Morgunblaðið - 08.06.1971, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 1971
íslandsmótið 2. deild
Víkingur — ÍBÍ 4:0
VÍKINGAR áttu ekki í erfiðleikum með Isfirðinffa er þeir mættu
þeim á heimavelli í II. deildar keppninni sl. laugardag:. Veður var
þá fremur óhagstætt tii knattspyrnukeppni á ísafirði, hvasst og
stóð á annað markið. Víkingar unnu hlutkestið og kusu að Ieika
undan vindinum í fyrri hálfleik. Sóttu þeir þá án afláts og skoruðu
fjögur mörk fyrir lok hálfleiksins. Það fyrsta gerði Jóhannes Bárð-
arson, en síðan skoraði Hafliði Pétursson úr vítaspyrnu. Hafliði
gerði einnig þriðja markið, en fjórða markið gerði Páll Björgvins-
son beint úr aukaspyrnu.
1 síðari hálfleik sóttu ísfirðingar nuin meira undan rokinu, en
tókst ekki að skora. Virðist Iið þeirra þó efnilegt, en ta-plega komið
í nógu mikla þjálfun enda fengið mjög fáa leiki í vor.
Haukar — Selfoss 4:0
MUNURINN á 1. deildar- og 2. deildarliðunum er sennilega að
verða ekki svo ýkja mikill Að minnsta kosti var ekki mikill mun-
ur á leik Hauka og Selfoss í Hafnarfirði á laugardaginn og þeim
leik, sem verið var að leika á sama tíma i 1. deildinni á Melavellin-
um. í þessum leik voru Haukar áberandi betri aðilinn og sigur
þeirra aldrei í hættu. Reyndar var staðan 0—0 í hálfleik, en í síð-
ari hálfleiknum tóku Haukar af skarið og skoruðu fjögur mörk
gegn engu. Steingrimur Hálfdánarson, bezti maður Haukaliðsins,
skoraði tvö fyrstu mörkin. Pálmi Sveinbjörnsson skoraði þriðja
markið með glæsilegu skoti af löngu færi og fór knötturinn í þver-
slá og inn. Lokamark leiksins skoraði svo Gísli Jónsson, einnig
með skoti af löngu færi, sem ógerlegt var fyrir markvörð Selfoss-
liðsins að ráða við. Þrátt fyrir þennan ósigur lofar Selfossliðið góðu
og með meiri æfingu verður það örugglega erfiður hjalli hjá and-
stæðingum þess í 2. deildinni.
íslandsmótið
1 utanhúss-
handknattleik
STJÓRN HSÍ hefur ákveðið að
fslandsmeistaramót 1971 í hand
knattleik utanhúss í meistarafl.
karla og kvenna og 2. fl. kvenna
fari fram fyrri hluta ágúst n.k.
Þeir sambandsaðilar, sem
áhuga hafa á að annast fram-
kvæmd mðtsins, annaðhvoi't í
heild eða einstaka hluta þess,
eru beðnir að tilkynna það sam-
bandsstjórn í pósthólf 215, Rvík
eigi síðar en 1. júní n.k.
Fram - ÍBK
í kvöld
LEIK Fram og ÍBK, sem
vera átti í gærkvöldi var frest-
að fram til kvöldsins í kvöld og
hefst hann á Melavellinum kl.
20,30. Sökum þess að ekki var
hægt að taka Laugardalsvöllmn
í notkun nú um helgina varð
að breyta þreimur leikjum í mið-
sumarmóti 1. flokks. Léku Fram
og Ármann á FramveUinum í
gærkvöldi og Valur og Víkingur
á Melavellinum. í dag kl. 18.45
leika svo KR og Þróttur á Mela-
vellinum.
Nýliðarnir unnu Valsmenn 2-0
— í einum slappasta leik vorsins
Nýliðarnir í 1. deild, Breiða-
blik úr Kópavogi, komu sannar-
lega á óvart í fyrrakvöld er
liðið sigraði Val með tveimur
mörkum gegn engu í leik þeirra
á Melavellinum. Er þessi sigtir
Breiðabliks hinn þýðingarmesti
fyrir iiðið, — ekki einnngis
vegna þess að fyrir hann fær
það tvö stig, heldur einnig að
hann hlýtur að gefa því ákveð-
Inn „móralskan" styrk. Liðið
hefur nú sannað sjálfu sér, að
það getur unnið hvaða lið í 1.
deiid sem er, og fyrirfram er
baráttan um sætið í 1. deildinni
engan veginn töpuð. Og víst er,
að þegar Breiðabliksliðið er
búið að fága helztu vankantana
af hjá sér, þá stendur það hin-
um Hðiinnm í deildinni ekki að
baki, nema síður sé.
Hitt er svo ainnað má< að tæp-
ast er hægt að segja að Breiða-
blikssigur hafi verið sanngjam
eftir gangi leiksins. Valsmenn
sóttu til muna meira, en gekk
erfiðlega að skapa sér góð tæki-
færi upp við markið. Til þess
var knattspyman hjá Vai alltof
stói'karlaleg og tilviljunarkennd.
Það var fyrst eftir að Hermann
Gunnarsson kom inn á í síðari
hálfleik að einhver skemmtileg
tilþrif sáust hjá framlínumönn-
um Vals, en Hermann getur gert
ýmislegt sem aðrir islenzkir
knattspymunaenn geta ekki, jafn
vel þótt hann virðist ekki vera í
sem beztri æfingu núna.
