Morgunblaðið - 29.05.1971, Side 4

Morgunblaðið - 29.05.1971, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, um. Hann hafði sagt, að Kann hefði engan þátt átt í sfcofmin E f nahagsban dalagsins, og hann hefði heldur enga sér- staka trú á því. Það sem meira var; hann væri viss um, að ef við og önnur ríki, sem sótt hefðu um aðild, fengju inn- göngu, yrði það aldrei samt og áður. Það þyrfti ekki endilega að vera slæmt. Hann persónu- lega sæi fram á, að það mundi breytast í friverzlunarsvæði, lauslega skipulagt, þar sem hvert riki væri bundið samn- ingi um skipti á landbúnaðar- vörum. Hann væri reiðubúinn að ræða við okkur um hvað koma ætti í staðinn fyrir Efna- hagsbandalagið, sem mundi stækka og breytazt í nýtt efna- hagsbandalag. Hann stakk síðan upp á tví- hliða viðræðum við Breta — fyrst í stað með mikilli leynd — um hin margvíslegustu mál á sviðum efnahagsmála, gjald- eyrismála, stjómmála og vam- armála til að ganga mætti úr skugga um, hvort við gætum jafnað ágreining okkar. Hann kvaðst gjarnan vilja, að Bret- ar sýndu það vinarbragð að stinga upp á slíkum viðræðum, sem hann mundi síðan fallast á. Ég gat ekki séð — og ég held sendiherra okkar í París ekki heldur — að þetta væri annað en endurtekning á orð- unum, sem hann notaði í við- ræðunum við mig i Elysée í janúar 1967, þegar hann minnt ist á „tvo valkosti", „eitthvað algerlega nýtt“ eða „viðskipta- samning" og „aukaaðild". Ég hefði litið á tillögur hans um tvihliða viðræður sem vinsam- lega ráðsfcöfun, svo framarlega sem okkur tækist að tryggja, að þær væru ekki notaðar tiT þess að stía okkur, annaðhvort í varnarmálum eða efnahags- málum, frá bandalagsþjóðum okkar í EFTA og væntanlegum bandalagsþjóðum okkar í EBE. Það sem trúlegra var að mundi valda erfiðleikum gagnvart bandamönnum hans í EBE, var skýlaus yfirlýsing hans um, að Frakkland, Bretland og Þýzka land mundu að mestöllu leyti ráða hinu nýja og frjálslegra efnahagsbandalagi, sem hann stakk upp á. En utanrikisráðuneytið tók viðtalið miklu alvarlegra. í fyrsta lagi óttuðust þeir — og það var rétt hjá því að leggja áherzlu á það — að hershöfð- inginn gæti notað samþykki okkar við tvíhliða tillögunum sem röksemd gagnvart banda- lagsþjóðunum í EBE, að í raun inni væri okkur ekki al- vara með inngöngu i EBE, raunar ættum við í samningum við hann á allt öðrum grund- velli. Það hefði ekki ver- ið ólíkt honum að gripa til slíkra ráða og ef við tækjum þátt í tvíhliða viðræðum, yrð- um við vissulega að taka skýrt fram gagnvart bandamönnum Frakka í EBE, á hvaða grund- velli við álitum, að viðræðum- ar færu fram. Mér virtist, að utanrí'kisráðu neytið gerði meira en að sýna eðlilega og réttlætanlega var- kárni. Starfsmenn þess vildu, að ég héldi svo á málunum í Bonn, að litið gat út fyrir að tilgangurinn væri að ófrægja Frakka gagnvart bandamönn- um þeirra i EBE og um leið að Orsending frá Sjómannadagsráði Skipshafnir eða vinnuflokkar, sem ætla að taka þátt í kapp- róðri, björgunar- og stakkasundi á Sjómannadaginn, tilkynni þátttöku sína sem fyrst í síma 15150 eða 23476. Róðraæfingar hefjast um helgina í Nauthólsvík, en þar fara útihátíðarhöld dagsins fram. varpa Ijóma á okkur sem litla, sjálfumglaða fyrirmyndar- drengi, sem hefðu staðizt til- raunir hershöfðingjans til að taka þátt í því að gera EBE glennu. Ég lét í Ijós andúð á þessum bolabrögðum, en þar sem ég var á förum eftir nokkrar mín- útur, sagði ég Miehael Stewart, að ég vildi ræða málið við hóp háttsettra starfsmanna utanrík isráðuneytisins, sem voru í fylgd með mér til Bonn. Mín skoðun var sú, að þetta yrði að athuga miklu gaumgæfileg- ar, áður en við flönuðum út í nokkra slíka stefnu: mér var það kappsmál að fá nánari álits gerð frá Christopher Soames. En brýnt var fyrir mér, að ef ég færi til Bonn án þess að minnast á þetta, gæti de Gaulle hershöfðingi gert sér mat úr öllu saman og tekizt að sann- færa dr. Kiesinger um, að við værum að gæla við hugmyndir um að vinna gegn EBE í París á sama tíma og við styddum EBE í Bonn. f samræðum okkar í sendi- ráðinu í Bonn seint þetta kvöld hélt ég áfram að láta í ljós andúð mína á tillögunni. Morguninn eftir streymdu skeyti frá London, þar sem ég var eindregið hvattur til þess að minnast á viðræður de Gaulles og Soames, svo að dr. Kiesinger gæti ekki og mundi ekki saka