Morgunblaðið - 24.07.1971, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.07.1971, Qupperneq 1
32 SÍÐUR 162. tbl. 58. árg. FÖSTUDAGUR 23. JÚLl 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tito til USA Brioni, Júgóslavia, 23. júlí ÍNTB. TITO Júgóslavíuforseti sagði í dag, að hann myndi fara í heim- sókn til Bandaríkjanna í októ- ber í haust, að því er bandarísk- ur lögfræðingur, Charles S. Bhyne, skýrði frá í dag. Sá síðar- nefndi sem er forseti alþjóðlegr- ar friðarráðstefnu, sem stendur y'fir í Brioni í Júgóslavíu, kvaðst hafa afhent Tito bréf frá Nixon. Tito kvaðst hugsa gott til Banda ríkjaferðar, en greindi ekki frá efni bréfsins að öðru leyti. Rhyne sagði, að hann hefði átt fund með Nixon áður en hann hélt til Júgóslavíu. Tito og Rhyne ræddust við í klukkustund og sagði Tito, að för Nixons til Kína væri mjög mikilvæg og hann bætti þvi við að hann liti & það sem hlutverk Júgóslaviu að vera tengiliður austurs og vesturs. Trudeaubarn í vændum Ottawa, 23. júlí AP. MARGRET og Pierre Tru- Kanada eiga von á fyrsta deau, forsætisráðherrahjón bami sínu í desember n.k. sagði I ti'lkynningu sem var gefin út frá skrifstofu forsæt isráðherra í dag. Kóleran stöðvuð Madrid 23. júli. NTB. SPÆNSKA u'pplýsingamálaráðu ineytið tilkynnti í dag að út- breiðsla kóleru i landimu hefði nú verið stöðvuð og eikki hefði frétzt uim niein ný sjúkdómistil- fellii. Sagt var oig að þedr sjö menn sem höfðu veikzt í þorp- iim i grennd við Saragossa, væru á góðuim batavegi og ekki væri nein hætta á faraiLdri. Engu að siðutr er öllum ferða- mönnum sem koma til Spánar erlendis frá ráðlagt að láta bólu setja sig gegn kólieru, áður en þeir halda þangað. Tvær miiiijófnir manna á Spánd haia nú verið bólusettir og Spánverjar haía beðið Banda- rikjamenn um bóluefnisskammta handa t'nu mikjónium tlii viðbót- ar. Apollo 15 leggur af stað til tunglsins næstkomandi mánudag. Á myndinni eru geimfararnir þrír, James Irwin, Alfred VVorden og David Scott, fyrir framan tunglferjulíkan (Sjá grein á blaðsíðu 14). Sadat í ræðu: Sigur hvað sem kostar Kallar Hussein slátrara Palestínuskæruliða Kairó, 23. júlí — NTB-AP ANWAR Sadat, forseti Egyptalands, flutti þjóð sinni ræðu í dag og sagði þar, að hann væri staðráðinn í að Egyptar færu með sigur af hólmi í baráttunni við ísra- el, hvað svo sem sá sigur kostaði — þó svo að fórna yrði milljónum egypzkra lífa. Sadat sagði, að núver- andi ástand myndi ekki vara öllu lengur og ákvörðun yrði tekin á þessu ári um það, hvernig yrði tekið á málun- um. 1 ræðunni beindi Sadat orðum sínum harkalega að Hussein Jórdaníukonungi og sagði, að hann væri „slátrari andspyrnu- hreyfingar Palestínuskæruliða og myndi Hussein þurfa að gjalda dýru verði misgjörð- ir sínar og glæpi“. Sadat sagði og að innan Palestínuskæruliða- hreyfingarinnar væru nokkrir svikarar; sérstaklega væri þá að finna í röðum „Þjóðfylkingarinn- ar“, sem m.a. er ábyrg fyrir að hafa hertekið sendiráð Egypta- lands og Saudi-Arabíu í Stokk- hólmi á miðvikudaginn var. Sadat flutti þessa ræðu m.a. í tilefni þess, að í dag 23. júlí var þess minnzt i Egyptalandi að 19 ár eru liðin síðan Farouk Egyptalandskonungi var steypt af stóli. 