Alþýðublaðið - 12.07.1930, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1930, Síða 2
2 alþýðsjblaðið Flngleiðin vestnr um haf. Álit Vilhjálms Stefánssonar. Krossanes. Þar stendur alt við hið sama. Verkamenn vilja ekki víkja frá þvi, að Norðmönnunum sé gold- ið sama kaup og taxti verklýðs- félagsins ákveður, og vilja ekki íaka gilda hina hlægilegu rök- semdafærslu að reikna eigi kaup Norðmannanna á leiðinni til Is- lands ofan á kaup þeirra í Krossanesi. Riíhðfnndamótið i ðsló. Viðtai við H. K. Laxness. Ég hitti Halldór Kiljan Lax- ness í gær og bað hann umi að segja mér eitthvað um hið merka rithöfundamót í Osló. Fór- ust honum orð á pessa leið: Mótið hófst 1. júní og endaði 6. júní. Slík mót og petta eru haldin fimta hvert ár. Sækja pau rithöfundar af öllum Norðurlönd- um. Að pessu sinni tóku íslend- ingar fyrsta sinni pátt í pessum mótum. Vorum við 5 staddir par: Sigurður Nordal, Þórbergur Þórð- arson, Kristmann Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson og ég. — Margir fyrirlestrar og umræðu- fundir voru haldnir, og enn frem- ur margar veizlur hjá ýmsum merkum mönnum, t. d. Movinckel forsætisráðherra. Voru fyrirlestr- arnir afar-fróðlegir og athyglis- arnir afar fróðlegir og athyglis-r verðir og umræðufundirnir mjög fjörugir. Var oft glatt á hjalla í veizlunum, enda voru rithöfund- arnir gleðimenn miklir. En Þór- bergur, sem er bindindismaður og grængresisneytandi, tók einkum pátt í hinum andlega hluta móts- ins, en samt fengum við þá á- nægju að sjá hann kjólklæddan í síðustu næturveizlunni, þar sem hann tók öflugan þátt í gleð- skapnum. Kyntust pér ekki mörgum merkum rithöfundum? Jú. Einna athyglisverðust per- sóna á mótinu virtist mér Sigrid Undset. Er hún fremur fáskift- in í fyrstu og virðist allerfitt um svör. En pegar manni hefir tekist að n,á tali af henni, ,er hún mjög ræðin, hnittin og áköf í orðum. Eins og kunnugt er er hún nú ein hin allra merkasta skáldkona á Norðurlöndum. Fyr- ir ári fékk hún bókmentaverð- laun Nobels. — Martin Andersen- Nexö ber sömuleiðis mjög mikla persónu. Það er eins og af hon- um standi arnsúgur, enda er hann víst mesta byltingaskáld Norðurlanda nú. Hvert manns- barn á Norðurlöndum þekkir Nexö. Nexö er prátt fyrir mik- illeik sinn mjög alþýðlegur. Hann hælir sér af pví að lesa ekki bæk- ur, en segist hins vegar sækja fróðleik sinn í samræður við al- múgamenn. f mótinu tóku einnig pátt þeir Johan Bojer og Olav Duun, en þeim kyntist ég lítið. Knud Ham- sun, var fjarverandi eins og vanalega. Einn af þeim mönnurn, er sérstaklega vakti athygli mína og aðdáun, var kornungur sænsk- ur lærdómsmaður og skáld, Lundkvist. Hann hélt margar ræður og tók þáít í öllum um- ræðum. Hann var mjög ákafur jafnaðarmaður og var aðalinn- tak ræða hans alt af hið sama: hin, nýju lífsviðhorf nýmenning- arinnar, sem alpýðuhreyfingin þroskar og skapar. Var hann mjög mælskur og talaði af guð- dómlegum eldmóði um frelsis- baráttu öreiganna. Mjög pótti mér vænt um að kynnast Ture Nerman, öreigaskáldinu sænska, sem ort hefir flesta söngvana, sem sænskir jafnaðarmenn syngja. f hópi Finnanna, sem parna var, tel ég þá merkasta Dictonius og Grippenberg. Er hinn fyrri jafnaðarmaður og mikið andlegt glæsimenni. Grip- penberg er eitt vinsælasta Ijóð- skáld Finna. Við jafnaðarmennirnir, ' sem tókum þátt í mótinu, söfnuðumst eitt kvöld saman innan vébanda félagsins Clarté.*) Lásu menn þar upp ljóð sín og sögur og var þar margt athyglisvert að heyra. Hvað segið pér um landa okk- ar, sem dvelja erlendis, Gunnar og Kristmann ? Gunnar Gunnarsson tók þátt ,í mótinu sem formaður Bandalags íslenzkra listamanna. Hann hélt ræðu fyrir okkar hönd við opn- un mótsins. Gunnar er alt af að vaxa og nema ný lönd í list- inni. Hann er og alt af í raun réttri að nálgast meir og meir sitt íslenzka eðli. Hann telur sig og íslenzkan rithöfund fyrst og fremst, enda pótt hann sé hins vegar góður danskur ríkisborgari urn leið. Kristmann Guðmundsson mun vera ákaflega duglegur og af- kastamikill rithöfundur. Einn af merkustu bókmentagagnrýnend- um Noregs, Charles Kent, kvað hann mjög efnilegan og sumar mannlífslýsingar hans aðdáunar- tegar. Kristmann skrifar norsku framúrskarandi vel. Það, sem ein- kennir Kristmann mest, eru lýs- ingar hans. Hann ffytur engan