mig um að leyna fyr- ir honum mikilvægum upplýs- ingum. Á þetta félist ég að gera í nokkrum auðskildum orð um, án nokkurra duldra merk- inga eins og lagt hafði verið til. Þegar ég kom til skrifstofu Kiesingers kanslara að loknum ýmsum skyldustörfum um dag- inn, bað ég starfsmenn utan- ríkisráðuneytisins um skýrsl- una og orðsendinguna, sem ég hafði átt von á um de Gaulle-málið. Ég leit á það og sá að þetta voru öll skjölin. Ég varð æfur, en það var erfitt að vera með látalæti frammi fyrir Þjóðverjunum. Ég gaf þvi dr. Kiesinger stutta skýrslu um staðreyndir málsins, eins skynsamlega og æsingaiaust og hægt var. En þegar ég kom til London, komst ég að raun um, að utan- ríkisráðuneytið hafði sent öll- um helztu sendináðum skeyti með fyrirmælum á svip- aða lund og embættismennirn- ir höfðu viljað í fyrstu, og var þeim sem sbeytið fengið, sagt að bíða eftir nánari fyrirmæl- um. Sjálfar viðræður mínar við dr. Kiesinger voru vinsam legar og gagnlegar innan þeirra marka, sem þeim voru óhjákvæmilega settar. Gamall draumur utanríkisráðuneytis- ins rættist, þegar undirrituð var fyrir frumkvæði Þjóðverja sameiginleg yfirlýsing um stefnuna í málefnum Evrópu, sem hafði að geyma lof- orð beggja ríkisstjórna um að vinna að framgangi umsóknar Breta um aðild að EBE. En að engu hafði verið gerður hver sá möguleiki, sem dr. Kiesing- er kann að hafa haft tii þess að hafa áhrif á de Gaulle hers- höfðingja í þessa átt síðustu vikurnar, sem hershöfðinginn sat i embætti. Soames-málið, sem dr. Kiesinger tók mjög al- varlega, hafði séð fyrir því. Rétt áður en Nixon kom hingað tíu dögum síðar, varð „L’affaire Soames" opinbert. Eftir Þýzkalandsheimsókn mína ollu Frakkar miklu fjaðra foki á fundi Vestur-Evrópu- bandalagsins, sennilega í reiði vegna sameiginlegrar yfirlýs- ingar okkar (Þýzkalandskansl- ara) um Evrópu, en þó líklega öllu fremur vegna þess, að þeir höfðu frétt hvað Þjóðverjar og aðrir samherjar þeirra höfðu heyrt frá embættismönnum okkar um fund Christopher Soames með hershöfðingjanum. Þeir sökuðu nokkur lönd um að ganga erinda Breta með þvi að setja á dagskrá mál, sem vörðuðu einingu Evrópu, og til kynntu, að þeir mundu fram- vegis engan þátt taka í störf- um samtakanna. Þegar leið á vikuna fóru frá- sagnir af málinu að birtast í frönsku blöðunum, og var þar veitzt harkalega að okkur fyr- ir að dreifa út frásögn, sem þau sögðu að væri ónákvæm, um fund de Gaulles og Soames. Utanríkisráðuneytið lét blöð- unum í té ágripið, sem hafði verið dreift til sendiráða er- lendis daginn áður en ég ræddi við Kiesinger, en með því skil- yrði, að heimilda væri ekki get ið. Reiði Frakka var takmarka- laus. Sambúð Breta og Frakfca komst í sama öldudal og hún hafði verið I eftir að de Gaulie beitti neitunarvaldinu 1963. Klögumálin gengu á víxl. Sama dag og Nixon forseti kom, 24. febrúar, afhenti franska sendiráðið utanrifcis- ráðuneytinu orðsendingu, þar sem því var sérstaklega mót- mælt, að við hefðum skýrt öðr um ríkisstjórnum frá málinu. Michael Stewart gaf yfirlýs- ingu þennan dag í Neðri mál- stofunni og varði gerðir okk- ar, bæði i Bonn og annars stað- ar. Hann sagði: „Ég tel, að það hefði verið öldungis óviðeig- andi að láta þessum samræðum við dr. Kiesinger ljúka án þess að dr. Kiesinger hefði verið gerð grein fyrir því sem gerð- ist.“ íhaldsmenn sáu strax að þeir höfðu komizt í feitt og gerðu sér eins mikinn mat úr öllu saman og þeir framast gátu. Að eins einni klukkustundu áður en Nixon lenti á Lundúnaflug- velli tókst þeim að fá fram- gengt að boðað var til auka- fundar daginn eftir. Hjá því gat ekki farið, að forsetanum fynd ist á þessari kynnisferð sinni um Evrópu, að glundroði ríkti í álfunni. Þeir starfsmenn utanrik- isráðuneytisins, sem báru ábyrgðina, töldu vafalaust, að þeir hefðu unnið frækilegan sigur. Hitt verður að liggja milli hluta, hvort nokkuð gott hafi af þessu leitt. Christopher Soames var beiskur og reiður, og það er ekki hægt að lá honum það. Hann kom til mín til kvöldverðar að Chequers, en hafi hann ætlað að segja af sér, þá lagði hann slíkt áform á hilluna. Okkur var hins veg- ar báðum ljóst, að meðan de Gaulle hershöfðingi væri kyrr i Elysée, mundi reynast með eindæmum erfitt að koma sam skiptunum í eðlilegt horf á nýj- an leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.