Morgunblaðið - 16.06.1971, Síða 19

Morgunblaðið - 16.06.1971, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1971 19 Sigríður Elíasdóttir - Minning Fædcl 4. áffúst 1907. Dáin 10. jiiní 1971. Trú, von og kærleikur, þetta þrennt verður mér efst í huga, er ég hugsa um það sem nú er fram komið. Við Sigga fraanka höfum átt samleið um æviiria. Mæðuir okkar voru tvíburar, svo likar að íá- ir þekktu þær í sundur, og kom það meira að segja fyrir mig eitt sinn að ég fór með hönd mina undir sjal móðursystur minnar og sagði mamma, en þá var nú líka skuggsýnt, svo líkar voru þær í sjón og raun, að manni fannst eiginlega sama hvor var, og samgöngur slikar að var eins og um sama heimilið væri að ræða. Þær giftust sama árið. eignuðust frumburði sína sama árið, Sigríði og Sigríð' með rúmu mánaðar millibili. Svo liðu tvö ár og þá komu tvær næstu telpur og þá tæpur mán.uður á milli þeirra, en svo tók fyrir sam- fylgdina í þeim efnum því að önnur átti 6 börn en hin 3. Lengi vel fannst mér þetta eitt og sama heimilið, svo lengdist leiðin á milli heimilanna. Við 4 þær elztu vorum alltaf saman í leik og skóla, á sumrin í boltaleik og hlaupum á Seljalandstúninu og á vetrum var spilað á orgel og S'U ngið hvern sunnudag bæði á Seljalandi og Þingholtsstræti 8. Sigga frænka hafði fagra rödd og munaöi líklega aðeins hársbreidd að hún gengi söng- gyðjunni á hönd. Tvær nætur á ári áttum við 4 frænkurnar sameiginlega, að- fararnótt annars í jólum og spil uðum við á spil alia nóttina á Seljalandi, hin nóttin okkar var nýársnótt sem við áttum að Þingholtsstræti 8. Sú nótt var lík hinni að því undanskildu að við fóru.n niður að höfn um miðnættið, það gerðu flestir bæj arbúar á þeim árum. Þau skip sem voru i höfn, voru alsett ljós um, skutu flugeldum og blysum kl. 12, kvöddu með því gamla ár ið og heilsuðu nýju; var þetta mikil og hátiðleg stund. Þá var tekið til við spilamennsku á ný og spilað þar til foreldrar minir komu á fætur og við allar í sama rúmið að sofa. Þá lengdist enn á milli fjöl- skyldnanna þegar fjölskyldan á Seljaiandi fluttist að Bala í Þykkvabæ, en þá kom líka nýtt upp á teninginn hjá mörg- Hjartanlega þakka ég öllum, er glöddu mig með heimsókn um, gjöfum, blómum og hlýj- um kveðjum á áttræðisafmæli mínu 5. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Björnsdóttir. um hér við sjávarsíðuna, en það var kallað sumarfri, nokkrir dag ar að sumri, vika til hálfur mán uður, og þá var dvalizt að sjálf- sögðu í Bala við heyskap á engj um, vaðið út i Hólrnsá og tekn- ar myndir á nýja kassamynda- vél, og fylla þær myndir mörg albúm frá þessum tíma. 1 Þykkvabænum kynntist Sigga ungum manni, þau knýtt- ust því tryggðabandi, sem entist ævilangt. Hjónaband þeirra var farsælt, þau eignuðust 5 börn, en urðu fyrir þeirri þungu raun að missa 2 drengi með eins árs miilibili, og þá voru það móður- hendur mjúkar og varfærnisleg ar sem hjúkruðu. Það var mjög áberandi hve mjúkar hendur Sigga haf'ði og eins og hún væri fædd til hjúkr unarstarfa, svo rikt var það í fari hennar, að um leið og hún kom á heimiii þar sem veikindi voru, var óðara hlýtt og bjart, sjúkiingurinn þveginn og greiddur, lagfært í kringum hann og allt hreint, eins og hún fyndi á sér hvað ætti að gera, jafnvel um meðalagjöf og hvað eina, þótt hún kæmi alls óvitandi þess að nokkuð væri að og til- viljun að hún leit inn. Þetta hafa margir reynt. Meðfæddir hæfileikar hennar til að hjúkra, og kærleikur og gleðin sem æv- inlega fylgdu henni hafði góð áhrif. Mörg ár átti Sigga við van- heilsu að stríða en duldi svo vel, að mig að minnsta kosti grun aði ekki að hverju dró, svo glöð og hress var hún ævinlega þeg- ar við hittumst. Sveinn minn, ég er sannfærð um það að kærleikur konu þinn ar verður áfram á heimili ykk- ar í öW.u og ails staðar, og þá þú situr ei.nn heima, munt þú finna mjúka hönd strjúka vot- an vanga þinn og i umhyggju barna og barnabarna þinna muntu finna kærleikann frá henni. Trú, von og kærleikur, en af þeim er kærleikurinn mestur. I.aufey. 77/ leigu 4ra herb. íbúð í Háaleitishverfi er til leigu nú þegar. ibúðin er ný rriáluð og vet útlítandi með teppum á stofum og gangi. Tilboö er greini mánaðarleigu og fyrirframgreiðslu leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: ,,7831". 3ja berbergja ibúíi óskast til kaups miíliliðalaust. Ekki í úthverfum. Mikil útborgun. Sími 12982 eftir kl. 6. KÓPAVOGUR - ÞJÓÐHÁTÍD - Kl. 13,30 safnast saman við Félagsheimilið og gengið á hátíðarsvæðið við Rútstún. Skátar og Skólahljómsveitin fara fyrir göngunni. Dagskrá: I. Kl. 13,45 1. Skemmtunin sett. 2. Fjallkonan (Auður Jónsdóttir). 3. Skólahljómsveitin. 4. Ávarp (Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri). 5. Kláusarnir (Bessi o fl.). 6. Ávarp Nýstúdents (Svana Haraldsdóttir). 7. Þættir úr Línu Langsokk. 8. Ómar Ragnarsson. 9. Samkór Kópavogs. 10. Skátar skemmta. 11. F’imleikasýning — stúlkur. 12. Skólahljómsveitin og Guðmundur Jónsson óperusöngvari. II. Kl. 16.00 á íþróttavellinum í Vallargerði: Knattspyrna: Breiðablik og bæjarstjórn. í hléi verður naglaboðhla up. III. Kl. 16,40: Siglingar og róður á Fossvogi. Félagar úr siglinga- klúbbunum Ymi og Siglunesi. IV. Kl. 17.00: Dans til kl. 19,30. % Kynnir dagsins verður Magnús B. Kristinsson. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND. POP^ HÚSIÐ Grettisgötu 46 sími 25580 Fyrir 17. júní VORUM AÐ TAKA UPP SPNDINGU AF BLAUM DENIM JÖKKUM. Fnnfremur: Kjólar, peysur, pils, buxur og stuttbuxnadragtir ^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.