Morgunblaðið - 12.06.1971, Síða 30
I
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNl 1971
-
Valssigurinn var sanngjarn
— en „glötu5u tækifærin“
, voru mýmörg í leiknum
VALUR krækti Bér í fyrsta sig-
uriiin í Islandsmótinu í fyrra-
kvöid, þegar liðið sigraði KR
með með tveimur mörkum gegn
engu. Og það er sannarlega víst
að Valsmenn verða með í barátt-
unni á toppnum í sumar, þótt
sumir hafi viljað halda annað
eftir tap liðsins gegn Breiðablik
á dögunum.
Leikurinn í fyrrakvöld var
ekld góður knattspyrnulega séð,
en þó brá fyrir góðum köflum
inn á miili hjá báðum aðilum.
KR-ingar unnu hlutkestið og
kusu að leika undan golunni.
Samt voru það Valsmenn sem
voru meira í sókn til að byrja
með og tækifærin til að skora
létu ekki á sér standa. Strax á
þriðju mín komst Hermann
Gunnarsson í gott færi, eftir að
hann og Ingi Björn höfðu leik-
ið skemmtilega saman upp vall-
armiðjuna. En skot Hermanns
var ekki gott, þótt hann væri
kominn einn inn fyrir vörn KR,
og fór langt fyrir utan stöng.
Þarna átti Valur kost á óska-
byrjun.
Fátt markvert skeði næstu 20
min, en þá voru KR-ingar smám
saman að ná betri tökum á miðj-
unni og upp úr því fór sókn
þeirra að verða hættulegri.
Á 27. mín átti Sigþór Jakobs-
son gott skot utan frá vítateigs-
línu sem sleikti stöngina utan-
verða. Hefði þetta skot verið
fyrir innan stöng, hefði knött-
urinn örugglega hafnað í net-
inu, því Sigurður Dagsson í
marki Vals var alveg frosinn. —
Á 31. mín var mikil þvaga inni
í vítateig KR og upp úr henni
átti Alexander Jóhannesson fast
skot úr fremur góðu færi við
markteigshorn, en knötturinn fór
víðs fjarri markinu.
Og svo var komið að hinu
mikla tækifæri hálfleiksins. Það
var Baldvin Baldvinsson, mið-
herji KR, sem komst einn iangt
inn fyrir alla varnarmenn Vals
með knöttinn. Sigurður kom út
á móti og hefði verið hægðar-
leikur fyrir Baldvin að skora
framhjá honum. En Baldvin ætl-
aði sér greinilega að labba sér
með knöttinn alla leið inn í neta-
möskvana. Hann sendi knöttinn
ónákvæmt framhjá Sigurði
hægra megin, en skauzt sjálfur
framhjá honum vinstra megin.
En hann hefur aldrei þótt ná-
kvæmur í spyrnum sínum og
svo var einnig nú. Hann spyrnti
svo fast framhjá Sigurði, að
knötturinn skoppaði út fyrir
endamörk og fór þar eitt það
bezta marktækifæri, sem ég hef
séð í langan tíma, forgörðum.
Staðan í hálfleik varð þvi 0:0, en
hefði allt eins getað verið 2:2
eða 2:1 fyrir KR eftir tækiíær-
unum að dæma.
Valsmenn gerðu eina breyt-
ingu á liði sínu i hálfleik, Þórir
Jónsson kom inn fyrir Alexander
og átti þessi skipting eftir að
verða Valsmönnum happadrjúg.
Strax á 6. mín hálfleiksins
lagði Þórir knöttinn mjög vel
fyrir Jóhannes Eðvaldsson út í
teig hjá KR og Jóhannes þakk-
aði fyrir sig með mjög góðu
skoti sem hafnaði í marki KR,
1:0.
