Morgunblaðið - 11.05.1971, Síða 2

Morgunblaðið - 11.05.1971, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1971 STAÐRAÐNIR AÐ SIGRA í LEIKNUM Spjallað við landsliðsmenn og landsliðs- þjálfara um leikinn við Frakka, sem verður á mið- vikudagskvöld Islenzka knattspyrnulandslið- ið dvaldi að Þingrvöllum um helg ina þar sem piltarnir fóru í gönguferðir og spjölluðu saman um landsleikinn á miðvikudag- inn, en sem kunnugt er mæta þeir þá áhugamannaliði Frakka í undankeppni Olympíuleikanna í knattspyrnu. FyUilega má gera ráð fyrir að þessi leikur verði m,jög jafn og ef að líkiun lætur verður hann einnig sk^mmtileg- ur. Bæði liðin hafa búið sig af kappi undir þessa keppni, enda meira i húfi nú en oft áður að standa sig. Því verður þó ekki neitað að íslenzka Iandsliðið hef ur haft verri aðstöðu til æfinga í vetur og vor en það franska, og er þetta t.d. í fyrsta skiptið í sumar sem íslenzku piltarnir leika á grasvelli. Taka ber þó það einnig með í reikninginn að þeir eru vanir hinum þunga I.ajigardalsvelli. Flestra _álit er, að Islendingar verði að sigra i leiknum á mið- vikudaginn með 2-3 marka mun, tll þess að tryggja sér áframhald andi keppnisrétt í Olym- píukeppninni. Heimavöllur veg- ur þó alltaf dálitið mismunandi fyrir knattspyrnulið, og virðast Frakkar t.d. vera mjög sterkt útilið. 1 síðustu viku fengum við tækifæri til þess að spjalla um stund við nokkra landsliðsmenn og landsliðsþjálfarann, er liðið var að búa sig undir leikinn á miðvikudaginn, með því að hvllast í gufubaði og fá nudd. Virtist liðsandinn mjög góður, en slíkt getur haft meira en lítið að segja. Allir voru piltarnir staðráðnir í að gera . sitt bezta og sigra í leiknum, en viður- kenndu þó að Frakkarnir myndu hafa harðsnúnu liði á að skipa. FÆB I SIG FIÐRING — Maður verður auðvitað allt af að vera bjartsýnn fyrirfram, sagði Rikharður Jónsson lands liðsþjálfari, þegar við ræddum við hann. — Annars á ég von á þvi að franska liðið sé mjög gott núna, betra en í fyrra, enda vit- að að það leggur mikið upp úr þvi að komast áfram í Olympíu- keppninni. — Er íslenzka landsliðið nógu vel undir þennan leik búið? — Sem landsliðsþjálfari verð ég að segja það sem mitt álit, að ég hef ekki fengið nógu mikinn tíma til æfinganna, svaraði Rík- harður. — En það verður einnig að segjast að þrátt fyrir það hef Ríkharður Jónsson ég fengið allan þann tíma sem af- gangs hefur verið hjá piltunum. Ég tel að ég hefði þurft að koma meiru inn í liðið af því sem ég legg áherzlu á. En það tekst von- andi fyrir hina landsleikina sem leika á í sumar. — Hvaða leikaðferð verður viðhöfð I landsleiknum á mið- vikudaginn? —• Það verður hin sama leik- aðferð og við notuðum í lands- leikjunum í fyrra, en þá skoruð um við þrjú mörk og fengum á okkur þrjú mörk i fjórum leikj- um. Við vitum það, að knattspyrn an hefur tekið miklum breyting um hvarvetna í heiminum, og þau lið sem áður spiluðu með fimm menn í framlínu, hafa þar nú þrjá eða f jóra. Leikurinn hef ur því færzt meira aftur á völl- inn. Leikaðferð okkar mætti sennilega helzt flokka undir 4- 3-3. Við munum leggja áherzlu á að ná yfirtökunum á miðjunni, en það gefur tækifæri til þess að brjóta niður sóknartilraunir þeirra í tæka tíð, og eins eru þá meiri möguleikar fyrir tengilið- ina að byggja upp og vinna með framlínumönnunum. — Er liðið ekki of ungt? — Það er rétt að það er ungt, en hins vegar er það alls ekki reynslulítið. Auðvitað