Morgunblaðið - 11.05.1971, Qupperneq 1
Charlie Geo'rge, sem skoraði sig urmark Arsenal í leiknum og F rank McLintoek, fyrirliði liðsins,
hlaupa um völlinn með hinn eftirsótta bikar milli sín.
það tókst h j á Ar senal
Sigraði Liverpool 2:1 í úrslita-
leik bikarkeppninnar,
eftir framlengdan leik
ARSENAL tókst að leika eftir
hið einstæða afrek Tottenham
Hotspur frá 1961, að sigra bæði
í ensku 1. deildarkeppninni og í
ensku bikarkeppninni. Var leik-
nr liðsins við Liverpool á
Wembley-leikvanginum í Lon-
don á laugardaginn kórónan á
glæsilega sigurgöngu þess í
vetur og verður þetta afrek liðs-
ins örugglega lengi í minnum
haft. Fyrirfram hafði margur
talið að vigstaða Liverpool í
þessnm leik væri sterkari, ekki
sízt vegna þess hve Arsenal hef-
ur leikið marga erfiða leika að
undanförnu, en eftir gangi leiks-
ins var Arsenal-sigurinn fylli-
lega sanngjarn og hefði jafnvel
getað orðið meiri,
Áhorfendur að leiknum á
Wembley voru um 100 þúsund
talsins og byrjuðu þeir að
streyma til leikvallarins nokkr-
um klukkustundum áður en leik
urinn hófst. Kom til nokkurra
átaka fyrir framan völlinn milli
stuðningsmanna liðanna, og
varð lögreglan að taka nokkra
óróaseggi í sína vörzlu. Greidd-
ur aðgangseyrir að leiknum
nam um 40 millj. íslenzkum
krónum, en vitað var að tölu-
vert var um svartamarkaðs-
brask á miðum, eftir að uppselt
var orðið og þess jafnvel dæmi
að menn greiddu um 100 pund
fyrir aðgöngumiða.
Fyrri hálfleikur var fremur
sviplaus og fátt um hættuleg
tækifæri. Liverpool sótti heldur
Víkingarnir ákveðnari
— og sigruðu KR 3-2
L.TÓST er, að keppnin um
Keykjavíkiirrm'istaratitilinn í
knattspyrnu verðnr tvísýn og
hörð i ár. Þegar mótið er rúm-
lega hálfnað eiga fjögur af fimm
liðum sem taka þátt í því enn
möguletka á sigri. Framarar
standa reyndar bezt að vigi og
hafa ekki tapað leik, en Valur
Vikingur og KR hafa öll hlotið
4 stig. Lítið má því út af bera
til þess að staðan í mótinu geti
breytzt. Framarar virðast eiga
bezta liðið um þessar mundir, en
hin þrjú eru mjög áþekk.
Leikur Víkings og KR á Iaug
ardaginn bauð upp á þokkalega
Ipikkafla á tíðum, enda veður-
, skilyrði til knattspyrnuiðkana
eins hagstæð og þau geta fram-
ast orðið hérlendis. Bæði liðin
léku allvel saman úti á vellin-
<um, en þegar nálgaðist mark and
stæðinganna fór sóknin að losna
i böndunum, og oft var sótt af
meira kappi en forsjá. Fimm
mörk voru þó skoruð i leiknum,
og voru a.m.k. tvö þeirra lag-
lega gerð, einkum þó fyrsta
markið er Hafliði Pétursson lék
á varnarleikmenn KR og skap-
aði sér gott tækifæri að nærri
ógjörningur hefði verið að mis-
nota það. Gerðist þetta á 6. mín-
útu í Ieiknum.
Víkingar juku svo forskot sitt
I 2:0 þegar 20 mínútur voru af
leik, og aftur var það Hafliði
sem var á ferðinni. Skömmu
fyrir leikhlé tókst KR-ingum
svo að rétta hlut sinn nokkuð,
er hinn gamalkunni sóknarleik-
maður þeirra, Sigurþór Jakobs
son skoraðí. Var staðan þannig
2:1 fyrir Víking í hálfleik.
Fyrstu mínúturnar í síðari
hálfleik sóttu KR-ingar nær
stanzlaust en tókst aldrei að
skapa sér verulega hættu-
leg tækifæri. Þegar á leið, fóru
svo Víkingarnir að taka við sér
og aftur varð leikurinn næsta
jafn. Þegar um 10 mínútur voru
liðnar af hálfleikurinn áttu KR-
ingar að þvi er virtist fremur
meinlausa sókn, sem endaði með
skoti. Flestum á óvænt hélt Sig
fús Guðmundsson í Víkingsmark
inu ekki boltanum, og skoppaði
hann til Baldvins Baldvinsson
ar, sem ekki var seinn á sér að
afgreiða hann í netið og jafna
þannig fyrir KR 2:2.
Sú dýrð stóð þó ekki lengi
fyrir KR-inga, þvi nokkrum mín
útum síðar var dæmd, á þá víta-
spyrna, sem Hafliði Pétursson
skoraði úr, þannig að í þessum
leik náði hann hinu eftirsótta
„hat trick". Fleiri mörk voru
svo ekki skoruð i leiknum og
dofnaði mjög yfir honum undir
lokin.
Beztu menn Víkings í þessum
leik voru þeir Guðgeir Leifsson,
sem er leikmaður sem aldrei virð
ist eiga slæman dag, Hafliði Pét
ursson og Eiríkur Þorsteinsson.