boðskap. Mótið var alt mjög ánægjulegt. Þarna stofna orðsins menn til vináttu sín á milli, og slík vin- átta miðar að vaxandi bræðra- lagi milli pjóðanna og auknum skilningi. V. 1) Clarté er heimsfélag rithöfunda og listamanna, sem eru jafnaðarmenn. Er franska stórskáldið Henry Bar- busse forseti Clartésambandsins. Hinn 27. f. mánaðar kom Vil- hjálmur Stefánsson landkönnun- armaður til Englands, en um sama leyti var mest rætt þar um flug Kingsford Smiths og þeirra félaga vestur um Atlants- haf. Sagði Vilhjálmur pá í viðtali, er hann átti við enskan blaða- mann, að flug frá írlandi til Ný- fundnalands bæri að reikna ein- göngu íþrótt, eða líkt og pegar einhver klifraði upp á hátt fjall, sem erfið væri á uppganga. En atvinnulega væru þessi flug pýð- ingarlaus, pví eðlilega loftleiðin væri um stiklur þær, er lægi um norðanvert Atlantshaf, pað er, að Lundúnum (UP). 12. júlí. FB. Frá París er símað: Fulltrúa- deildin hefir með 316 atkv. gegn 268 lýst yfir því, að deildin beri traust til stjórnarinnar til að gera ráðstafanir til pess að stuÖla að bættum fjárhag sveita og bæjarfélaga. Þingmenn deildu mjög og voru hávaðasamir, svo við uppnámi lá, og var pví næst þingfundum frestað pangað til í nóvember. ’ 300 meon bíða bana. Lundúnum (UP). 12. júlí. FB. Frá Berlín er símað: Blaðið „Vorwárts" flytur pá fregn, sem að vísu er óstaðfest, að 300 menn hafi beðið bana, er skotfæra- birgðir sprungu í loft upp í her- gagnabúrinu Derindje í Ismid. (Ismid er borg í Litlu Asíu við Marmarahafið, 80 m. til suðaust- urs frá Konstantinopel, 20 000 í- búar.) MarardalsfHrin. Vegna óhagstæðs veðurs verð- ur Marardalsför ungra alþýðu- manna frestað til næstu helgar. Gestnr Pálsson leikur Kára. Eins og kunnugt er er Gestur Pálsson cand. jur. tekinn við hlut- verki Kára í Fjalla-Eyvindi af Ágústi Kvaran. Varð Kvaran að fara norður til atvinnu sinnar með síðustu skipum, og pá var Gesti falið hlutverkið, sem hann hafði á hendi. Gagnrýni sú, er meðferð Kvarans á hlutverkinu hafði fengið, var mjög vinsamleg. Að ýmsu var þó fundið, en leikur hans í síðasta pætti pesisa örlaga- prungna leikrits var mjög róm- aður, en par reyndi líka mest á hæfileikana. fljúga frá Skotlandi til Færeyja og áfram til íslands, til Græn- lands, til Baffinslands og þaðan yfir til meginlandsins. Þegar pessi leið væri farin pyrfti aldr- ei að fara lengri leið milli landa en 300 sjómilur. Benzínbirgðir pyrftu pví ekki að vera nema til- tölulega litlar í flugvélinni, en í þess stað gæti hún haft því fleiri farþega eða annan flutning, sem borgað væri undir. Ýmsum öðmm blöðum en þeim, sem uppmnalega fluttu viðtal petta við Vilhjálm Stefánsson, hef- ir pótt pað svo merkilegt, að pau fiafa flutt um pað greinar, par á meðal stórblaðið „Daily Mail“. f fyrrakvöld lék Gestur Kára í fyrsta skifti. Var mörgum forvitni á að sjá hvernig honum tækist, og munu margir hafa gert sam- anburð á leik hans og Kvarans. f þremur þáttunum fyrstu mun Gestur fyllilega hafa staðist sam- anburð við Kvaran. En pó féll honum gervið ekki eins vel og fyrirrennara hans. Að ýmsu var leikur Gests vissari og þróttmeiri, sérstaklega pó í fyrsta pætti. — I 4. pætti stóðst Gestur varla samanburðinn. Þó var langt frá pví að um mistök væri að ræða. Gestur er bjartari en Kvaran. Það var eins og kuldinn og kol- svartir skuggarnir gætu ekki hul- ið æskuna. Eins og áður gnæfði Anna Borg yfir alt og alla á leiksviðinu. Litla stúlkan, dóttir Haralds Björnssonar, hefir vakið aðdáun. leikhússgesta frá upphafi. , V. S. V. Skuggsjá. Erindi, dæmi, sðgnr o. fl. eftir J. Kristnamurti. Ný bók, gefin út af Aðalbjörgu Sigurðardóttir. I. Margir karmast við nafnið Krishnamurti, en peir eru færri, sem kannast við orð hans, og enn fæstir þeir, sem kannast við andann — hina sönnu þýðingu orða hans. Flestir, sem að eins þekkja nafnið, ganga með meir eða minna ákveðnar hugmyndir um manninn, og margar peirra eru mjög fjarri pví rétta. Sumir kalla hann guðspeking, sumir nefna hann indverskan heimspek- ing, aðrir blanda honum saman við spiritisma, enn aðrir kalla hann Krist endurborinn o. fl. o. fl. Or pessu verður svo óendan- leg flækja af nöfnum og aftur nöfnum, sem hvergi koma ná- lægt sönnum skilningi á mann- ~Hðvaðasam! í bmgi Frakka

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.