Morgunblaðið - 09.03.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAf>IÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 5971 r FELAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Bingó á miðvikudag Hvöt, féiag Sjálfstæðiskvenna, heldur Bingó-fund miðvikudag- inn 10, þ. m. að Hótel Borg kl. 8.30. Margt glæsilegra vinninga, svo sem: Ferð með Gullfossi tíl Danmerkur, húsgögn, rafmagnstæki, myndavél, fatnaður, skrautvörur (Krystall), málverk (eftir- prentun), snyrtivörur, ávaxtakassar, matarkörfur og fleira. Allir velkomnir, karlar sem konur, meðan húsrúm leyfir. Svavar Gests stjórnar. Gkeypis aðgangur. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Námskeið um atvinnulífið og stjórnmálin Samband ungra Sjálfstæðismanna gengst fyrir námskeiði um ofangreint efni í marz og apríl. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. marz i Skipholtí 70, efri hæð, kl. 19.30 og mun þá verða nánar skýrt frá skipulagi og tilhögun námskeiðsins. Siðan verða tekin fyrir hvert miðvikudagskvöld neðangreind verkefni af eftirtöldum mönnum: SJAVARÚTVEGUR: Már Elísson, fiskimálastjóri, Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri. LANDBÚNAÐUR: Ingólfur Jónsson, ráðherra, Gunnar Bjarnason, kennari. IÐNAÐUR: Guðmundur Magnússon, prófessor, Ottó Schopka, framkvæmdastjóri. VERZLUN: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Gunnar Snorrason, kaupmaður. ATVINNUVEGIRNIR OG UTANRlKISMALIN: Björn Bjarnason, stud. jur., Gunnar G. Schram, lögfræðingur. ATVINNULÍFIÐ OG FJÁRMAGNIÐ: Magnús Jónsson, ráðherra. Jónas Haralz, bankastjóri. Lögð er áherzla á að væntanlegir þátttakendur taki þátt í öllu námskeiðinu. sem er skipulagt þannig að fólk fái aðgengilegar upplýsingar um þá málaflokka, sem fjaliað verður um. Umsjónarmaður námskeiðsins er Konráð Adolphsson, viðskiptafræðingur. Þátttökugjald er 1.000,00 kr., sem skipta má eftir samkomu- lagi. öllu Sjálfstæðisfólki er heimil þátttaka, sem tilkynnist í síma 1-71-00, í siðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 10. marz. Samband ungra Sjálfstæðismanna. SAUÐÁRKRÓKUR — SKAGAFJÖRÐUR. B Y GGÐ ASTEFN A Ungir Sjálfstæðismenn efna til fundar um: BYGGÐAÞRÓUN og BYGGÐASTEFNU föstudaginn 12. marz kl. 20,30 í Félags- heimilinu Bifröst, Sauðárkróki. Frummælendur: Geir Hallgrímsson, Lárus Jónsson. Einnig mæta á fundin- um þingmenn Sjálfstæð- isflokksins í kjördæm- inu. Fundurinn er öllum opinn og fólk hvatt til að fjölmenna og bera fram munnlegar eða skriflegar fyrirspurnir og ábendingar. S.U.S. Víkingur F.U.S. Hafnarfjörður — Hafnarfjörður FÉLAGSMÁLANÁMSKEIÐ Sefnír F.U.S. heldur áfram félagsmálanámskeiðinu miðviku- daginn 10. marz kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu Hafnarfirði. Gestur kvöldsins er: ELLERT B. SCHRAM, formaður S.U.S. og ræðir hann um: „UNGA FÓLKIÐ OG SJALFSTÆÐISFLOKKINN. Öllum er heimil þátttaka. Stjóm Stefnis F.U.S. HAFNARFJÖRÐUR Arshátíð Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður haldin i Skiphóli laugardaginn 13. marz: Ræðumenn kvöldsins verða: Jóhann Hafstein forsætisráðherra cg Matth'as A. Mathiesen alþingísmaður. Hófið hefst með borðhaldi kl. 19. Aðgöngumiðar verða seldir í bókaverzlun Olivers Steins. — Góð skemmtiatriði. Athugasemd — frá f jármálaráðuneytinu um tollstöðina við Tryggvagötu I TILEFNI af grein eítir Lárus Fjeldsited í Margunblaðinu 27. fietorúar um nýju toMistjórasikrif- stofuna í toBstöðinni við Tryggvag-ötu, teliur ráðuneytið rétt, að eiftiírtalin atriði komi ftaim. 1. Atlhugasieimdin í uimræddri grein snýst um, hvers vegna svo milkil afgreiðslustofnun sem tol hs-t j óra-s'kr i fstof an skuii höfð á 5. hæð húss, sem fyrir hana er byggt. 2. Allt skipulag toJJstöðvarinn- ar ræðst aif ákvörðunuim skipu- iaigsyfirvalda um fyrirhugaða vegiagerð um gamHa hafnarsvæð- ið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir, að aðiail- umferðargatan um svæffið frá Skúlaigötu vestur með Hafnar- húsá og suður yfir Grjótaþorpið sé i hæð á móts við 3. hæð toiD- stöðvarimnar. 