Vaismönnum virtist vaxa tals-
vert kjarkur við þetta mark og
var sókn þeirra nú talsvert
þung. Næsta hættulega tækifæri
áttu þeir einnig, en það var á
14. mín þegar Hermann og Ingi
Björn (báðir rangstæðir) kom-
ust einir langt innfyrir vörn KR
og aila leið inn i teig, en þar
létu þeir Magnús Guðmundsson
markvörð verja hjá sér.
Á 21. mín komst Baldvin I
mjög gott tækifæri eftir góða
stungusendingu frá Herði Mark-
an, en Sigurði Dagssyni tókst á
óskiljanlegan hátt að verja gott
skot Baldvins. Sigurður hélt þó
ekki þessu fasta skoti og knött-
urinn hrökk fram í teiginn til
Sigþórs, sem skaut þegar, en
varnarmenn Vals voru vel á
verði og björguðu á línu. Þar
voru Valsmenn heppnir (og
margir spurðu eftir allt, sem á
undan var gengið: „Hvar er
gamla, góða KR-heppnin?“) Og
aðeins þremur mín síðar átti
Jóhannes Eðvaldsson skorar fyrra mark Vals í leiknum í fyrrakvöld. Svo sem sjá má var.Magnús
ekki langt frá því að koma höndum á boltann.
Þriðja mótið sem veit-
ir stig til landsliðs
Pierre Robert keppnin
hjá Nesklúbbnum í dag
1 DAG og á morgun feir fram
4. „opna" golfmótið á sumr-
inu. Það er jafnframt eitt af
þeim opnu mótum, sem gefa
stig til landsliðs. Þetta er Pi-
erre-Robert keppnán hjá Nes-
khibbnum. Er þetta 18 holu
keppni, en keppt í flokkum,
meástaraflokki, 1. og 2. flokki
og ung'lingaflokki.
1 dag verður keppt í meist-
ara- og 1. flökki, en á morg-
un i 2. flokki og flokki ungl-
inga innan 18 ára.
Verðlaun þessarar keppni,
þrenn I hvorum flokki, eru
gefin af Islenzk-ameríska
verzlunarfélagimu, en það hef
ur umboð fyrir Pierre-Robert
snyrtivörurnar, en nafn
keppninnar ber heiti þess
firma
Eins og áður segir er þetta
eitt af þeim mótum sem veita
stig til landsliðs samkvæmt
ákvörðun Golfsambandsins.
Mótin sem slák stig veita eru
þessi: '
Maí 30.—31. G.V.
Faxakeppnin
Júní 5.-6. G.K.
Þotukeppni F.í.
Júní 12.—13. N.K.
Pierre Robert
Júní 19,—20. GE.
Bridgestone/Camed
Júlí 6.—10. G.R.
Coca-Cola
Júlí 3L G.L.
Haraldsmót
Ágúst 7.—8. G.A.
Jaðarsmót
Ágúst 10.—14. G.A.
Landsmót í golfi
Stighæstu menn eftir tvö
opin mót sem stig gefa til
landsliðis þ.e. Faxakeppni og
Þotukeppni F.l. eru:
Björgvin Hókn, GK 13,5
Einar Guðnason, GR 10,5
Atli Aðalsteinsson, GV 10
Óttar Yn.gvason, GR 10
Marteinn Guðjónsson, GV 9
Þorbjörn Kjærbo, GV 9
Hannes Þorsteinsson, GL 8
Haraldur Júliusson, GV 7,5
Gunnlaugur Ragnarsson, GR
Á þriðjudags-
kvöldið lauk
keppni um
krystalsvasa
rússneska sendi
ráðiisritarans
Vladimirs Bub-
n nov hjá Nes-
W klúbbnum. Til
úrslita Sverrir léku Guð-
■ moindsson og
V'flB-ðlaam Pierre-Robert keppninruvr. Stærsta Btyttöm ter fyr-
Ir meístaraflokk, síðan 1. og 2. flokk og sú tangst t.v. er
keppt um 1 11nglir.gvif lokki.
Maignús Guð-
mundsson. Eftir jafna keppni
á fyrri hring vann Sverrir
örugglega á þeim síðari. Átti
þrjár holur unnar er 2 voru
eftir.
