Morgunblaðið - 08.12.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1970, Blaðsíða 4
4 MORG-UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1970 * 220-22- RAUPARÁRSTÍG 31] wmrn BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 YW Sendiferðabifreið-YW 5 manna-VW svefnvagn VW9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. bilaleigan AKBBAUT car rcntal servicc 8-23-47 sendum Hópferðir TH ieigu í lengri og skemmri ferðir 10—20 farþega bílar. Kjartan Ingímarsson, sími 32716. ÞORFINNUR EGILSSON héraðsdómslögmaður Málflutningur • skipasala Austurstræti 14, sími 21920. RACNAR JÓNSSON Lögfræðistörf og eignaumsýsla Hverfisgata 14. - Sími 17752. Bedford 4-6 cyl. dísil 57, 64. Buick V 6 syl. Chevrolet 6-8 '64—'68. Dodge '46—'58, b syl. Dodge Dart '60—'68. Fiat, flestar gerðir. Ford Cortina '63—'68. Ford D-800 '65—'67. Ford 6—8 cyl. '52—'68. G.M.C. Gaz '69 Htknan Imp. '64—408. Opel '55—'66. Rambter '56—'68. Renault, flestar gerðir. Rover, benzín, dísil. Skoda 1000 MB og 1200. Simca '57—'64. Singer Commer '64—'68. Taunus 12 M, 17 M '63—'68. Trader 4—6 syl. '57—'65. Volga. Vauxhall 4—6 cyl. '63—'65 Wwtty's '46—'68. Þ. Jónsson & Co. Skerfan 17. Simi 84515 og 84516. 0 Hve mörg prósent skólaæskunnar? „Sex skólasystur" skrifa: „Heiðraði Velvakandi! Eigi gerum vér undirritaðar skólastúlkur neina kröfu til þess að vera kallaðar „fulltrú- ar“ þess skóla sem vér nemum við. Vér höfum ekki hlotið neitt umboð til slíks með lýð- ræðislegri meirihlutakosningu. Þó gætum vér kallað oss „full- trúa“ með sama eigintökurétti og nokkrir nemendur, sem skv. „frétt“ i Morgunblaðinu í dag, laugardaginn 28. nóv., kalla sig hvorki meira né minna en „full trúa nemenda 17 skóla.“ Hver hefur gefið þeim leyfi til þess að kalla sig slíkt? Og hvernig stendur á því, að blað yðar kallar þá „fulltrúa", þótt auð- séð sé við lestur klausunnar, (sem er ekki aðsent efni, merkt sendanda, heldur skrifað af blaðamanni), að fulltrúar eins eða neins geta þeir með engu móti talizt. Þarna finnst oss, að starfsmaður blaðsins sem fregn ina ritaði, hafi látið frétta- flytjendurna rugla sig. Eins og fram kemur við lest- ur „fréttarinnar", gengu nokkr ir nemendur á fund Geirs Hall grimssonar, borgarstjóra, dag- inn áður og afhentu honum „mótmæli gegn fyrirhugaðri ailsherjar útrýmingu hunda í Reykjavík og nágrenni, undir- rituð af rúmlega 1500 nemurn." Vér vonum, að þér móðgizt ekki um of fyrir hönd blaðs yð ar, þótt vér setjum tilvitnunar merki utan um orðið „frétt“, en þannig er mál með vexti, að oss finnst „fréttin" ekki vera hlutlæg, eins og fréttir eiga að vera, heldur huglæg. Máli voru til sönnunar leyfum vér oss að benda á eftirfarandi at- riði: 1. Fyrirsögn „fréttarinnar" er: „Skólaæskan styður mál- efni hundavina." Hvemig veit fyrirsagnasmiður það? Klaus- an undir fyrirsögninni gefur ekkert tilefni til þess að taka svo sterkt til orða. Hér er alls ekki um alla „skólaæskuna" að ræða, heldur aðeins nokkur prósent af öllum þeim fjölda. Við sleppum þvi svo, hve fólk hugsaði sig vel eða ekkert um, áður en það skrifaði undir. Og hvers vegna „málefni hundavina"? Væri ekki réttara að segja „hundaeigenda", en þvi nafni nefnum vér þá sér- réttindastétt í íslenzku þjóðfé- lagi, sem ein allra kemst upp með að brjóta lög árum saman án viðurlaga. Vér undirritaðar teljum oss hundavini, og ein- mitt vegna þess viljum vér ekki leyfa hundahald i nútíma borg, sem gerir þessar indælu skepnur að taugaveikluðum aumingjum, ráðvilltum í stór- borgarysnum og innilokuðum í íbúðum, og veldur óróa og úlf- úð meðal áður góðra nágranna. Hefur Morgunblaðið með þessari fyrirsögn tekið afstöðu í þessu viðkvæma deilumáli, þar sem ágengur minnihluta- hópur hyggst taka ráðin af f jöldanum? 