamp- andi sól og vorblíða hljóp í skarðið. Ekki leið á löngu þar til fólki fjölgaði á götum úti. Barnavagnar brunuðu um gangstéttir. börn, unglingar og eldra rólk rann léttstígt um göturnar og vetrarhúfur voru skildar eftir heima. „Guð hvað veðrið er gott“, sagði ung kona við Tjörnina og gamail maður snýtti sér rækilega í rósrauðan tóbaks- klút. Já, það var fallegt dag- inn þann. Mannmergð var á Tjarnar- bakkanum og margir sátu fyr ir framan Iðnó og kúrðu í sólinni með hönd undir kinn. Á vatni kúrðu fuglar, en aðr- ir sýndu tilburði sem til- heyra þeim tíma sem senn gengur í hönd í heimi Tjam- arinnar. Lítill strákur reyndi að telja gæsirnar, en hann átti bágt með það, þær vildu ekki vera kyrrar. Þegar maður sér blóm kom ið undan hjarni á vori, er maður viss um að vorið er komið. Folkið á Tjarnarbakk anum síðasta sunnudag var eins og vorblómin. Sumir eru stundum að fjarg Fáar veiðibjöllur voru yfir höfninni, enda aðeins einn bát ur að landa. Víkingur, sem var nýkominn úr netaróðri. Niðri á einni trébryggjunni á Grandanum voru margir krakkar að veiða smáufsa. Hæg voru heimatökin, því mergðin var svo mikil að enga beitu þurfti. Þeir pilk- uðu því piltarnir eða húkk- uðu eins og það er venjulega kallað og ekki þurfti að kippa lengi tiil þess að fá fisk. Lít- il ungfrú, líklega á 4. ári sá um að rota murtana með því að kasta þeim af alefli í bryggjuna. Hún lét ekki sinm hlut eftir liggja sú litl-a, en einhverjum hefði ugglaust ekki þótt aðferðin kristileg. En í hita dagsins er vísast að vera ekki með nein vettlinga- tök og sú litla tók við afl- anum frá mörgum veiðimönn um. Þau sögðust vera að fiska handa henni kisu, svo að hug sjónin var til staðar. kostur á því að leika sér í bátum á þurru landi. Nóg er af úr sér gengnum bátunum og því ekki að gera skemmti lega úr garði báta með rá og reiða til þess að vekja áhuga unglinganna á sjómennsku. Okkur vantar nefnilega ekki siður sjómenn en viðskipta- fræðinga. Það var dugur í þessu unga fólki á bryggjunni. Það er ef til viill ekki rétti staðurinn til leikja, en heillandi engu að síður og hvað er meira heill- andi fyrir ungan strák, en að veiða murta við skemmtilega trébryggju? Auðvitað er margt fleira, sem strákar geta gert sér til dundurs, það fer eftir hverj- um og einum, en þegar veðr- ið er gott eins og síðasta sunnudag ætti engum að geta leiðzt og samferð með einum slíkum degi getur dugað lengi þótt þokan leggist ef til vill og örugglega aftur að. Það er svona með ísland, það er fullt af öllu, alts kon- ar veðri, fjöíþættu landslagi, fuglalífi, mannlífi og svo mörgu öðru. Þess vegna er eina ráðið á móti að vera fullur af fslandi. ■ “i' í þrjátíu tonna báti skammt frá voru nokkrir strákar að leik. Þeir höfðu stór áform og á tali þeirra mátti heyra að þeir væru langt úti á mið unum og þar var nú aldeilis líf og fjör í tuskunum. Það er annars hreinasta skömm að því að unglingum á ísliandi, dugmiMum strák- um, skuii ekki vera gefinn ■ : árni johnsen, Slappað af í aprílsól við Tjörnina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.