1 ræðunni gagnrýndi forsetinn einnig Bandaríkin og sagði þau kynda undir úlfúðina í Miðaust- urlöndum með stuðningi við ísraela og leynilegum vopna- sendingum til þeirra, og væru þessi vopn síðan notuð gegn Arabaþjóðunum. Aftökur í Súdan? Fréttum ber ekki saman um hvort E1 Atta hafi verið líflátinn Kairó 23. júlí. AP-NTB. OPINBEBAR heimildiir í Khar- toum í Súdan skýrðu frá því síð Rannsókn á, vegum NATO; ísland talið - meira vandamál en Malta Talað um samkomulag um 50 mílna landhelgi degis í dag, að Husheati Atta, sem stóð fyrir byltingumii gegn Numeiry forseta fyrir fáeinum dögum, og þrír samstarfsmenn hans hefðu verið teknir af lífi fyrr um daginn. Nokkru síðar bar ráðgjafi Numeirys þessar fréttir til baka, en staðfesti, að dauðadómar hefðu verið kveðn- ir upp yfir mönnunum fjórum. Fyrri tilkynningin um aftökuna var sögð komin frá Numeiry, sem hefði lagt persóniile.ga bless un sína yfir aftökima. Aðrar fréttir af framgangi miáia og ástandinu í Súdan hafa og verið mjög mótsagnakennd- ar. Þó er ljóst að bardöguim hef ur ekki linnt með öllu og skot- hrið kvað við víða í Khartouim i morgun og bliossaði síðan af.tur upp síðdlegis. Meðal amnars var skotið að brezka sendiráðinu í borginni. Hermdu fréttir að brynvagnar væru á ölfum helztu götuihornum og öðru hverju Framhald á bls. 8 Líberíu- forseti lézt London, 23. júlí. AP. WILFIAM V.S. Tubman, for- seti Afríkulýðveldisins Líberíu, lézt á sjúkrahúsi í London í dag, eftir uppskurð í blöðruhálskirtii. Tubman varð 75 ára gamall og hafði verið forseti Líberíu í 27 ár. Á stjórnartíma Tubmans hafa miklar framfarir orðið í efna- hagsmálum í Líberíu og kyrrara hefur verið þar i pólitísku lífi en í flestum öðrum Afríkulö'ndum. Framhald á bls. 25. Þakkir færðar Hollandi London, 23. júlí. NTB. BRETAR þökkuðu Hollend- ingum í dag fyrir vinsam- lega samvinnu og skjót viðbrögð við mótmælum Breta gegn því að þeirj dældu efnaúrgangi í Atlants- haf. Anthony Royle, ráðuneyt- isst j óri utanríkisráðuney tis- ins, kvaddi á sirwi fund sendi fulltrúa Hollands, J. L. Huydecoper júnkherra, og lét í ljós þakklæti brezku stjórnarinnar. Fyrirtækið Akzo ákvað i gærkvöldi að stefna flutn- ingaskipinu „Stella Maris“ heim til Hollands og hætta við að dæla efnaúrgangin- um í sjóinn. Forstjóri fyrir- tækisins, J. H. Dijkman, sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin að beiðni holl- enzku stjórnarinnar. Gennadi Voronov. Voronov hreinsaður Haag, 23. júlí — AP ÍSLAND er Atlantshafs- handalaginu meira vanda- mál en Malta segir í dag í fréttaskýringargrein í hol- lenzka dagblaðinu „Het Par- ool“, sem er óháð stjórnmála- flokkum. „Het Parool“ kemst að þeirri niðurstöðu, að lega Möltu á Miðjarðarhafi hafi minni hernaðarþýðingu en einstök lega íslands á Norð- ur-Atlantshafi. Rækileg rannsókn fer nú fram á vegum NATO á þessu vanda- Framliald á bls. 8 Moskvu, 23. júií, AP, NTB. GENNADI I. Voronov, forsætis- ráðherra sovétlýðveldisins Rúss- lands, hins stærsta innan Ráð- stjórnarríkjanna, og félagi í stjórnmálaráði Kommúnista- fiokksins, hefur verið leystur frá störfum, að því er fréttastofan Tass greindi frá í dag. Fylgdi það fréttinni að Voronov myndi taka við starfi sem formaður nefndar þeirrar sem fylgist með og liefur eftirlit með efnahagslífi í Sovétríkjunum. AP-fréttastof- an segir ekki vera ljóst, hvort Voronov sé þar með faliinn í ónáð stjórnvalda, en aliar líkur bendi til þess, þar sem hið nýja embætti þyki ekki tiltakanlega mikilvægt. Voronov hefur verið forsætis- ráðherra Sovétlýðveldisirus Rúsa- lands síðan árið 1962 og hefur lengi verið í hópi mestu áhrifa- manna Sovétríkjanina. Eteki hef- ur verið sagt frá því, hvoirt Vor- onov verði einnig sviptur þeirri vegtyllu að vetra í stjónnmálaráð- inu. — Voronov er 61 árs gamall.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.