Morgunblaðið - 24.07.1971, Síða 4

Morgunblaðið - 24.07.1971, Síða 4
4 MORGUWBL.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLl 1971 ® 22 0-22- [rauoararstíg 31j LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL TP 21190 21188 BÍLALEIGA Keflavík, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan Suðurlandsbraut 10, s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Simar 11422. 26422. Bilaleigan SKULATUNI 4 SÍMI15808 (10937) Maleigan AKBBAVT car rental service 8-23-47 sendum 0 Sumarhátíðin 1971: Áfengisvandamálið — áfengisbannið Frá forráðamönnum Sumarhá tíðarinnar í Húsafellsskógi hafa eftirfarandi hugleiðingar borizt; (Velvakandi hefur breytt orðalagi á stöku stað). Fyrirsagnirnar eru frá forráða- mönnunum. „Talsverður hugtakarugling- ur hefur oft verið viðkomandi orðunum bindindismóti og sam koniu með áfengisbanni. Á hinu fyrrnefnda er bindindi og bindindisheit algert aðalatriði félagsskaparins. 1 síðara tilvik- inu er algert áfengisbann sett á tilteknar samkomur, vegna þess að án þess hefur löggæzl- an ekki nægilegt vald til að halda samkomunum í skefjum og koma í veg fyrir slysfarir margra samkomugesta. Dæmin sanna þetta, svo að óþarft er upp að telja, og erfiðleikarnir eru sannarlega nægilegir samt, þátt um áfengisbann sé að ræða. Það virðist svo sem til- tekinn fjöldi ungra og gamalla sé staðráðinn í því að Seljum í dog ^^ð^bilaaalq G U-Ð MUNDAR Berfþóructttu 3. Simar 19932, 2097« „skemmta" sér með ofurölvun, hvað sem það kostar. Það er aðaltakmark þeirra, sem að Sumarhátíðinni standa, að reyna að koma í veg fyrir vandræði og voða fyrirfram, áð ur en hættuástand verður. Sé litið á dagskrá hátíðarinnar, má ljóst vera, að áfengið er ekki eingöngu skaðlegur held- ur alveg óþarfur fydginautur, tii þess að menn geti skemmt sér: Eitt fegursta samkomusvæði landsins verður að þessu sinni skreytt af þekktum lístamönn- um: Gunnar Bjarnason, leik- tjaldamálari hjá Þjóðleikhús inu, sér um sviðsskreytingar og fl., en Magnús Axelsson, ljósa- meistari hjá Leikfélagi Reykja víkur, sér um ljósaskreytingar. Hinir fjölmörgu skemmtikraft- ar, sem fram koma, verða því í fallegri umgjörð, en nokkru sinni fyrr. Vonandi kunna sam- komugestir vel að meta þessa viðleitni og úmgangast skraut- ljós og önnur mannvirki á menningarlegan hátt, hafandi það i huga, að ölviman er óþörf með öilu. Og meðal annarra orða: bandarískir unglingar hafa ný- verið uppgötvað þau sannindi, að sú dýrkeypta vima, sem þeir hafa keypt sér í ýmsum skyn- villuefnum og eiturlytfjum, er léleg lífsnautn, miðað við hitt að stunda heiltbrigt og hreint líferni. Þeir snúa nú tug- Ungur moður ósknst Framtíðarstarf fyrir handlaginn mann, við þriflegan iðnað. Umsókn er greinir aldur og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu blaðsins, merkt: „Nr. 7142 — Góð laun". Hraðbátur til sölu Til sölu er um 14—16 feta plasthraðbátur með 25 hestafla Johnson-utanborðsvéil og kerru, sem nýr og vel með farinn. Verð: 75 þúsund krónur. Upplýsingar gefur Guðmann Halldórsson í síma 95-1370 á verzlunartíma. Bílasala Bílakaup Bílaskipti Bílar fyrir alla Opið tii kl. 6 í dag og á morgun. BlLASALAN, Höfðatúni 10. sími 15175. þúsundum saman baki við hass irtu og jafnvel frjálsu ástunum líka. Það er jafnvel farið að tala um Jesú-byltinguna, vegna þess að þetta fólk iðkar mjög trúarlegar athafnir, sem í ýmsu þykja benda til frum- kristninnar. Mætti íslenzkt æskufólk