2. Fyrir ofan fyrirsögnina er birt tveggja dálka mynd af ósköp sætum hvolpum, og und- ir stendur: „Margra vinir.“ Þetta er mjög „tendensiöst"; og er verið að gefa í skyn, að aðr ir séu ekki „hundavinir" en þeir, sem vilja hleypa hundun- um inn í Reykjavik? Þvi er ein mitt þveröfugt farið. 3. Talað er um „fulltrúa nem- enda 17 skóla," en, eins og að framan greinir, er hreint alls ekki um slikt að ræða. Þrátt fyrir mikinn áróður og ýmiss konar „þrýsting", tókst ekki að fá fleiri en 1500 til þess að skrifa undir. 4. Rætt er um „allsherjar út- rýmingu". Það vantar bara tal- ið um „blóðbaðið". Hér er auð- vitað ekki um neina „útrým- ingu að ræða, því að hún fór fram fyrir löngu með allra sam þykki nema örfárra hundaeig- enda. Hér er aðeins um það að tala, að allir séu jafnir fyrir lögunum; að nokkrum mönnum líðist ekki lengur að hrella sam borgara sína og hundana. 5. „1 Reykjavík og nágrenni" segir þar. Þetta eru hrein ósannindi. Er þetta fólk svo illa að sér, að það haldi, að borgarstjórnin í Reykjavik ráði yfir næstu lögsagnar- umdæmum, og hvernig getur Morgunblaðið birt slíkan þvætt ing athugasemdalaust? 6. 1 Morgunblaðinu stendur: „Skólarnir, sem hér eiga hlut að rnáli" o.s.frv. Samkvæmt samtali einnar okkar við skóla- stjóra, eiga skólarnir hér eng- an hlut að máli, heldur aðeins tiltölulega fámenn áhuga- mannasamtök nemenda. Það er eindregin ábending vor til háttvirtrar borgar- stjórnar, að hún hræðist ekki upphrópanir fámenns hóps, sem hefur myndazt við sameigin lega iðkun lögbrota, heimt- ar lögbrot sín löggilt og hefur i hótunum. Hvað gæti þá á eft- ir farið, ef nú væri undan lát- ið? Álit vort á lýðkjörnum borgarfulltrúum fer töluvert eftir því, hvernig þeir bregð- ast við þessu fyrsta alvarlega mengunarmáli nútíma þjóðfé- lags, sem spillir bæði andlegu og líkamlegu heilbrigði borgar- anna og hundanna. Af persónulegum ástæðum óskum vér eftir því, að Velvak andi geymi nöfn vor handa sjálfum sér, en láti ékki prenta þau undir birtingu bréfsins, ef af verður. Virðingarfyilst, sex skólasystur “ 0 Vegamál Jón Sturlaugsson skrifar: „Velvakandi sæll: Ég hef að undanförnu lesið greinar þær og viðtöl, nú sið- ast s.l. sunnudag, sem birzt hafa eftir og við hr. Sverri Runólfs- son um lagningu varanlegra vega um landið. Sé það rétt, sem maðurinn heldur fram, ber okkur eindregið að kanna mál- ið niður i kjölinn í stað þess að yppta öxlum og segja „þetta eru nógu gott eins og er“, til þess er allt of mikið fjármagn í húfi. Þessi opinbera afstaða er því miður ekkert einsdæmi og hefur kostað þjóðina hundruð ef ekki milljarða króna á um- liðnum tíma. 1 slíkum tilvikum verður almenningi oft á að hugsa, hvort einkahagsmunir viðkomandi séu ekki settir of- ar þjóðarhag, en vonandi staf- ar þetta aðeins af heimsku og þröngsýni (mætti sem sé vænta úrbóta, þegar þeir settust í helg an stein og yngri og viðsýnni tækju við). 