1 samræmi við þetta er 3. hæð toUstöðvarinnar opin og eiingöngu ætlluð sem bií- reiðastæði, m.a. fyrir þá, siem þar leita afgrciðslu. Aðailskrifstofa toMstjóraskrifstofunnar er þann- ig tveimur hæðum fyrir otfan það bifreiðaistæði, sem viðskipta- mönnum hennar er ætilað að nota, þegar frá Mður. Það er svo eklki viðráðanllegt fyrir toJl- stöðvanmenn í þessu sambandi, að Reykjavíkurborg hefur ekki haldið áfram með þau gatna- gerðaráform, sem ÖM gerð húss- ins miðaðist við. 3. Þegar ákveðið var að óyggja toMstöðina í Reykjavik þótti sjáJfsagt að byggja húsið við höfnina. Hafiniamefnd bauð bygginganefndinni ióð þá, sem húsið hefur nú verið byggt á, en sá staður verður að teJjast mjög ákjósanilegur. Jaifnframt setti hafnarnefndin þau skiíyrði að í húsinu væru a.m.k. 4000 fer- metra geymsJur fyrir vörur og afgreiðsiiu á þeim. Urðu geymsl- ur þessar að sjál'fsögðu að vera á jarðhæð og I kjaJlara. Var þvt bortfið að þvi ráðd að hafa bif- neiðastæði fyrár húsið á þaki vörugeymsiu og byggja skrif- stofuhæðimar tvær þar fyrir ofan. 4. Þegar ákveðið var að toM- stjóraskrifsítofan yrði á efri sikrifstxxfuhæðinini var batft um það samráð við fyrirsvarsmenn Verzlunarráðs IsJands, Félags isJenzflcna stórkaupmanna og Fé- lags ísllenzkra iðnrekenda, en í þessum samtökium eru fliestir inniflytjendiur í fteykjavík. Hafðfi emginn þessara fyrirsivarsmanina neitt við það að athuga, að tolfl- stjóraskrifstofan væri á efri skrifstofuhæðinni, enda lyftu- kostur hússins svo góður, bæði af jarðhæð og biíreiðastæðd, að aðgangur að skrifstoíunnd er mjög greiður. Fyrir liggur, að lyfturnar geta fQiutt fólk að og frá skrifstofunni mun örar en búast má við, að skrifstofam geti amnað. Aðstaða verður á jarðhæð til að taíka á móti sölu- skatti þar, ef betur þykir henta, þegar mest aðsókn er til greiðsíu hans, sem er í 1—2 daga sex sinmum á ári. Fjánmállaráðumeytið, 8. marz 1971. Enn um Vogaskóla ENN hefur Morgunblaðinu bor izt athugasemd frá Bygginga- veri h.f. um framkvæmdir v>ð Vogaskóla og fer hún hér á eftir, ásamt svari Helga V. Jóns sonar, borgarendurskoðanda: ATHUGASEMD BYGGINGAVERS H.F. Skrif okkar um byggingu 4. áfanga Vogaskóla hófust vegna ummæla borgarstjóra er hann viðhafði á opinberum vettvangi og gat því ekki verið ósvaTað af okkar hálfu. Ætlun okkar var ekki að eyða tíma í að elta ólar við einstaka starfsmenn borgarinnar. Við þá hefur verið haldið uppi látlausum viðræð- um í rúm þrjú ár, og árangur ekki meiri en svo að nú verða málin rekin fyrir dómstólunum. En af því að borgarendurskoð andi hleypur svo óðfús fram fyrir skjöldu þá verðum við að hrekja augljósustu rangfærslur hans og firrur. Er það kannski á upplýsingum þessa embættis manns, sem borgarráð byggir á afstöðu sína í málinu? Borgarendurskoðandi stagast á fyrri ummælum borgarstjóra um að Byggingaver h.f. hafi ekki staðið við afhendingar- tima á skólanum. Hann viður- kennir þó að við eigum ekki sök á töf sem stafi af seinkun loft ræsti- og hitatækja. Hann læzt himis vegar ekki vita atf þvi að meiri hluti skólans hefur þegar verið tekinn í notkun og svo til allt kennslurými í októberbyrj- un, þó að réttur aifheindiinigartími væri ekki fyrr en 22. nóv. að hans áliti. Ef við sem verktakar hefð- um farið í gerfi tréhests borg arendurskoðanda, þá hefðum við ekki látið þetta húsrými af hendi, en lagt áherzlu á að ljúka við skólann á sama tíma og iát ið síðan standa á loftræsti- og hitatækjum, sem við gátum ekki borið ábyrgð á vegna breyt inga sem gerðar voru á gerð tækjanna. Hins vegar kemur borgarendurskoðandi aðeins auga á billegustu útgönguleið- ina að kenna undirverktökum um drátt á afhendingu verks- ins. Við höfum engum kennt um nema borgarstjóra, sem við teljum að bera alla