Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 4
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 ■> ■» > /77 BÍJLA LEItJA X 'ALUIlf ■35555 r^L4444 Wfílf/Oíf} BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW SendiferðabifreiÓ-YW 5 manna -VW svefnvagn VW 9manna-Landrovef 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Bi^bilascila GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Slmar: 19032 — 20070 Gamla krónan i fullu verógildi EFLUM OKKAR HEIMABYGGÐ ★ SKIPTUM VIÐ SPARISJÖÐINN SAMBANO ÍSL. SPARISJÓÐA BAHCO HITABLASARAR í vinnusali, vöru- geymslur o.fl. Margar gerðirog staerðir. Leiðbeiningar og yerkfræði- þjónusta. FYRSTA FLOKKS FRÁ.... SlMI 244 20 - SUÐURG. 10 - RVÍK FÖNIX 0 Þakkir til Halldórs P. Dungals Björn I.. Jónsson, læknir, setur bréfi sínu ofangreinda fyr irsögn og skrifar síðan: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að biðja þig að koma á framíæri þakklæti til góðvinar míns að fornu og nýju, Haíldórs P. Dungals, fyr- ir það að taka undir tilmæli mín til stjórnar sjónvarpsins um að bdnna reykingar við útsendingar úr sjónvarps- sal. Margir aðrir hafa tekið í sama streng, bæði opinberlega og i viðtölum við mig, læknar jafnt sem leikmenn, og engan veit ég mæla bót reykingum á þessum stað. Vangaveltum Halldórs í dálkum þínum í gær sé ég að öðru leytí ekki ástæðu til að svara. Hveragerði, 26. febr. 1971 Björn L. Jónsson." 0 Hæðzt að Faðirvorinu „Kæri Velvakandi! Matsvein og háseta vantar á m/b Svein Sveinsson frá Grindavík til netaveiða. Upplýsingar um borð í bátnum í Reykjavíkurhöfn og í síma 8173, Grindavík. Skrifstofustúlka Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til skrifstofustarfa, þarf að vera vön vélritun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, þurfa að hafa borizt blaðinu fyrir 10. marz n.k. merkt: „6442". Ég var að hlusta á útvarpið i gærkvöldi, 25.2. 1971. Þá var sagt, að það væri ljóðalestur næst á dagskrá, en ef einhver kallar þetta ljóðalestur, þá kalla ég það niðurrif á krist- indóminum. Að hugsa sér að leyfa sér að vera að hæðast að Faðirvorinu. Hvernig getum við ætlazt til, að börn skilji bænimar og guðsorð, þegar svona er leyft í Rikisútvarpinu? Unnur Ingimundardóttir, Holtsgötu 1." 0 Hvert stefnir þjóðin? Svo spyr G.G. og skrifar síðan: „Hversu lengi á dýr- tíðarskrúfan að halda áfram? Hvers vegna tóku menn ekki þvi góða tilboði að hækka krónuna? Þá lækkar varan, er það ekki heilbrigð kauphækk- un? Er það ekki helzti hagur hverrar þjóðar, að gjaldmiðill hennar sé verðmætur ? HJÓLBARÐAR ÚR TOLLVÖRUGEYMSLU M AUSTIIRBAKKI í SÍMi: 38944 Hversu lengi eiga togararn- ir að vera bundnir? Á að byggja nýja til að binda þá líka? ( — Verkfallið hefur nú leystst — Aths. Velvakanda). Hingað til hafa togaraskip- stjórar (og flugmenn) verið vel bjargálna, ætla þeir e.t.v. að kaupa sig inn um hið gullna hlið háu verði? — bara að ekki bregðist þá gjaldmiðill- inn? Jöfnuður á launum ætti að era meiri en nú er, allir þurfa að kaupa jafn dýra vöru; það er því mjög ranglátt, að ann- ar hafi 12-15 þúsund á mánuði, en