Morgunblaðið - 29.05.1971, Side 10

Morgunblaðið - 29.05.1971, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, L- Gorðhellur - gurðúburður Allir keppast nú við að prýða lóðir sínar. Garðurinn verður fallegri með heiHum frá HELLUVAL og blettirnir grænni með garðáburði frá HELLUVAL Brotsteinar og sexkantar fyrirliggjandi, svo og áburður í kartöflugarða. HELLUVAL SF„ Hafnarbraut 15, Kópavogi. Sfmi 42715. Sumardvöl unglinga erlendis Nú er skólagöngu er að Ijúka á þessu vori fara unglingar og forráðamenn þeirra að hugsa um sumaxvinnu fyrir þá. Undanfar- in surnur hefur þvi miður verið erfiðleikum háð að fá vinnu, en nú litur mun betur út í þessum máium eftir því sem kunnugir telja. Nokkur hópur skólaunglinga hefur leitað út fyrir landstein- ana í atvinnuleit í sumarfríinu, sumir orðið ailheppnir en aðrir miður eins og gengur. Mörgum fullorðnum finnst hæpið að ráða komungt fólk gegnum stofnanir hér eða erlendis til vinnu er- lendis, annað er ef slíkt verður vegna kunnugra manna í hverju landi, þar er frekar hægt að bú ast við að fylgzt sé með ungl- ingunum. Islenzk börn og ungmenni eru ekki aiin upp við þann aga, sem rikir í nágrannalöndunum og eru því oft iilla undir það búdn að eiga að bjarga sér við ger- ólíkar aðstæður. Oft hefur því raunin orðið sú, að ungiingar hafa toilað illa í starfi, þótt sem ósanngjarnar kröfur væru gerð- um vinnu, framkomu og annað. Hafa þvi alltaf einhverjir ungl- ingar lent í hátfgerðu reiði- leysi, stundum án vitundar nán- ustu ættingja Aðrir hafa spjar að sig, orðið gagn að dvöltnni, eins og til var ætlazt. Nokkrir aðilar hér hafa haft miiiigöngu með ráðningu eins og kunnugt er. Þykir mörgum sem þeir taki á sig mikla ábyrgð og að því er virðist næsturn áhyggjulaust, er þeir flytja flugvélafarma af unglingum til vinnu erlendis. Sömuleiðis eru margir undr- andi foreldrum þeim, sem sleppa afkvœmum sinum efltir litslausum út í slík ævintýri i stórborgum. Annað mál er auð- virtað, þegar einhver tekur á sig þá ábyrgð að fylgjast með ungl- ingunum. Ekki er víst að endi- lega sé um kæruleysi að ræða, miklu frekar mætti ætla að fá fræði og þekkingarleysi á að- stæðum megi hér um kenna. Við tökum þessi mál tii athugunar í dag. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem við höfum getað aflað okkur, er aðeins ein stofnun hér, sem sér um ráðndngu og fiutning unglinga til útlanda, en það er ferðaskrifstofan ,,Útsýn.“ Hjá ferðaskri'fstofunni Sunnu sögðust þeir ekki halda áfram með slíkt i sumar, reynslan i fyrra hefði ekki verið góð, óánægja á báða bóga. Hjá „Útsýn" er völ á ýmsum störfum í Englandi, Danmörku og Þýzkalandi. Yfirleitt er mið- að við 18 ára aldur, þó eru 17 ára stúlkur teknar sem „Au Pair“ og 16 ára „Demi Pair,“ en þá eru engin laun, aðeins unnið fyrir uppihaldi. Á pappírnum litur þetta ákaf- lega vel út, sannkölluð gylliboð. Vonandi verður líka reyndin sú hjá þeim, er leggja land und- ir f ÓL Séra Jónas Gíslason dvaidi í Kaupmannahöfn í rúm 6 ár og kynntist þá ýmsum unglingum, sem þangað komu í atvinnuleit. Hann hefur góðfúslega gefið okkur upplýsdngar um ýmislegt það, sem hann hafði kynni af í sambandi við sumardvoi ungl- inga á þeim árum og gefum við hér séra Jónasi orðið: Þau 6 ár, sem ég dvaldist í Kaupmannaböfn, fékk ég mjög oft fyrirspurnir að heiman og beiðni um að útvega unglingum atvinnu sumanl£Lngt. Ég setti mér ákveðnar regiur í þeim efn- um. Tél ég, að ekkert vit sé i því að senda unglinga yngri en 18 ára til sumarvinnu í erlendri stórborg. Og helzt ætti viðkom- andi að vera orðinn tvítugur, áð ur en hann leggur út í heiminn x ævintýráieit. Unglin.gar yngri en 18 ára eiga ekkert erindi út í þvi skyni. Þó er ætíð erfitt að miða þroska ungiinga við alduririn einan. Tel ég mjög vafasamt að senda 18—20 ára unglinga utan til atvinnu, nema þeir hafi sam band við einhvern kunnugan í borginni, sem þeir geti átt at- hvarf hjá og leitað til, ef eitt- hvað bjátar á, og geti jafnframt leitað þangað í fristundum. Það er mikið öryggi fólgið í þvi að vita einhvern staðkunnan aðila fylgjast með unglingunum. Það er ekkert skemmtileg tilvera að hýrast einn í herbergi í erlendri stórborg, fjarri fjölskyldu og vinum. Nú vil ég taka fram, að megin þorri þeirra íslenzku unglinga, sem ég hitti eða hafði samband við úti í Kaupmannahöfn, stóð Séra Jónas Gíslason sig með mikilli prýði. Enginn skilji orð mín öðru vísi, Hitt er jafnhryggileg staðreynd, að hinn hópurinn var aliltof stór, þótt prósenttalan væri ekki há, þar sem un.glingarnir misstigu sig á einn eða annan hátt. Á hverju sumri fékk ég flieiri eða færri beiðnir um að leita uppi eða grennslast fyrir um unglinga, sem fjölskyldan heima hafði áhyggjur af ein- hverra hluta vegna. Einkum fór þetta mikið í vöxt seinustu tvö árin. Oft var þá erfitt um vik. Oftast tókst mér að finna þá, sem ég var beðinn að ná sam- barudi við. En hitt var einatt erf iðara að fá þá til þess að hverfa heim aftur. Við verðum að gjöra okkur grein fyrir því, að xmglingar yngri en 18—20 ára eiga ekkert erindi út í heim til atvinnuleit- ar. Þeir verða að hafa tekið út verulegan þroska áður en þeir eru hæfir til þess að skipa sér á hinn almenna vinnumarkað í erlendum stórborgum. Til þess eru freistingar of miklar og hætt an of brýn, þegar hálfþroskað- ir unglingar eiga í hlut. Ég held mér sé óhætt að segja, að yngri en 16 ára ungl- ingar fá alls ekki atvinnu á al- mennum vinnumarkaði. Vakti það oft furðu Dana, þagar yngri unglingar að heiman voru komn ir þangað í atvinnuleit, og 16— Moskvich '65 riðfrír og sérlega vel með farinn til sölu. Töfalt miðstöðvarkerfi. Upplýsingar í síma 84617.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.