ábyrgð með forustu- og aðgerðarleysi í mál- inu. Við getum ekki látið hjá líða að þakka þann fróðleik, sem borgarendurskoðandi býðst af lítillæði sínu að láta okkur í té. Við eigum hins vegar dálítið erfitt með að skilja þessa kenn ingu hans um „hliðarráðstafan- ir“ sem gerðar hafi verið til að annúlera áhrif gengisbreyting- anna á byggingarefni. Veit borg arendurskoðandi virkilega ekki að allt efni í svona stórt og sér hæft verk er flutt beint inn á vegum verktakans og er ekki hugsanlegt að gera það öðru vísi. Borgarendurskoðandi talar annars vegar um skráð verð á efni og taxta á vélum og akstri, og hins vegar um raunverulegt verð á þessum hlutum — við kunnum ekki skil á því að þetta sé ekki eitt og hið sama. Það virðist í nokkurri þoku fyrir borgarendurskoðanda hvort tilboð okkar hefur verið of hátt eða of lágt, en allavega á hann bágt með að sætta sig við að það hafi verið rétt. Tilboð í þetta verk annaðist fyrir okkur verkfrseðistoía Sig urðar Thoroddsen, sem við höf um trúað að væri ein þeirra verkfræðistofa sem nyti hvað mest trausts. Sigurður Thorodd sen fékk greiðslu fyrir það verk án þess að þurfa að leita til dómstólanna um aðstoð. Ef borg arendurskoðandi getur bent á veilur í útreikningum verkfræði stofunnar þá ætti hann að fram vísa þeim. Við kunnum ekki við að bjóða svo menntuðum manni sem borgarendurskoðanda að taka hann í frekara framhalds- nám um þessi mál, en ef hann eimhvern tíma seinna atf litilJæti vildi kynna sér málin raunhæft, þá erum við fúsir að svara spurningum hans og þiggja ráð ieggingar. Það kemur fram hjá borgar endurskoðanda að hann virðist áiíta að stjórn Byggingavers hafi ekki mikið um þetta mál að segja, þar sem framkvæmda stjóri þess hafi annazt viðtöl við borgarstarfsmenn um máiið. Er þetta ieiðbeining borgar- endurskoðanda til borgarráðs um að skipta sér ekki af þessu máli? Og að síðustu þetta: Afhending skólahúsnæðisins hefur þegar farið fram að lang mestu leyti, enda búið að kenna í skólanum frá því snemma í október. Uppgjörið er hins veg ar eftir og um það þarf að leita til dómstólanna eftir því sem nú horfir. í stjónn Bygglngavers h.f. Guðni Daníelsson, Jónas Jónsson, Sigurður B. Magnússon. SVAR BORGARENDUR- SKOÐANDA Morgunblaðið hefur gefið mér kost á að svara ofangreindri at hugasemd verktaka við Voga- skóla. Þar sem ekkert nýtt kem ur fram í greininni, sem ástæða er til að svara, vil ég láta nægja að draga fram höfuðatriði máls þessa: 1) Fyrirspurn kom í borgar- stjórn uni íþróttakennsiu í Voga skóla. Borgarstjóri skýrði frá þvi, að verktaki skólans væri ekki búinn að ijúka smíði skól ans, þ m.t. íþróttasal skólans, en fyrir lægi skrifleg yfirlýsing frá 2. nóvember 1970 um að öQlknm byggimgairfraim/kvæmdum yrði lokið fyrir 1. febrúar 1971, þó með fyrirvara um loftræsti- kerfi. Þessa yfirlýsingu vildi stjórn Byggingavers h.f. ekki kannast við, en hún var undir rituð af framkvæmdastjóra fyr- irtækisins. Virðist stjórnin nú hætt að neita tilvist þessarar yf irlýsingar. 2) Þar, sem ekki hefur náðst samkomulag um annan útreikn iing verðbóta, hafa verktakam- um, eins og öllum öðrum verk- tökum hjá borginni, verið greiddar verðbætur í samræmi við hækkun á byggingarvísi- tölu Hagstofu íslands, enda er það í samræmi við verksamning inn. A verktímabilinu hefur vísi talan hækkað úr 298 stigum í 532 stig, og hefur verið beitt þeirri reikningsaðferð, að láta hækkaða byggingavísitölu vÍTka aftur fyrir sig, þar sem visital an er aðeins reiknuð út af Hag- stofu íslands á 4ra mánaða fresti. Þannig er t.d. hækkun á byggingavísitölu 1. marz reikn uð hlutfallsiega á greiðslur til verktakans frá þvi 1. nóvember að vísitalan var birt. Annar réttari útreikningur verðbóta liggur ekki fyrir að mínu áliti og hefur borgarráð faliizt á það áiit. Helgi V. Jónsson. borgarendurskoðandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.