Morgunblaðið - 16.06.1971, Side 14

Morgunblaðið - 16.06.1971, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1971 Otgafandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Hsraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 12,00 kr. eintakið. ÖVISSA Á STJÓRNMÁLASVIÐINU 1111111111111111111111111111111111 A, A II^nI II1 MHi 'AM ijp urmi U 1 nli Ul\ ncilvll Á leið til öryggisráð- stefnu Evrópu Eftir Denis Healey, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands T öngu og traustu stjórnar- samstarfi Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins er nú lokið. Þetta tólf ára tímabil hefur einnkennst af festu í stjórnarathöfnum og alhliða framförum. Þegar þessu stjórnarsamstarfi er nú lokið, eftir að þessir flokkar hafa sameiginlega misst meiri hlutann á Áíþingi, er eðlilegt, að menn líti ttl framtíðarinn- ar og hugleiði framvindu mála. í viðtali við Morgun- blaðið í gær svarar Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, þeirri spurningu, hvað nú taki við, á þessa leið: „Óvissa, eins og við bentum á fyrir kosningar að verða myndi, ef stjórnin missti meirihlutann. Stjórnarandstaðan hefur fengið langþráðan þingmeiri- hluta. Mundi nú ekki almenn- ingur ætlast til að þeir sýndu í verki, hvað þeim kemur vel saman?“ Kjósendur hafa gefið stjórn arandstöðuflokkunum þrem- ur tækifæri til þess að koma sér saman og fara með stjórn þjóðfélagsmálefna næstu árin. Öllum er þó ljóst, einkanlega þó nú, þegar úr- slitin liggja fyrir, að mikil óvissa er ríkjandi um fram- vindu stjórnarmyndunar og stjórnarsamstarfs. Formaður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, hefur lýst því yfir, að vinstri stjórn sé rök- rétt afleiðing úrslitanna og formaður Alþýðubandalags- ins hefur einnig tekið undir þá skoðun. Formaður Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna segir hins vegar, að hann vilji engri leið loka að óathuguðu máli. Stjómarand- stæðingar benda á, að land- helgismálið geti hugsanlega auðveldað samstarf þeirra. Hitt er þó Ijóst, að þá grein- ir á í afstöðu til fjölmargra viðfangsefna, svo að búast má við, að stjórnarmyndun geti tekið nokkuð langan tíma. Hannibal Valdimarsson hef- ur lýst því yfir, að kosninga- úrslitin knýi á um samein- ingu lýðræðissinnaðra jafn- aðarmanna, en hann hefur einnig lagt á það áherzlu, að Alþýðubandalagið sé ekki lýðræðisflokkur, enda séu for ystumenn þess kommúnistar. í sjónvarpsumræðum for- manna stjómmálaflokkanna sagði Hannibal Valdimarsson ennfremur, að mynda yrði lýðræðislega og þingræðis- lega stjóm. Þetta bendir til þess, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna vilji ógjam- an fara í stjórnarsamstarf með Alþýðubandalaginu, sem þau telja fulltrúa einræðisafl- anna. Ólafur Jóhannesson hefur sagt, að samstarf stjórnarand- stöðuflokkanna sé rökrétt af- leiðing af kosningaúrslitun- um. En hann benti þó í sjón- varpsumræðunum sérstak- lega á, að margt bæri á milli og nefndi sérstaklega afstöð- una til Atlantshafsbandalags- ins. Það er á hinn bóginn ljóst, að Alþýðubandalagið stefnir að úrsögn íslands úr Atlantshafsbandalaginu og Fríverzlunarsamtökumun og er andvígt hvers konar efna- hagssamstarfi við þjóðir Vest- ur-Evrópu. Formaður Alþýðu bandalagsins lýsir því hins vegar yfir í viðtali við Morg- unblaðið í gær, að sú gagn- gera breyting, sem hann telur nauðsynlegt að verði á utan- ríkisstefnunni, fáist ekki fram, nema í áföngum. Þetta gefur e.t.v. til kynna, að kommúnistar leggi nú mikið kapp á að komast í ríkisstjórn og séu því reiðubúnir að leggja ýmis grundvallar- stefnuatriði sín til hliðar við upphaf stjómarsamstarfs, en noti þau svo síðar til þess að rjúfa samstarfið, ef það yrði talið heppilegt af einhverjum ástæðum. Þannig er í mörg horn að líta, og nú verður fylgzt með því af gaumgæfni, hvort stjórnarandstöðuflokk- unum tekst að finna málefna- gmndvöll fyrir stjórnarsam-' starf. Þessir flokkar munu nú freista þess að mynda nýja ríkisstjórn. Engum dylst þó, að málefnaágreiningur þeirra í milli er það mikill, að tölu- vert óvissuástand mun ríkja á stjórnmálasviðinu á næst- unni og raunar er ekki séð fyrir endann á því enn. Eng- inn