Morgunblaðið - 08.06.1971, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1971
Ógnaði þeim beztu í
sinni fyrstu keppni
m
Ungur Akurnesingur sem
nýhlotið hefur keppnisrétt
í flokki fullorðinna háði
aukakeppni við landsliðs-
menn um annað sæti
1 „ÞOTU-KEPPNI“ Golí-
klúbbsjns Keilis á Hvaleyrar-
holti um helgina, sem var
þriðja opna golímót sumars-
ins. vakti ungur Akumesing-
ur, Hannes Þorsteineson
mesta athygli. Að visu vissu
flestir kylfingar, að Hannes
hafði sýnt góð tilþrif í ungl-
ingakeppni í fyrtra, en nú hef
ur hanai náð 18 ára aldri og
er því „gjaldgengur" í keppni
hinna fullorðnu. Og það stóð
ekki á því, að hann ógnaði
þeim beztu. Er síðasti hring-
urinn hófst, var Hannes í 2.
sæti aðeins tveim höggum á
eftir Óttari Yngvasyni, sem
forystu hafði. Hafði Harmes
þá unnið á og margir spáðu
honum sigri. Þá hafði hann
m.a. skotið íslandsmeistaran-
um, Þorbimi Kjærbo og lands
liðsmarminum Gunnlaugi
Ragnarssyni aftur fyrir sig.
En á aíðasta hring brustu
taugamar að nokkru, og svo
fór að þeir Þorbjörn og Gunn
laugur náðu honum að högga
fjölda og hlaut Þorbjöm 2.
sætið í aukakeppni og Hann-
es hið þriðja.
Óttar Yngvason, sem nú
mætti í fyrsta sinn á „oprnu
móti“ í sumar sýndi allmikla
yfirburði í þessari keppni.
Hann lék af miklu öryggi,
lenti aldrei 1 miklum ógöng-
um eða illa af leið og fór alla
hringina fjóra á sama högga-
fjölda, 39 höggum, eða 3 högg
yfjr par. Verður það að teljast
mjög gott miðað við aðstæð-
ur, því vægast sagt voru sum
ar flatirnar mjög harðar og
erfiðar viðfangs, og verður
ekki neitað að heppni þurfti að
fylgja með ásamt getu. óttar
var vel að sigrinum kominn
fyrir lcik sinn. Og í fyrsta
sirm um langt skeið hafði sá
er vinnur án forgjafar eininig
mögulei'ka á bikarnum sem
keppt er um með forgjöf. ótt
ar haíði sama höggafjölda og
keppniranar. Er ekkert firma
svo örlátt á verðlaun til golf-
íþróttarinnar sem F.í. því flest
ir klúbbar verða aðnjótandi
verðlauna frá félaginu. Heið-
ur sé því.
Úrslitin í Þotu-keppnirem
urðu:
Án forgjafar:
1. Óttar Yngvason, GR
78 + 78 = 156
Geirsdóttir vann kvenna-
keppni.
Hannes Þorsteinsson
kom á óvart.
ungur kvlfingur sem hafði 60
högg í forgjöf. Haren átti því
rétt á aukakeppni um bikar-
inn þann, en gaf þá keppnd og
lét sér nægja önnur verðlaun.
Hitt er svo arenað mál að
enginn sem ég þekki hefur
heyrt getið um það, að nokk-
urs staðar í heimi tiðkist að
menn hafi 30 í forgjöf á 18
holum. Golfsambandið getur
kannskí útskýrt hvort þekk-
ist meiri forgjöf en 24 högg?
„Þotu-keppnin“ hjá Keili
heitir svo vegna þess að Flug
félag íslands gefur verðlaun
Islandsmeistarinn Þorbjörn Kjærbo og sonur hans Jóhann
Rúnar sem dregur vagn hans — hring eftir hing — á ölluni
mótum.
Óttar — einbeittur.
2. Þorbjörn Kjærbo, GS
79 + 83 = 162
Hannes Þorsteirasson, GL
80 + 82 = 162
Gunnl. Ragnarsson, GR
78 + 84=162
(í aukakeppni varan Þor-
björn og Haranes varð ann-
ar)
5. Björgvin Hólm, G.K.
82 + 81 = 163
6. Eiraar Guðnason, GR
84 + 81 = 165
7. Július Júlíusson, GK
85 + 81 = 166
8. Jóharan Eyjólfsson, GR
87 + 83 = 170
9. Ólafur Bj. Ragnarssom, GR
85 + 87 = 172
10. Pétur Antonsson, GS
86 + 86 = 172
Karl Hólm, GR
89 + 83 = 172
Sig. Albertsson, GS
86 + 86 = 172
Tveir til viðbótar hlutu stig
til landsliðs í þessari keppni,
þeir Hafsteinin Þorgeirsson,
GK og Sverrir Guðmundsson,
GV, sem áttu 10. bezta „skor-
ið“ eða 174.
í keppni með forgjöf urðu
úrslit þessi:
1. Ólafur Ágúst Þorsteinsson,
GR 97 + 101 = 198 = 60 138
2. Óttar Yngvason, GR
78 + 78 = 156=18 138
3. Pétur Elíasson, GK
88 + 87 = 175 = 36 139
Það voru 80 þátttakendur
í þessari keppni, en fram-
kvæmd heninar tókst mjög
vel. Keppnisstjóri var Þor-
valdur Ásgeirsson, sem stöð-
ugt heldur uppi sinni golf-
keranslu. Golfskóii hams, sem
verið hefur í Suðurveri í vet
ur, er nú fluttur í Grafarholt
og par er kerant alla daga,
bæði úti og inni. Skráning
fer fram í sáma 84735 og vel
mátti sjá það um helgina,
að ýmsir þurfa tilsagnar
með, auk annarra sem ekki
taka þátt í keppni.