0 Hundamál - Mikið er nú skrifað og rætt um blessaðan hundinn, og er varla bætandi á, en þó langar mig til að minnast á eftirfar- andi: Bandormahættan byggist á þriþættri samvinnu manns, hunds og kindar eða nautgrips, ef ég man rétt minn barnalær- dóm. Það hefur víst farið fram hjá ýmsum, að sauðfé er „bann vara" hér í Reykjavík, eða vill þetta fólk halda því fram, að hundarnir séu boðnir velkomn- ir i sláturhús okkar? Þar sem sullir hafa fundizt, hlýtur að hafa átt sér stað ólögleg heima slátrun, ellegar þá að sláturhús ið á staðnum fullnægir ekki lög skipuðum kröfum um hreinlæti. Mér dytti aldrei í hug að færa „ólöglegan" hund til hreinsun- ar frekar en stolinn bil. öðru máli gegndi um „löglegan", skrásettan hund. Þá setti ég metnað minn í að hafa hann „í standi". Mengun er alls ráðandi í hug um manna nú, og hundagreyin fara ekki varhluta af því; þeim ber að farga. Ber þá ekki eins að farga þeim foreldrum, sem eitra lif barna sinna með ýmsu móti? Hvað segir Barnaverndar- nefnd, heilbrigðisnefndin á því sviði? Hræðsla barna við hunda er umtöluð, en stafar af þekking- arleysi að mestu. Menn (og dýr) óttast oft það, sem þeir ekki þekkja. Ég er svo lánsam ur að hafa umgengizt hunda að meira og minna leyti frá fyrstu tíð, og ég held ég óttist fáar skepnur minna. Hund á ég reyndar engan, en ég tel mig geta vingazt við hvaða hund sem er, þótt hann láti „dólgs- lega" í fyrstu. Jæja, þetta er víst nóg að sinni. Jón Sturlaugsson." 0 Þrifnaður við hunda- hald útilokaður Sveinbjörn Jónsson skrifar (bréfið stytt) „Heill og sæll Velvakandi góður! Hundavinir hafa látið til sín heyra hér í þessum dálkum og telja sig órétti beitta, ef þeir fá ekki að hafa hunda sér til gamans á götum Reykjavik- ur. Ég efast um, að ég sé nokkru minni vinur hunda en þeir, sem þennan hóp fylla, en ég er algeriega ósammála þeim um að Reykjavík eigi að fylla af hundum. Þeir eiga að mínum dómi a.m.k. ekki að sjást á göt um borgarinnar, hvorki einir né í fylgd með vinum sínum. Það hefir sem sé komið í ljós í fjölmörgum tilvikum, að þeir sem spóka sig með hunda sína á götum Reykjavikur, láta þeim ekki í té þá þjónustu, sem þeim ber siðferðileg skylda að gera (um lagalega skyldu er af augljósum ástæðum ekki hægt að tala). Þeir, sem vilja hafa hunda í þéttbýli verða að gæta þess að þeir valdi ekki óþrifn- aði eða óþægindum fyrir aðra. Það hefur verið minnzt á það hér í blaðinu áður, hvað mikil smithætta og sóðaskapur geti stafað af hundum m.a. 1 verzl- unum og víðar, og skal ekki minnzt á þann sóðaskap hunda vina, sem mest ber á hér á göt- um borgarinnar og mundi auð- vitað aukast stórlega, ef hunda hald yrði hér ótakmarkað. Til þess að skýra þettá er bezt að segja sögu af einum hundavini, sem ekki virtist hafa miklar áhyggjur af sóðaskapnum. Fyrir mörgum árum var ég, ásamt fjölda fólks staddur við Ferðaskrifstofu ríkisins, sem þá var í Hafnarstræti 23. Þama voru bæði útlendingar og íslendingar á ferð, enda var þetta á sólskinsdegi í júlímán- uði og skemmtiferðaskip í höfn inni. Falleg og breið gangstétt hafði nýlega verið lögð fyrir utan Ferðaskrifstofuna, o'g þarna spókaði nú fólkið sig í sólinni. 1 hópnum birtist nú ung og falleg blómarós, prúðbúin og sýnilega í sólskinsskapi yfir að mega ganga þessa hreinu og fal legu gangstétt. En hún var ekki ein á ferð, ungfrúin hafði meðferðis stóran og fallegan hund í bandi, en þegar seppi kom á móts við dyr Ferðaskrif stofunnar, stoppaði hann og fékkst ekki feti lengra, þótt stúlkan togaði í bandið, fyrr en hann hafði skilið eftir vænt hlass á gangstéttinni, sem rauk nú upp af þama i sólinni. Þegar seppi hafði lokíð sér af, var hann tilbúinn að halda af stað og