Morgunblaðið - 12.06.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNTBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR ’2. JÚNl 1971 Fordómaleysi gagnvart st j ór nmálaan dstæðingum Rætt við Birgi BIRGIR Kjaran hefur um lang- an tíma verið í forystusveit Sjálf stæðisflokksins; hann hefur átt sæti í bæjairstjóm og á Alþingi. í viðtali þvi, sem hér fer á eft- ir lýsir hann fyrstu stjómmála- afskiptum sínum og viðhorfum Öl einstakra viðfangsefna þjóð- máianna, sem hann hefur haft afskipti af. — í>ú hefur nú tekið þátt í stjómmálastarfi um nokkuð langan tíma. Hvernig vaknaði álhugi þinn á stjómmálunum? — Ég hef nú haft áhuga fyr- ir stjómmálum svo lengi, sem ég man eftir mér, segir Birgir, og til þess liggja margar ástæð ur. Ég var nú t.d. aiinn upp í töluvert pólitisku andrúmslofti, þar sem stjóommál voru mikið rædd og stjómmálamenn úr ýms um flokkum komu saman. Fað- ir minn var eldheitur sjálfstæðis maður og skilnaðarmaður, sem psvo var kallað. — Hver voru svo fyrstu stjóm málaafskipti þin? — Ja, min fyrstu stjórnmála- afsfeipti vom þau, að ég hjólaði um bæinn á reiðhjóli, sem merkt var Frjálslynda flokknum, flokki þeirra Sigurðar Eggerz og Jakobs Möllers. Síðan, þegar ég var 15 ára, tók ég fyrst til máls á pólitískum fundi. Sá fundur var Kjaran, hagfræð haldinn í gömlu Bárunni. — Var pólitiskur áhugi meiri þá en nú ? — Það er óhætt að segja, að umhverfið héma hafi verið tölu- vert pólitískt mengað á þessum tíma. Næstu nágrannar okkar voru Jakob Möller, Pétur Magn ússon og Ólafur Thors. Ég var heimagangur hjá þessum mönn- um vegna vinskapar þeirra við foreldra mína. En ég kynntist einnig mönnum úr andstöðuflokk uimm, því að Tryggvi Þórhalls- son, Ásgeir Ásgeirsson og Guð- brandur Magnússon voru einnig allir nákomnir vinir foreldra minna. Þannig var ég alinn upp við fordómaleysi gagnvart stjórn málaandstæðingum. — Hvenær hefur þú svo virka þátttöku í stjómmálastarfinu ? — Éiginieg afskipti mín af stjómmálum hófust ekki fyrr en kynni og vinátta tókust milli okk ar Bjama Benediktssonar, sem leiddu til þess, að ég fór að taka virkan þátt í starfsemi Sjálf stæðiisfflokksins, sem m.a. fólst í þvi, að ég var formaður Varðar og Fulltrúaráðsins á árunum 1950 til 1963. Ég var einnig kjör- inn í bæjarstjóm fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavik árið 1950 og sat þar eitt kjörtímabil. Síðar átti ég sæti á Alþingi 1959 Birgir Kjaran. til 1963; þá hvarf ég af þingi samkvæmt eigin ósk, en var kjör inn af nýju í kosningunum 1967. — Þú varst formaður utanrík- isnefndar Alþingis síðasta kjör- tímabil. Hafa utanríkismálin ver ið þér hugstæð? — Jú, það komu fjölmörg mik ilvæg viðfangsefni til afgreiðslu í utanrikisnefnd á kjörtímabilinu. Ég vil hér t.d. nefna inngöngu Islands í Friverzlunarsamtökin, sem ég tel að hafi verið farsælt spor, enda þótt mér sé jafn- framt Ijóst, að við verðum nú að ná viðunandi samningum við Efnahagsbandalagið. Það er min skoðun, að utanrikismálin séu smáríki eins og íslandi e.t.v. þýð ingarmeiri en mörgum öðrum stærri þjóðum. Og án þess að taka spón úr aski annarra, tet ég, að áhrif Sjálfstæðisflokksins I