Hjá Golfkíúbbi Ness fór
fram fyrsta kveranakepprain
á árinu. Tóku þátt í henni 8
konur og varð keppnd um
efsta sætið nokkuð hörð
milli Ólafar Geirsdottur og
Elísabetu Mölier, en þær
tvær voru í nokkrum sér-
flokki. Úrslit urðu:
1. Ólöf Geirsdóttir 82 högg
2. Elísabet Möller 86 högg
Keppnin var 18 holur og
tókst vel. Golfklúbbur Ness
hefur ákveðið að fylgjast
með konunum í sumar og
önnur keppni verður hjá
klúbbnum fyrir konur í
haust. Sú kona sem mestar
framfarir sýnir á sumrirau
fær í haust sérverðlaun sem
„bezti kvenkylfingur ársins.“
Hjá Golfkl. Ness er nú kom
ið að úrslitaleik í holukeppnd
um Bubnov-vasann. Til úr-
slita leika á föstudavinn
Magnús Guðmundsson mig-
stjóri og Sverrir Guðmunds-
son aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn.
Um næstu helgi verður „op-
ið mót“ hjá Golfkl. Ness. Er
það Pierre Robert-keppnim,
sem er 18 holu keppni. í fyrra
var þessi keppni fjölmerinust
alira opnu mótanna, og verð-
ur það e.t.v. enn í ár.
Hjá GR er ráðgerð opin
keppni fyrir konur.
Okskur berast ekki fregnir
eren frá Akureyri, Vest-
mannaeyjum og Ákranesi og
skorum við á klúbbana að
hafa samband við oklkur og
bæta úr því.
— A. St.
FKÆKNIR FINNAR
Fjórir finnskir langhlauparar
Wupu 10 km hlaup á betri tíma
en 29 mín. á frjálsíþróttamóti er
fram fór í Helsingfors. Sigurveg
ari varð Seppo Tuominen á
28:45,4 mín., en það var hann
Sem sigraði í maraþonhlaupi
Norðurlandameistaramótsins er
fram fór i Reykjavik íyrir
reokkrum árum. Annar í hiaup-
inu várð Rauno Mattila á
28:46,2 min.
NORÐURLANDAMET I 500«
metra hlaupi
Finnski hlauparinn Lasse
Virén setti nýtt Norðurlanda-
met í 5000 metra hlaupi á frjáls-
íþróttamóti sem fram fór í Róm
fyrir skömmu. Hljóp hann vega-
lengdina á 13:35,2 min. Geysi-
lega hörð keppni var i hlaup-
inu, en sigurvegari í því varð
David Bedford frá Englandi
sem hljóp á 13:28,0 mín. Virén
og Daniel Konrica frá Júgó-
slavíu urðu jafnir i öðru og
þriðja sæti og fengu sama tíma,
en fjórði í hiaupinu varð Lajor
Mecser frá Ungverjalandi á
13:37,0 mín., Alvarez Salgador
frá Spáni varð fimmti á 13:37,4
mín. og Francesco Arese frá
Itaiiu sjötti á 13:40,0 mín. Ól-
ympíusigurvegarinn i 10 km
hlaupi, Naftali Temu írá Kenya
var meðal þátttakenda í hlaup-
inu og var heilum hring á eftir
þeim fyrstu. Eldra Norðurlanda
met í þessari grein átti Thor
Helland, Noregi og var það
13:37,4 mín.
FJÓRIR UNDIR 29 MlN
Á frjálsíþróttamóti er fram fór
í Pontevedra á Spáni hlupu fjór
ir hlauparar 10 km undir 29
mín. Þeir voru: Salgado á
28:41,4 mín., Haro 28:42,6 mín.,
Hildalgo 28:56,0 min og Tasende
28:58.4 mín.
LUSIS KASTAÐI 82,41
METRA
Á frjálsíþróttamóti i Sochi í
Rússlandi sigraði Lusis I spjót-
kasti, kastaði 82,41 metra, en
tveir aðrir rússneskir kastarar
köstuðu einnig yfir 80 metra,
þeir Donis 80,82 metra og Grefo-
enjev 80,34 metra. Á sama móti
sigraði Voikin í kúluvarpi,
kastaði 19,21 metra og Ivanov í
1500 metra hlaupi á 3:43,0 min.
sek.
MOLAND A 14,3 SEK.
Norsiki grindahlauparinn
Ragnar Moland hljóp nýlega
110 metra grindahlaup á 14,3
sek á iþróttamóti sem fram fór i
Noregi. Voru skilyrði heldur
slæm á þessu móti, brautin laus
og kalt í veðri, svo allar líkur
eru á þvi að Moland bæti afrek
sitt verulega síðar í sumar.
NÝR RICKY?
Svíar munu eignast nýjan
Ricky Bruch í kringlukasti áð-
ur en langt um líður, ef svo
heldur sem horfir hjá hinum 15
ára Kent Gardenkrantz frá
Málmey, sem kastaði 43,90 metra
á íþróttamóti sem fram fór í Sví
þjóð nýlega. Þykir þetta ein-
stætt afrek hjá hinum unga
manni.
BEZTI ÁRANGURINN
Á frjálsiþróttamóti í Stutt-
gart sigraði Heide Rosendahl í
fimmtarþraut og langstökki
kvenna og náði bezta heimsár-
angri i ár í báðum greinunum.
Hláut hún 5276 stig í fimmtar-
þraútinni og stökk 6,64 metra í
langstökki.