þarf allt- af að taka einhverja nýliða inn I landsliðið, en aðalatriðið er þá að þeir falli vel inn I hópinn, eins og ég hygg að þeir geri að þessu sinni. Þegar við svo að lokum spurð um Ríkharð að því hvort hann sem gamall knattspyrnumaður fengi ekki í sig fiðring, þegar landsliðið hlypi inn á völlinn, svaraði hann: — Það má vera mjög svo ó- merkilegur leikur til þess að mað ur finni ekki til hans. Auðvitað er mjög eftirsóknarvert að leika með landsliði. Þetta eru einu stríðin sem við heyjum, og alla Pilta langar til þess að taka þátt í þeim fyrir land sitt, ekki síður þó að slíkir leikir séu friðsemd- arstríð. MIKILL TÍMI FER I ÆFINGARNAR Lengstan veg á þessa æfingu höfðu Akurnesingarnir fimm komið, en þeir urðu að hætta Þröstur Stefánsson vinnu klukkan sex um daginn, og aka síðan ógreiðfæra leið fyrir Hvalfjörð. Komu þeir nokk uð seinna en hinir, og var greini legt að slíkt þótti óvenjulegt, og voru menn farnir að geta sér þess til „að það hefði sprungið hjá Rikka." En innan tíðar birt- ist svo landsliðsþjálfarinn með þá fjórmenninga: Eyleif, Matthías, Þröst og Harald með- ferðis, og þegar þeir höfðu tek- ið sér bað og hlýtt á spjall Al- berts, tókum við þá tali. Þröstur Stefánsson, sem er 20 ára bankamaður hefur áður ver- ið varamaður í landsliði, og ef til vill kemur hann nú inn á völl inn og fær sinn fyrsta leik. — Það er aiuðvitað draumur og takmark allra knatt Matthías Hallgrímsson spyrnumanna, að vera valinn í landslið, sagði Þröstur. Síðan spurðum við hann um ástæðu þess að Akranesliðinu, sem varð Islandsmeistarar í fyrra, hefur vegnað svona illa í vor og tapað hverjum leiknum af öðrum: — Ástæðurnar kunna að vera fleiri en ein, sagði Þröstur, — en aðal atriðið er að við höfum aldrei teflt fram fullu liði. T.d. hafa þeir Teitur og Guðjón ekki ver- ið með enn. Okkur hefur líka stundum áður gengið illa á vor- in, og nægir að minna á hvernig útkoman var hjá okkur í fyrra- vor. Þetta Iagast þegar við för- um að leika á grasinu. Við stefn um náttúrlega að því að verja Islandsmeistaratitilinn og það ætti að takast. Undir þessi orð tóku Eyleifur, Matthías og Haraldur þegar við spjölluðum við þá, og voru einn ig sammála um ástæðurnar fyr- ir töpum liðsins í vor. „Þetta fer að koma hjá okkur," sagði Ey- leifur. Haraldur Sturlaugsson Eyleifur Hafsteinsson, sem um árabil hefur verið einn þekkt- asti knattspyrnumaður landsins, hefur leikið flesta landsleiki þeirra sem nú voru valdir, eða 19 alls. Þó er hann aðeins 23 ára að aldri og starfar sem rafvirki á Akranesi. Þegar Matthías, sem er 24 ára, kvaðst einnig vera raf virki, höfðum við á orði að raf- virkjar á Akranesi hlytu að geta teflt fram sterku firmaliði. — Þeir ættu að geta það ef þe$- kynnu að standa saman, skaut þá Haraldur inn I með stríðnis- svip, en þeir Eyleifur og Matthías sögðust a.m.k. standa saman í vinnudeilum. Þegar þeir Eyleifur og Matthías voru spurðir um hvaða landsleikur væri sá skemmtileg- asti sem þeir hefðu tekið þátt í, voru þeir sammála um að það væri leikurinn við Noreg sl. sum ar, sem vannst 2:0. Þegar við spurðum þá um und irbúninginn fyrir þennan leik, sagði Eyleifur það sína skoðun að betri undirbúningur hefði verið nauðsyn, en ekki gott við gerðar, þar sem leikurinn er svo snemma árs. „Við erum ekiki komnir almennilega í gang, þeg- ar kemur að landsleik," sagði hann og Matthías bætti þvi við, að íslenzka liðið hefði ekki feng- ið neinn leik á