af talsmönnum stjórnar- andstöðunnar hefur útilokað möguleika á samstarfi við stjórnarflokkana, annan eða báða. Þessi afstaða bendir ótvírætt til þess, að þeir sjálf- ir geri sér grein fyrir því, að samstarfið yrði mjög erfitt í framkvæmd. Stjórnarflokkarnir bentu á það þegar fyrir kosningar, að óvissuástand myndi skapast, ef stjórnin héldi ekki velli. Yfirlýsingar talsmanna stjórn arandstöðunnar nú eftir kosn- ingarnar sýna fram á, að þetta hefur verið réttmæt fullyrðing. En fólkið í land- inu hefur kosið að gefa þess- um flokkum tækifæri til þess að sýna hug sinn í verki, og það verður tekið eftir þeim málalokum. Svo litur nú út sem NATO og Varsjárbandalagið byrji senn loks að fást við að leysa grundvallarvandamálin varð- andi öryggismál Evrópu eftir að hafa hoppað hvort í kring- um annað eins og páfuglar í helgisiðakenndum tilhugadansi. Færi svo, þá myndu hjúskapar- miðlaramir hafa verið svo skrít ið mannval sem Mao formaður og Mansfield öldungadeildar- maður. Sagan hefst í rauninni á fundi ráðherranefndar NATO í Reykjajvík i júní 1968, er Var- sjárbandalagsrikjunum var boð- ið til viðræðna um gagnkvæma minnkun herafla. Innrás Var- sjárbandalagsríkjanna i Tékkó- slóvakíu tveimur mánuðum síð- ar var eina svardð og þegar þau siðan buðu öllum ríkjum Evrópu til ráðstefnu um sam- vinnu og öryggismál Evrópu, þá virtist þetta á Vesturlöndum að eins vera áróðursbragð, sem hefði það raunverulega að mark miði að reka fleyg milli Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu og ýta undir flutning banda- risks herliðs til heimalands síns. Samt var það ljóst á næstu mánuðum, að enda þótt tillaga Varsjárbandalagsríkjanna væri í sumum skilningi í beinu sam- hengi við fyrri tilraunir Sovét- ríkjanna til þess að koma á ring ulreið og sundurþykkju á milli Vesturveldanna, þá lægi einnig sambland af öðrum ástæð um til grundvallar henni. Ann- ars vegar vildu sumir Rússar ekki aðeins fá viðurkenningu Vesturveldanna á skiptingu Mið Evrópu eftir stríð, heldur einn ig fá þegjandi samþykki þeirra við svonefndri Brezhnevkenn ingu, en samkvæmt henni hefði Rauði herinn heimild til þess að hafa að geðþótta afskipti af innanrikismálum ríkjanna i Austur-Evrópu. á hinn bóginn vildu sumir i Austur-Evrópu skapa andrúmsloft, þar sem það yrði erfiðara fyrir Sovétríkin að endurtaka innrásina í Tékkó slóvakíu annars staðar. Ennfremur sáust vaxandi merki þess að ekki bara i fylgi- ríkjunum, heldur einnig í Sovét ríkjunum, væri til stór hópur manna, sem vonuðust til þess að geta dregið úr óhóflegum kröfum þungaiðnaðarins og hers ins á efnahagslif landsins með því að komast að samkomulagi við Vesturveldin um ýmsar teg- undir vopnaeftirlits. Viðræðurn ar milli Bandaríkjanna og Sovét ríkjanna um takmarkanir á fram leiðslu gereyðingarvopna (SALT) hafa haldið áfram í al- vöru í tvö ár, þrátt fyrir meiri háttar örðugleika varðandi önn- ur deilumál eins og Víetnam og löndin fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Þannig hafa Varsjárbandalags ríkin, að nokkru vegna rök- semda, sem komið hafa upp inn an herbúða kommúnista, smám saman endurskoðað tillögur sin- ar og tekið tillit til andmæla Vesturveldanna. 1 júní í fyrra samþykktu þau, að Bandaríkin og Kanada skyldu sitja ráðstefn una og að fastastofnun skyldi komið á fót til þess að fylgjast með framkvæmd þeirra stefnu- marka, sem samþykkt yrðu á ráðstefnunni og að þessi fasta- stofnun skyldi taka til meðferð- ar ekki aðeins efnahags-, fé- lags- og menningarsamvinnu þeirra heldur einnig gagn- kvæma fækkun í herliðum Evrópu. EFASEMDIR BANDARÍKJAMANNA Á meðan þetta var að gerast, hafði aðstaða Vesturveldanna orðið flóknari vegna „Ostpoli- tik“ WiMy Brandts. Hann hafði varað Rússa við þvi, að hann gæti ekki staðfest Moskvusátt- málann, fyrr en viðunandi árang ur næðist í fjórveldaviðræðun- um um Berlín og NATO setti sama skilyrði fyrir því, að byrj- að yrði á marghliða undirbún- ingi að öryggisráðstefnu Evrópu, að nokkru vegna þess að þátttaka austur-þýzku stjóm- arinnar í þessari ráðstefnu hlyti óhjákvæmilega að fela í sér álitsauka i reynd fyrir hana á milliríkjavettvangi. Þess sjást nokkur