þessum efnum hafi verið farsæl, enda þótt hann hafi ekki alla jafna farið með þau mál. Ég vil þó ekki láta hjá líða, þegar Emil Jónsson, utanríkisráðherra, hverf ur nú af þingi að þakka honum mjög gott samstarf í utanríkis- málanefnd. — Þú minntist áðan á póli- tiska mengun í andrúmsioftinu frá fyrri tíð. Nú er rætt um ann- ars konar mengun; þú hefur ver- ið talsmaður umhverfis- og nátt úruverndar. Hvað hefur löggjaf- inn unnið í þeim efnum? — Nú hafa verið sett ný iög um náttúruvemd, sem ég tel vera mjög merkan áfanga á sviði lög- gjafar um manninn og umhverfi hans. Gömlu náttúruvemdarlögin voru orðin úrelt, enda frá árinu 1956. Um þessa löggjöf fjaliaði milliþinganefnd, sem aldrei þessu vant var algjörlega samdóma. Okkur þótti þó nokkur Ijóður á, þegar sá kafli, sem við höfðum samið um tekjuöflun þessarar starfsemi, var felldur niður. — Þú hefur einnig fengizt við samgöngumálin. Hvað ihefur vaid ið þessum áhuga þínum? — Það gefur augaleið, að sam göngumál hafa jafnan verið mér ofarlega í huga, þar sem ég hef um langt árabil átt sæti í stjóm- um Eimskipaféiags íslands og Flugfélags Islands. Þau spor, sem einmitt nýverið hafa verið stig- in á þessu sviði með tilkomu nýrrar þotu og byggingu nýrra flutningaskipa, hafa verið sér- stakt gleðiefni. Við hljótum líka að fagna þvi, að skipabyggingar færast nú í auknum mæli inn í landið. Þótt ég eigi víst að teljast til atvinnurekendastéttar, hef ég jafnan gert mér far um að vera í góðum tengslum við verkalýðs hreyfinguna og kynnast í gegn- um það kjörum og lífsafkomu launþeganna í landinu. — Nú eru harðar kosningar á næsta leiti. Hvemig lýst þér á viðhorfin framundan? — Ég fjölyrði ekki um það sem framundan er, en játa þó, að ég hef jafnan verið fremur bjart sýnismaður en bölsýnismaður. Það er min skoðun, að efna- hagur þjóðarinnar sé nú með þeim hætti, að við getum vænzt þess að lifa við stöðugt batn- andi lífskjör, ef skynsamlega verður á málum haldið og at- vinnuvegunum verður ekki reist- ur hurðarás um öxl. Auðvitað ræður þar miklu um, hver á held ur og til þess treysti ég Sjálf- stæðisflokknum bezt sökum heil brigðra stefnumiða hans og þeirra hæfu manna, sem hann hefur á að skipa til forystu. Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri; Framfaramál Suðurnesja Óviða á Islandi er byggð á jafn hrjóstu.gu landi og á Suðumesjum, og því velta menn þvi gjaman fyrir sér, hvemig á þvi standi, að þar er ein örasta fólksfjölgun á landinu. Aðflutningur fólks víða að af landinu til byggða á Suðumesjum er ekkert undr unarefni, þegar þess er gætt, að hér er eitt atvinnuörugg- asta svæði landsins og kem- ur þar aðallega til, að sjáv- arplássin á Reykjanesi liggja bezt við mestu fiskimiðum Is lands, og að til búsetu í þess um byggðum hefur ávallt val izt dugmikið fólk, sem áhuga hefur haft á sjósókn og fisk vinnslu. Einnig kemur til hin mikla vinna, sem Keflavíkur flugvöllur hefur skapað bæði á vegum íslenzkra flugfélaga og margháttaðrar þjónustu í samibandi við flugvölilinn. Hinn mikli fiskiskipafloti Suðumesja, frystihús og fiskvinnslustöðvar hafa byggt upp með sér all víð- tækan þjónustuiðnað eins og