Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971
Nær og f jær
Tvö heimsmet
Tvö heimsmet í írjálsum iþrótt
um kvenna innanhúss voru sett
á meistaramóti Vestur-Þýzka-
lands, er fram fór í Kiel um síð-
ustu helgi.
Heide Rosendahl bætti eigið
met í langstökki úr 6,63 m í 6,68
m og Híldegard Falek setti met
í 800 m hiaupi, er hún hljóp á
2:03,3 mín. Eldra heimsmetið
átti Barbara Wieck, A-Þýzka-
landi og var það 2:05,3 mín.
Góður árangur Dana
Óopinbert meistaramót Dana í
frjáisum íþróttum innanhúss fór
fram um síðustu helgi, og náðist
Grith Ejstrup — stökk 1,78 m
á danska meistaramótinu.
á því mjög góður árangur. Voru
mörg dönsk met slegin, svo og
eitt Norðurlandamet, er Grith
Ejstrup stökk 1,78 m i hástökki
kvenna. Annars urðu helztu úr-
siit í mótinu þessi:
Hástökk:
Svend Breum
1500 metra hlaup:
Gérd Larsen
800 metra hlaup:
Gerd Larsen
3000 metra hlaup:
Knud E. Hede
400 metra hlaup:
Erik Jörgensen
60 metra hlaup:
Sören Viggo Pedersen 6,9 sek.
Þrístökk:
John Andersen 14,88 metr.
Langstökk:
Jesper Törring 7,54 metr.
Stangarstökk:
Jesper Törring 4,40 metr.
60 metra grindahlaup:
Steen Smidt Jensen 8,1 sek.
Eftir mótið valdi danska frjáls
íþróttasambandið þátttakendur á
Evrópumeistaramótið í Sofia, er
fram fer 13. og 14. marz og urðu
þau Grith Ejstrup og Jesper
Törring fyrir valinu.
Kúluvarpsmet
Austur-þýzka stúlkan Mar-
gitta Gummel bætti s.l. sunnu-
dag eigið heimsmet í kúluvarpi
innanhúss, er hún kastaði
19,54 m. Á sama móti jafnaði
Karin Balzer heimsmetið í 50 m
grindahlaupi kvenna er hún
hljóp á 6,8 sek. og í 50 m hlaupi
kvenna jafnaði Renate Stecher
Meisser eigið heimsmet 6,0 sek.
Á sama móti bætti Hartmut
(Briesenick, Austur-Þýzkalandi
eigið Evrópumet í kúluvarpi, er
hann kastaði 20,54 m. Eldra met-
ið var 20,40 m.
V-þýzka meistaramótið
Mjög góður árangur náðist á
v-þýzka meistaramótinu í frjáls-
um íþróttum innanhúss, en það
fór fram um s.l. helgi. Meðal af-
reka sem unnin voru má nefna
að Thomas Zacharias og Ingo-
mar Sieghart stukku báðir 2,20
m í hástökki; Hans-Jiirgen Zieg-
ler og Heinfred Engel stukku
5,10 m í stangarstökki; Michael
Sauer stökk 16,75 m í þrístökki
og sigurvegari í langstökki var
Hans Baumgartner, og stökk
hann 7,99 m. 60 m grindahl. hlupu
svo þeir Giinther Niekel og
Eckhard Berkes báðir á 7,5 sek.
Enn sigrar Feuerboeh.
Mjög góður árangur náðist i
mörgum greinum á alþjóðlegu
frjálsiþróttamóti innanhúss, er
fram fór i New York. Hin nýja
kúluvarpsstjarna, A1 Feuerbach
vann enn einu sinni sigur i sinni
grein, og kastaði nú 20,11 m, eða
tæpum tveim metrum lengra en
næsti maður. Meðal annarra úr-
slita í þessu móti urðu þessi:
Hendryk Szordykowski frá Pól-
landi sigraði í míluhlaupi á
4:06,1 mín, Frank Shorter, USA
í 3 mílna hiaupi á 13:10,6 mín,
Andrej Badenski frá Póllandi i
600 yarda hlaupi á 1:10,7 mín. 1
hástökki varð fyrstur Reynaldo
Brown, USA, sem stökk 2,18 m;
i langstökki sigraði Norman
Tate, USA og stökk 8,03 m; I
þrístökki varð fyrstur Dave
Smith, USA, stökk 16,27 metra;
i 60 yarda grindahlaupi sigraði
Willie Davenport, USA, á 7,0
sek., og í 60 yarda hlaupi vann
J.L. Ravelomanatsoa frá Mada-
gaskar sigur, en hann hljóp á
6,1 sek.