merki, að Bandaríkja- menn hafi alið með sér áhyggj- ur vegna þess, að marghliða ör- yggisráðstefna Evrópu gæti takmarkað þá yfirstjórn, sem þeir hafa til þessa haft á afstöðu Vesturveldanna í öllum afvopn- unarviðræðum og ennfremur gæti slíkt haft þau áhrif á SALT-viðræðumar, sem ekki væri kleift að sjá fyrir. Því settu Bandaríkjamenn fyrir- fram skilyrði fyrir þvi, að slík ráðstefna yrði haldin, sem á sínum tíma náðu miklu lengra en til deilumálanna í Evrópu, svo sem landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins og jafnvel Viet nams. Þá hafa ennfremur raun verulégir tæknilegir örðugleik- ar á því að finna leiðir til gagn- kvæmrar fækkunar herliðs, án þess að dregið verði úr öryggi hvors aðilans um sig vakið ugg hjá NATO um, að ekki mætti ganga of hratt til verks á þessu sviði. Engu að síður hefðu Rússar getað fengið þvi framgengt, að ráðstefna yrði haldin fljótt með því að koma fram með nokkr- ar augljósar tilslakanir varð- andi Berlín. Til allrar ógæfu urðu atburðimir í Póllandi , lok siðasta árs til þess að auka á möguleika Ulbriohts til þess að lama hvers konar breytingar innan kommúnistaríkjanna og sá timi kom að Rússar virt- ust sjálfir vera að snúa bakinu við allri viðleitni til þess að komast að samkomulagi við Vesturveldin. Nú virðist samt sem áður sem hreyfing sé aftur að færast i hlutina og bæði sovézka og bandaríska stjómin hafa sér- stakar ástæður til þess að óska eftir hraðari framgangi þessa máls. Sá feiknarlegi skriður, sem „ping-pong“-samskiptin komu á tilraunir Pekingstjómar innar til þess að bæta sambúð- ina við Vesturveldin, olli sov- ézkum leiðtogum greinilega áhyggjum. Þeir hafa ekki efni á þvi, að Kínverjar víki þeim til hliðar. Krafa Mansfields öld- ungadeildarþingmanns um ein- hliða fækkun í herliði Banda- ríkjamanna í Evrópu hefur hins vegar neytt stjómina í Was- hington til þess að láta í ljós áhuga á gagnkvæmri íækkun herliðs sem möguleika. „ALEVRÓPSK RÁÐSTEFNA“ Óvíst er samt, hvort evrópsk öryggisráðstefna er líkleg til þess að verða vettvangur fyrir hernaðarbandalögin til þess að semja um gagnkvæma fækkuni herliðum sínum. 1 ræðu sinni á þingi kommúnistaflokksins 30. marz sl. virtist Brezhnev gera greinarmun á því annars vegar, sem hann kallaði „alevrópska ráðstefnu" —- og ekki „evrópska öryggisráðstefnu" — sem hefði það að aðalmarkmiði að stað- festa núverandi stjómmálaskipt ingu og hins vegar „fækkun í herliði og herbúnaði . . . fram- ar öllu í Mið-Evrópu“, en sú bil- laga var borin fram í tengslum við ýmsg-r hugsanlegar aðgerðir til þess að stöðva vigbúnaðar- kapphlaupið i heiminum. Með svipuðum hætti sagði Rogers utanríkisráðherra um ummæli Brezhnevs í ræðu þess síðar- nefnda fyrir skömmu í Tblisi, að ef Rússum væri alvara, þá væri hægt að byrja þegar í næsta mánuði á samningaviðræðum um gagnkvæma hlutfallslega fækk un herliða í Evrópu. Hann minnt ist hvorki á evrópska öryggis- ráðstefnu né á fyrirfram skil- yrði fyrir samkomulagi um Berl- in. Það er ekki Ijóst, hvort stjórnin í Washington hefur faM izt á þetta við bandalagsríki sín innan NATO eða þarna sé um viðbrögð við tillögu Mans- fields að ræða eða að hún haíi áður átt viðræður við Rússa, kannski í SALT-viðræðunum. En úr þvi að Sir Alec Douglas- Home sagði 17. mai, að Bretar væru reiðubúnir, hvenær sem væri til þess að hefja þátttöku i slíkum viðræðum og taka til athugunar fyrirkomulag á þeim og úr þvi að Brandt kanslari hefur fagnað yfirlýsingu Rog- ers utanríkisráðherra, er leiðin opin í átt til viðræðna um tak- mörkun vígbúnaðar milili banda- laganna. Hvort viðræðumar sjálfar leiða til árangurs, er vafasamt. Núverandi yfirburðir Sovétrlkj- anna í venjulegum vopnabúnaði og nálægð þeirra við Mið- Evrópu útiloka, að veruiegur ár angur náist með sömu hlutfalls- fækkun á báðar hliðar, enda þótt samkomulag gæti orðið um þess konar táknfækkun sem merki um fyrsta skrefið. En svo framarlega sem hvor- ugur aðilinn byrjar með þvi að krefjast ósveigjanlegrar ákvörð unar um fækkun herliðs og báð ir eru tilbúnir til þess að verja Framhald á l>ls. 16. Illlllllllllllllllllllllllllllllll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.