ekki var hægt að sjá að þessi fína dama hefði neitt við það að athuga þótt hún skildi þetta fínirí eftir á gang- stéttinni, en teldi það bara við eigandi að útlendir sem inn- lendir gengju þama um í hundahægðum. Ég gæti nefnt fleiri dæmi um þetta og það sið asta nú fyrir nokkrum dögum I Austurstræti. En nú vil ég spyrja: Er þetta hægt? Hvað segja hundavinir um það? Ekki trúi ég því, að þeir ætt ist til þess að borgararnir beri hundasaur á skóm sinum inn í verzlanir, hús og heimili. Sýnd var í sjónvarpinu um daginn mynd af nokkrum unglingum, sem töldu sig þess umkomna að þurfa að berjast fyrir hunda- haldi í Reykjavík. Sizt mundi ég trúa mörgum af þessum unglingum til þess að hafa hunda með höndum, því að ekki virðast a.m.k. sum- ir þeirra sýna sjálfum sér þá þrifnaðarþjónustu, sem ætlast mætti til, og því ekki að búast við að þeir geettu hunda sinna betur í því efni.“ — 1 niðurlagi bréfs síns seg- ir Sveinbjörn, að ekki sé hægt að setja svo reglur um þrifn- að við hundahald í þéttbýli, að þær verði ekki brotnar. 0 Staðhæfingar og staðreyndir Freymóður Jóhannsson skrifar: „Velvakandi góður! Ég hef ekki, hingað til, tekið þátt í skrifunum um Hafnar- bíós-myndina i dálkum þínum, en þakka skyggnum augum skrif þeirra og skilning á þeim miklu blekkingum, um sanna fræðslu, sem að.standen<jum myndarinnar hefur liðizt að fleyta henni á. Ég gríp þó ekki pennann, að þessu sinni, til þess að ræða um sjálfa myndina, þótt síðar kunni að verða, heldur vegna skrifa 19 ára menntaskóia- stúlku í dálkum þínum ,í dag, 27. nóvember. Hún segir: „Hvernig stendur á því, að Dagrún Kristjánsdóttir, Frey- móður Jóhannsson og Kristján Albertsson láta draga sig á „Táknmál ástarinnar", ef þau eru upphaflega svona andvíg myndinni? Ég spyr: Hvernig áttum við að geta dæmt um myndina óséða? Síðar segir 19 ára menntaskólastúlka: „Ekki veit ég, hvort ofangreindir að- ilar eru giftir, en ef svo er, hafa þau örugglega gengið í hjónaband, til að eignast vinnu konu og vinnumann, en ekki elskhuga og ástmey". Gift ástmey mun nú að vísu ekki til, en um vinnukonuna og vinnumanninn vil ég segja þetta: Hægan, stúlka mín 19 ára, farðu varlega í að blanda einkalífi mínu í umræðurnar um myndina, það gæti farið á annan veg en ætlazt er til. Auð velt á að vera að fletta upp í íbúaskrá Reykjavíkur, eða að hringja til Manntalsskrifstof- unnar og sannfærast um, að Freymóður Jóhannsson hefur verið kvæntur og búið samfleytt í sama húsinu milli 20 og 30 ár. Ég get fullvissað hina 19 ára um, að hann hefur á þessum tíma notið þeirrar hamingju í hjónabandi, sem framast er hægt að ætlast til í þessu lífi. Fullyrðingar menntaskóla- stúlku, um að konan mín muni aðeins vera vinnukona mín og ég vinnumaður hennar, bið ég hina 19 ára að afturkalla hér í dálkunum. Geri hún það, mun ég láta það gott heita. En fyrst þessar staðhæfing- ar eru byggðar á svona litlum kunnugleika, hvað mundi þá um hinar staðhæfingarnar? Með þökk fyrir birtinguna. Freymóður Jóhannsson". 0 Ekki sá — heldur hinn „Reykjavík 28/11 1970. Velvakandi, Morgunblaðinu. Vegna þátta í dálkum þínum í dag um hina margumtöluðu kvikmynd Hafnarbíós, óska ég að taka fram, að ég er ekki höfundur greindra þátta. Einar J. Gíslason. Fíladelfiu Hátúni 2. — Eins og fram kom við birt ingu umrædds bréfs, notar höf undur þess ekki millistaf I nafni sínu, svo að hér gat eng- inn ruglingur komizt að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.