Morgunblaðið - 16.06.1971, Side 3

Morgunblaðið - 16.06.1971, Side 3
MORGUNBL.AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNl 1971 3 ■J 10 ára stúdentar frá MR gefa brjóstmynd af Gunnari Norland TÍU ára stúdentar frá Mennta skólanum i Reykjavík gáfu skólanum i gær brjóstmynd af Gunnari heitnum Norland, mecmitlaskólakenininra og var brjóstmyndin afhent við há- tiðlega athöfn á Sal árdegis i gaer. Viðstödd vom ekkja Gimnars, Jósetfína Norland, rektor, kenna|rar og allmarg- ir úr hópi 10 ára stúdenta. Rektor skólans, Guðni Guð- mundason vedttf myndinni við töku, en frú Jósefína afhjúp- aði hana. kenmsöa hans var frabær. Það er mikiM missir, þegar slliikir menn falla fra í blóma Hifsiins. Jafnframt því, sem ég fyrir hönd stúdenta frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1961, afhendi skólanum þessa brjóstmiynd, leyfi ég mér að biðja frú Jósefínu Norland að afhjúpa myndina". Frú Jósefína Norland þakk- aði 10 ára stúdentum gjöfina og rektor þakkaði fyrir hönd Skólans. Brjóstmyndin af Gunnari heitnum Norland. , var iitrikur persónuieiki og Frá vinstri: Guðni Guðmundsson, rektor, Jósefína Norland og Svala Thorlacius. Ljósm. Ó.K.M. Allir vita að flugferð er fljótleg og þægileg, en sumir halda enn, að ódýrara sé að aka. Samkvæmt nýjustu útreikningum F.Í.B. kostar 120 þúsund krónur á ári að reka lítinn einkabíl miðað við 16 þúsund kílómetra akstur. Það þýðir kr. 7,50 á hvern km. Berum kostnáðinn saman við flugfargjöld: EINKABIFREIÐ FLUGFARGJALD Til Akureyrar eru 448 km um 6.600 kr. báðar leiðir 3.140 kr. báðar leiðir Til ísafjarðar eru 536 km um 8.000 kr. báðar leiðir 2.920 kr. báðar leiðir Til Egilsstaða eru 730 km um 11.000 kr. báðar leiðir 4.280 kr. báðar leiðir Og það er bara einn í fjölskyldunni sem greiðir fullt fargjaid, aðrir fjölskyidumeðlimir hálft gjaid. Hjón með tvö börn, 2—12 ára, greiða þá aðeins 6.280 kr. báðar leiðir milli Reykjavíkur og Akureyrar og 8.560 báðar leiðir milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjölskylduafsláttur er í gildi allt árið. Flugið slítur hvorki fólki né bíl, sparar tíma, iéttir ferðina. FLUCFÉLAC ÍSLANDS STAKSTEINAR Vonbrigði- manna. í forystugrein sinni í gær ræðir Tíminn um úrslit kosn- inganna og segir m.a.: „Því er ekki að neita, að úr* slit þingkosninganna valda Framsóknarflokknum veruleg- um vonbrigðum, þegar fall rjk- isstjórnarinnar er undanslfil- ið. Flokkurinn áleit sig hafa unnið á þann veg, að hann verðskuldaði aukið fylgi og traust, Hann hafði, bæði á þingi og i kosningabaráttunni, mark- að ákveðna framfarastefnu. Hann hafði forustu um sam- stöðu stjórnarandstæðinga i landhelgismálinu. Þrátt fyrir þetta og margt annað, sem verðskuldaði aukið traust, náði flokkurinn ekki sama atkvæða- fylgi og í síðustu þingkosa- ingum og missti eitt þingsæti. Þótt að visu sé ekki hægt aS segja, að tap flokksins sé veru- legt, er það eigi að síður heldur tii hnekkis. Að þessu leyti eru úrslitin flokknum vonbrigði. i Vafalaust eru það ýmsar samverkandi ástæður, sem valda þessu, en ein er tvímæla- laust veigamst. Hún er sú, að fjöldi frjálslyndra og framfara- sinnaðra kjósenda setti sér það aðalmark að fella ríkisstjórnina og kjósa þvi þann flokk, þar sem atkvæðin nýttust bezt í þessum tilgangi. Bæði Hanni- balistum og Alþýðubandalags- mönnum tókst að telja allt of mörgum trú um, að atkvæði þeirra myndu ekki nýtast í þess um tilgangi, ef þeir kysu Fram- sóknarflokkinn, þar sem útilok- að væri, að hann gæti fengið uppbótarsæti. Þetta er gamal- kunnur áróður, en þrátt fyrir það, hefur hann oft borið furðu lega góðan árangur, og svo varð einnig að þessu sinni.“ Varðandi væntanlega stjórn- armyndun segir Tíminn m.a.: „Um afstöðu Framsóknar- flokksins er það fyrst að segja, að síðasta flokksþing skuldbatt hann til að setja stefnu þá, sem stjérnarandstæðingar mörkuðu á Alþingi í landhelgismálinu, ofar öllu öðru, Vonandi gildir hið sama um aðra stjórnarand- stæðinga. Það er sameiginleg skylda þeirra, sem að þessari ályktun stóðu, að sjá til þess, að við hana verði staðið.“ Mikil umskipti Þjóðviljinn fjallar í forystu- grein sinni í gær um úrslit kosninganna og segir m.a.: „fjrslit alþingiskosninganna eru mestu umskipti sem orðið hafa hérlendis í nær þrjá ára- tugi. Stjórnarflokkamir töpuðu meirihluta sínum; Alþýðuflokk- urinn missti þrjú þingsæti og Sjálfstædisflokkurinn eitt, auk þess sem Karl Guðjónsson féll eftir að hann var genginn til liðs við Alþýðuflokkinn. Þá tapaði Framsóknarfiokkurinn einu þing sæti. Af þessum sex þingsætnm vann Alþýðubandalagið þrjú; það verður nú með tíu manna þingflokk í stað sjö eftir klofn- inginn. Samtök frjálslyndra og vinstrimanna vinna einnig þrjú þingsæti og fá fimm manna þing flokk í stað tveggja. Þessir tveir flokkar eru hinir ótviræðu sigurvegarar kosninganna. Marg ir hafa að vonum talið það fá- nýta iðju þegar vinstriflokkarn- ir sem boða áþekka stefnu, hafa stritazt við að reyna að toga fylgið hver af öðrum; nú hafa tveir vinstriflokkar unnið mjög veruiegan kosningasigur á kostnað annarra." V <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.