til dæmis skipasmíðastöðv- amar í Njarðvikum og Kefla vlk, vélsmiðjur, rafmagns- verkstæði, siglingatækja- verkstæði svo eitthvað sé nefnt, því fjölmargar iðn- greinar þarf til að þjóna sjávarútveginum í einni eða annarri mynd, og er enn um auðugan garð að gresja í möguleikum á alls kyns þjón ustuiðnaði. Einnig á sviði fiskvinnslunnar hefur átt sér stað og stendur yfir mikil uppbygging eldri fyrirtækja og nýrra í fjölmörgum grein- um og má segja, að byggingaiðnaðurinn hér um Suðumesin sé á yfirkeyrðum afköstum í bygg tngu verksmiðja, fjölbýlis- og íbúðarhúsa. Ég segi yflr- keyrðum afköstum, því að nokkuð hefur borið á vinnu- afli frá höfuðborgarsvæðinu í byggðum hér suður frá í seinni tíð. Hvað snertir fisk- vinnsiuna eru möguleikamir hér á Suðurnesjum miklir til fulivinnslu sjávarafurða. Fiskimiðin eru einhver þau gjöfulustu, sem við eigum og aðstaða í landi fer ört batn- andi eins og ég áður hef nefnt. Framleiðsla frystra, saltaðra og hertra sjávaraf- urða af Suðumesjum hefur alltaf verið stór hluti af heildarframleiðslunni og hlýtur að fara vaxandi hvað verðmæti snertir. Jafnvel þótt aflamagnið eigi eftir að minnka frá þvi sem nú er, verður að leggja áherzlu á frekari fullnýtingu aflans með því að taka upp fjöl- breyfctari og arðsamari vinnsluaðferðir og önnur geymslustig. Ekki megum við gleyma þeim miklu möguleik- um, sem Keflavíkurflugvöll- ur á eftir að skapa í fram- (tíðiinni varðandi vömflutn- inga til og frá landinu. Á það ekki sízt við flutning sjáv- arafurða á erlenda markaði. Eftir þvi sem fjarlægðimar styttast, með auknum hraða, og mengunin vex við strend ur viðskiptaþjóðanna, skap- ast vaxandi eftirspum eftir ferskum fullunnum fiskafurð um, sem komnar eru í hend- ur neytenda eftir fáar klukkustundir. BÆTT K.JÖB S.JÓMANNA Eitt er það, sem verður að gerast og Suðumesjamenn hafa orðið alvarlega varir við, en það er, að bætt verði kjör sjómanna. Ella skapast hér alvarlegt ástand 1 bátaflotan um. Sjómenn em, og verða áfram, kjölfestan í gjaldeyr- isöflun og þar með efnahags- málum okkar. Og þeir eru lít ið brot af okkar þjóðar- vinnuafli, en samt sem áður það vinnuafl, sem við gætum ekki án verið. Mér finnst það hrein vanvirða, að hér skuli ekki enn fundin leið til úr- bóta í aðlöðun vinnuaflsins á bátana. Ég tel, að sú rílkis- stjóm, sem nú tekur við, eigi að hafa hér bein afskipti af, og það strax eftir kosning- ar, þvi ljóst er, að í frjálsum samningum vinnuveitenda og launþega tekst ekki að koma sjómanninum í þann launa- sess, sem honum ber, nema hlutfallsskriða annarra launastétta fylgi í kjölfarið. Hækkun kauptryggingar tel ég höfuðmálið, þvi næst auk- in skattfríðindi, en ekki út- svarsfríðindi, því það þyldu sjávarplássin ekki. Einnig, ef erfiðleikar eru hjá útgerð- inni, ætti að skylda viðskiiha banka viðkomandi útgerðar til að ábyrgjast kauptrygg- inguna. HAFNARMÁLIN Hafnarmálin eru þau máú hér á Suðurnesjum, sem eru mjög ofarlega í hugum fólks- ins, þó einkum þeiira byggð arlaga, sem ekki hafa lands- höfn eins og Keflvíkingar og Njarðvíkingar. Þetta er skiljanlegt, þar sem þessi mannvirkjagerð er almennt talin með þeim dýrari