Sænska meistaramótið
Svo sem áður hefur verið
skýrt frá tók einn Islendingur
þátt í sænska meistaramótinu í
frjálsum iþróttum innanhúss, er
fram fór í Stokkhólmi um síð-
ustu helgi. Það var Bjarni Stef-
ánsson, er varð þriðji i 60 m
hlaupi. Meðal annarra úrslita í
mótinu urðu þessi: Þrístökk: 1.
Kristen Flögstad, Noregi 15,35 m.
Hástökk: 1. Kenneth Lundmark,
Svíþjóð 2,14 m, 60 m grinda-
hlaup: 1. Ragnar Moland, Nor-
egi 8,1 sek., 400 ra hlaup: Bengt
Otto Murray, Sviþjóð 49,7 sek.,
1500 m hlaup: Ulf Högberg,
Svíþjóð 3:46,3 mín. og kúluvarp:
Bjöm Bang Andersen, Noregi
17,64 m.
Danskt sundmet
Á sundmóti sem fram fór
í Los Angeles fyrir skömmu
bætti Ejvind Pedersen danska
metið í 1500 m skriðsundi, er
hann synti á 17:28,8 min.
Mót í Rovaniemi
Á alþjóðlegu sundmóti er
fram fór í Rovaniemi sigraði
Sven von Holst frá Svíþjóð í
tveimur greinum: 400 m skrið-
sundi á 4:14,5 mín. og 200 m
skriðsundi á 2:15,7 mín.
2,05 metr.
4:06,7 mín.
2:00,3 min.
8:44,6 mín.
54,6 sek.
Þeir eru í fremstu röð í baráttunni um hcimsmeistaratitilinn í skiðaíþróttinni: Gustavo Thoni,
Italíu (á miðri myndinni), Bruggmann, Sviss (t.v.) og Ðuvillard, Frakklandi (t.h.)
15 ára stjarna
Fimmtán ára skólastúlka i
Ástralíu synti nýlega 100 m
skriðsund á 59,9 sek. Binda
Ástralíumenn miklar vonir við
stúlkuna, og tala um hana sem
nýja Dawn Fraser. Hún er tí-
unda konan sem syndir 100 m
skriðsund á skemmri tima en 1
min. Heimsmetið á Dawn Fraser
58,9 sek., en það setti hún 1964.
Næst heimsmeti hennar hafa þær
Sue Pedersen USA, og Jane
Henne, USA, komizt, en þær
syntu á 59,0 sek. og 59,1 sek.
árið 1968.
Norskt bringusundsmet
Ung norsk stúlka setti nýlega
Noregsmet í 200 m bringusundi
á móti er fram fór í Þrándheimi.
Stúlkan heitir Kristin Stallvik
og synti hún á 2:52,6 min. Gamla
metið var 2:53,6 mín.
Björn Tvedt — sigurvegarinn i
Grenader-göngunni.
Barizt um heimsmeistaratitilinn
Staðan í keppninni um heims-
meistaratitilinn í alpagreinum á
skíðum er nú þessi: 1. Gustavo
Thoeni, Italíu 155 stig, 2. Henri
Duviilard, Frakklandi 135 stig,
3. Patrick Russel, Frakklandi
125 stig, 4. Jean Noel Augert,
Frakklandi 107 stig, 5. Bern-
hard Russi, Sviss 95 stig og 6.
Edmund Bruggmann, Sviss 85
stig.
Wirkola sigraði
1 stökkkeppni er fram fór i
Svíþjóð um síðustu helgi sigr-
aði hinn þekkti norski skíða-
stökkkappi, Björn Wirkola.
Annar varð Manfred Wolf, A-
Þýzkalandi og þriðji varð Rolf
Nordgren frá Svíþjóð.
