Alþýðublaðið - 25.06.1930, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.06.1930, Blaðsíða 3
A&ÞffÐUBBAÐIÐ 3 Á leið til íslands. Hvað er að tarna? Hvað ertu að segja? Hvort er ég vakandi, eða er mig að dreyma? Ég sé fyrir stafni er afarstór eyja. Er það nú víst að ég senn verði heima? Heima á íslandi — hvílík þó náð! Hér er að rætast hvað lengst hef ég þráð! Nú fer ég til íslands sem fuglar á vori, fagnandi „dýrrindí“ syng eins og lóan, leik mér og danza, léttur í sþori, ljóðhörpu stemmi við dillandi spóann. Freyðandi öldumar flyssa að mér. Ég fæ ekki lýst því, hve glaður ég er. 10! Beztu fyrknesku cigaetturna í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1,25, eru: Statesman. Tnrksh Westminster Cigarettnr. A. V. I hverjjum pakka eru samskonar fallegar landslagsmyndir og f Commander-cigarettupökkum Fást i olfissm verzlnnnm. Lengi hef ég dvalið i suðrænum sölum sólríkra landa, við úthöf og merkur, fjarlægur inndæluni ættjarðar-dölum, erjandi hart, þó ég sé ekki sterkur. Löngum hef verið leiðindagjarn. Ég lagði frá íslandi næstum því barn. Nú hverf ég til baka með hærur á kolli, hendurnar lúnar og andinn í draumi, glapinn af veraldar gjálífis solli, gálaus og fávitur, hrakinn með straumi. En trúin og vonin og ástin er alt þó umhverfið tíðum sé dapurt og kalt. Nú eru að rætast þeir dýrustu draumar, sem dreymdi mig fyrrum á vestrænni grundu. Um æðar mér líða lifandi straumar, sem lyfta mér hátt á fagnaðarstundu. Hrópar af alefli hugur og mál. Ég heilsa þér ísland með brennandi sál. Þorgils Ásmuiidsson. Ungmennafélagar! Munið eftir að Iíta inn í veitingatjald héraðssambands- ins „Skarphéðins“ á Þingvöllum. AV. Stúlkur, sem ráðnar votu til pess að ganga þar um beína, komi í veitingatjald „Skarphéðins“ mlðvlkodagskvöld 25. |). m. UN ALMMiITIÐIM Höfundurinn er Vestur-íslendingur, sem heima á í Los An- geles í Kaliforníu. verðor öllnm klötbúðnm bæjarins lokað, sem hér segir: Miðvikudaginn 25. júní frá kl.4 e. h. Fimtudaginn 26. — allan daginn. Föstudaginn 27. — — — Laugardaginn 28. — opið allan daginn. Aths. Af ýmsum ástæðum hefir breyting þessi verið gerð frá því, sem áður var auglýst, og eru heiðraðir viðskiftavinir beðnir að athuga það. Alpinaishátíðardaoana verður afgreiðslutími pósthússins sem hér segir: 26s júni: Lokað allan daginn. 27. — Opið frá 10—11 árdegis. 28. — Opið frá 10—11 árdegis. og pá tekið á móti alls konar póstsendingum í bréfa- póststofunni. Alla hátíðardagana verða frímeiki seld í skrifstofu ferða- mannafélagsins „Hekla“ í húsi Mjólkurfélagsins við Hafnarstræti. Kl. 191/2: Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur undir stjórn dr. Franz Mixa. Kl. 21: íslandsglíma. Föstudagur 27. júní: Kl. 10. Forseti neðri deildar: Minni ís- lands að Lögbergi. Leikið á eftir: Ó, Guð vors lands. Kappreiðar undir Ármannsfelli. Kl. 12: Þing- fundur. Kl. 13: Máltíð. Kl. 15: Vestur-Islendingum fagnað að Lögbergi. Forseti efri deildar flytur ávarp. Guðm. Grímsson dómari flytur kveðju fyrir hönd Vestur-íslendinga. Kl. 151/2: Lög- sögumannskjör á alþingi 930. (Söguleg sýning. Leikstjóri: Har- aldur Björnsson). KI. I61/2: Sams- söngur. (Söngstjórar: Jón Hall- dórsson, Páll ísólfsson og Sig- fús Einarsson). Kl. 1814: Ríkis- stjórnin hefir boð inn. Kl. 19V2: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur úndir stjórn dr. Franz Mixa. Kl. 21: Fimleikasýning. 16 stúlkur úr íþróttafélagi Reykjavíkur og 16 piltar úr glímufélaginu Ármanni. (Stjórnendur: Björn Jakobsson og Jón Þorsteinsson). Laugardagur 28. júní. Kl. 9i/2: Sérstök ávörp og kveðjur að Lögbergi. Kl. II1/2: Þingfundur. Þinglausnir. Kl. 13: Máltíð. Kl. 15: Iþróttasamband Islands: Hóp- sýning. (Stjórnandi: Jón Þor- steinsson). Kl. 16: Landskórinn. (Samband íslenzkra karlakóra) syngur. (Stjórnandi: Jón Hall- dórsson). Kl. 18. Máltíð. Kl. 20: Forsætisráðherra lýsir hátíðinni1 slitið að lögbergi. Á hátíðinni verða undirritaðir að Lögbergi gerðardómssamning- ar milli Islands og annara Norð- urlanda. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur við allar íþróttasýningar. Frá kl. 9—11 á hverju kvöldi: Héraðsfundir, bændaglíma, viki- vakar, bjargsig, rímur kveðnar, söngur, hljóðfærasláttur, danz. Sunnudagur 29. júní. Kl. 12: Kveðjuboð. Raufarhðfn er austan í Melrakkasléttu. Hún er með beztu höfnum á Norður- landi, en svo grunn, að hún er tæplega fær skipum, sem rista yfir 11 fet. Esja hefir aldrei kom- ið inn þó nóg sé dýpið, og mun það stafa af vanþekkingu, að hún er ekki vátrygð fyrir að fara | inn á höfnina. - . Á Raufarhöfn eru nú á annað hundrað íbúar á vetrin, en á sumrin er þar oft 4 til 500 manns. Þar er síldarverksmiðja, sem Norðmaðurinn Evanger á; getur hún brætt úr 400 málum á sólar- hring. • Síldarsöltun er einnig 'nokkuð stunduð þar. Þorskveiðar eru stundaðar á opnum vélbátum með benzínvél- um og nokkrum vélbátum með þilfari; mun álíka margt af hvor- um, og tala hvomtveggju mikið að aukast, 0g era flestir bátárnir eign verkamanna sjálfra. Það er róið skamt, þ. e. 1 til 2 tíma, og línutap sama og ekkert enda litl- ir sem engir straumar. Verkamannafélag var stofna?| veturinn 1927—28 0g hafðfr það þann árangur, að kaupið í síld- arverksmiðjunni hækkaði í fyrra vor úr 90 auram upp í 1 krónu. Þorpið vex árlega, og hefir svo

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.