Morgunblaðið - 08.12.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUN'B'LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1970 N ýútkomnar bækur og rit frá bókaútgáfu Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins BÓKAÚXGÁFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur ný- lega sent frá sér nokkrar bækur og rit. Bækumar eru flestar fræðilegs efnis og úr stórum bókaflokkum. Á næstunni er von á fleiri bókum frá útgáfunni og má þar meðal annars nefna doktorsritgerð Lúðvíks Ingva- sonar um refsingar á íslandi á Þjóðveldisöld. Bók þessi kemur út á ensku. Einnig eru væntan- leg á markaðinn gróðurkort. BÆKUR ÚR BÓKAFLOKKUM Meðal þeirra bóka, sem þegar eru komnar á markaðinn frá Menningarsjóði er írland eftir Loft Guðmundsson, en sú bók er númer 19 í bókaflokknum Lönd og lýðir. Þá er komið út þriðja og síð- asta bindið af Einars sögu Ás- rrtundssonar. Kom fyrsta bindið í þeim fl/kki út árið 1957. Einnig er komið út þriðja bind íð af sögu Jöhns Galsworthy um Forsyte-ættina. Mun Menningar- sjóður ekki gefa út fleiri bækur um Forsyte-ættina, enda hér með lokið hinni upprunalega sögu Galsworthy um Forsytana. Árið 1964 gaf Bókiaútgáfa Menningarsjóðs út bók Hannesar Péturssonar um Steingrim Thor- steinsson. Þar sem þessi bók var uppseld fyrir löngu hefuir hún nú verið gefin út á ný ljósprentuð. Eggert ísaksson RIT Tímarit Bókaútgáfu Menning- arsjóðs og Hins íslenzba þjóð- vinafélags, Andvari, er nýkomið á markaðinn. Eins og áður er í ritinu ein ýtarleg ævisaga og að þefsu sinni er í ritinu ævisaga Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Þeir sem rita í Andvara að þessu sinni eru Þórarinn Þórarinsson, Jóhannes úr Kötlum, Sigurður Þórarinsson, Finnbogi Guðmunds son, Ólafur M. Ólafsson, Jörgen Bukdahl, Sverrir Kristjánisson, Richard Beck, Sveinn Skorri Höskuldsson og Sigurgeir Frið- riksson. Ritið er 212 blaðsíður. Út er bomið nýtt hefti af Stud- íu Islandicu og hafa þá alls kom- ið út 30 hefti af ritinu. Ritstjóri er Steingrímur J. Þorsteinsaon, en að útgáfunni standa Heim- spekideild Háskóla íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðls. Rit- ið er að þessu sinni á ensku en í því eru nobkrar fomaldarsögur eftir Hermann Pálsson og Paul Edwards. Þá er komið út Almanak Þjóð- vinafélagsins fyrir árið 1971. Rit stjóri Almanaksins er Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur. Nókkrar breytingar hafa verið ge/ðar á Almanakinu frá því sem verið hefur, og er reynt að beina efni Almanaksins inn á vís indalegri brautir en áður hefur verið. FRÁ EINU ÁRI Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsi/s hefur gefið út samantekt úr verkum skáldsins Stephans G. Stephanssonar frá árinu 1891 og nefnist kver þetta „Frá einu ári“. Er ætlun Hins íslenzka þjóðvinafélags að senda öllum viðiskiptavinum bókaútgáf unnar eintak af kveri þessu að gjöf. í kverinu, „Frá einu ári“, eru kvæði, bréf og erindi, eftir Step- han, og er það 46 blaðsíður. UM ÞESSAR MUNDIR Út er komið lítið kver með fimm útvarpsleikritum eftir Bjarna Benediktsson frá Hof- teigi. Nefnist kverið: Um þessar mundir. Aðalfundur Fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfé- laganna í Hafnarfirði AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafn- arfirði, var haldinn hinn 27. nóvemher sl. Eggert ísaksson, bæjarfulltrúi, var endurkjör- inn formaður þess. Fundarstjóri á fundinum var Sitgurður Kristinason, málara- meistari, en fundarritari frú Ellin Jósepsdóttir. Formaður Fulltrúaráðsins, Eg-gert ísa-ks- son, flutti skýrslu stjórnar og kom þar fram, að sttarfið hafði verið mjög fjölbreytt, en mót- aðiist að sjálftsögðu fyrst og fremst af bæjairstjórnarkosmng- uinum si. vor. Þeim lyktaði, sem kunnugt er, rmeð miklum ségri Sjálfstæðiismanna, sem unnu einin bæjarfulltrúa til viðbótar. Þá ræddi Eggert ísaksson enm- fremur viðtoorffln í bæjarmálum, efitir að vinstri flokkamir mynd- uðu meirihluta í bæjairstjórn HaÆnarfjarðar. Gjaldkeri Full- trúaráðSins, PáM V. Daníelisson, gerði grein fyrir reiikniingum þess, Reymiir Eyjólísson skýrði reikn'imga Sjálfstæðiistoús&ins og Árni Gréitar Finmsson reikminga Hamars. 1 stjóm voru kjörin: Eggert Isaksson formaður og meðstjóm eradur þau Páll V. Daníelsson, Einar Þ. Mattoíesen, Reynir Eyjólfsson og Heliga Guðmunds- dóttir. Ámi Grétar Finmsson og El'ín Jósepsdótti.r báðust eindreg- ið undan eiradurkjöri, og var þeim þaikkað gott starf. Auk ofan- greindra, skipa stjórnir Sjáif- stœðisfélaganna í Ha'fnarfirði fu'Mitrúa í stjórn Fulltrúaráðsins. í Kjördæmiisráð voru kosnir: Jóhann Petersen, Matttoías Á. Mattoiesen, Ólafiur Tr. Einarsson, Pálil V. Damíelsson og Stefán Jónsson. Til vara: Sesselja Er- lendsdóttir og Oíiver Steinn Jó- hamnsson. Þá var kosið í hinar ýmsu starfsnefndir Fuilltrúaráðs- ins. Fundurinn var fjölsóttur. A slysstaðnum við AF RANNSÓKN flugslyssins við Dacca er þegar ljóst, að snögg bilun hefur orðið og véiin steypzt stjómlaus til jarðar úr 2000 feta hæð. Meðfyigjandi myndir eru Dacca teknar á slysstaðnum en flug- vélin splundraðist og er varla nokkur hlutur úr henni heili eftir svo sem sjá má á mynd- unum. Hervörður er hafðuir við brakið eins og sjá má á einni myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.