Grenader-gangan
Flestir beztu skiðagöngu-
menn Noregs tóku þátt í Gren-
ader-göngunni, sem er 90 km
löng og er gengið frá Hakadal
til Lierbyen. Alls voru þátttak-
endur í keppninni 553 talsins, en
240 luku henni. Sigurvegari
varð Björn Tvedt á 6:04,12 klst.,
en annar varð Harald Busterud
á 6:14,24 Mst.
Norska meistaramótið
Ingolf Mork sigraði í stökk-
keppni norska sMðameistara-
mótsins er fram fór i Marikoll-
en. Hlaut hann 230,6 stig. Ann-
ar varð Frithjof Prydz með 281,2
stig, þriðji Lars Grini með 301,3
stig og fjórði Björn Wirkola með
307,6 stig.
1 50 km. göngu sigraði Magne
Myrmo á 2:49:37,6 Mst, og i 3x5
km boðgöngu kvenna sigraði
sveit Freidig á 59:36,3 min.
Heimsmeistarakeppni kvenna
Annemarie Pröll frá Austur-
ríki hefur forystuna i keppni
kvenna um heimsmeistaratitil-
inn i alpagreinum. Hún hefur
181 stig. Siðan koma: Michelle
Jacot, Frakklandi 158 stig, Isa-
belle Mir, FrakMandi 118
stig og Wiltrude Drexel frá
AusturríM með 108 stig.
Danski handknattleikurinn
Fjórir leikir fóru fram í 1.
deild danska handknattleiks-
mótsins um siðustu helgi. Úrslit
leikja urðu: Stadion-Efterslægt-
en 20-11; HG-AGF 19-11;
Fredericia KFUM-Bolbro 24-18
og Stjernen-Helsingör 13-14.
HG hefur nú tekið íoryBtu i
deildinni og hefur 24 stig. Eft-
erslægten er i öðru sæti með 23
stig og Helsingör í þriðja sæti
með 21 stig.
Ferencvaros vann HG
Ungverska meistaraliðið Fer-
encvaros er kom hingað á dög-
unum til keppni við Fram í Evr-
ópubikarkeppni kvenna sigraði
danska meistaraliðið HG I fyrri
leik liðanna, er fram fór i Buda-
pest. Úrslitin urðu 14-7, eftir að
staðan i hálfleik hafði verið 7-
3, Ungverjunum I vll.
Gummersbach vann
í undanúrslitunum i Evrópu-
bikarkeppni karla í handknatt-
leik sigraði v-þýzka meistara-
liðið VFL Gummersbach Sport-
ing Lissabon með 25 mörkum
gegn 17, eftir að hafa haft yfir
í hálfleik 11-10. Markhæstur
Þjóðverjanna var Hans Schmidt
sem skoraði 8 mörk.
. . . og Spartak vann
1 undanúrslitum í sömu keppni
sigraði Kiev Spartak Niirnberg
með 15 mörkum gegn 6, eftir að
staðan hafði verið 5-3 í hálf-
leik. Þetta var fyrri leikur lið-
anna.
Rúmenía vann
Um síðustu helgi léku rúm-
ensku heimsmeistararnir siðari
landsleik sinn í handknattleik
við Norðmenn. Sigruðu þeir í
leiknum með 10 mörkum gegn 9.
Leikurinn þótti heldur lélegur,
en þó er vörnum beggja liðanna
hrósað fyrir góða frammistöðu.
m
Belgíumaðiir sigraði
I Evrópumeistaramótinu i hjól
reiðum, sem fram fór í Hollandi,
sigraði Robert Vermeire frá
Belgiu, er hjólaði vegalengdina,
21 km á 54,35 mín. Annar var
Úbing, V-Þýzkalandi á 54,41
mín. og þriðji varð Spetgens,
Hollandi á 55,06 mín. Holland
sigraði í sveitakeppninni, en i
næstu sætum voru Belgia og V-
Þýzkaland.
Spönsk hjólreiðakeppni
Jesus Lopez Rodriques,
Spáni sigraði í þekktri hjóli
reiðakeppni, sem fram fór þar I