hinn á annað hundrað þús. Ekkjur hafa þó minna en þetta lágmark, hafi þær eigi heilsu eða ástæður til að vinna úti, ekki heldur barnsmeðlag með 16 ára, þótt það séu dýrustu árin — því að nú er móðins að ljúka a.m.k. stúdentsnámi; Börn þeirra, sem hafa ekki efni á að kosta þau i framhalds- nám hafa oft bæði gáfur og áhuga á við hin, sem nóga, e.t.v. of mikla peninga hafa. — Gera menn sér grein fyrir því, hver ábyrgð fylgir með- ferð fjármuna? Vissulega standa sjómenn í hættum og erfiði og eiga skil- ið að fá góð laun — en mis- munur er þótt minna sé —• all- ir betur tryggðir en þeir, er á landi deyja. Er þeíta ydar stíll? Dýrmætasta eign hverrar konu er útlit hennar. Þýðingarmesti hluti útlitsins er hárið. Hafið þér efni á því að leita ekki til hárgreiðslustofu? Látið okkur ráðleggja yður um meðferð hársins og greiðslu. hárgreiðslustofan SÓLEY REYNIMEL 86 SÍMI 18615 Sorglegt að sjá skipin bund- in á þessum tima, sem beztur hefir þótt til bjargar, — vita þeir, sem vilja ekki taka á móti gjöfum Guðs, hvað þeir eru að gjöra? Hæsta met í verkföllum er ekki til að mikl- ast af — eða unglingaafbrot. — Fer maður að þurfa að bera kinnroða fyrir að vera Islend- ingur? G.G.“ 0 Geirfuglimt „Það sem ég undirrituð hefl lesið og fylgzt með þeim dag- blöðum, sem koma út á degi hverjum í Reykjavík, og þó aðallega Morgunblaðinu, þá leyfi ég mér að spyrja: Hver er hugsjón ykkar Islendinga? í margar vikur hefur verið beiðni í dagblöðunum um hjáLp handa okkar landsins börnum, sem hafa vafalaust af vangá flutzt frá okkar góða landi til Ástralíu. Söfnunin hefir gengið mjög treglega. Eins og við sjáum öll, eru þetta allt lifandi verur í neyð, sem þurfa skjótrar hjálpar við. En nú kem ég að söfnuninni tii að kaupa til landsins hinn dauða geirfugl. Það fóru þeg ar að streyma inn hundruð þúsunda króna, án þess að nokkuð væri fyrir haft, nema umtalið eitt. Nei, góðir landar mínir, hjálpum heldur lifandi verum, séu þær í nauðum stadd ar. Ég nefni dæmi. Það kom fyr ir mig sjálfa uppi i sveit fyrir nokkru. Ég sá ósjálfbjarga þröst liggjandi í blóði sínu. Ég tók fuglinn og fór með hann til læknis, en mér var neitað um hjálp, og þrösturinn dó í hönd- um mér. Ég geri ráð f.yrir, að lesi dr. Finnur Guðmundsson þessa grein mína, finnist hon- um kynlegt, að ég skuli vera að blanda saman geirfugli og þresti, en hann verður að hafa sitt álit á því máli og ég mitt. Annars er grunur minn sá, að bæði dr. Finnur og aðrir gef- endur í söfnun handa geir- fuglinum álíti, að þetta sé orð- inn forngripur og þess vegna sé áhuginn svona mikill að ná honum heim. Annars verður hver að hafa sitt álit. Ég lýk máli mínu með þeirri ósk til þeirra, sem kunna að lesa þessar línur, að þeir staldri við og íhugi þetta mál. Með vinsamlegri þökk fyrir birtinguna. Kona úr Vesturbænum." Svarið er: Starf óskast Maður vanur framkvæmdastjórn, erindisrekstri og félags- málastarfsemi, óskar eftir atvinnu, helzt hálfan daginn. Tilboð sendist afgr. Morgunblaðsins, merkt: „Starf — 6795" fyrir 15. marz. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.