Það var á 35. minútu sem
fireiðablik skoraði sitt fyrra
mark. Þá átti Guðmiindur
Þórðarson i höggi við einn af
varnarleikmönnum Vais, sem
tók til þess ráðs að bregða
honum. Dæmdi Sveinn Krist-
jánsson réttilega vítaspyrnu á
brotið, sem Magnús Steinþórs
son skoraði örugglega úr.
Síðara mark Breiðabliks
kom á 55. mínútu. Þó sóttu
Breiðabliksmenn upp hægri
kantinn og þaðan fékk Guð-
mundur Þórðarson sendingu
inu í vitateig Valsmanna, þar
sem einn varnarmaður og Sig
urður Dagsson markvörður
voru til varnar., Tókst Guð-
mundi að snúa á þá og skjóta
ágætu skoti að marid sem
hafnaði í netinu.
Eftir að Breiðablik hafði náð
tveggja marka forskoti dró lið-
ið sig í vöm, sem Valsmönnum
tókst aldrei að rjúfa neitt að
ráði þrátt fyrir ákafa í sókn
sinni. Af og til átti Breiðablik
svo upphlaup, og var eitt sinn
mjög nærri þvl að skora í þriðja
sinn.
Þegar á heildina er litið verð-
ur það að segjast, að þetta var
einn aumasti leikurinn sem mað-
ur hefur séð í vor og raunar
ekki samboðið 1. deildar liðum
að sýna aðra eins knattspymu
og Valur og Breiðablik gerðu að
þessu sinni. Þau skemmtfegu cil-
þrif sem sáust í leiknum eru ör-
ugglega teljandi á fingrum sér,
þar sem leikaðferð liðanna virt-
ist nær allan timann byggjast á
kjörorðinu að sparka hátt og
sparka langt. Helzt var það þó
í byrjun fyrri hálfleiks sem Vals
menn reyndu eitthvað að
spila, en eftir að þeir fengu
markið á sig virtist liðið brotna
niður, og allt fór í tóma enda-
leysu.
Tæpast er ástæða til þess að
hrósa einstakl ingmum fyrir
frammistöðu í þessum ledk. Það
voru helzt þeir Jóhannes
Eðvaldsson og Hermann Gunn-
arsson í Valsliðinu sem gerðu
eitthvað til þess að leika knatt-
spyrnu, svo og Róbert Eyjólfs-
son, sem örugglega er einn af
okkar beztu bakvörðum og
sannar með hverjum leik, að
landsliðseinvaldurinn, Haf-
steinn Guðmundsson, hefur rétt
fyrir sér, þegar hann heldur
honum í landsliðshópnum. Hjá
Breiðabliki var Guðmundur
Þórðarson beztur, en hann er
jafnan hættulegur sóknarleik-
maður og hefur gott auga fyrir
þeim tækifærum sem bjóðast.
Hins vegar hefur maður það á
tilfinningunni að hann sé ekki i
sem beztri æfingu núna. Þá
áttu Magnús Steinþórsson og
bróðir hans, Steinþór Steinþórs
son, báðir nokkuð góðan leik.
Dómari i leiknum var Sveinn
Kristjánsson og dæmdi hann
ágætlega.
I STUTTU MÁLI:
Melavöllur 6. júní.
ÚRSLIT: Breiðablik — Valur
2:0 (1:0 Mörkin: Magnús Stein
þórsson úr vítaspymu á 35. mín
útu og Guðmundur Þórðarson á
55. mínútu.
Lið Breiðabliks: Ólafur Há-
konarson, Steinþór Steinþórs-
son, Magnús Steinþórsson,
Bjarni Bjarnason, Guðmundur
H. Jónsson, Þór Hreiðarsson,
Hreiðar Breiðfjörð, Einar Þór-
hallsson, Guðrnundur Þórðar-
son, Haraldur Erlendsson og
Trausti Hailsteinsson. Vara-
menn: Gissur Guðmundsson,
Ríkarður Jónsson, Gunnar Þórð
arson og Sigurjón Valdimars-
son. Kom Ríkarður inn á i síð-
ari hálfleik fyrir Trausta Hall-
steinsson.
Lið Vals: Sigurður Dagsson,
Pá'lli Ragnarisison, Róbert Eyjó'lfs-
son, Jóhannes Eðvalldsson, Hall-
dór Einarss., Sigurður Jónsson,
Alexander Jóhannesson, Ingvar
Elísson, Ingi Bjöm Albertsson,
Bergsveinn Alfonsson og Þórir
Jónsson. Varamenn: Magnús Egg
ertsson, Hörður Hilmarsson,
Hermann Gunnarsson, Helgi
Björgvinsson og Lárus Ögmunds
son. Kom Hermann inn á í upp-
hafi síðari hálifleiks í stað Ingv-
ars Elíssonar.
Beztu menn: Breiðablik: 1.
Guðmundur Þórðarson, 2.
Magnús Steinþórsson, 3. Guð-
mundur H. Jónsson. Valur: 1.
Jöhannes Eðvaldsson, 2. Róbert
Eyjólfsson, 3. Hermann Gunn-
arsson.