í fram- kvæmd og kemur stórlega við fjárhag þessara sveitar- félaga, og það svo, að þau geta ekki keppt í almennrt þjónustu og framkvæmdum innan sveitar við séraðstöðu bæjar- og sveitarfélaga, sem ekki þurfa að fjármagna slík ar framkvæmdir. Hér á ég sérstaklega við Grindavík og Sandgerði., sem þurfa að þjóna stónim hluta bátaflot- ans auk heimaflotans, til dæmis frá Reykjavík, Hafn- arfirði, Keflavík og Njarð- vík, svo eitthvað sé nefnt, því sökum legu sinnar við fiskimiðum, leita bátar til þeirra til löndunar afla, sem síðan er fluttur með vörubif- reiðum til verkunar á fyrr- greinda staði. Af þessu er tal ið töluvert hagræði hvað við kemur útgerðarkostnaði. Stjórnvöld hafa þegar komið auga á, að brýnna bóta er þörf á hafnarlögunum, og hef ur samgöngumálaráðharra þegar skipað nefnd, sem á að skila tillögum til úrbóta í þessum málum fyrir næsta þing. Verður án efa fylgzt með því héðan, hvaða stefnu þessi mál taka á næsta þingi. 1 framhaldi af hafharmál- unum vildi ég minnast á vega málin þ.e.a.s. tengingu sjávar plássanna á Suðurnesjum við Reykjanesbrautina. Þessir vegir, í því ástandi, sem þeir hafa verið, eru engan veg- inn hæfir til að gegna sinu mibilvægasta hliutverki, en það er, að fiskflutningar geti farið fram á þeim. Að horfa upp á verðmætan afla hendast til í moldarkófi á vörubílspalli er ekki geðslegt og í engu samræmi við þá möguleika sem ég áður minnt ist á, að fiskframleiðslan ætti. Því verður opinberum aðilum, ríki, bæjar- og sveit- arfélögum að skiljast, að það er vegna þarfa þjóðarinnar, að vegir með varanlegu slit- lagi verði lagðir til þessara þýðingarmiklu og stærstu fisklöndunarstöðva lands- ins, og umhverfi fiskvinnslu- stöðvanna hlíti sömu kröf- um. Suðumesjamenn munu án efa fylgjast vel með á næsta þingi þegar nýja vega áætlunin fyrir árin 1972 til 1975 verður rædd, en alþing- ismenn kjördæmisins hafa þegar flutt málið á Alþingi. SKIPULAGSMÁL BYGGÐABLAGANNA Eitt er það mól, sem telja má einnig mál málanna á Suð Ingvar Jóhannsson. umesjum í dag, en það eru skipulagsmál byggðanna. Fyr ir rúmum tveimur árum síð- an var til dæmis skipuð nefnd til samvinnu um skipu lagsmál fyrir Keflavík, Njarð vík og Keflavíkurfflugvöll, en þetta er stærsti þéttbýlis- kjaminn á skaganum. Þessi nefnd er nú um það bil að ljúka störfum og hefur lagt fram vdð bæjarstjóm Kefla- víkur, hreppsnefnd Njarð- vikur og byggingamefnd Keflavikurflugvallar drög að greinargerð og teikningar að aðalskipulagi þessara byggðarlaga til samþykktar. Þetta er yfirgrtpsmikið verk, bók upp á fleiri hundrUð blaðsíður ásamt meðfýlgjandi miklum og ýtarlegum teikn- ingum. Mun verk þetta áreið anlega eiga eftir að verða mikil hjálparhella og til heilla réttri framvindu þess- ara mála. Mér er kunnugt um, að byggðarlög hér syðra hafa lagt mikla áherzlu á skipu- lagið og er það vetL, því ótaldar eru þær fjárupphæð- ir, sem áður hafa farið for- görðum vegna skipulagsleys- is. Eins vil ég geta, að það vekur furðu mína og annarra Suðurnesjamanna, að eins og framlag þessa svæðis er mik- ilvægur þáttur í uppbygg- Framhald & bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.