grasvelli í ár. En piltarnir frá Akranesi verða jafnan að leggja mikið á sig við slíkar æfingar sem lands liðsæfingarnar eru. Þeir sögðu að þegar þeir mættu á þær, þá færu um átta klukkustundir I ferðina hjá þeim. Tóku þeir til dæmis þetta kvöld. Þá hættu þeir að vinna klukkan sex og lögðu strax af stað suður. Bjugg ust þeir svo við að verða ekki komnir heim aftur, fyrr en um nóttina, þá eftir þreytandi bil- ferð. „Við yrðum ósegjanlega þakklátir KSÍ, ef þeir eignúðust þyrlu," sögðu þeir brosandi. Bæði Matthías og Eyleifur áttu við meiðsli að stríða í vet- ur og gengust undir læknisað- gerð. Þegar við spurðum þá hvort þeir væru búnir að ná sér, svaraði Matthías, að hann hefði aldrei verið betri í fætin- um en nú, en Eyleifur kvaðst hins vegar litla bót hafa fengið. — En meiðslin há mér ekki í leik, sagði hann, — það er eins og þetta dofni upp á meðan, en segir svo til sín á eftir. „MAÐUR ER ALLTAF DALÍTIÐ SPENNTUR Jóhannes Edvaldsson, 20 ára íþróttakennari úr Val, er nú í fyrsta skipti í landsliðshópnum, * en hann hefur vakið á sér mikla athygli að undanförnu, sem dug legur tengiliður. Jóhannes sagði að þessi leikur legðist ákaflega vel í sig, og taldi að islenzka lið ið hefði alla möguleika á sigri. — Það er sennilega töluvert öðru visi að leika með landsliði en með félagsliði, — maður er auðvitað spenntur, en það er ég reyndar fyrir flesta leiki. Jó- hannes sagði að liðsandinn hjá landsliðinu væri mjög góður, og hann væri bjartsýnn á hagstæð úrslit Þorbergur Atlason ERFIÐAR ÆFINGAR Þorbergur Atlason, Fram, hef ur verið einn okkar traustustu markvarða undanfarin ár og átta sinnum hefur hann staðið í landsliðsmarkinu, og varið það með sóma. Hann bjóst við erfið- um leik við Frakkana og sagði að Laugardalsvöilurinn myndi vera mjög þungur núna. — En hann er ekki vanur þvi að vera góður, sagði Þorbergur, -— og má því reikna aðstæðurnar okk ur í hag. Um landsliðsæfingarn- ar í vetur sagði Þorbergur, að hann hefði haft af þeim mikið gagn, en hins vegar hefðu þær verið helzt til erfiðar stundum. Auk þessara æfinga hefði hann svo æft með sínu félagsliði, Fram, þannig að hann hefði orð ið að æfa fjórum sinnum í viku. Aðspurður um hvort það væri ekki öðru vísi að leika með fé- lagsliði og landsliði sagði Þor- bergur: — Það munar ekki svo miklu, t.d. ef félagsliðið er eins gott og Fram. „HEF VERIÐ í ÞESSU FRÁ ÞVÍ ÉG MAN EFTIR MÉR“ „Þetta er nú einn okkar allra efnilegustu knattspyrnumanna," sagði Albert Guðmundsson, for- maður KSl, þegar við settumst niður til þess að ræða við Guð- geir Leifsson úr Vikingi, sem nú er í fyrsta skipti valinn í lands- liðshópinn. Guðgeir, sem nú er 19 ára, kvaðst hafa æft knattspyrnu frá þvi að hann myndi fyrst eftir sér, en í fyrra hefði hann byrjað að leika með meistaraflokki Vikings. Hann sagði að sér fyndist allt öðru vísi að vera með landsliðinu en sínu félagsliði, sérstaklega að því leyti að hann þekkti minna mennina sem hann væri þar að leika með. — Þetta verður ugg- laust spennandi leikur, sagði Guðgeir, þegar við byrjuðum að tala um landsleikinn, — ég held að það séu allir sammála um að franska liðið sé mjög gott, en við ættum samt sem áður að eiga góða möguleika á því að vinna það. Þegar við spurðum svo Guð- geir hvort þeir Víkingar ætluðu sér ekki að vinna sæti I 1. deild aftur í sumar, svaraði hann: — Ég held að við ættum að Guðgeir Leifsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.