læra af reynslu þessa fólks og spara sér alveg 'krókaleiðir þær, sem það hefur þurft að fara til að komast að gömlum og góðum, sigildum samninduim: Sé líkaminri heil- brigður og einstaklingurinn í góðum félagsskap og fögru um- hverfi, nýtur hann sín þvi að- eins til fulils, að öll skynfæri séu ólömuð. Ungir sem gamlir eiga þvi að taka höndum sam- an við þá, sem vilja bæta sam- komuhald Íslendinga, og sanna það bæði fyrir sjálfum sér og öðrum um verzlunarmanna- helgina, að áfengið er óþarfur fylginautur." 0 Leiðréttingar 1 gær stóð hér í millifyrir- sögn: „Gafst upp snurðulaust“. Þar var seinasta orðinu vitan- lega ofaukið. Fyrir nokkrum dögum stóð. hér í millifyrir- sögn: „Ekki alltaf nýraspað." Þar hafði spumingamerki fall ið niður aftan við. 0 Vinnuaðbúnaður í gisti- húsum ríkisvaldsins „Velvakandi góður! Ég er nýkominn úr ferðalagi um Norðurland, og kynntist þá rekstri hina svonefndu Eddu- hótela, sem rekin eru af ríkinu á nafni Ferðaskrifstofu ríkis- ins með svo ónógu starfsfólki, að nálgast hið versta þræla- hald. Skólaæskufólk hefur helzt fengið þarna vinnu við risnu og við fyrirspurnir í skrifstofunni fengið þau svör, að vinnan væri í skorpum, en góðar hvíldir á milli og einn frídagur I viku. Vegna góðviðr isins hefur verið mikill ferða- mannastraumur og svo mikil vinna víðast hvar, að vinnu- dagurinn hef.Uir orðið £rá 7 að morgni til 1 að nóttu með tveim ur 10 mínútna matarhléum. Frí dagarnir eru ekki greiddir, þó að meira en nóg sé fyrir allla að gera, heldur eru börnin rek in í frí, þótt hin, sem eftir eru, komist naumast yfir það, sem afkasta þarf. Þetta á við framreiðsluna, en nærri má geta, hvemig ástand- ið er í eldhúsuim og búri. Sömu sögu er mér sagt, að sé að segja af Eddu-hótelunum á Suðurlandi og jafnvel verri, ónógt starfsfólk og þrælabúða- vinna og samvinnan og sam- lyndið í hlutfalli við það. Allir geðvondir og örmagna. Hvar eru fagfélögin og eftirlitið? Svona er ástandið á þessum vigstöðvum á sama tíma og rik isstjómin þykist ætla að fara að innleiða 40 stunda vinnu- viku. Það væri sizt vanþörf á að kippa þessu í lag. Það virð- ist furðulegt, að reynt sé að reka þessa þjónustu með hagn aði með svona aðfðrum, til þess að geta kastað milljónum í auglýsingar hér og erlendis til að hæna fólk að. Ég get ekki orða bundizt, þvi að mér blöskra svo aðfarimar við ung- viði, sem ekki hefur lært að bera hönd fyrir höfuð sér og lætur bjóða sér það, sem eng- inn fullorðinn maður léti við- gangast. Réttast væri fyrir for eldrana að sækja börnin í þess ar þrælabúðir, áður en þeim er ofgert. Þau eiga að nota sumarið við hóflega og heil- brigða vinnu til þess að vera betur undirbúin þrældóm vetr- arnámsins, sem lítið betur er skipulagt. Námsefnið og yfir- ferðin fram úr hóíi undir hand leiðslu of margra áhugaiausra og ónýtra kennara. Sigurður Jónsson, reiður faðir.“ Já, reiður er bréfritari og allstórorður. En geta ríkisrek- in fyrirtæki annars borið sig öðru vísi en með svona löguð- um djöfulskap, jafnvel þótt allt sé lagt upp í hendurnar á þeim? Fram tíðarstarf Okkur vantar deildarstjóra í vefnaðarvörudeild K. Þ. Umsækjendur hafi samband við kaupfélagsstjóra fyrir 20. ágúst næstkomandi. Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík. TIL ALLRA ATTA NEW YORK Alla daga reykjavík OSLÓ Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga LOFTLEIDIfí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.