Hörður Markan mjög fast skot,
sem rétt sleikti þverslána — að
utanverðu.
Og svo á 28. mín kom annaö
mark Vals. Bergsveinn tók inn-
kast á miðjum vallarhelmingi
KR og kastaði langt inn í teig.
Þaðan barst knötturinn til Þór-
is Jónssonar, sem var ekki lengi
að notfæra sér gott boð sofandi
KR-varnar og skora með fremur
máttlausu skoti þó.
Og ekki var knötturinn fyrr
kominn í leik á ný er Hermann
var kominn á fulla ferð með
hann inn fyrir vörn KR, sem
greinilega var ekki búin að ná
sér eftir markið, en Magnús
Framhald á bls. 31
Silvester
70,04 m
HEIMSMETHAFINN í kringlu-
kasti, Jay Silvester, náði glæsi-
legum árangri í frjálsáþrótta-
móti, sem fram fór í Ystad í
Svíþjóð í fyrrakvöld. Kastaði
hann 70.04 metra og sannaði þar
með að heimsmet það sem hann
setti fyrir skömmu, 70.38 metr-
ar, er engin tilviljun. Það af-
rek hefur reyndar ekki ennþá
hlotið staðfestingu sem heims-
met, en eigi að síður er heims-
metið í eigu Silvesters, og er
það 68.40 metrar sett í Reno í
Nevada 18. september 1968.
Sænski kringlukastarinn
Ricky Bruch tók einnig þátt í
keppninni í Ystad og varð ann-
ar með 67.92 metra kast. Hefur
hann tapað í þau skipti sem þeif
Silvester hafði keppt, en Bruch
hafði talið sig eiga alls kostar
við Bandaríkjamanninn og
hafði æft sérstakiega vel í vet-
ur.
Staðaní
1. deild
STAÐAN i I. deild íslandsmóts-
Ins í knattspymu fyrir leikina
í dag er þessi: Stig
Fram 2 2 0 0 4:1 4
Valur 3 1 1 1 3:3 3
Breiðblik 2 1 0 1 2:2 2
ÍA 2 1 0 1 2:2 2
ÍBA 2 1 0 1 3:3 2
ÍBK 2 1 0 1 3:3 2
KR 3 1 0 2 3:5 2
ÍBV 2 0 1 1 1:3 1
Þeir hafa skorað mörkin:
Eyjólfur Ágústsson, ÍBA, 3
Jón Sigurðsson, KR, 2
Alexander Jóhannesson, Val, 1
Amair Guðlaugsson, Fram, 1
Björn LáruSBom, ÍA, 1
Erlendur Magnússon, Fram, 1
Friðrik Ragnarsson, ÍBK, 1
Guðm. Þórðarson, Breiðabl. 1
Haraldur Sturlaugsson, ÍA, 1
Jóhanne3 Edvaldsson, Val, 1
Jón Ólafur Jónisson, ÍBK, 1
Kristinn Jörundsson, Fram, 1
Magnús Steinþórss. Breiðabl. 1
Óskar Valtýsson, ÍBV, 1
Sigurþór Jakobsson, KR, 1
Steinar Jóhannesson, ÍBK, 1
Þórir Jónsson, Val, 1
(Eitt matrkið er svo sjálfsmark).
FH - Þróttur
Á MORGUN leika á knatt-
spymuvellinum í Hafnarfirði
Þróttur frá Neskaupstað og FH
í II. deiid íslandsmótsins i
knattspyrnu. Hefst leikurinn kL
14, og mun vera eini knatt-
spymuleikurinn sem fram fer
á sunnudaginn. Má búast við
jöfnum og fjörugum leik, og
verður fróðlegt að fylgjast með
Austfirðingunum, en sem kunn-
ugt er, þá er Þóttur fyrsla
Austfjarðaliðið sem náð hefur
sæti í U. deild.