í KR-Iiðinu stóð Jón Sigurðsson
Framhald á bls. 4
meira, en Arsenal-vörnin stóð
sig mjÖg vel og gaf þeim aldrei
tækifæri til athafna. Einna
hættulegasta tækifæri hálfleiks
ins kom þegar örfáar mínútur
voru eftir af honum. Þá átti
Alec Lindsay, bakvörður Liver-
pool, þrumuskot á mark Arsen-
al, sem Bob Wilson hafði hend-
ur á, en hélt ekki og heppnin
var með honum, því boltinn fór
út fyrir og úr varð hornspyrna
sem ekki nýttist.
í siðari hálfleik snerist dæm-
ið að nokkru við. Nú voru það
Arsenal-leikmennirnir, sem voru
ákveðnari og fljótari á bolt-
ann og nokkrum sinnum komst
liðið í ágæt færi, sem ekki tókst
að nýta. Lauk hálfleiknum
marklausum og var þá fram-
lengt í 2x15 mínútur.
ÓGLEYMANLEG
FRAMLENGING
Þegar leikmenn liðanna komu
út á völlinn til framlengingar-
innar voru margir þeirra orðnir
plástraðir og vafðir, eftir smá-
vægileg meiðsli, sem þeir höfðu
orðið fyrir. Strax í upphafi fram
lengingarfnnar náði Liverpool
boltanum, og sókninni lauk með
því að Steve Heighway tókst
að snúa á Pat Rice og George
Armstrong, varnarmenn Arsen-
al og var þá ekki að sökum að
spyrja. Bob Wilson Arsenal-
markvörður, átti ekki minnstu
möguleika á því að verja skot
hans. Liverpool hafði náð for-
ystunni 1:0, og fagnaðaróp Liver
pool-unnenda og vonbrigðaköll
Arsenal-manna voru slík að lík-
ast var sem flóðbylgja færi yfir
völlinn. Hafa ugglaust flestir
talið að þetta mark myndi
nægja til sigurs í leiknum.
En svo var ekki. Á 12. mínútu
framlengingarinnar var Arsenal
í sókn og Eddy Kelly lék glæsi-
lega gegnum Liverpool-vörnina,
gaf á George Graham, sem kór-
ónaði upphlaupið með því að
leika einnig á Liverpool-varnar
leikmenn og skora, 1:1.
í síðari hálfleik framlengingar
innar sótti Arsenal svo meira
og þegar rúmar níu mínútur
voru liðnar átti Radford góða
sendingu á Charlie George, sem
fékk tóm til að skjóta utan frá
vítateigslínu og í netinu lá bolt-
inn án þess að Ray Clemence,
Liverpool-markvörður ætti tök á
að verja. Hið ótrúlega hafði
gerzt. Arsenal hafði ekki að-
eins jafnað, heldur náð yíirhönd
inni og reyndist þetta sigur-
markið. Eftir að það var skorað
dró Arsenal sig meira í vorn
og tókst Liverpool ekki að rjúfa
skörð í varnarmúrinn, þannig
að hætta yrði af. Reyndar átti
Liverpool hornspyrnu þegar 40
sek. voru eftir af leiknum, en
Bob Wilson kom þá út úr mark-
inu á réttu augnabliki og hand-
samaði boltann.
Óstjórnleg fagnaðarlæti urðu 1
leikslok, og voru leikmenn Ars-
enal hylltir lengi og innilega,
enda rækilega búnir að vinna
fyrir slíku.
Forsala
— á landsleikinn
FORSALA aðgöngumiða á lands
leik íslands og Frakklands á
morgun hófst í gær við Útvegs-
bankann. Verður sala þar einnig
í dag frá kl. 13 til 18 og á morg-
un. Ennfremur verður forsala
aðgöngumiða í Sportvík í Kefla
vík. Fólk sem ætlaj að sjá leik
inn er eindregið hvatt til þess
að notfæra sér þessa þjónustu,
til þess að komið verði í veg
fyrir mikla þröng við aðgöngu-
miðasöiuna á vellinum, þegar
leikurinn er að hefjast.
Landsliðið valið
Tveir nýliðar
Á bLaðamannafundi
KSÍ í gær kynnti landsliðs-
einvaldurinn, Hafsteinn Guð-
mundsson, liðið, sem hanu
hefur valið til þess að mæta
Frökkum á Laugardalsvellin-
um á miðvikudaginn.
Liðið verður þannig skipað:
Markvörður:
Þorbergur Atlason, Fram (8)
Varnarmenn:
Jóhannes Atlason, Fram (16)
Guðni Kjartansson, ÍBK (16)
Einar Gunnarsson, ÍBK (8)
Ólafur Sigurvinsson, ÍBV (2)
Tengiliðir:
Haraldur Sturlaugsson ÍA (4)
Jóhannes Edvaldsson Val (0)
Eyleifur Hafsteinss., ÍR (19)
Framlínumenn:
Matthías Hallgrímss., ÍA (11)
Ingi Björn Albertsson Val (0)
Ásgeir Elíasson, Fram (5)
Varamenn:
Magnús Guðmundss., KR (0)
Róbert Eyjólfsson, Val (0)
Þröstur Stefánsson, ÍA (0)
Guðgeir Leifsson, Víkingi (0)
Baldvin Baldvinsson, KR (2)
Svo sem sjá má af upp-
talningunni eru tveir nýliðar
í íslenzka landsliðinu, þeir
Ingi Björn Albetsson og Jó-
hannes Edvaldsson. Fyrirliði
liðsins verður Jóhannes Atla-
son.
Á öðrum stað í blaðinu er
spjaliað við nokkra landsliðs-
menn, og sagt frá undirbún-
ingi liðsins fyrir leikinn á
miðvikudaginn.